Fálkinn - 18.01.1936, Síða 5
F A L li 1 N N
Jón H. Guðmundsson:
HÆNSNAKOFI OG GAMALL MAÐUR.
Uppi í holtinu var liænsnakofi.
Hann var klæddur ulan nieð tjöru-
pappa, óg vindar liöföu leikið um
hann svo óþyrmilega, að rifnaö
liafði sumstaðar út frá naglaförum
og skein í berar kassafjalirnar, og
pappatætlurnar gáfu þeim utanundir.
Jeg negldi pappann niður eitt kvöld-
ið. Jeg átti af tilviljun leið þar um
og það var dimt.
Það logaði á olíulampa inni hjá
fuglunum. Hann bar daufa birtu út
um rúðubrotið, sem auðsjáanlega
hafði verið skorið óhönduglega eða
með ónýtum glerskera og skell fyrir
li? bráðabirgða og fest með ryðg-
uðum nöglum og einn hafði brotnað.
Örskamt frá kofadyrunum var
steinn, flatur að ofan, með ofurlitlu
graskögri yst á brúninni, algrænu
á sumrin og vinalegu. Jeg hugsaði
stundum um að lilúa svo að þessum
gróðri, að hann þekti smám saman
yfirborð steinsins. En jeg hugsaði
hara um þetta og á liverju ári mink-
aði balinn og einn daginn, þegar
jeg kom þangað, var hann alveg
horfinn.
Á morgnana sat jeg stundum á
steininum og horfði á hænsiiakofann
og útsýhið, fjöllin og voginn og fisk-
reitina, þar sem fólkið keptist við
að breiða í þerrinum, skipin og
bátana úti á firðinum og snjófönn-
ina i Esjunni, og Jiá kom gamli mað-
urinn oftast labbandi yfir holtið að
kofanum sínum til þess að huga að
hænsnunum.
Jeg tók strax eftir því, að hann
horfði ekkert vinalega til mín. Alveg
eins og' honum væri ami að návist
minni. Hann leit öðru livoru út
undan sjer á mig, rjett eins og hann
væri að gá að því, hvort jeg sæti
nú Jiarna ennþá. Og alt af var hann
eitthvað að dunda inni i kofanum
eða utan við hann, Jiangað lil jeg
stóð upp og gekk burtu. Yrði mjer
svo litið við, þá sá jeg, að hann var
sestur á steininn. Það gilti einu, hve
lengi jeg sat, aldrei fór hann á und-
an mjer, einS og hann gæti ekki
yfirgefið holtið án þess að hafa setið
á steininum. Og J)að fór svo, að mjer
fanst jeg vera á annars manns eign
og meina honum að neyta rjettar
síns.
Einn morgun um haustið fann jeg
eina pútuna hans. Hún stóð i skjóli
við kofann, aum af kulda. Jeg tók
hana upp og settist með hana á
steininn og yljaði lienni á fótunum.
Svona sat jeg, þegar gamli maðurinn
kom, og var liann óvenju snemm.i
á ferð. Hann gekk rakleitt til mín
og stóð og horfði ó okkur nokkra
stund. Það var alt annar svipur en
vanalega. Augun voru vot og mild,
og tortrygnin og andúðin gersamlega
horfin.
„Jeg fann hana hvergi í gærkvöldi,
greyið“. Annað sagði hann ekki og
tók við hænunni.
Eftir J)etta kom hann altaf og sett-
íst við hliðina á mjer. Aldrei sagði
hann neitt að fyrra bragði, en sat
og horfði ávalt í sömu átt, austur.
Einu sinni sagði jeg: „Það er fall-
egt hjerna“.
Hann leit á mig, og mjer sýndist
fyrirlitning lýsa sjer í svipnum.
‘ „Hvað?“
„Útsýnið".
Hann hjelt áfram að horfa í austur.
„Ertu fæddur og uppalinn hjerna?“
spurði hann svo, án þess að lita á
mig.
„Já“.
„Jæja“. Hann horfði snöggvast nið-
ur yfir hæinn.
