Fálkinn


Fálkinn - 08.08.1936, Qupperneq 2

Fálkinn - 08.08.1936, Qupperneq 2
2 F Á L K I N N ---- GAMLA BÍÓ ----- Þjer ættuð að giftast. Gengið á Öræfajökul. NÝJA BÍO Erfðaskrá sérvitringsins. Afar skemtileg gamanmynd tek- in af United Artists, undir stjórn Sidney Lanfield. Myndin er ein í þeim flokki, sem kallaður er „20. aidar myndir" og er sjer- staklega vandað til þeirra. — Aðalhlutverkið leikur hirin heims frægi enski leikari GEORGE ARLISS. Meðal annara leikenda má nefna. Edna May Oliver — Janet GBeecher — Ralph Morgan og Charlotte Henry. Fjörugur gamanleikur i 12 þátl- um, tekinn af Palladium Film Khöfn. Aðalhlutverkin leika: HOLGER REENBERG, ILLONA 'WEISELMANN, IENRIK BENTZOn. Myndin verður sýnd bráðlega. Að dómi helstu blaða Kaupmanna- hafnar er mynd sú, sem sýnd verður undir þessu nafni á næstunni í Gamla Gíó, skemtilegasta og frá sjönarmiði kvikmyndalistarinnar sú fullkomn- asta, sem þar hefir verið gerð, síð- an farið var að taka talmyndir af dönskum fyrirtækjum. Það er kvik- myndafjelagið Palladium, sem tekið hefir myndina, og hinn alkunni leik- stjóri þesa fjelags, Lau Lauritsen (sem á heiðurin af öllum kvikmynd- um „Litla“ og ,,Stóra“) hefir stjórn- að töku myndarinnar. En efni hennar er i sem fæstum orðum það, að danskur maður, sem farið hefir til Ameríku, kemur aftur til móðurlandsins til þess að hvíla sig. Honum tekst það ekki, — jafn- vel þó að hann gangi undir dulnefni er honum ekki vært fyrir símskeyt- um og símtölum og öðru því, sem hrelda kaupsýslumenn hrjáir jafnan, ])egar þeir vilja hvíla sig. Þá vill honum það til, að hann hittir læknir sem lieitir Hartung. Þessi læknir hef- ir lengi haft þá liugsjón, að koma upp hæli fyrir menn, sem ekkert gengur að nema það eitt að þá vant- ar hvíld — en til þess hefir liann vantað fje. Auðkýfingurinn leggur til peningana og læknirinn kaupir gaml- an herragarð til þess að stofna þetta hvíldarheimili, en eigandi þess er greifadóttirin Eva von Dornberg, sem hefir safnað skuldum ár eftir ár og er nú að sligast undir skulda- byrðinni. Nú segir myndin frá því hvernig hvíldin verður hinum ör- ])reyta ameríkanska Dana á þessu lieimili, sem hann sjálfur hefir lagt fje í, og hvernig liann læknaðist und- ir eins og hann lilýðir því boðorði læknisins, að hann eigi að „verða ástfanginn — og giftast“. Það hefir undraverð áhrif á þennan mann, sem aldrei hefir orðið sjúkur, svo að hann þyrfti læknis við, en hefir orðið sjúkur á því, að hugsa aðeins um aurana og ekkert annað. í þessari mynd koma fram margir bestu leikarar Dana. Aðalhlutverkið leikur Henrik Bentzon, sem að vísu er Norðmaður að ætt, en hefir leikið á dönskum leikhúsum undanfarin 2C ár, og einkum með hinni stórfrægu dönsku leikkonu Betty Nansen, en henni er liann giftur. Læknishlut- verkið í myndinni leikur Holger Reenberg, einn snjallasti af hinum eldri leikurum Danmerkur. Þá leik- ur Johs. Meyer fyrv. leikhússtjóri sprenghlægilegt lilutverk, en hinn samviskulausa þrjót, einkaritara auð- kýfingsins leikur sænski leikarinn Anton de Verdier, sem þegar fyrir 20 árum var rómaður fyrir það, að hann hefði „fegurstu röddina í Skandinaviu1.. Auk þeirra, sem nefml hafa verið má nefna Else Jarlback og Sigfried Joliansen, sem getið hefir sjer orðstír hjá kvenfólkinu lijer í borg fyrir það, live fallegur hann sje. Eftirmæli eftir þektan amerískan stórkaupmann úr amerísku blaði: Hann hafði lífvörð til þess að forð- ast glæpamenn, læknir til þess að