Fálkinn - 07.11.1936, Side 6
6 .
F Á L KI N N
HANS BRÚCKENBERG:
EFTIR LEIKHÚSTÍMA
Nei — jeg er svo ógurlega þreytt,
jeg held jeg fari beint heim.
ViS höfðum horft á rússnesku óper-
una „Katherina Ismailovna", það
iiafði tekið talsvert á taugarnar og
nú stóðum við í anddyrinu og vor-
um að ráðgast um hvort við ættum
að fara á samkomustað og njóía
lífsins á eftir.
En hún var of þreytt til þess. Vildi
fá að sofa í tólf tíma að min'sta kosti.
Jeg kysti hana um leið og hún hvarf
inn í bílinn.
„Var það nokkuð?" spurði hún.
Hún tók eftir að jeg leit við.
„Ekki neitt. Ekki annað en mað-
ur sem fer í taugarnar á mjer. Þessi
sköilótti þarna fyrir handan, dr.
Sandor, þú þekkir hann víst ekki“.
„.tá, svei, hann er líka viðbjóðs-
legnr að sjá. Svo að mín vegna máttu
gjarnan reka í 'hann hníf. Nú skil
jeg liversvegna þú gengur altaf með
skritna linifinn á þjer“.
Jeg sagði að mig langaði til áð
hregða mjer einhverstaðar inn og
fá mjer kaffibolla áður en jeg færi
heim, og svo afrjeðum við að hitt-
ast og borða saman miðdegisverð
á morgun.
Hún rak höfuðið út úr bílnum um
leið og hann fór af úr stað, og
kinkaði kolli og brosti. Vindurinn
feykti þjettu jörpu hárinu.
Jeg var hamingjusamur. í fyrsta
skiftium langt skeið var jeg ham-
ingjusamur. Mjer fanst alt í einu að
nú ætti jeg lieima í þessum ókunna
bæ, alt hið hræðilega sem jeg hafði
orðið að reyna síðasta árið, var
koinið langt, langt á burt og fram-
undan mjer lá landið, með ógrynni
af allskonar möguleikum. Jeg hafði
rir liöndum starf sem átti að sigra
lreiminn. Og jeg var ástfanginn.
Jeg fann að jeg var dálitið þreytt-
ur, jeg lika. Ákvað að fara heim,
en fara gangandi. Vorið hafði losnað
úr læðingi fyrir fult og alt, með und-
ursamlegri hressingu í loftblænum,
og í görðunum á báðar hliðar stóðu
kirksiberjartrjen í blóma. Ánægt og
glaðvært fólk reikaði um strætin.
Það liafði rignt dálitið og ljósin
glitruðu á vofum stjettasteinunuin.
Jeg stikaði stórum, fylti lungun af
vorlofti og fann einu sinni enn live
sæll jeg var. Þarna þrammaði dr.
Sandor framhjá á höltum skankan-
uin, jeg ljet hann gera það. Því hvað
kom sá maður eiginlega mjer við?
Já, jeg var ástfanginn. Ofsalega.
óstjórnlega, óviðeigandi ástfanginn
-h- eins og skólapiltur, Þó jeg væri
kominn fast að fertugu og liti út
cins og jeg væri eldri! Hárið var
orðið hæruskotið og andlitið hrukk-
ótt eftir þjáningarnar síðasta árið.
En nú var það afstaðið. Fyrir mjer
var aðeins til nútíð og framtíð.
Kannal Hanna!
Jeg mundi hana eins og hún var
þegar hún kom lilaupandi upp brekk-
una í sama bili sem jeg kom út úr
skóginum. Með hárið flaksandi og
blóðrjóðar kinnar, hún var alt of lít-
ið klædd fyrir febrúarveðráttuna.
Og við höfðum undir eins farið að
tala saman, við hlóum og gerðum
að gamni okkar og var jeg þó engu
líkari en umrenningi. Hún hafði feng-
ið mig til að koma með sjer lieim
þó jeg maldaði í móinn. Um kvöldið
sat jeg í baðkápunni hennar, mig
verkjaði í fæturna eftir gönguna
löngu og við ræddum um Oswald
Spengler.
Hvað þessi bær var samt fallegur!
Á svona vorkvöldi. Jeg var svo frek-
ur að beygja mig yfir girðingu og
brjóta blómgaða möndluviðargrein af
runna. Sem flóttamaður hafði jeg
komið í þetta land og lifað sælustu
vikurnar á æfi minni. Hanna!
