Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1936, Blaðsíða 3

Fálkinn - 03.10.1936, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvœmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter. Herbertsprent prentaði. Skraddaraþanfcar. Það var hjerna í gamla daga, þegar bændur hjeldu rausnarlegar brúð- kaupsveislur og afkomendurnir erf- isdrykkjur, að stundum komu fleiri en boðnir voru. Þetta fólk hafði þann sið, að trana sjer fram allstaðar á mannamótum og þótti lieldur hvim- leiðir gestir. bað' voru kallaðar boð- fiennur, sem liöfðu þetta háttalag. En nú eru veislurnar liðnar undir lok og boðflennurnar orðnar atvinnu- lausar — „sem slíkar“. Þær hafa visnað og þornað upp, eins og livert annað ónauðsynlegt líffæri. Hinsveg- ar er altaf nóg til af fólki, sem hef- ir þann þráláta si,ð, að slett'a sjer jafnan fram í mál manna, einka- hag og þó einkum opinber mál, án þess að sjeð verði, að þetta komi þvi nokkuð við, eða að það hafi nokkuð til brunns að bera málefninu til skýr- ingar eða liagsbóta. Þessi fjenaður er stórum leiðinlegri boðflennur en þær, sem forðum komu í veislurnar og fengu þar að jeta og drekka. Þeir h’alda það víst þessir menn, að slettirekuskapurinn sje eina ó- brigðula ráðið til þess, að ná áhrif- um. meðal lýðsins og verða kunnur maður í landinu eða bygðarlaginu. Að ríða milli bæjanna og ausa af viskubrunni sínum i viðræðu við saklausan almúgann, tala á fundum eins og sá sem vald hefir, leggja dóm á alla hluti, hvort sem þeir liafa snefilsvott af þekkingu á hon- um eða ekki. „Láta álit sitt í ljósi“ í tíma og ótíma. Og því miður verður þeim að von sinni. Hversu margir liafa ekki orðið valdamenn og náð á- hrifum, vegna þess að þeir voru slettirekur og kjaftaskar. Og hversu margir hafa ekki staðið i skugga þessara manna, þó þeir væru marg- fídt betri hæfileikum búnir — aðeins vegna j)ess, að þeir voru menn hóg- værir og óframhleypnir. bað er dómgreindarskortur al- menriings, sem á sökina á þessu. All- ur fjöldinn er laus við framhleypni og afskiftalitill og lætur boðflenn- urnar vaða uppi. Sættir sig við þær, eða þolir þær. Þessvegna er orðið svo mikið af ljónshúðarösnunum í opinberu lífi, og það er enginn, sem tekur sig fram um að fletta af þeim húðinni eða benda á eyrun. Það er fjöldinn, sem á að benda á eyrun. Og það er. fjöldinn, sem á að gera boð eftir þeim, sem dyljast í skugga boðflennanna, þeim sem koma ekki nema þeir sjeu kallaðir. Þeir hógværu eru að öllum jafnaði miklu meiri menn en slettirekurnar. Því að hógværðin sprettur fyrst og fremst af því, að mennirnir gera sjer far um að þekkjia sjálfa sig. Minningarathöfnin í Landakoti. stökti á þær vigðu vatni, en að þvi loknu voru þær bornar i kirkju milli drúpandi fána skátanna, er höfðu raðað sjer beggja megin kirkjustígs- ins. í kirkju og úr báru 88 franskir hermenn kisturnar. Nú hófst hin hátiðlega sálumessa, með því að söngflokkur útvarpsins söng „Requiem æternam" undir stjórn Páls ísólfssonar og síðan „Kyrie eleison". En víxlsönginn milli prests og safnaðar söng flokkur kirkjunnar og stýrði Boots prestur honum. Hinir prestarnir sem aðstoðuðu við sálumessuna voru þessir: franski presturinn Quentel, sira Jóhannes Gunnarsson og síra Liedekerken. Fór athöfnin öll fram með þeirri hátign, sem einkennir kaþólska kirkjusiði. Meulenberg biskup flutti ræðu sína á frönsku og rifjaði upp liinn sorg- lega atburð og ly'Sti síðan dr. Char- cot og manngildi lians. Einnig gat liann um, hve sanntrúaður maður liann hefði verið og benti á líkneski Jeanne d’Arc þar í kirkjunni, sem Charcot liafði gefið. Var ræða hans flutt af mikilli tilfinningu en þó sköruglega. — Ræðunni var útyárpað á stuttbylgju til Frakklands og end- urvarpað frá loftskeytastöð í Paris og kvað hafa heyrst ágætlega þar. Að ræðunni lokinni hófst söngur og tón á ný. Stóð athöfnin í kirkjunni nálægt tvo tíma. Að henni búinni voru líkin hafin út á ný, borin af sömu hermönnunum út á kirkjustíg- inn, en þaðan á 12 bifreiðar, sem fluttu þau til skips. Lá leiðin um Túngötu, Kirkjustræti, Pósthússtræti, Tryggvagötu og vestur að Grófar- óryggju, þar sem „Aude“ lá. Á meðan líkfylgdin fór um bæinn hljómuðu klukkurnar frá öllum kirkjunum, en fánar voru hvarvetna í hálfa stöng fyrri hluta dagsins. Fyrir líkfylgd- inni gengu skátar, þá lúðrasveit Reykjavíkur, sem Ijek sorgarleik alla leiðina undir stjórn A. Klahn, þá kór- drengir, prestar og biskup og báru fyrir sjer silfurkross, en næst komu likvagnarnir og á báðar liliðar þeifn vopnaðir hermenn franskir og óvopn- aðir sjóliðar. Á eftir öftustu kistunni _____________________Frh. á bls. 14. Að ofan: Mannfjöldinn við höfnina. í baksýn flntningaskipið „Aude“ T. v. Líkfylgdin fer um Tryggvagötu. Hlultekning almennings í minning- arathöfn þeirri, sem fór fram á mið- vikudaginn var áður en líkin voru flutt um borð, sýndi ljóslega hve djúp álirif slysið mikla liefir haft á bæjarbúa. Löngu áður en athöfnin hófst í Kaþólsku kirkjunni, en það var kl. 8 að morgni voru göturnar i námunda við kirkjuna orðnar þjett- skiapðar fólki, og svo mikill mann- fjöldi var meðfram götúrn líkfylgdar- innar frá kirkju og til skips, að lík- legt er, að aldrei hafi verið fjöl- mennari líkfylgd í Reykjavík. Sálumessan í Landakotskirkju var hin hátíðlegasta. Áður en hún hófst böfðu allar líkkisturnar verið settar i röð á götuna fyrir framan spítal- ann, en menn af franska herskipinu og skátar skipuðu heiðursvörð i kring. Nú kom Meulenberg biskup ásamt prestum sínum og kórdrengj- um út á götuna og las franski prest- urinn Quentel bæn við kisturnar og

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.