Fálkinn


Fálkinn - 09.05.1936, Qupperneq 3

Fálkinn - 09.05.1936, Qupperneq 3
F Á L K I N N 3 Skraddaraþankar. Þaö hefir lönguni veriö talinn BakkabræÖraháttur að fara yfir ána til þess að sækja vatn. En líti maður í sinn eiginn barm með dálitilli gagnrýni og horfi á sumar tiltektir þeirra er maður umgengst, þá verður þessi sami Bakkabræðraháttur uppi á teningnum víðar en hvað vatnið snertir. Það er furðu tíður ávani eða óvani að leita langt yfir skamt. ,.Þeim finst alt best, sem fjarst er“. Og „fjarlægðin gerir fjöllin blá, og mennina mikla“. Útþráin er að vísu mikils virði og lieimskt er heimaalið' barn. En þvi aðeins kemur fullnæging útþrárinn- ar að notum, að fólk liafi fyrst kynt sjer sitt eigið umhverfi og skilið það. Þvi að öll reynsla byggisl á saman- burði. Sá sem liefir ekki reynt nema eitt, hefir í raun og veru ekkert reynt. Það liggur hverjum manni næst að reyna það, sem næst hon- um er áður en hann fer að reyna annað. Sannprófa það, rannsaka jiað, og skilja það. Það er síst að lasta þó fólk vilji til dæmis kynna sjer bókmentir er- lendra ritliöfunda. En íslendingur, sem hefir lesið öll verk Goethe en þekkir ekki rit Snorra Sturlusonar hann er viðrini, alveg eins og sá, sem gortar af þvi að hafa komið á ITimmelbjærget en aldrei hafa kom- ið upp á Esju, eða eins og sá, sem miklast af því að hafa ekið í járn- braut yfir Forthbrúna en aldrei lief- ir riðið vatn í bóglinútu á hesti. Við getum fengið nærtækari dæmi. Það kemur þráfaldlega fyrir, að mað- ur sem liefir flakkað víða um land- ið og telur sjer til gildis að hafa kynni af fjarlægum landsfjórðungum, er manna ' fávisastur um sitt eigið hjerað. Hann rómar fegurð þess, sem hann hefir sjeð, þegar hann er að tala við „heimaöldu börnin“ og gerir jafnframt lítið úr því, sem næst liggur. Og fólkið i fjarlægðinni er vitanlega bæði friðara og gáfaðra og jafnvel hærra og beinvaxnara en ná- grannarnir! Enginn er spámaður í sínu föður- landi. Það kemur af þessu sama: nágranninn, sem fólkið þekkir vel, þykir jafnan lítilmótlegri en hinn, sem fólk þekkir ekki nema af af- spurn. Bóndanum hættir oft við, að telja sína jörð verri en nágrannans og landkosti í sveitinni verri en í fjarlægum sveitum. En að þessum hugsunarhætti er ósómi en ekki sómi. Það er til dygð, sem heitir átt- hagarækni og hún er undirstaða allr- ar sannrar þjóðrækni. Síðasti víkingurinn. Olafur J. Proppé framkvæmdastjóri veröur fimtugur V2. maí. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skútason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kenmr út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter. Herbertsprent prentaði. Aðallilutverkið, Jörund hundadaga- konung leikur Gestur Pálsson. Mynd- in, sem höfundur sýnir af lionum er talsvert ólík þeirri, sem mótað hefir sig inn í hug flestra. Hann er ekki ribbaldi og ofbeldismaður lieldur lyriskur hugsjónamaður. Ást hans og Guðrúnar á Dúki, sem gerð er að einskonar góðum anda Jör- undar til jjess að hamla honum frá ofbeldisverkum, er gildur þáttur í leiknum. Leikur Arndis Björnsdóttir Guðrúnu. Geir biskup Vidalin er per- 70 úrci afmæli á 11. þ. m. Bjarni Pálsson frá Herjólfsstöðum, nú lil heimilis Gretlisgötii ýH. Bjarni er kvæntur Ragnliildi Brynjólfs- dóttur og eiga þau hjónin hO ára hjúskaparafmæli i þessum mánuði. Guðjón Gislason bóndi, Ásgarði i Grímsnesi, varð sjötugur 7. þ. m. Eirikur G. Einarsson afgreiðslnmað- ur, fíergstaðastræti 68 verður fimt- ugur Í4. maí. í tilefni af 85 ára afmæli Indriða Einarssonar efndi Leikfjelag Reykja- víkur til sýningar á hinu nýjasta leikriti hans, „Síðasti víkingurinn" og var frumsýningin á sjálfan af- mælisdaginn. Eins og kunnugt er hefir skáldið fengið efni leikritsins í þeim alburðum er gerðust lijer meðan Jörundur hundadagakonung- ur dvaldi í Reykjavik forðum og gerðist „hæstráðandi til sjós og lands“. í leikritinu er sagan sögð frá þvi að þeir Jörundur og Savignac standa i ráðaleysi vegna þess að Trampe stiftamtmaður hefir bannað landsmönnum að versla við Englend- inga og þangað til Jörundur er kom- inn á leið til útlanda, sem afsettur konungur, en vinnur hetjudáð er liann afstýrir uppþoti í öðru versl- unarskipinu, sem kviknað hefir í. Fyrsti þáttur leiksins gerist úti og sjer þar yfir Suðurgötuna og Tjarn- arbrekku, eins og hún var áður en hún bygðist, en í baksýn sjest til suðurfjallanna. Þar liitta þeir Jör- undur og Savignac óánægða sjómenn úr Norðurlandi og hungraða bæjar- búa og eftir viðtalið við þá ákveð- ur Jörundur að virða að engu fyrir- mæli stiftamtmanns og lýsa landið óháð Danmörku. sóna, sem tekið er eftir á leiksvið- inu, þó að hann líti allmikið öðru- vísi út þar, en hann gerði í raun og veru. Sjómennirnir og tugthús- fanginn, sem verða lífvörður Jör- undar eru leiknir af Jóni Leós, Pjetri Pjeturssyni, Alfred Andrjes- syni og Hirti Björnssyni, en Jón stúdent frá Effersey af Jóni Aðils. Þóra Borg leikur hefðarmey í þeirra tíma stíl, Martlia Indriðadóttir ganda konu með spásagnaranda og Emilía Indriðadóttir maddömu Mohr, sem fær hjónaskilnað hjá Jörundi til þess að geta gifst Knudsen kaupmanni. Valur Gislason leikur Phelps verk- smiðjueiganda, Brynjólfur Jóhannes- son Isleif assessor á Brekku og Ragnar Kvaran hinn slæga Magnús Slephensen á Innra Hólmi. Vitanlega var fult liús og leiknum ágætlega tekið. Að leikslokum ætlaði Iófaklappinu aldrei að linna. Höfund- urinn var kallaður fram hvað eftir annað, og ávarpaði dr. Alexander Jóhannesson hann nokkrum orðum fyrir hönd áheyrenda, en Indriði þakkaði. Að lokinni sýningunni var honum haldið fjölment samsæti á Hótel Borg. Önnur myndin er af leiksviðinu i 2.—4 þætti, en hin af Gesti Páls- syni sem Jörundi.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.