Jeg hafði flúið ættjörðina. Ekki
með ljettu hjarta — í nærri því fjöru-
tiu ár hafði jeg lifað þar, i fjögur
erfið ár hafði jeg barist á vígstöðv-
unum. En jeg átti enga völ, jeg varð
að flýja. Þeir skutu á mig þegar jeg
fór yfir landamærin. Þegar jeg fálm-
aði mig gegnum skóginn í ókunna
landinu fanst mjer alt mitt lif hafa
orðið til ónýtis. En þegar jeg stóð
uppgefinn í skógarjaðrinum og horfði
yfir öldótta akrana og sá Hönnu
koma hlaupandi milli fanndílanna
með liárið eins og ský kringum höf-
uðið, og þegar við fórum saman inn
í liöfuðstaðinn — þá fanst mjer lif-
ið vera að byrja.
Jeg liafði aldrei haft áliuga á
stjórnmálum. Jeg hafði mitt starf,
það tók minn tíma og þar vann jeg
mitt hlutverk. En jafnvel það urðu
þeir að gera aðstjórnmálastarfi. Þeir
kröfðust þess að jeg ætti að brjóta í
bág við þær fáu frumreglur sem jeg
hafoi sett mjer, en það gat jeg ekki.
Og svo var friðurinn úti. Síðasta árið
hafði verið hræðilegt.
Það var ómöguiegt að kæfa endur-
minningarnar frá þessum tíma. Þær
lágu þarna i leyni og gægðust fram
jafnvel þegar jeg var sælastur. Og
nýir erfiðleikar höfðu mætt mjer í
ókunna landinu, ekkert var eius og
jeg hafði hugsað mjer, svo að ef það
hefði ekki verið Hanna ....
Tilhugsunin uin hana rak vondu
hugsanirnar mínar á flótta. Það
þurfti ekki nema brosið! Og Ijóm-
andi sólbrendu kinnarnar! Jeg gekk
upp hljóou, dimmu göturnar, fann
ilminn af trjánum og votu grasinu
og dreymdi eins og ástfanginn dreng.
Við tvö saman-------
Nú stóð jeg við hliðið á húsinu,
sem jeg átti heima i, það mætti
mjer stórt og svart og vott. Hafði
jeg gleymt lyklunum? Rótaði i öll-
um vösum, nú — þarna voru þeir.
Fyrir framan mig lá portið, dimt
og sóðalegt og þrepin þarna í horn-
inu. Þetta var einn afundarleguleigu-
bústöðunum frá því fyrir aldamót-
in, þar sem stigarnir og gangarnir
liggja utan á húsunum. Koldimt á
kvöldin, ljólt og skitið að utan en
býsna vistlegt, þegar inn var komið.
Jeg hafði fengið íbúðina lijá kunn-
ingja mínum, verkfræðingi þarna úr
bænum, sem liafði farið til Rúss-
lands og ætlaði að dvelja þar eitt ár.
Jeg fann, að það blæddi úr hend-
inni á mjer. Jeg hlaut að hafa rispað
mig á liníf, þegar jeg var að leita að
lyklunum. Þessi hnífur var einstald
ólán. Hanna hafði oft furðað sig á
]iví, hversvegna jeg gengi með hann
að jafnaði. En jeg hafði lært að
vera varkár. Skeftið var holt að
innan og í því var geymd teikningin
áð uppgötvuninni — sú eina, sem til
var.
Jeg hafði brátt komist að því, að
það var ekki aðeins í ættlandi mínu,
sem menn vildu ná í þessa uppgötv-
un, þó að þeir voguðu ekki að nota
sömu aðferðirnar. En jeg vildi held-
ur eyðileggja teikninguna, heldur
deyja, en að árangurinn af starfi
mínu kæmist i hendur manna, sem
notuðu hann til þess að drepa sak-
laust fólk í stórum stíl. En þessa
afstöðu skilja ekki allir, nærri því
daglega las jeg í blöðunum að
heiman, að hefndin fyrir landráð
mín skyldi ná mjer hvar sem jeg
væri.
En jeg ætlaði að þverskallast við
liessum máttarvöldum, hversu sterk
sem þau væri! Meö Hönnu við lilið
mjer. Þegar jeg opnaði húsdyrnar
var eins og öll þreyta væri horfin,
jeg var ánægður og öruggur. Nú ætl-
aði jeg að búa mjer góða máltið,
njóta lífsins og gera áætlanir.
