Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1936, Blaðsíða 1

Fálkinn - 03.10.1936, Blaðsíða 1
Heimför hinna druknuðu. Reykvíkingum ber saman um þad, að eigi hafi þeir sjeð tilkomumeiri útfararathöfn en þá, sem haldin var í Landakotskirkju, er kaþólski biskupinn kvaddi hina 22 druknuðu menn af „Pourqoui Pas?“ áður en þeir voru fluttir í skip það, sem nú er með jarð- neskar leyfar þeirra á heimleið til ættjarðarinnar. Þessi kveðjuathöfn frá landi því, sem þeir týndu lífi við, verður eftirminni- leg. Og sjaldan hafa bæjarbúar vottað samúð sína betur en þeir gerðu nú með hinum vösku hetjum. Yfir athöfninni allri bæði utan kirkju og innan, hvildi ró og friður, sem sýndi að fólk var ekki komið af forvitni heldur af samúð og til þess að sýna htuttekningu sína. Meðfram götunum sem likfylgdin fór um var allstaðar þjettskipuð fylking af fólki, en þó bar hvergi á troðn- ingi eða ókyrð. Myndin hjer að ofan er tekin af likfylgdinni þegar hún fór niður Túngötuna. Sjest skátasveitin fremst, þáhljóm- sveitin, kórdrengirnir og prestarnir og loks röð hinna 12 bifreiða með líkkisturnar. — Ljósm. Ólafur Magnússon kgl. hirðljós- myndari. I I I I I I

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.