Fálkinn


Fálkinn - 09.11.1935, Blaðsíða 4

Fálkinn - 09.11.1935, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Matthías Jochumsson 1835 — 11. nóvember — 1935. Sunnudags hugleiðing. Eftir Pjetur Sigurðsson. Kreppa hjartans. „Eins og hindin, sem þráir vatns- lindir, Svo þráir sál mín þig, ó GuS. Sál mína þyrstir eftir Guði, hinum lifanda GuSi“. Slíkt hungur og slíkur þorsti eí’tir Guði skapast í sál manns- ins, þegar „kreppa“ er í hjarta hans. Það hafa verið „kreppu tímar hjá Davíð, þegar þetta hróp eftir Guði steig upp úr djúpi sálar hans. Það er varla hægt að líkja sál Davíðs við hin straumhægu vötn. Aftur og aftur brýst fram af vörum hans þetta andvarp: „Hví ólgar þú, sála mín “ í lífi Daviðs er mik- ið straumkast. Þar myndast ólga — rastir, eins og jafnan þar sem straumar og andstæð- ur mætast. Það mætti líkja lífi þessa manns við lirikalegt mál- verk með sterkum litum, eða landslag með himingnæfandi tindum og djúpum dölum. Þar er engin svipleysa. Vér stönd- um þar andspænis gáfumanni. Hann er stórskáld, hann er mikill tilfinningamaður, já, ástríðumaður, og hann fellur fyrir ástríðum sínum. Hann er ofurhuginn, bardagamaðurinn og hetjan, sem vinnur fræga sigra; liann er bæði grimmur og mildur, liann er syndari — stórsyndari; en hann er líka guðsmaðurinn. Stundum erum vér staddir hátt uppi á hinum sólroðnu tindum með Davíð, þar sem hann lofsyngur Guði: „Jeg hefi vonað á drottinn, og hann laut niður að mér og Iieyrði kvein mitt. Hann dró mig i úr glötunargröfinni, upp úr hinni botnlausu leðju, veitti mjer fótfestu á ldetti, gerði mig styrkan í gangi. Hann lagði mér ný tjóð í munn, lofsöng um Guð vorn“. Stundum stígum vjer aftur með Davið niður í liina dýpstu dali hjartasorgar. Þá hrópar hann frá djúpi niðurlægingar sinnar: — „Skapa í mjer hreint hjarta, ó Guð, og veit mjer að nýju stöðugan anda. Varpa mjer ekki burtu frá augliti þinu og tak ekki þinn heilaga anda frá mjer. Veit mjer aftur fögn- uð þíns lijálpræðis“. — Þarna hafði hetjan beðið ósigur, hrap- að niður af háu tindunum nið- ur í djúpu dalina. Davíð hafði orðið fyrir sárum vonbrigðum með sjálfan sig. Hjarta lians var ekki eins gott og hann vildi að það væri, og þess vegna biður hann Guð að skapa í sjer „hreint hjartaÞessi maður hafði oft orðið fyrir vonbrigð- um. Vinir hans höfðu brugðist, og geta hans hafði brugðist. Hann hafði oft komist í hina sárustu neyð — „kreppu hjart- ans“, og þess vegna liafði þetta liungur eftir Guði skapast í Á mánudaginn kemur eru lið- in 100 ár síðan þ'jóðskáldið Matthías Jochumsson fæddist. Öllum, nema máske ungling- um, finst þetta í fljótu hragði ótrúlegt, því að svo nálæg eru oss áhrif hans. Bæði verk lians og endurminningarnar um hann. Svo sterk og varanleg eru áhrif hans, svo stórt rúm á hann í meðvitund einstaklings- ins. Að vísu varð þjóðskáldið Mattliias gamall maður. Það eru aðeins fimtán ár síðan liann ljest norður á Akureyri og var þá viku betur en hálf- níræður. Og ern var liann að kalla fram á síðasta æfidag, sinn. En þó að hann yrði gam- all að lífsaldri mun minning hans, sem í verkum hans lifir, verða stórum langlífari. Þann