Fálkinn - 13.06.1936, Síða 5
F A L K I N N
BERTRAM CONNEL:
TVÍFARINN
IVTaÐUR steig út úr sporvagninum
biðstöSinni við Oxford Circus.
Hann var einkar ánægjulegur á svip-
inn ogvirtist gleðjast yfir lífinu. Hann
var i meðallagi liár, þrekinn og með
blá augu, sem báru þess vitni, að hann
kynni að meta gæði lifsins. Klukkan
var bráðum hálf sex, og það var
ekki athyglisvert þó maðurinn væri
i samkvæmisfötum. Hann gat verið
á leið í miðdegisverð með leikhús-
kvöldi á eftir eða þessháttar. Hann
kveikti i sígarettu og stakk henni í
munnstykki úr gulli og leit um leið
brosandi á auglýsingu sem hjá hon-
um var.
„Hinn alræmdi\glæpamaöur David
Poynton er flúinn úr fangelsinu.
Sá sem gefur upplýsingar er leiða
til þess aff hann'verffi liandtekinn,
fær þrjú hnndruð purnla verðlaun".
Blaðadrengur, sem sá, að hann
var að lesa auglýsinguna, rjetti hon-
um blað. Hann borgaði honum það
rausnarlega og þrammaði svo hægt
upp Oxford Street. Mjúki samkvæm-
isfrakkinn og pipuhatturinn fór hon-
um einstaklega vel. Hann staðnæmd-
ist hjá lögreglumanni við næstu
gatnamót og beið þangað til umferð-
in stöðvaðist og gekk svo rólega yfir
þvergötuna. Lögregluþjónninn mændi
á eftir honum og fór svo inn í næsta
símaklefa. Maðurinn lijelt áfram upp
götuna. Hann ljet ekki eitt einasta
kven-andlit fara fram hjá sjer —
hann rendi augunum á hverja ein-
ustu en leit undan þegar hann sá, að
þær veittu lionum athygli. Á horninu
á Newman Street kom hann auga á
hana — unga stúlku nærri því eins
háa og liann var sjálfur. Hún var
grönn vexti, augun stór og móbrún
og hárið rautt undir laglegum hatti.
Föt hennar voru nokkuð snjáð. Hún
var með skjalatösku undir hendinni
— líklega skrifstofustúlka á heimleið
frá vinnu. Maðurinn staðnæmdist og
starði á liana og lyfti hattinum. Hún
herti ganginn afundin.
„Afsakið þjer, ungfrú“, sagði hann
lágt.
Hún leit á hann og sá að liann var
prúðbúinn og svipur hans aðlaðandi.
Það var myndugleiki í andliti hans
og lnin hægði á sjer.
„Afsakið“, sagði hann aftur, „viljið
þjer gera svo vel að hlusta á mig í
svip. Jeg skal ekki segja neitt, sem
getur sært yður“. Röddin var ofurlít-
ið liás og svaraði ekki til útlitsins.
„Viljið þjer gera mjer þann greiða,
að borða með mjer miðdegisverð og
koma með mjer í leikhúsið á eftir?“
„Jeg tek aldrei þesskonar boðum“,
svaraði hún þóttalega. „Jeg skil ekki
livernig yður dettur í hug, að ....“
„Mjer dettur ekki i hug — jeg vona
aðeins. Jeg veit að þjer eruð heiðar-
leg ung stúlka, sem jafnframt er
einkar aðlaðandi. Jeg hefi gengið
um borgina í allan dag og þjer eruð
geðslegasta stúlkan sem jeg hefi sjeð.
En jeg hefi lítinn tíma til stefnu, svo
að þjer gerið svo vel og takið ákvörð-
un yðar fljótt“.
„Jeg get ekki komið með yður“,
sagði hún. „Jeg er trúlofuð".
Hann brosti og hún sá að bros
hans var töfrandi. „Er ekki annað
að?“ sagði hann. „Er unnusti yðar
ríkur?“
„Ríkur? Nei, þvi fer fjarri. Við er-
um ekki svo heppin“.
„En jeg hefi peninga", sagði mað-
urinn. „Jeg lofa því, að gera eitthvað,
ykkur báðum til gagns, ef þjer viljið
borða með mjer“.