„Þykir þjer J)á ekki bærinn falleg-
ur líka?“
„Ekki beinlínis fallegur, en hann
er altaf að stækka og verða myndar-
legri. Hann þenur sig út, og J)að er
meira að segja farið að kalla hann
borg“. Og jeg fann l)að núna alt i
einu, að jeg var töluvert hreykinn af
borginni minni.
Gamli maðurinn varð raunalegur
á svipinn.
„Já, hann stækkar og þenur sig út
og gleypir alt og sogar í sig. En
meltir hann það, drengur minn, verð-
ur honum gott af J)essu öllu saman?
Það er ekki nóg að heita fínu nafni
og hafa mikið umleikis og jeta mikið,
jaðalati'iðið er, hvernig manni verð-
ur af því öllu saman. Því gleymið
þið stundum, drengur minn“.
Jeg svaraði þessu engu. Mjer'þótli
það vera eins og livert annað raus i
gömlum manni. Hann var eflausl
sveitamaður, troðfullur af fyrirlitn-
ingu á Reykjavik, þessari húsaþyrp-
ingu niður við ströndina og gróður-
litlu holtunum í kring, bænum, sem
var altaf að stækka og soga til sin
ungviðið úr sveitunum. Borginni, þar
sem fólkið vann ekki nema part úr
deginum og oft ekkert, drakk svo og
dansaði og rölti tilgangslaust á ryk-
ugum götunum og eyddi í fánýtar
dægrastyttingar meiru en því, sem
ineðálbóndi gat lagt fyrir í sæmilegu
árferði. Hann var auðvitað oft búinn
að bera þetta saman við lieilnæmi
sveitaloftsins og trausta og innihalds-
ríka en fábreytta bændamenninguna,
þennan gamla arf, sem einn varmegn-
ugur að bjarga framtíð íslands, væri
honum haldið við og hann aukinn og
fengi staðist erlend og hálferlend
áhrif ])essarar uppvaxandi borgar og
annara bæja á landinu, o. s. frv.
Jeg kannaðist við þetta all saman,
hafði oft lieyrt það og bar litla virð-
ingu fyrir því. Jeg var fæddur og
uppalinn í höfuðstaðnum og vissi, að
þó að houurn væri í mörgu ábóta-
vant, var hann eitt besta vigi ís-
lenskrar menningar, þar sem ríkíi
djúpur skilningur á mikilvægi sveit-
anna og glögt auga fyrir vankostum
þeirra, strjálbýli og skipulagsleysi.
Þessi misvaxna borg tók við erlend-
um áhrifum, sem smárn saman runnu
í eitt við íslenska menningu og auðg-
aði bana.
Jeg hlaut l)ví að vera andstæðing-
ur gamla mannsins, þó að mjer ann-
ars væri hlýtt tii lrans.
Svo var það eitt kvöld, að jeg af
tilviljun gekk með stúlku yfir holtið.
Jeg þekti hana lítið, hafði kynst
henni fyrir nokkrum vikum og við
sjaldan verið ein saman. Það sem
dregið hafði niig til að vera sam-
vistum við hana, var hispurslaust
fjör hennar og tepruleysi. Hún var
langt frá því að vera falleg, varln
einu sinni lagleg, en liún var geð-
þekk, og mjer þótti gaman að tala
við hana. Hún var róttæk í skoðun-
um og það svo, að mjer ofhauó
stundum. Hún hjelt því hiklaúst fram,
að kvenfólkið ætti að njóta jafnrjettis
við karlmenn á öllum sviðuin þjóð-
fjelagsins. Þær gætu gegnt hvaða
embættum, sem væri, starfað í öll-
um greinum iðnaðar, jafnvel stundað
sjóinn, orðið hásetar, vjelakonur,
stýrikonur og skipstýrur. Þegar um
störf væri að ræða, ætti ekki að
spyrja um kynferði, heldur hæfileika,
mentún og lægni. Jeg hjelt því liins-
vegar fram, nokkuð til að stríða
henni, en þó í fullri alvöru, að all-
an þorra kvenna mundi skorta þrek
og sjálfstæði ti! þess að inna þessi
störf af hendi jafn vel og karlmenn
gerðu. Þær væru til annars skapaðar.
