Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1936, Blaðsíða 5

Fálkinn - 03.10.1936, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 Frönsku doktorarnir Gessain og Perez. Þeir voru á Grænlandi í sumar og ætlaöu heim meö „Pourquoi Pas?“ en biöu eftir danska skipinu „Gertrud Rask“ til þess aö geta starfaÖ hálfan mánuö lengur i Græn- landi. Það bjargaöi lífi þeirra. sem voru stödd hjer í flóanum reyndu flest að leita hafnar hingað. lComust mörg þeirra klaklaust inn a Reykjavíkurhöfn undan veðrinu. En klukkustund eftir hádegi sást skip stefna inn sund norðan Engeyjar en sunnan Viðeyjar. Þótti það aug- ljóst af háttum skipsins, að annað- livort myndi stýristæki eða seglaút- búnað'ur í ólagi. Rjeði skipið ekki við sig i veðrinu og sjóganginum og varpaði því akkerum, en þau hrifu ekki fyrst í stað og rak skipið um stund, þangað til akkeri festi, en i sömu mund rakst skipið á sker um 300 metra undan Viðeyjar-eiði, og sat þar. Sex gufuskip voru hjer á liöfninni en ekkert þeirra treystist til að reyna að hjarga nema gufu- skipið „Gambetta", sem dró upp akk- eri og var í þann veginn að leggja af stað þegar veður herti enn meir. í þrjá klukkustundir riðaði skipið þarna á skerinu og gengu sjóir yfir það öðru hvoru. Mennirnir, seni of- an þilja voru á skipinu, höfðust framan af við i framsiglunni, ef eftir að skipið fór að veltast meira og siglan að taka stærri dýfur fluttu þeir sig flestir á borðstokkinii fram- anverðan, en skolaði út smátt og smátt. Loks brotnaði skipið i þrjá hluta og rann ofan af skerinu og mennirnir hurfu. Annars vegar var á þetta liorfl af höfuðstaðarbúum flestum en hinsvegar og aðeins í þrjú hundruð metra fjarlægð af heima- fólkinu í Viðey, sem stóð i fjörunni. til þess að bjarga, ef einhvern ræki upp. En þar var ekki viðlit að koma báti á flot fyrir brimrótinu. Þetta var fiskiskútan „Ingvar", að eins fimm ára gamalt skip, 77 smá- lestir að stærð, eign verslunar H. P. Duus. Skipstjóri þess var Tyrfingur Magnússon, nákunnugur öllum sigl- ingaleiðum hjer í nágrenninu. Eng- maður af 20 alls komst lífs af úr voðanuin, en einum skipverja hafði sjóveikin forðað frá liftjóni. Hann hafði gengið af skipinu í Keflavík, rjett fyrir slysið, vegna þess að liann þoldi ekki við um borð fyrir sjó- veiki. Skipshöfnin sem fórst var öll innlend að undanskildum tveimur Norðmönnum. Rak ellefu af hinum tuttugu upp í Viðey þegar eftir strandið. Síðar frjettist það, af skipum sem liöfðu liitt „Ingvar“ í flóanum, að gaffall stórsiglunnar hefði hrotnað í ofsanum á leiðinni inn flóann. Hefir það valdið því, að hann kaus að lialda inn á Sund og fara norðan Engeyjar. Hann 'hefir ekki treyst sjer skipaleiðina til Reykjavíkur með brotna bómuna. Þessar bómur voru að jafnaði veikar og vildu oft brotna á þilskipunum hjer við land. Annað óhappið var það, að skipið skyldi varpa akkerum til þess að forða l strandi. Telja kunnugir, að ef akk- erið liefði ekki haldið skipinu föstu mundi það hafa rekið upp i land- steina i Viðey, en það hefði bjargað mönnunum, að líkindum. Þetta slys vakti afarmikinn trega og umtal. Fæstir höfðu óður haft jafn átakanlegt tækifæri til þess að horfa upp ó grimdarleik Ægis aö mannslífunum, eins og þeir höfðu, sein stóðu á „batteríinu“ í Reykja- vik þennan dag og horfðu á mennina á „Ingvari" berjast við dauðann tím- unum saman, án þess að þeim kæmi nokkur hjálp. Og menn fundu til vanmáttar síns og viðbúnaðarleysis — að svona hræðilegt slys skyldi geta gerst í sjónmáli frá sjálfum hiifuðstaðnum. En þá voru engin björgunarskip eða björgunartæki til í öllu Iandinu. En þess varð skamt að bíða, að fleiri hörmungafregnir hærust af að- gerðum þessa mikla veðurs. Þær komu með brjefum vestan af Mýrum. Fyrri frjettin var af þilskipinu „Emilie“, eign Th. Thorsteinsson kaupmanns og sú síðari