Fálkinn


Fálkinn - 08.08.1936, Page 1

Fálkinn - 08.08.1936, Page 1
Frá Búðarhamri. Flestir þeirra sem koma í Þórsmörk dvelja þar aðeins part úr degi og snúa aftur til bygða að kvöldi. En afleiðing þessa er sú, að þeir sjá ekki nema lítinn hluta Merkurinnar — fara að jafnaði ekki nema i Stöng, Stórenda og Húsadal. Búðarliamar ligg- ur ldppkorn fyrir innan Stórenda og stundum vont að ríða þangað vegna Krossár, sem byltistþar upp að fjalli. En Búðarham- ar er staður, sem vert er að sjá. Þessi þverhnýpti hamar er tignarlegur til að sjá og enn tignarlegra er þó að njóta útsýnis- ins af honum. Myndin hjer að ofan gefur nokkra hugmynd um þetta. Er hún tekin úr heilisskúta í hamrium og sjer þaðan austur yfir Krossáraura til Goðalands. Áin til vinstri er Krossá, en Hvanná til hægri. Milli þeirra sjest Bjettarholt fremst en Útigönguhöfði að baki. Myndina tók Þorsteinn Jósefsson.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.