Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1936, Blaðsíða 15

Fálkinn - 03.10.1936, Blaðsíða 15
F Á L K I N N 15 Happdrætti Háskóla Islands 8. flokkur: 450 vinningar. 90.200.00 kr. Hæsti vinningur 20 þús. kr. Endurnýjunarfrestur til 5. okt. UTVEGA frð Þýskalandl allshonar: smávörur, verkfæri, hurðarhúna, skrár og lása, vjelar, húsgagnaáklæði, húsgagnafjaðrir, pappirsvörur o. fl. FRIÐRIK BERTELSEN HAFNARSTR. 10—12 SÍMI 2872. Á 4. alþjóíSa kvikmyndasýningunni i Feneyjum fjekk Louis Trenker- myndin „Keisarinn af Kalil'orníu" hinn svonefnda Mussolinibikar. Kvik- mynd af vetrarleikjununi í Garmisch Partenkirchen fjekk verðlaun sem besta atburðamynd ársins, en verð- laun fyrir bestu leikstjórn fjekk Feyder Fro fyrir myndina „Forsjálu konurnar“. Annabella fjekk 1. verð- laun kvenna fyrir leik sinn i mynd- inni „Veille D’Armes“ en Paul Muni 1. verðlaun karla fyrir leik sinn í myndinni „Líf Louis Pasteur", sem tekin er af Warner-Bros. Guy Waggoner heitir 52 ára mil- jónamœringur í Texas og hefir grætt alian auð sinn á injólk. Giftist hann nýlega í sjöunda sinn. Brúðurin var tvítug búðarstúlka, Virginia Green. Hún er þó ekki nema 6. kona hans, því að Waggoner hefir gifst sömu brúðinni tvisvar. Var það fyrsta kona hans, sem hann giflist aftur í annað sinn 1915, þegar önnur kona hans skildi við hann eftir árs hjónaband. Fimta konan skildi við liann í sumar eftir sex ára hjónaband og fjekk tvær miljónir króna. Waggoner hef- ir ávalt verið ósinkur á peninga. í Dolomitölpunum er vatn eitl, sem Tovol heitir, og er að venju blá- grátt að lit. En í sumar varð það blóðrautt og vakti lietta geig mikinn meðal almennings, sem hjelt því i'ram, að þetta væri fyrirboði nýrr- ar Evrópustyrjaldar og mundi álfan drukna í blóði. En nú hafa vísindin fengið skýringu á þessu fyrirbrigði. Prófessor einn í Ítalíu hefir sannað að rauði liturinn komi af örsmáum svifdýrum, rauðum á litinn, sem hafi fjölgað svo mjög í sumar, að vatnið hafi breytt um lit. LIFTRYGGINGAR LÆGST IÐGJÖLD BEST KJÖR IÐGJALDAGREIÐSLUR: ÁRLEGAR, MiSSIRISLEGAR, ÁRSFJÓRÐUNGS - LEGAR, VIKULEGAR EÐA DAGLEGAR. Líftryggingardeild Sjóvátryggingarfjelags íslands h.f.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.