af skipinu „Sophia Wheatley“. Daginn eftir ó- veðursdaginn, á Pálmasunnudag, liafði Pjetur, síðar alþm. í Hjörsey, gengið á reka við þriðja mann, frá Vogi og að Ökrum á Mýrum og fundu þeir þá ýmislegt, sem ill tíðindi boðaði: innviði úr skipi, koffort og kassa, alt injelbrotið; síðari hluta dags rak enn miklu meira af skipsviðum, en svo brotið, „að fá stykki mundu vera nægur baggi á liest“, segir í hrjefi Pjeturs. Fimni fatakoffort heil rak og á land og — nafnspjald af skipi, nieð áletruninni „Emilie, frá Reykja- vík“. Alt var þetta rekald á tiltölu- iega litlu svæði, svo að sennilega hefir skipið brotnað skamt undan landi. — A því voru 24 menn og skipstjórinn var Rjörn Gíslason frá Bakka í Reykjavík. Var skipið 80 smálestir og orðið nær tuttugu ára gamalt en þótti eitt af vandaðri skip- um þilskipaflotans. Þegar fregnin barst til höfuðstað- arins um afdrif „Emilie“ var ekki ófrjett nema um eitt skip úr flot- anum, eftir ofviðrið mikla. Var það „Sophie Wheatley". Eigendur þessa skips höfðu fengið Flóabátinn „Reykjavíkina" til þess að leita skipsins, en laugardaginn fyrir Páska koni liann ofan af Mýrum úr leit- inni ineð þau tíðindi, að ó Pálma- suninidag hefði rekið á Knarrarnes- fjörum skut af skipi og spildu úr þilfari, með áföstum bitunum við en á einum bitanum var lítill eirskjöld- ur ineð nafninu „Mission Smack Sophia Wheatley". Var þá útsjeð um hvernig liessu skipi hafði farnast. Þetta skip var talið vandaðasta skip jiilskipaflotans gamla. Það var orðið 19 ára gamalt, en hafði í fyrstu verið smíðað til þess að sigla milli skipa enska fiskiflotans og starf.i þar að innra-trúboði. Höfðu tvær ríkar systur enskar gefið jiað til minningar um inæðgur tvær, þeim nákomnar, sem báðar hjetu Sophia Wheatley, og hafði ekki verið neitt lil skipsins sparað og það bygt miklu traustara en fiskiskip. En hingað hafði það verið keypt löngu síðar til fiskveiða af þeim Tlior Jense.i, Guðlaugi Torfasyni og Jafet Ólafs- syni skipstjóra, og stýrði hann skip- inu. Á skipi þessu fórust 24 menn. Veit enginn nákvæinlega um strand- slað þess. Þau eru óskráð nöfnin a skerjunum sumum við Mýrar, sem liafa svift tugi manna lífi. — — Á þessum þremum þilskipum höfðu þannig farist 08 manns í sama veðr- inu, en tveir menn fórust i sjóinn um sama leyti og fyltu þannig sjöunda tuginn. Þessi mikli mannskaði kom tilfinnanlegast við Akranesbygð, þvi að nær þriðjungur hinna druknuðu var þaðan, en haustið áður höfðu 15 manns þaðan farið í sjóinn. Rúmur þriðjungur hinna druknuðii var úr Reykjavík, en hinir víðsvegar að, einkum af Suðurlandsundirlendi. — Þegar eftir strand ,Ingvars“ var efnt hjer til samskota til þess að kaupa fyrir björgunartæki. En þegar hin tvö stórslysin bættust við var sam- þykt að % af þessum samskotum skyldu renna til ættingja hinna druknuðu. Þetta slys var, er það gerðist, talið mesta slysið er orðið hefði hjer við Faxaflóa og mó vera rjett að svo sje, livað það snertir, að það voru íslenskir menn sem fóru í sjó- inn. Slysið á Halanum i febr. 1925 varð tæplega eins mannskætt, þó að það sje svo í meðvitund flestra, af þvi að það er miklu nýrra. Það fyrn- ist furðu fljótt yfir hörmungarnar nema hjá þeim sem um sárast eiga að binda í sambandi við slysið sem varð i það og það skiftið. Það yrði of langt mál að rekja lijer fleiri slys af þesslu tægi. Þó skal að lokum minst á eitt slysið enn, sem varð líu árum áður en hið sið- asta, sem menn tala um nú: „Pour- qoui Pas?“-slysið. Þetta slys liefir verið kallað Bal- holm-slysið. Balholm var löOO smá- lesta skip frá iBergen og var í fiski- tökuferð á hafnir norðan lands og vestan. 2. desbr. 1906 lagði það af stað frá Akureyri til Reykjavíkur en kom aldrei fram. Brakið af þvi rak löngu síðar upp nálægt Ökrum á Mýrum, svo að það hefir lent i hinum mikla grafreit, sem opnaði síðast gröf handa „Pourqoui Pas?