Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1936, Side 4

Fálkinn - 13.06.1936, Side 4
4 F Á L K I N N Háskólinn Þegar þjóðin vildi minnast 100 ára afmælis hins mesta um- bótamanns og þjóðskörungs, sem hún hefir átt, gerði hún það á þann liátt að stofna Há- skólann. Honum var ætlað að verða hið lifandi minnismerki Jóns Sigurðssonar. Fyrir voru hjer þrír sjerskól- skólar fyrir embættismenn. Prestaskólinn elstur, þá lækna- skólinn og loks lagaskólinn, sem aðeins var nokkurra ára gamall. Þessir þrír skólar runnu inn í Háskólann og svo var bætt við nýrri deild fyrir kenslu i íslenskum fræðum — sögu og málfræði. Það voru ýmsir, sem töldu stofnun Háskólans tildur eitt og hjegómaskap og spáðu honum þeirri hrakspá, að hann mundi aldrei verða mentastofnun, sem borið gæti nafn með rentu. En liann átti því láni að fagna að eignast frá upphafi ágæta vís- indamenn, sem í engu stóðu að baki þeim mönnum, er gamlir háskólar annara landa telja sjer sóma að. Og svo hefir það reynst æ síðan, að kennarar skólans hafa verið menn, sem hver önnur mentastofnun mundi telja sjer heiður að eiga. En að öðru leyti var stofnun Háskólans af vanefnum gerð. Hann átti ekkert hús — og á það ekki enn. Ilann átti engan stúdentabústað. Og hann vant- aði tilfinnanlega ýms söfn, sem nauðsynleg eru til visindaiðk- ana. Og það verður að segjast, að hið opinbera var naumt á framlög til þessa minnisvarða Jóns Sigurðssonar og helstu mentastofnunar landsins. Nú, á 25 ára afmæli Háskól- ans hefir þó málum skipast þannig, að tilvera hans er bet- ur trygð en áður. Stúdentagarð- urinn er kominn. I sumar verð- ur bygð hin fyrsta bygging Há- skólans, rannsóknarstofubygg- ingin i þágu atvinnuveganna. Og eftir fjögur ár má gera ráð fyrir, að sjálf Háskólabyggingin verði fullgerð. Björn M. Ólsen. 25 ára. ----r p ÍBiiiÍf 11 BBliBBi iigBiSi 11 nnn iBBBBBi lÍliBIi Atvinnudeild Háskólans. Á hvern hátt verður þetta? spyrja menn. Hvernig getur Is- land komið þessu i framkvæmd á örðugleikaárunum? Það er einn maður, sem stendur best að vígi til að svara því, dr. Alexander Jóhannesson prófessor, sem nú hefir verið rektor Háskólans i þrjú ár sam- fleytt. Það er hann, sem hefir verið upphafsmaður þeirra „fjáraflaplana“, sem viðgangur Háskólans byggist á. Fálkinn liefir þvi snúið sjer til prófess- orsins og beðið hann um að segja frá þessu i stuttu máli, í tilefni af 25 ára afmælinu. — Þjer áttuð upptökin að fjársöfnuninni til Stúdenta- garðsins ? Guðmundur Magnússon. — Já, að vissu leyti. Að vísu höfðu komið fram tillögur um Garðinn, en í rauninni komst ekki skriður á málið, fyr en við tókum að starfa að því, nokkrir liáskólakennarar og fengum ýmsa aðra í lið með okkur, en Lúðvík Guðmundsson var lifið og sálin i fjársöfnun- inni. Fjársöfnunin gekk von- um framar og við neyttum allra ráða. Það sýndi sig, að hug- myndin átti góð itök i lands- mönnum. Fjeð kom, framlög einslakra manna, sýslufjelaga og hins opinbera og garðurinn komst upp. En það mesta var eftir. Há- skólinn sjálfur. Og þar var um svo mikið fyrirtæki að ræða, að óhugsandi var að koma því upp með almennri fjársöfnun. Við og við höfðu frumvörp um happdrætti komið fram á þing- inu. Okkur