halda sjúkdómum á burtu, og lög- fræðing til þess að forða honum frá lukthúsinu. En ekkert dugði! Hinn 15. f. m. gengu tveir ungir Reykvíkingar, Ingólfur ísólfsson og Öskar Þórðarson verslunarmenn á Hvannadalshnúk á Öræfajökli, hæsta tind landsins. Fylgdarmaður þeirra var Oddur Magnússon bóndi á Skafta- felli og er þetta í þriðja sinn sem hann gengur á jökulinn. Ferðamenn- irnir voru hepnir með veður og gekk fcrðin ákjósanlega. Voru þeir 6 klukkustundir að ganga upp jökulinn en fjórar til baka. Það er tiltölulega sjaldgæft, að gengið sje á Hvanna- dalshnúk, því að flestir sem reyna það komast ekki alla leið. Frisak landmælingamaður gekk þar upp fyrstur rrianna og landmælingamenn herforingjaráðsins voru þar um alda- mótin siðustu. Myndin hjer að ofan sýnir Hvannadalshnúk. Þeir sem hafa sjeð myndina „Rot- schildsbræðurnir“ kannast við and- litið á myndinni hjer að ofan. Þó er myndin livorki af manninum eins og hann leit út í hlutverki sínu í þeirri mynd, nje heldur í þeirri, sem lijer er um að ræða, lieldur er þetta einka- mynd af manninum: George Arliss. Ensk blöð segja, að þessi maður hafi orðið mestur listamaður enskra kvik- myndaleikara. Það kann að vera of mikið sagt, þvi að Englendingar eiga fleiri frábæra leikendur en Arliss, — menn sem skyndilega liafa komið fram i kvikmyndum og þegar í fyrsta skifti dregið ljómann af þeim mönn- um, sem veröldin var búin að tigna og dáðst að árum saman, vestari frá Ameríku. En Arliss hvarf bráðlega á hraut frá enskri kvikmyndalist, og flestir kvikmyndagestir hafa sjeð hann í ameríkönskum kvikmyndum: En þær hafa verið góðar. f myndinni sem Nijja fííó sýnir á næstunni leikur Arliss gamlan sjervitring, sem hefir mest gaman af því, að safna gömlum klukkum og ýmsu öðru skrani. Mynd- in segir frá því, er sjervitringurinn, sem er forríkur, býður öllu skyldu- liði sínu heim til sín til þess að minn- ast fráfalls frænku sinnar Lovicy, sem kvað vera Idáin austur í Kína, en þangað hafði hún farið sem trúboði. En það sjest bráðlega á boðsgestun- um, að þeim leikur meiri forvitni á að vita, hvenær karlinn sjálfur hrökkvi uppaf. Hann á að vísu son, sem heitir Juddy, en sem gamla rnanninum líkar ekki meira en svo við. Hinsvegar hefir liann betri auga- stað á frændkonu sinni og ungum strák, sem hefir komið með henni í samkvæmið, og breytir arfleiðslu- skránni þeim í vel. En það setur hann upp, að stúlkan verði að halda ættarnafninu Barr, sem er ættarnafn hans sjálfs, og veldur þetta talsverð- um örðugleikum. Hjer verður ekki sagt frá því, hvernig örðugleikar verða, nje heldur hinu, live arf- leiðsluskránni er breytt oft áður en lýkur. Útlend blöð hafa það að segja um leik Arliss í þessari mynd, að hann sje enn fullkomnari en i „Rotschilds- bræðurnir". og er þá langt til jafnað, því að leikur Arliss í þeirri mynd, var frábær, að dómi liinna vand- Framh. á bls. 11. Danir gera mikið að því að auglýsa Suðurjótland sem ferða- land. Einkanlega beina þeir atbggli fólks að bænum Tönder, sem er einna fornlegastur allra bæja í Danmörku og með mjög líku sniði og danskir bæir voru á 17. öld. Myndin sýnir götu i Tönder. Það sem einna mest dregur að á „Miðjótsku sýningunni“ í sumar er „ralckarafjölskyldan“, sem þar er í hreysi sinu og með húsdýrin, geit og kiðling. Þessi lýður var í háttum sínum líkur suðrænu flökkufólki, en er nú nærfelt úr sögunni. Það- an er danska orðið „rakkerpak".

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.