Þeirra væri að eiga börn og ala þau
upp, auðvitað undir tilhlýðilegu eftir-
liti karlmannanna, og einmitt þetta
hlutverk liefði mótað þær svo á öll-
um tímum, að annað liæfði þeim ekki.
Hún reiddist þessum ummæluin
mínum og talaði i sig hita. Það væri
rjettast, að kvenfólkið gerði uppreisn.
' steypti karlmönnunum af stóli og
tæki alt í sínar hendur.
Þegar hjer var komið, þótti mjer
ekki vænlegt að halda þessu karpi
lengur áfram og leiddi talið að öðru
efni.
Við settumst ó steininn skamt fra
liænsnakofanum, og jeg fór að segja
henni frá gamla manninum.
„Þekkir þú hann afa?“ spurði hún
alveg undrandi.
Jeg varð líka hissa, þó að þetta
væri i sjálfu sjer ekkerl einkenni-
legt. Og jeg gat ekki að því gert,
að mig langaði lil að vita meira um
gamla manninn, fyrst svona hittist á,
að hún væri dótturdóttir hans. En jeg
fann það strax, að ekki var jafn-
auðvelt að fá hana til að tala um
afa sinn eins og rjett kvenna í þjóð-
fjelaginu. Þó tókst mjer það með
mátulega ágengum spurningum. Og
þegar hún var byrjuð, þá var eins
og það brytist fram úr henni.
Þau liöfðu átt heima i sveit. Hann
liafði verið bóndi á eignarjörð, sæmi-
lega stæður. Hann var þar fæddur
og uppalinn, og þar höfðu forfeður
hans búið á aðra öld. En þegar
konan hans dó, vildi dóttir þeirra
endilega flytja til Reykjavíkur. Og
hún var að, þangað til hann gafst
upp, ljet undan, seldi jörðina og
keypti timburhús i höfuðstaðnum.
Þar giftist dóttir hans og bjó i þessu
húsi, þó að það væri gamalt og leið-
inlegt. Hún hafði ekki brjóst í sjer
lil að hryggja gamla manninn meira
en orðið var. En auðvilað höfðu þau
lielst viljað byggja annað nýtísku
hús. Afi hennar hafði ekki fengist til
að láta setja miðstöð og bað í húsið.
Salerni var ekki einu sinni inni. Hún
sagði, að þeir væru svo andstyggi-
legir, þessir útikamrar. Og svona
hjelt hún áfram að telja raunir
þeirra mæðgna og baráttu við gamla
manninn, þangað til mjer fór að
þykja nóg um.
„Og svo er ómögulegt að fá hann
til þess að hætta við þessi hænsni.
þó að mamma hafi margbeðið hann
um það. En nú kvað bráðum eiga
að fara að leggja hjer götu, og þá
má hann til með að rífa kofann og
drepa hænsnin".
Eftir þetta kvöld vorínn við sjald-
an saman, og nokkru seinna fór jeg
vestur um haf, til Ameríku. Jeg hafði
ætlað mjer að setjast þar að fyrir fult
og alt, en festi þar ekki yndi og
hvarf heim eftir nokkur ár. Jeg var
kominn ó þá skoðun, að hvergi
annarsstaðar en í Reykjavilc ætti
jeg heima. Þar kunni jeg best við
mig. Þar væri þvi rjettast að lifa
lífi sínu.
Mjer datt gamli maðurinn aldrei
í hug allan þennan tíina. En einu
sinni inintist jeg hans alt i einu.
Það var, þegar jeg af tilviljun heyrði
nokkra menn vera að tala um, hvort
það myndi ekki borga sig að setja
á stofn stórt hænsnabú.
.Teg gekk strax á leið upp i lioltið,
þangað sem kofinn hafði staðið.
