Fálkinn


Fálkinn - 01.08.1936, Page 8

Fálkinn - 01.08.1936, Page 8
8 F Á L K I N N YHft/fU (£/U4bURHIR M sem allir dugandi drengir ættu að knnna. Ofurlítið um björgun og lífgun. Ef svo ber undir að nauðsyn ber til að bjarga einhverjum frá drukn- un þá mundu umfram alt, að hjálp- in er því betri því fljótar sem hún kemur. Vertu ekki að hugsa þig um of lengi, en fleygðu á svipstundu fötunum af þjer og syntu eftir þeim nauðstadda, ef þú ert maður til að bjarga honum. Og hafirðu ekki tíma til að fara úr fötunum, þá kastaðu þó af þjer skónum þvi að það ljettir. Ef sá nauðstaddi er mjög aðfram- kominn eða jafnvel meðvitundarlaus, er hægast að bjarga honum eins og sýnt er á I. mynd. Munið að halda honum þannig, að munnurinn og nefið standi upp úr og helst alt höf- uðið. Á II. mynd er sýnd önnur að- ferð. Björgunarmaðurinn tekur mann- inn með báðum höndum utan á háls- inn og syndir baksund með fót- unum. En ljettasta aðferðin er sýnd á III. mynd, en hana er aðeins hægt að nota, þegar sá sem verið er að bjarga er rólegur og vill láta hjálpa sjer. T. d. þegar einhver er orðinn uppgefinn á sundi, svo að hann þarf hjálpar í land. Hjálparmaðurinn ýtir þá liinum á undan sjer á venjulegu bringusundi. Þegar komið er i land með félaga, sem kominn hefir verið að druknun er það erfiðasta eftir, nfl. að gera lífgunartilraunir á honum. Hann er jafnaðarlega meðvitundarlaus. Það er vitanlega ekki hægt að kenna þetta í stuttri grein, helchir þarf að læra það ítarlega af góðum leiðbeiningum og kennara. Lítið á IV. mynd. Dreng- urinn meðvitundarlausi hefir verið lagður á brjóstið, til þess að vatnið sem hann hefir svolgrað fái útrás. Björgunarmaðurinn glennir sig á linjánum yfir drenginn, og þrýstir með báðum höndum fastar og fastar á bakið á honum, þangað til öll lik- amsþyngdin er komin á handleggina. Á þennan hátt er reynt að þrýsta lungunum saman á eðlilegan hátt, eins og þau hreyfast þegar maður andar frá sjer. Með því að sleppa liöndunum af baki hins druknandi lætur maður lungu hans þenjast út aftur. Þetta á að endurtaka hægt livað eftir annað. Það er talið, að mátulegt sje að gera 10—17 andanir út og inn á mínútu. Þetta eru vitanlega ekki nema allra einföldustu atriði þessarar greinar sundkunnáttunnar, en hún er mikil- væg. Þetta eiga allir að kunna, en þeir eiga að kunna meira. Ef þið hafið lært að synda ættuð þið um- fram alt að biðja um sjerstaka til- sögn eða komast á námskeið, þar sem lcent er að bjarga frá druknun og gera lífgunartilraunir á þeim, sem langt eru leiddir. Sveiflubolti — skemtilegnr leikur fgrir tvo. Á fjögra metra langt snæri er lát- inn málmhringur, sem er svo rúm- ur að hann geti runnið fram og til- baka á snærinu þvingunarlaust. í þennan hring er festur fótbolti, í nál. 50 sentimetra langri, sterkri snúru. Þátttakendurnir taka livor í endann á snærinu og setja sveiflur á það. Nú er um að gera fyrir hvorn aðilann að sveifla snærinu þannig, að knötturinn hitti andstæðinginn, en andstæðingurinn reynir auðvitað að varast að verða fyrir höggi en koma því á hinn. Það er undir góðri æfingu komið hvernig úrslitin verða í þessum leik. í hvert sinn sem maður liittist af knettinum, telst eitt stig, og sá sem hittist fyrir tíu sinnum hefir tapað leiknum. Um daginn var 100 ára dánardags þess manns, sem OFti þjóðsöng Frakka, minst um alt Frakkland. Hann hjet Rouget de Lisle og kvæð- ið orti hann, er hann var hermaður i Strassburg árið 1792. Honum hefir verið reistur veglegur minnisvarði í því þorpi, þar sem hann var fæddur. Setjiðþið saman! 