„En — jeg hefi aldrei —“
„Tekið þátt i saklausu æfintýri“,
tók hann fram í. „Veslingurinn!"
Hann brosti aftur og þetta bros
rjeð úrsliutnum.
„Jeg kem með yður!“ sagði hún.
Áður en varði sátu þau saman i bil.
Hún þrýsti sjer út i hornið, eins vel
og hún gat. Hann tók eftir þessu og
hnyklaði brúnirnar.
„Þjer þurfið ekki að sitja svona“,
sagði hann. „Alt er undir þvi komið,
að þjer hafið traust á mjer“.
Rödd hans var svo heillandi, að
hún varð að hlýða. Hún settist nær
honum og hann sá, að hún brosti of-
urlítið.
„Þetta er svo undarlegt“, sagði hún.
„Jeg á ekki samleið með yður. Þjer
eruð samkvæmisklæddur“.
„Það verðið þjer líka — bráðum".
„En jeg hefi ekki ....“
„Lofið mjer að sjá fyrir því“, tók
hann fram í. „Spyrjið einskis. þjer
þurfið ekkert að hræðast. Jeg skal
segja yður alt meðan við erum að
borða. En nú á jeg svo annríkt“.
Bíllinn staðnæmdist.
„Hvert eigum við að fara?“ spurði
hún hálf kvíðin.
„Kaupa föt“, svaraði hann og tók
um arm hennar. Og í sama vetfangi
voru þau komin inn í lyftu. „Hvað
heitið þjer?“ livislaði hann.
„Þurfið þjer að vita það?“
„Aðeins fornafnið, það er nóg í
kvöld“.
„Jeg lieiti Jenny“.
Þau komu inn 1 skrautlega kven-
tískuverslun. „Þessi dama óskar að
fá sjer nýjan fatnað, sem allra fljót-
ast“, sagði hann. „Þú mátt láta hann
kosta alt að sextíu pundum, Jenny“,
bætti hann við og klappaði stúlkunni
á öxlina.
Hann settist á dívan meðan Jenny
og afgreiðslustúlkan viku frá. Við og
við var afgreiðslustúlkan að koma
fram og sækja liitt og annað af fatn-
aðar tagi. Kvenfatnaður var dýr, en
hann varð að viðurkenna að þetta var
fallegur fatnaður. Hann kom auga á
sima meðan hann beið, hringdi og
bað um borð á Hotel Cecil.
Skömmu síðar var stúlkan tilbúin.
Hún var undrandi yfir sjálfri sjer
og roðnaði við tilhugsunina um hve
fín hún væri. Honum duldist ekki
að hún var ljómandi falleg þegar
lmn brosti og augun ljómuðu cins
og stjörnur. Nú var hún hattlaus, svo
að liárið naut sin til fulls. Stúlkan
hafði valið sjer kjól úr skinandi bláu
flaueli og kvöldkápu úr bláu silki
með tóuskinnsleggingum og fengið
ýmislegt annað, sem skrautklædda
konu má prýða.
Þau flýttu sjer niður og náðu i bil.
Þetta var dimt en hlýtt haustkvöld.
Borgin hafði lokið erfiði dagsins og
ætlaði að fara að skemta sjer.
„Er yður ver við að jeg haldi i
hendina á yður?“ spurði ókunni
maðurinn. „Ef yður er ver við það
skal jeg ekki gera það. Þjer hafið
verið svo alúðlegar við mig“.
Hún svaraði ekki, en þegar hún
rjett á eftir ljet hendina falla niður
á sætið, þá greip liann hana. Bíllinn
nam staðar fyrir utan Cecil og þegar
hann sneri sjer að brytanum heyrði
hún nafn hans. „Jeg hringdi fyrir
skömmu og bað um borð handa tveim
ur. Jeg heiti Peter Weston".
Brytinn vísaði þeim að borðinu.
Jenny liafði ekki viljað fara úr káp-
unni í fatageymslunni. Henni var
unun að þvi að finna silkið við ber-
ar herðarnar á sjer. Nú lijálpaði
Weston lienni úr kápunni og hengdi
hana á stólbakið. Hún hafði aldrei
verið í svona gildaskála fyr, en kven-
eðlið var of ríkt til þess að hún ljeti
á hrifningu bera.