“. Talið er að það liafi farist nálægt 7. desember, á skeri einhversstaðar fyr- ir vestan Hjörsey. Skipshöfnin var öll norsk nema 1. vjelstjóri, íslenskur maður, sem skipið liafði fengið á Akureyri. Ennfremur voru á skipinu fjórir islenskir farþegar. Alls voru á þessu skipi 22 menn og druknuðu allir og mörgum líkunum skilaði sjórinn aldrei. Faxaflóinn er og verður fjölfarn- asta skipaleið íslands og Mýrarnar cru hættulegustu heljargreipar ís- lenskrar strandar. Hvað verður gerl til þess að draga úr hættunni? Enn eru grynningarnar undan Mýrunum ómældur sjór og enn er dimmur blett- ur í vitakerfinu á þeim söniu slóð- um, þó skamt sjeu frá þjóðúraut skipanna. Er ekki hægt að bregða upp ljósi á þessum refilstigum, sem svo margir hafa vilst á og náttúru- öflin liafa hrakjjð svo marga ó? Það kostar að visu mikið fje. En manns- Iífin verða ekki metin til fjár. Þau sem farin eru liggja óbætt lijá garði, þangað til viti er kominn á Þor- móðssker. Til iiiinningar um skáldið Maxim Gorki hefir verið afráðið að setja honum stór minnismerki bæði i Moskva, Leningrad og Nisjni Nov- gorod. Auk þess verða árlega veitt þrenn rífleg heiðursverðlaun til verð- launa fyrir bestu rússnesku sögurn- ar, sem fram koma á árinu. ----x----- Etiópíukeisari hefir hingað til hafnað öllum tilboðum kvikmynda- fjelaganna um að láta taka af sjer kvikmyndir. En nú stendur til, að tekin verði mynd, sem á að sýna rjett Etiópíu til jíess að ráða sjer sjálf. Er talið, að niyndin kosli um 40.000 sterlingspund og leggur keis- arinn fram hálfa upphæðina, en fje- lagið sem tekur myndina leggur fram hinn helminginn. ----x----- Nýlega var uppboð haldið á ýmsuni munum úr eigu hins heimsfræga enska spekings, Isaac Newton. Seld- ust þeir fyrir samtals 9100 sterlings- pund og fóru sinn í liverja áttimi og flestir úr landi, ]ió undarlegt megi virðast. Níu brjef frá Newton til stjörnufræðingins Halley (þess sem halastjarnan fræga er kend við) keypti ungverskur forngripakaup- maður fyrir aðeins 6000 krónur og sami maður keypti ritverk eftir New- ton um gullmótun; er ritið i þremur hindum og kostaði 28.000 kr. Amer- ikanskur safnari keypti mynd af Newton eftir málarann Kneller. fyr- ir 16.000 kr. ----Xi---- Leipzig er nú að búa sig undir að halda hátíðlegt 125 ára afmæli tón- skáldsins Richard Wagners, en aldrei hefir verið eins mikið dálæti á tón- verkum hans eins og síðan nasistar komu til valda. Er Leipzig fæðingar- staður Wagners og er gert ráð fyrir, að þar verði í tilefni af afmælinu sýndir allir tónleikar hans, jafnvel fyrsti leikurinn sem hann samdi og lieitir „Die Feen“, en hann liefir mjög sjaldan verið sýndur. Verða söngleikarnir sýndir i þeirri röð, sem þeir urðu til. — í Munclien verður líka efnt til mikilla leiksýn- inga i tilefni af afmælinu. Sonur forstjórans hafði trúlofast ungri vjelritunarstúlku á skrifstof- unni, en liafði ekki komið sjer til að scgja föður sínuin frá þessu. Varð það úr, að stúlkan tók þetta vanda- verk að sjer og fór lnin nú til for- stjórans, sem var ekkill og skýrði honum frá hvernig komið var. Gamli maðurinn varð þungur á brúnina og sagði: „Það var leiðinlegt, að þjer töluðuð ekki við mig fyrst“......... „Þetta var vingjarnlega mælt af yð- ur“, sagði stúlkan, „en sannast að sefíja þykir mjer miklu vænna um son yðar!“ ítalir liafa tilkynt, að þeir muni inn- aii skamms ráðast í að byggja mörg þúsund kílömetra af járnbrautum i Etiópíu og jafnframt stendur til að hyggja þar ósköpin öll af akvegum. Korstaða þessa verks hefir verið fal- in manni, sem heitir Guisepjie Piiii. Fyrst verður bygð 310 km löng járn- hraut milli Mogadiscio og Dolo en jafnframt byrjað á brautum milli Assab og Dessie og frá Addis Abeba til Massawa.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.