Fálkinn


Fálkinn - 09.11.1935, Blaðsíða 5

Fálkinn - 09.11.1935, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 skóla en Bendictsen kaupmað- ur að kosta liann til náms. Les hann nú hjá Ivúld tvö næstu ár, en tekur próf inn i 3. bekk lat- ínuskólans áriðl859, þá orðinn 24.ára gamall ogliafðifengiðsvo góða mentun til undirbúnings hjá síra Eiríki, að hann kveðst litlu hafa við hann bætt í skól- anum í sumum greinum, t. d. dönsku, ensku, þýsku og stærð- fræði. Og stúdentspróf tók hann svo liaustið 1863. Þegar lijer er komið sögunni er Matthías orðinn þjóðfrægt skáld. Og það var einkum leik- ritið „Skugga-Sveinn" — sem þá hjet „Útilegumennirnir“ en höfundur breytti nokkuð síðar, sem orðið hafði til þess, að vekja athygli á Matthíasi. Þenn- an leilc semur hann annan vet- urinn, sem hann er i skóla og var leikurinn sýndur í „Gilda- skálanum“ — þar sem nú er liús Idjálpræðishersins, í febrú- ar 1862. Var leikurinn sýndur fjórum sinnum og þótti sýn- ingin nýmæli, enda var ekki um auðugan garð að gresja i íslenskri leiklist þá. Leikurinn var prentaður 1864 og er fyrsta ritið, sem úl kom eftir Matthías. — En áður var Matthías fjrrir löngu farinn að yrkja og munu elstu kvæði lians vera frá því að hann var 15 ára gamall, ný- fermdur á Kvennabrekku. Með þeim úthug, sem var i Matthíasi undir eins .á æsku- árunum, má telja sennilegt, að hann liafi þráð að komast á úllendan liáskóla til framhalds- náms. En af því varð þó ekki. Hann giftist um þessar mundir fyrstu konu sinni, Elínu Knud- sen og mun meðfram fyrir þær sakir liafa viljað ná embættis- prófi sem fyrst, enda fór hann á prestaskólann og lauk námi þar á tveimur árum, vorið 1865. Á prestaskólanum þýddi hann hin frægu ljóð Tegnérs útaf Friðþjófssögu, eina hina vin- sælustu af mörgum þýðingum slcáldsins. Og vorið eftir byrjar hann prestskap, á Móum á Kjalar- nesi og seíti þar hú. Eftir tveggja ára veru þar verður hann fyrir þeirri sorg að missa konu sína, sem dó úr tauga- veiki 2. jóladag 1668 og tók liann sjálfur þá veiki og bar liennar lengi menjar. En tveim- ur árum síðar giftist hann Ing- veldi, dóttur sira Ólafs John- sen á Stað, giftust þau á miðju sumri 1870, en misti hana eftir tæplega eins árs innilega sam- búð. Tók hann sjer missi henn- ar ákaflega nærri og hefir kveðið um fráfall liennar eitt af sínum fegurstu lcvæðum, „Sorg“, sem flestir kannast við. Voru veruárin á Móum síra Matthíasi mikil raunaár, eins og geta má nærri, er hann misti þar tvær konur sínar með stuttu millibili. Segir liann sjálfur um þetta: „Lengi var það, að jeg eirði hvorki úti nje inni. Breyttist jeg þá og á næstu árum á eftir, svo að margt i meðvitund minni og hugsunar- lífi varð öðruvísi en áður“. Það mun hafa verið mest fyrir konumissinn síðari, að síra Matthías fjekk nú fararleyfi frá prestakallinu og fór til Eng- lands með Þorláki kaupmanni Jolmsen mági sínum, sjer til uppljettis. En þaðan hjelt hann áfram til Kaupmannahafnar og fjekk styrk hjá stjórninni til þess að kynnast lýðháskóla- stefnunni dönsku. En eigi sat hann þar auðum höndum. Ýms kvæði eru til eftir hann frá