Fálkinn


Fálkinn - 09.11.1935, Blaðsíða 2

Fálkinn - 09.11.1935, Blaðsíða 2
2 fAlkinn ----- QAMLA BÍÓ --------- Strandið bamingjDsama. Afarskemtilegur og fjörugur gamanleikur. Aðal hlutverkin leika: BING CROSBY, CAROLE LOMBARÐ. STÓRFENGLEGT INDÍÁNA- MINNISMERKI liefir verið reist í Illinois i Banda- ríkjunum, til minningar um frum- byggjana, sem orðið hafa að flýja land sitt fyrir hvitum mönnum. Hljóm- og BRÚÐKAUP KEISARANS. Efni þessarar myndar er sann- sögulegt, og hefst myndin þegar Talleyrand, hægri hönd Napoleons, hefir fengið hann til þess að reka á burt Jósefinu drotningu sína, sem hefir verið samvistum við hann í 15 ár, en eigi orðið barna auðið, og fá sjer nýja konu, til þess að eign- ast með henni erfingja að veldi sínu. Talleyrand fær i lið með sjer refinn Metternich, sem þá rjeð öllu i Austurríki, og kemur þeim saman um, að Napoleon fái Marie-Louise, dóttur Franz I. Austurrikiskeisara. Þessi lituðu eíni eru jafnfalleg ogný. — það gera súrefnis-áhrif R ADION Þetta er leyndarmálið við hinn undursamlega Radion- þvott — SÚREFNISÞVÆLIÐ. Þvoið fötin úr Radion; miljónir af smáum súrefnisbólum hjálpa yður við vinn- una. Þær gera þvælinu kleift að þrýstast gegnum þvott- inn — og reka úr föstustu óhreinindi og gera þvottinn fallegan og hreinan eins og nýr væri. Vegna þess hve þvælið er mikilvirkt þarf hvorki að núa þvottinn nje n”dda, en það slftur fötunum. Þess- vegna gerir Radion fötin endingar- betri. I Radion er alt það, sem með þarf til þess að þvo þvottinn fullkom- lega í einni atrennu. Fáið yður pakka í dag. RADION HIÐ UNDURSAMLEGA SUR- EFNISÞVOTTADUFT. M-RAD 15 ~&Q A LEVER PRODUCT ----- NÝJABÍO ----------- Brúðkaup keisarans. Stórfengleg og hrífandi sögu- leg mynd af ástamálum Napo- leons mikla. Aðalhlutverk leika: WILLY FORST, ERNA MORENA, GUSTAF GRUNDERS og hin ágæta unga leikkona PAULA WESSELEY. Sýnd bráðlega. Músasali í London hefir sagt breskum blöðum frá því, að hann selji oft ait að 5000 tamdra hvítra músa á dag, svo mikil er eftirspurn- in eftir slíkum dýrum, sem fólk hefir í búrum heima hjá sjer og leikur sjer að. ——x------ Ástralskur fegurðarfræðingur hef- ir fundið upp ráð til þess að gera varir kvenfólksins ævarandi rauð- ar. Hann stingur þunnri nál inn í vörina og spýtir síðan rauða litnum inn. Þessi aðferð hans hefir auð- vitað þann stóra kost, að hjer eftir er hægt að kyssa kvenfólkið, án þess að verða sjálfur rauður um munninn. Svo það má geta nærri að áströlsku karlmennirnir fagna þessu nýja tiltæki fegurðarfræðings- ins. ----x---- Kvikmyndaleikarinn Will Rogers ljet eftir sig 7 miljónir dollara eða um 30 miljónir *króna í vorri mynt. Þegar erfðaskráin var opnuð kom i ljós, að hann hafði ánafnað konu sinni allan auðinn. Þetta kom eng- um á óvart, þvi Rogers hafði sjálfur sagt mörgum, að eiginkona hans væri sú einasta kona, sem hann nokkru sinni hefði kyst. talmyndir. En það sætir mótbárum frá stjúp- móður liennar, Mariu Ludovicu, sem hatar Napoleon. Tekur Metternich þá til bragðs að fá hertogann aí Modena, son Ludovicu til þess að tala máli Napoleons við Mariu- Loisu. En hann hefir áður heitið henni eiginorði og þegar hann fer að dveija samvistum við hana verð- ur hún sæl og lifir í voninni um það, að nú ætli hertoginn að upp- fylla gamla loforðið. En fyrir til- viljun kemst hún að því, hvaða leik er verið að leika með hana og til þess að bjarga Austurríki frá nýrri árás af hendi Napoleons fórn- ar hún sjer og játast Napoleon. Þetta er snildarlega vel gerð jnynd. Hún er tekin undir stjórn Karl Hartl og prýðilega leikin. Willy Forst leikur hertogann af Modena, Franz Herterich keisarann, Gustaf Griinders leikur Metternich og Edwin Júrgensen Talleyrand. Erna Morena leikur Jósefínu drotn- ingu. En mesta hlutverkið í mynd- inni, Marie Louise, leikur hin unga leikkona Paula Wesseley. Þessi leik- kona hefir vakið meiri og skjótari eftirtekt cn nokkur þeirra, sem fram hafa komið í Evrópu á siðustu árum og komst þegar í stað i fremstu röð. Hefir hún aðeins sjest sjaldan hjer á landi, en þeir sem hafa sjeð hana munu ekki láta tæki- færið ónotað til þess, þá sjaldan hún sjest í myndum, sem hjer eru sýndar. Mvndin verður sýnd bráð- lega í NÝJA BIO. Hjer skeður aldrei neltt. Þessi stórmerka bók eftir A. J. CRONIN er nú nýlega komin út í ágætri íslenskri þýðingu eftir ÞORSTEIN Ö. STEPHENSEN. — Saga þessi, sem er mjög áhrifarík, gerist á sjúkra- húsi; hún lýsir m. a. örlögum og sálarlífi sjúklinganna, hjúkrunarkvennanna og lækn- anna. — Kvikmynd hefir verið gerð af sög- unni og var hún sýnd nýlega í Nýja Bíó undir nafninu „Örlög á sjúkrastofu K.“ f BÓK- INNI ERU NÍU MYNDIR úr kvikmyndinni. Fæst í öllum bókaverslunum. STRANDIÐ HAMINGJUSAMA. Þetta er amerikönsk skemtimynd, teki* af Paramount, undir stjórn Norihan Taurog. Hún hefst um borð á skemtiskipi miljónamærings úti í Kyrrahafi, en skipið strandar, vegna þess að einn farþeganna liefir mist öll sjókortin fyrir borð í ölæði. Og gestirnir kasta sjer fyrir horð og gleyma því, að til eru björgunarbátar. Að eins einn maður af skipshöfninni, Stephen Jones lendir með þessum gestum, sem fóru i sjóinn, og berst nú með þeim upp á litla eyju. Stephen er eini maðurinn sem nokkuð kann að bjarga sjer og reynist hann ómiss- andi i hópnum. Skal svo ekki rakið, livernig fólkinu vegnar þarna á eyj- unni — það er best að myndin sýni það sjálf. Aðalkvenpersónan í myndinni er dutlungafull miljónamær, sem leik- in er af Carole Lombard. En hinn ómissandi Stephan leikur hinn ágæti útvarpssöngvari Bing Crosby, sem Frh. á bls. 15.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.