hepnaðist að fá lög- gjafarvaldið til þess að stofna happdrættið — til ágóða fyrir Iláskólann, fyrstu tíu árin. Það er öllum landsmönnum kunn- ugt, að Ilappdrættið gefst vel, liefir orðið vinsælt og gefur allgóðar tekjur. Fyrir fyrstu tekjur þess reisum við atvinnu- deild Háskólans á þessu ári og næsta. Hún kostar um 200.000 kr. Þar verða húsakynni þeirra, sem stunda rannsóknir í land- búnaði, fiskveiðum, efnafræði o. fl. Og á árinu 1940 vonum við, að háskólabyggingin sjálf geti risið. Hún kostar um eina miljón króna og væntum við þess, að happdrættið geti stað- ið undir þeim kostnaði. Næsta stigið er svo mál, sem cnn er framtíðardraumur. Og Haraldur Níelsson. það er að koma upp kennara- bústöðum við Háskólann. Kenn- arar Háskólans eru raunalega illa launaðir, en þeim mundi verða mikill styrkur að því, að geta notið ókeypið bústaðar. Áðstaða þeirra til starfsins yrði í alla staði betri. En þetta er sem sagt ekki nema hugmynd ennþá — hugmynd sem jeg vona fastlega, að komist í framkvæmd með tíð og tíma. — Hefir aðstaða Háskólans til þess að styrkja unga menta- menn ekki batnað mikið, á liðnum aldarfjórðungi? — Jú, stórkostlega. Þegar Há- skólinn tók til starfa var ekki nema lítið til af sjóðum. Það var aðallega Prestaskólinn, sem átti nokkur legöl, því að hann var elstur. En svo urðum við fyrir því láni, að Háskólanum áskotnaðist Sáttmálasjóðurinn, þegar reikningsskilin voru gerð upp við Dani. Hann var stofnaður með einni miljón króna, en er nú orðinn 1.300.000 kr. Og í ýmsum smærri sjóðum, sem Háskólinn ræður yfir eru nú samtals 700.000 kr. og eru þar ekki meðtaldir Snorrasjóð- ur, er Norðmenn gáfu (100.000 kr.) og Canadasjóðurinn, sem er 25.000 dollarar. Þetta er i fáum orðum það, sem prófessor Alexander segir viðvikjandi fjárliag og fram- tíðarhorfum Háskólans. Honum er það allra manna mest að þakka, hversu viðhorf þessarar slofnunar er gott nú, á aldar- fjórðungsafmælinu. Það má segja, að fram að árinu 1932 liafi byggingarmál Háskólans staðið í stað. En þá kom hann til sögunnar og liefir síðan beitt sjer fyrir þessu þarfa og nauð- synlega málefni og hrint þvi svo vel á leið, sem raun ber vitni. Það er mikið starf, sem hann er búinn að vinna á þessu sviði auk þess, sem hann er af- kastamikill vísindamaður, eins og bækur hans bera vitni. --------Þegar maður rennir liuganum til baka yfir hin liðnu 25 ár Háskólans verða fyrir manni ýmsir ágætustu menn þjóðarinnar. Björn Olsen, binn ágæti visindamaður var fyrsti rektor Háskólans, en deildar- forsetar voru þeir dr. Jón Helgason, núverandi biskup, Guðmundur Magnússon, hinn frægi skurðlæknir og Lárus H. Bjarnason. Það yrði of langt mál að lelja upp alla kennara IJáskólans á liðnum árum en allir hafa þeir átt sammerkt i því, að gera hróður æðstu mentastofnunar þjóðarinnar sem mestan og vinna lienni álit. Og nú eru hinar ytri ástæður Háskólans að komast i það horf, að hann verður þess um kominn, að geta starfað betur en nokkurntíma áður. Ný verk- efni bætast við og skólinn verður viðfeðmari en áður. Hann verð- ur sá þjóðskóli, sem Jón Sig- urðsson dreymdi um, að rísa mundi á íslandi. Einar Arnórsson.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.