Hænsnakofinn var horl’inn, stóri
steinninn var þar ekki lengur. Breið
gata, falleg, nýtísku hús, garðar ineð
ilmandi gróðri, liöfðu tekið sjer ból-
festu, þar sem jeg og gamli maður-
inn sátum forðum dága og unga
stúlkan sagði gröm frá kenjunum
hans afa síns.
Mjer þótti skeimnlilegt að sjá
þetta alt, en varð þó fyrir vonbrigð-
um, saknaði einhvers, og mig langaði
til þess að fá að vita eitthvað um
afdrif gamla mannsins. Hann var
skyndilega orðinn kunningi, sem jeg
hafði gleymt að minnast, og vildi
nú óður fá einhverjar frjettir af.
Jeg fann ekki annað ráð en að
fara þangað, sem hann átti heima,
þegar jeg fór af landi burt. Þar var
sami skósmiðurinn í kjallaranum og
áður. Jeg gerði- mjer erindi inn til
hans.
Jú, hann mundi svo seni vel eftir
gamla mánninum. Hann hafði strax,
þegar dóttir hans giftist, flutt sig
niður i herbergisskonsu víð lihðina
á verkstæðinu, og varla viljað vera
annarsstaðar, þegar hann þá ekki
var hjá hænsnunum. En svo kom
að þvi, að kofinn mátti ekki lengur
standa. Þó hafði gamli niaðurinn
verið þungur á brún og fátalaður.
Eitt kvöldið leit hann imi ti) skó-
smiðsins og sal þar drykklanga
stund.
Hann var með eitthvað vafið inn
i tusku.
„Jeg spurði gamla manninn“, sagði
skósmiðurinn, „þegar hánn var bú-
inn að sitja lengi þegjandi, hvort
hann væri nú á leið upp í kofu.
Hann svaraði því játandi og bætli
við:
„Það á að rífa lcofann á morgun.
Þetta verður í síðasta sinn“.
„Svo sat liann aftur langa stund
og þagði, en mjer fór að þykja það
hálfleiðinlegt, af því að mjer finst
ekkert gaman að hafa menn hjá
mjer, ef þeir steinþegja allan tim-
ann, og jeg spurði þá, til að segja
eitthvað, hvað liann. væri með í
tuskunni þeirri arna. Hann sVaraði
ósköp dræmt og sagði, að það væri
nú svo sem ekki mikið. „Vel er þuð
innbrotið11, sagði jeg, og langaði
eiginlega til þess að sjá þetta. Gamli
maðurinn tók tuskuna utan af þvi,
og það var þá bara ómerkileg fjöl“.
Það var auðsjeð á skósmiðnum,
að hann hafði orðið fyrir vonbrigð-
um, og jeg spurði hann því, hvers-
konar fjöl þetta hefði verið, og
hvað gamli maðurin niyndi hata
ætlað að gera við hana.
,,Ekkert“, sagði skósmiðurinn.
„Ilann hefir verið að leika sjer við
að skera í liana, þegar hann var
einn hjá pútunum. Það átti vist að
vera mynd af liúsum á henni og svo
eitthvað annað krass, — stafir, sem V
jeg skildi ekki, og jafnvel líka liestar.
kýr og kindur".
Skósmiðurinn leit á mig og brosti
að einfeldni gamla mánnsins.
. Hvað varð um þessa fjöl?“
„Gamli maðurinn spurði, hvort
jeg vildi eiga fjölina. og mjer var
svo sem sama og þakkaði honmn
f.vrir, af því að jeg sá, að það var
eins og honum fyndist hann gefa
mjer löluvert merkilegan grip. Hann
var orðinn dálítið einkennijegur í
seinni tíð, karlgreyið. Jeg man ekk '
ert, hvert jeg henti þessari fjöl, en
ef yður langar til að sjá liana, skal
jeg leita að henni“.
Skósmiðurinn stóð upp og fór að
leita í allskonar drasli, sem lá í einu
horninu. Loks fann hann fjolina,
þurkaði af henni mestu óhreinindiu
og fjekk m,jer hana.
Hún var várla meter á lengd og
álika breið og ven.juleg rúmfjöl. Á