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. Þrenn verðlaun: 1. ísl. kauptún. 2. Mannsnafn. 3. Jurt. 4. í skipum. 5. Mannsnafn. 6. Greiddu! 7. Endurnýjun. 8. Borguðu. 9. Mannsnafn. 10. Mannsnafn. 11. Aumt. 12. Mannsnafn. 87. kr. 5, 3 oo 2. 8. 9. 10. 11. 12. a—agn—ia ð—>ar—a r—ar—b o rg—b o r g —ell—gním—Jgreidd—íhaf—i—i—i—it ing—ket—lið—netl—mes—rúm—sælt —u—ur—ur—ve—yng. Samstöfurnar eru alls 29 og á að setja þær saman i 12 orð í samræmi við það sem orðin eiga að tákna, þannig að fremstu stafirnir í orð- um, taldir ofan frá og niður og öft- ustu stafirnir, taldir að neðan og upp og myndi nöfn fjögra kornteg- unda. Strykið yfir hverja samstöfu um leið og þjer notið hana i orð og skrifið nafnið á listann til vinstri Nota má ð sem d og i sem í, a sem á, o sem ó og u sem ú. Sendið „Fálkanum“, Bankastræti 3 lausnina fyrir 15. sept. og skrifið nöfnin í horn umslagsins. Að hnýta hnúta. 4 *, . n ■. ö. &) j 111111 **•* '■**- ' ^ Kunnið þið að hnijta hnúta? Ykkur þykir þetta kanske skrítin spurning. Því að allir drengir geta lmýtt einhverja hnúta. Auðvitað. En hvaða hnúta? Eru það linútar, sem duga á þeim stað, sem þeir eiga að vera, en láta elcki undan þegar á reynir. Nú ætla jeg að sýna ykkur nokkra aðra hnúta — „stik“ og „knob“ sem sjómennirnir kalla. Jeg lærði þá af gömlum sjómanni, svo að það má treysta þeirn. Það eru hnútar sem segja sex og þá verðið þið að kunna. Lítið þið nú á myndirnir og reynið að hnýta þá á seglgarn eftir mynd- unum. Á fyrstu myndinni sjáið þið hnút, sem í rauninni er undirstaða allra hnúta. 2a sýnir flagglínuhnút — eina rjetta hnútinn til að festa flagglín- una í flaggstagið. 2b sýnir annan flagglínuhnút, enn traustari. Á 3 sjá- ið þið „stólpahnút", sem er traustur linútur, þegar maður vill búa tit l>kkju. Þannig lykkjur eru notaðar á fangalínum á bátum, til þess að setja um stólpa á bryggjuuum. Á 4. mynd sjest örugg aðferð lil þess að hnýta saman tvo kaðla. Er þetta kallað enskur hnútur. Loks sjest á 5. mynd hnútur, sem notaður er til að gera lykkju á miðjan streng, án þess að þurfa að bregða enda gegn þegar linýtt er. Munið þið nú eftir a@ læra þessa hnúta eftir myndunum, því að þsð getur altaf komið fyrir, að þið þurf- ið á þeim að halda. Maður nokkur í Michigan var svo óheppinn um daginn að þurka sjer um hendurnar á ameriska flagginu. Fólk, sem sá þetta, kærði hann fyrir lögreglunni og maðurinn var tekinn fyrir. Hann sagðist hafa keypt not- aðan bíl, fundið flaggið í honum og þurkað olíu af höndunum með flagg- inu, alveg í hugsunarleysi. Dómar- inn blaðaði fram og aftur í lögbókinni, cn fann engan lagastaf, sem hægt var að dæma hinn seka eftir. Þá stakk einhver upp á því að mað- urinn skyldi dæmdur til þess að ganga fram hjá lögreglustöðinni og talca ofan fyrir ftagginu í heilan mánuð. Þetta gekk hann inn á -— og þurkar sjer líklega ekki í næsta skiftið um liendurnar á ameríska flagginu.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.