þessum árum, auk þess sem hann liafði á Móum þýtt þrjú leikrit eftir Shakespeare: „Hamlet“, „Othello“ og „Ro- moó og Júliu“. En í Kaup- mannahöfn þýddi hann „Mac- heth“ og svo „Manfred“ eftir Lord Byron. Að lokinni dvöl- inni i Danmörku fór hann til Noregs og kyntist þar ýmsum stórmennum. Kom hann heim aftur úr þessu ferðalagi 1872 og settist að í prestakalli sínu. En næsta vor siglir hann á ný til Englands og lauk þá hinu fyrra prestskaparskeiði lians. Þvi að þegar hann kemur lieim aftur, þjóðhátíðarvorið 1874, kaupir hann Þjóðólf af Jóni Guðmundssyni og nú hefst blaðamenskuskeið Matthíasar og stóð það í sex ár. Þó að þjóð- skáldið hirti eigi um, að hafa sig frammi í stjórnmálum hann vildi helst halda hlaðinu utan við stjórnmál og síst af öllu flokksbinda það — þá hafa Þjóðólfsár Matthíasar þó orðið til þess, að gera fullnaðarmynd- ina af þessum andans jöfri enn tilþrifameiri og nákvæmari, en hún liefði ella orðið. Blaða- greinar Matthíasar sýna áhuga- mál hans og ýms lundarein- kenni jafnvel skýrar en kvæði hans og það, sem lestur þeirra einkum skilur eftir er hug- sjónaflug lians og góðvildar- hugur til alls og allra. Gæti ýmsum blaðamönnum nú á dögum verið lærdómur í þvi, að kynna sjer hvernig Matthí- as skrifaði blaðagreinar og hve sáttfýsin og velvildarhugurinn var jafnan ofarlega í þessum andans manni. Hann kunni að fyrirgefa þeim sem gerðu á hluta hans og sáttfýsin var hon- um lieilagt boðorð. Á árinu 1874, í sambandi við þjóðhátíðina staðfestir Matthí- as Jochumsson það, að enginn er að þjóðskáldstitlinum kom- inn betur en hann. Hann yrkir þá minni erlendra þjóða og hann yrkir þann gimstein, sem öllum þorra landsmanna verð- ur hjartfólgnastur um aldarað- ir: „Ó guð vors lands“. Hann var þá tæplega fertugur, en stendur á hátindi listar sinnar þó að frægð hans og lýðhylli yrði meiri siðar. — Árið eftir kvæntist hann í þriðja sinn, Guð- rúnu Runólfsdóttur, er lifði mann sinn. Varð samhúð þeirra hin innilegasta og eignuðust þau ellefu börn. Blaðaútgáfa var ekki arðvæn- leg í þá daga, síst þeim, sem vildu fara sínar eigin leiðir, og Mattliías fjenaðist ekki á Þjóð- ólfi, sem hann liafði keypt með lilstyrk ensks vinar síns. Árið 1880 fær liann því veitingu fyrir O^ldaprestakalli á Rangárvöll- um, setti þar upp stórt bú og hafði umsvifamikla búsýslu og prestakallið var auk þess víð- lent og erfitt. Hefir Malthias því sennilega gefið sig minna að skáldskap þessi árin en áð- ur, en þau urðu sex. Auk ýmsra kvæða frá Oddaárunum gafst honum þó tími til að þýða á íslensku „Brand“ — eitt hið mesta leikrit Ibsens. Og á Oddaárunum safnar liann kvæðum sínum í heild og gaf þau út á kostnað Kristjáns Ó. Þorgrimssonar, árið 1884. Það var ekki fyr en þá, að almenn- ingi gafst kostur á sæmilegri heildarútgáfu af kvæðum skáldsins, sem þá hafði verið landfrægt í mörg ár. Það er eftirtektarvert um bókaútgáfu þeirra tíma, að kvæðin koma út rjettum tuttugu árum á eftir Skugga-Sveini. En vitanlega hafði áður komið út sægur af kvæðum Matthíasar á víð og Frh. á bls. 13.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.