fjársjóð hefir Matlhías Joch- umsson látið eftir sig, sem mun geymast öld eftir öld og verða í heiðri hafður meðan íslensk tunga fær að lifa. sálu hans: „Eins og hindin, sem þráir vatnslindir, svo þráir sál mín þig, ó Guð. Sál mína þyrstir eftir Guði, hinum lif- anda Guði“. — „En sælir eru þeir, sem liungrar og þyrstir eftir rjettlætinu, því að þeir munu saddir verða“. Það var einusinni kreppa í konu hjarta. Þá bjó hún til sálminn: „Hærra minn Guð til þin“. Hann hefir svalað hjört- um miljóna manna. Ekkerl mannshjarta getur framleitt slíkan sálm nema á „Kreppu- tíma“. Matthías Jochumsson fæddist að Skógum í Þorskafirði, ein- um af innfjörðum Breiðafjarð- ar og á þeim slóðum lifði hann uppvaxtarár sín. Var faðir hans Joclium Magnússon og ætt hans þaðan úr Þorskafirði. En móðir hans var Þóra Einars- dóttir, systir hins þjóðkunna prests Guðmundar Einarssonar á Breiðabólstað á Skógarströnd. Eigi voru þau fjáð, foreldrar sira Mattlnasar, enda var barna- hópurinn slór, og að jafnaði erl'itt árferði í þá daga. Af þeim bræðrum Matthíasar má nefna Eggert, sem var þeirri elstur (f. 1812), Magnús, Ara, Einar, Sæ- mund og Samúel. Ellefu ára gamall fór Matthías úr foreldra- húsum og fór þá að vinna fyrir sjer. En fjórtán ára fer liann að Kvennabreklui til síra Guðnmnd- ar móðurhróður síns, sem þá var nýfluttur þangað og var á- formað að liann lærði þar und- ir skóla. Var hann þar þrjú ár, en lítið varð úr lærdónmum og er svo að sjá, að Matthías liafi ekki unað sjer vel á Kvenna- brekku. Fluttist hann þá til Sig- urðar kaupmanns Jónssonar í Flatey frænda síns og dvaldi þar næstu ár og undi hið besta liag sínum. Átti hann að vinna fyr- ir sjer með búðarstörfum og stundaði nám, mest af eigin ramleik, í hjáverkum sínum. Var bókakostur góður hjá kaup- manni og notaði Matthías hann óspart. Ennfremur naut hann tilsagnar síra Eiríks Kúld, sem þá var aðstoðarprestur í Flatey og má telja hann fyrsta kenn- ara Matthiasar. En á sumrum stundaði hann sjómensku. Má af þessu sjá, að á þessum árum hefir Matlhías kynst öllum al- mennum störfum í þá daga, bæði til sjós og lands enda má sjá það af kvæðum lians, að hann talaði ekki um slík mál af ókunnugleik. Það er gamall sjósóknari af Breiðafirði, sem yrkir um Eggert Ólafsson. Verslunin var samt aðalslarf lians á þeim árum. Og 21 árs fer hann til útlanda í fyrsta sinn, til þess að framast í versl- unarmensku — í Kaupmanna- höfn. Var hann 38 daga á leið- inni utan. 1 Kaupmannahöfn mentast liann vel í ensku og þýsku, enda varð hann frábær málamaður, eftir því sem gerð- ist i þá daga, og kyntist ýmsum íslenskum mönnum er þá dvöldu í Höfn og síðar urðu þjóðkunnir, svo sem síra Arn- Ijóti Ólafssyni, Steingrími Tlior- steinsson, Guðbrandi Vigfússyni og Benedikt Sveinssyni. Dvaldi Matlhías í IJöfn í einn velur en stundaði verslun um sumarið og hvarf á ný til Flateyjar um liaustið til Sigurðar kaupmanns. ög nú verður það að ráði, að Matthías skuli fara inn á menta- brautina og síra Eiríkur tekur að sjer að kenna honum undir Gamla húsið síra Matihíasar ú Akureyri.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.