„Jeg hefði átt að segja yður til
nafns míns undir eins“, sagði hann
þegar súpudiskarnir höfðu verið
teknir burt og kampavínið var komið
á glösin. „Þjer hafið máske heyrt það
J)að áðan. Peter Weston frá New
York. Þetta er í fyrsta skifti sem jeg
kem til London. Þjer hafið vist al-
drei heyrt mín getið, en ef þjer kæm-
uð vestur yfir —Hógvært en glað-
legt bros lians lýsti þvi greinilega,
að hann væri mikill maður í sínu
umhverfi.
„Eruð þjer miljónamæringur?"
spurði hún.
„Hversvegna spyrjið þjer um J)að?“
„Af því að Jjjer lofuðuð að------“
„Já, það er satt. Nú verðið þjer að
segja mjer svolítið af yður. Hve
lengi hafið Jíjer verið trúlofuð?“
„í tvö ár“.
„Hjálpi mjer! Hvað voruð þjer
gömul þegar þjer trúlofuðust?"
„Tuttugu".
„Tuttugu ára!“ Hann hló hátt. „Að
hugsa sjer að vera tuttugu ára“.
„Þjer hafið auðvitað ekki þurft að
vinna um tvítugt" sagði hún. „Voruð
þjer lika ríkur ])á? Hvað gerðuð þjer
þá?“
Það kom beiskjusvipur á andlit
hans. „Hvað jeg gerði? Einn daginn
gerði jeg áætlun um að kaupa allan
heiminn og næsta dag fanst mjer
peningarnir einskis virði. Hvað gam-
all haldið þjer að jeg sje núna?“
„Fjörutíu ára?“
„Þrjátíu og fimm“, leiðrjetti hann
og brosti, en andlit hans varð eins
og hann væri úti á þekju.
Hún leit kringum sig i salnum,
hvort nokkur tæki eftir henni. Við
borð eitt skamt frá sátu tveir menn.
Annar horfði á hana aðdáunaraugum
en hinn liafði ekki augun af Peter
Weston. Annar var dökkhærður en
liinn ljós og það var sá dökkhærði,
sem horfði á hana.
Nú kom Weston auga á menniua
tvo. Hann setti einglyrnið á augað
og Jenny fanst hann enn meira töfr-
andi en áður. „Svei mjer ef þarna
eru ekki tveir vinir mínir frá New
York“, sagði hann ákafur. „Viljið
þjer afsaka mig augnablik, Jenny?“
Hann stóð upp og fór til þeirra.
„Herra minn trúr! Hjerna er þá
Souter og Marden!“ Hann brosti glað-
lega og klappaði þeim ljóshærða á
öxlina og settist hjá honum. „Aldrei
veit maður hvar J)ið eruð að flakka.
Þið eruð máske i skemtiferð núna,
Marsden?"
Sá dökkhærði brosti letilega. „Hver
veit?“ sagði hann.
„Merkilegt að jeg skyldi hitta ykk-
ur hjerna í kvöld“, hjelt Weston
áfram. „Jeg kom hingað i gærkvöldi
með The Star, i kaupsýsluerindum.
Þegar jeg kalla J)etta merkilegt þá
meina jeg — ja, hafið þið lesið
morgunblöðin?“
„Já“, svaraði Souter.
„Þá vitið þið, að tvifarinn minn
er kominn á kreik aftur“.
„Já, David Poyton. Hann strauk
fvrir nokkru, en það hefir ekki ver-
ið sagt frá l)ví fyr en núna“.
„Þá var gott að J)ið fenguð að
vita, að jeg er hjerna“, sagði West-
on. „Sjáið um, að J)eir i Scotland
Yard fái að vita það líka. Jeg gleymi
því aldrei, þegar þessi Poyton ljest
vera Peter Wéston í New York forð-
um — látum okkur sjá, hve lengi
tókst honum það?“
„Þrjá vikur“, svaraði Souter.
Weston hló. „Það kom til af því
að jeg var ekki heima. Það voruð
þjer sem liremduð hann, Souter. Jeg
gleymi J)ví aldrei — eru ekki átta
ár síðan. Jeg l)ekti ykkur undir eins
cg skildi, að þið væruð hingað komn-
ir til þess að hjálpa lögreglunni.
