Fálkinn


Fálkinn - 09.05.1936, Side 4

Fálkinn - 09.05.1936, Side 4
4 F Á L K I N N Abessinia á úrslitastundinni. Siðasta mynd af Mussolini. verið gagnslaus. Frjettirnar bera l);;ð greinilega með sjer, að undir eins og keisarinn fór að fara huldu höfði, voru álirif iians þrotin. Höfð- ingjarnir í Abessiníu, sem þykjasl vera „kongar i ríki sínu“, þrátt fyrir œðstu yfirráð keisarans, liöfðu þá mist móðinn og dýrseðlið, seia vissulega hefir verið grunt á hjá þessari hálfgerðu frumþjóð, liefir komið fyrir dagsins ljós. -----Og nú er Haile Selassie flú- inn úr landi. Abessinía er orðiu höfuðlaus her og sigur ítala er full- kominn, að því er virðist. En þó eru Abessiníumenn ekki gersigraðir ennþá. Landið er ekki friðað. Og það er erfiðara að friða þetta land en siðment lönd. Höfðingjarnir í Abessiníu geta gert ítölum þungar búsifjar og haldið uppi þrotlausum upphlaupum og ófriði, þó að ítalir setji þeim friðarkosti, sem afnemi i orði kveðnu sjálfstæði þeirra. Og nú er það næsta, sem almenn- ingi leikur forvitni á að sjá, hvernig friðarkostirnir verði. ítalir hafa ekki farið leynt með það áður, meðan sigur þeirra var ekki fullkominn, að þeir ætluðu sjer að gera Abessiníu- mönnum friðarkostina einir, án íhlutunar alþjóðabandalagsins eða einstakra stórvelda. En eins og kunnugt er hafa stórveldin, Frakk- ar og Bretar, svo mikilla liagsmuna að gæta suður þar, vegna nábýlis ný- lenda sinna við Abessiníu, að þeir munu eiga bágt með að horfa upp á að ítalir verði einir öllu ráðandi um Frh. á bls. 11. Við Rauðukrossherbúðir Svía eftir árásina í vetur. Drepnir sjúklingar eru flnttir á burt. sem að vísu hafa gert mikið gagn fyrir framsókn fótgönguliðsins, en það eru þó flugvjelarnar, sem hafa stutt mest að sigri þeirra. Þær hafa jafnan verið sendar á undan sjálf- um hernum og kastað sprengjum yfir þorp og bæi, svo að þeir sem þar voru fyrir hafa sjeð þann kost vænstan að flýja á burt úr þorp- unum. Þegar svo fótgönguliðið kom þangað hafa þorpin verið auð og mannlaus, íbúarnir flúnir. á burt og skilið fátt eftir, sem fjandmönnunum gat komið að gagni. Þessi sama saga hefir endurtekið sig í allan vetur og nú, þegar ítalir eru konmir að sjálfri höfuðborginni skeður þetta enn á ný, nema livað erlendir menn eru eftir, og hafa búist um undir verndarvæng erlendu sendisveitánna, einkum Breta. Alt frá því, að það spurðist, að keisarinn væri „týndur“, eftir að liann varð að flýja frá Dessie, liefir andstaða Abessiníumanna í rauninni Haile Salassie keisari Rúman síðasta mánuð hafa horfur í ófriðnum í Abessiniu verið þær. að' Abessiníumenn hlytu óhjákvæmi- lega að lúta lægra haldi fyrir ofur- magni ítala. Ekki vegna þess, live liðsafli ítala væri miklu meiri en Abessiníumanna heldur fyrst og fremst af hinu, hve ítalir hafa miklu fullkomnari tæki, og þá fyrst og fremst flugvjelarnar. Það má segja, að Abessiníuófriðurinn sje fyrsti ófriðurinn, sem nær eingpngu hefir unnist með flugvjelum. Það er einkennilegt við þennan ófrið, að þar hafa í rauninni ekki verið háðar neinar stórorustur og eigi hafa tíðindi af vígstöðvunum luinnað að herma frá miklu mann- falli, á þann mælikvarða, sem t. d. slundum var í lieimsstýrjöldinni. ítalir hafa att fram bryndrekum, ' : . " : HI i ^§|g§| : ÍÉIIIII18 iipKig; I8!É ■ ■* * ■ ■■■■■ ;■., ■;... .

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.