Gleður mig að hitta gamla kunn-
ingja — og má jeg bjóða ykkur eitt
glas. Hvað má bjóða?“
„Pommard", svaraði Marsden liik-
laust.
„Pommárd", svaraði Weston fyrir-
litlega. Hann tók vínlistann og valdi
eina dýrustu víntegundina. Svo gaf
liann þjóninum bendingu. „Þjer
skrifið vinið á minn reikning", sagði
liann. Jeg sit við borðið þarna. Ver-
ið þið sælir á meðan, jeg verð að
fara til dömunnar minnar".
Mennirnir tveir brostu og Marsden
borfði á fögru bláklæddu stúlkuna.
„Komið þið í leikliúsið á eftir“,
sagði Weston, „mjer er ánægja að
kynna ykkur á eftir. Við erum i
stúku nr. 5 á Victoria“.
Souter leit á hann. *„Þúsund
þakkir!" svaraði hann.
„Annars erum við að biða eftir
simskeyti“, sagði Marsden.
„Jæja, svo að þið eruð þá á veið-
um. Það var leiðinlegt, að þið skul-
uð ekki geta komið i leikhúsið“.
„Jeg hugsa að við getum það
samt“, sagði Marsden. „Ef yður þyk-
ir gaman að vita það, þá er sim-
skeytið viðvikjandi sjálfum yður“.
„Mjer! Það var ekki sem verst“.
„Við símuðum til New York til að
fá að vita hvar þjer ættuð heima
hjerna".
„Hversvegna? Nú, auðvitað út af
þessum þorpara, Poyton. Það var
gaman. Jeg er forvitinn að heyra
hvernig því reiðir af“.
Símskeytið átti að sendast hingað
á Cecil, var það ekki, Souter?“ spurði
Marsden. Souter kinkaði kolli.
„Það gerir ekkert til“, sagði
Weston. „Látið senda það á eftir
ykkur í leikhúsið, þá getum við lesið
það saman. Hvað hefir hann annars
gert ilt af sjer?“
„Braust inn í banka og rændi.
Hann fjekk tíu ár“.
„Hve lengi liefir hann setið i
svartholinu?"
„Sjö ár“.
„Þá hefði hann átt að sitja kyr
þessi þrjú í viðbót. En líklega hefir
hann langað í frjálsræðið. Jeg sá í
blaðinu að hann hefði framið inn-
brot í Park Lane og stolið liundrað
sterlingspundum í reiðu fje“.
„Það stoðar hann nú lítið“, sagði
Marsden.
„Hann er þó ekki auralaus á með-
an. Ef hann er hygginn þá hverfur
liann sem fljótast hann getur“. Nú
kom vínið á borðið.
„Jeg vona að það smakkist" sagði
hann glaðlega. „Sælir á meðan“.
Hann bað Jenny afsökunar á þvi,
að hann hefði farið frá og fylti glös-
in á ný. Fyrst skálaði hann við hana
og svo við leynilögreglumennina tvo,
sem kinkuðu kolli og brostu til
þeirra.
„Segið mjer svo eittlivað um yð-
ur sjálfa“, sagði hann við ungu stúlk-
una. „Hverskonar maður er unnust-
inn yðar? Hvað heitir hann?“
„Hann heitir James Felton og á
lieima í Mansford Street í Bethnal
Green. Hann sparar eins og hanh
getur — okkur langar svo til að hafa
eitthvað að leggja í húið“.
Hann sá að lnin var þreytuleg
og dáðist að skapgerð hennar og
hugrekki. „Drekkið kampavínið yð-
ar, Jenny“, sagði hann. „Þjer eruð
hyggin stúlka og jeg dáist að yður.
Hvað starfar unnustinn yðar?“
„Hann er blaðamaður“, sagði hún
og setti frá sjer glasið.
„I hvaða grein?“
Þegar hún hafði sagt honum það,
brosti hann hálf fyrirlitlega.
„Væri honum stoð i dálítilli fjár-
upphæð?“
„Já. Hann gæti t. d. keypt sig inn
í blað eða tímarit“.