Jeg kveikti í stofunni. Þetta var
gamaldags stofa með miklu af göml-
um og dýrmætum húsgögnum. Á
gólfunum mjúkir, bláir dúkar, gaml-
ar koparstungumyndir á veggjunum
og afsteypur af forn-egyptskum
myndum á við og dreif. Og svo
þessi undarlega kend, sem fylgir
þessum stofum, þegar eigandinn er
fjarverandi. Það var þessi kend, sem
kom yfir mig undir eins, glugga-
tjöldin löfðu þung og dauð, húsgögn-
unum illa og óeðlilega hagað og ein-
hver annarleg lykt i herberginu.
Fann jeg tóbakslykt? Jeg hefi
mjög slæmt þefnæmi, svo jeg veit
aldrei livaða lykt jeg finn. Máske
eymdi enn eftir af lyktinni frá í
morgun. Jeg reyki eins og fantur.
Það voru víst reykingarnar sem
ásamt atburðum siðasta árs höfðu
eyðilagt taugarnar, því að bara þessi
hugmynd, að einliver væri þarna
inni lijá mjer, nægði til að koma
mjer í ilt skap.
Jeg fór úr jakkanum og fleygði
honum á stól, en þunga og klunna-
lega hnífinn lagði jeg á borðið. Ætl-
aði að kveikja mjer i sígarettu til
að örfa lystina undir kvöldmatinn.
Nú fann jeg, live þreyttur jeg hlaut
að vera. Jeg stóð þarna grafkyr og
starði á gamla reykborðið úr mess-
ing, án þess að hreyfa mig, án þess
að liugsa. Svo rann það upp fyrir
mjer, að jeg var að horfa á ösku-
bakkann. í honum lá hálfreykt síg-
aretta.
Það fór hrollur um mig. Var jeg
orðinn myrkfælinn í ellinni? Síg-
aretta — jeg mundi víst hafa lagt
hana þarna sjálfur. Það kom svo oft
fyrir. En herbergið, herbergið milt
fyltist af ósýnilegum verum, það var
eins og alt yrði lifandi kringum
mig, jeg varð að stilla mig að hrifsa
ekki í dyratjöldin til að sjá, hvort
nokkur stæði bak við þau. Bifreið
ók framlijá fyrir utan gluggann. Jeg
reyndi að róa mig, tók sígarettuna
og sá að það var „Egypt“ — nú þá
var það jeg, sem hafði reykt hana,
jeg geymdi nfl. þá tegund í skrif-
borðinu, en „Memphis" lá í hylk-
inu á horðinu. Nú þarna sjerðu-----
Jeg fór fram í eldhús til að finna
mjer bita. Löngunin í máltíðina, sem
jeg hafði ætlað mjer, var liorfin.
Eldhúsið var kalt og ógeðslegt, jeg
lielti i skyndi öli í glas, greip tvær
brauðvölur og fór með þetta inn i
stofuna.
Jeg leit í kringum mig. Hvað hafði
gerst hjerna inni? Horfði á húsgögn-
in. Ekkert. Alt var eins og áður. Úti
var bíksvört nóttin. Herra minn
trúr, ertu orðinn móðursjúkur? En
eitthvað var það. Eitthvað, sem gerði
mig órólegan. Það var eins og augu
mín þvinguðust að skrifborðinu, sem
stóð þarna á örmjóum fótum með
borðplötuna gljáandi og tóma eins
og vant var. Hversvegna starði jeg
svona á orðið? Var jeg svona
þreyttur. Það var eins og borðið
segði mjer að einhver væri i stof-
Linni.
En það var eittlivað sem vantaði.
Eitthvað liafði legið á borðinu, sem
ekki lá þar lengur. Bull, jeg hafði
aldrei neitt liggjandi á skrifborðinu,
það var fastur siður. En ósjálfrátt
laut jeg niðúr til þess að sjá, hvort
nokkuð liefði dottið. Nei, það væri
bezt að komast í rúmið áður en mað-
ur yrði ennþá ruglaðri. En eitthvað
var það. Mig langaði til að fara út
úr stofunni, en kom mjer ekki til
þess. Og jeg varð að líta á skrif-
borðið aftur. Nú vissi jeg það. Var
sannfærður um að vita það. Það
hafði legið eitthvað á skrifborðinu
áður en jeg fór fram í eldliúsið. Og
nú var það farið. Hvað var það, sem
hafði legið þar?
Meðan jeg stóð þarna í þönkum
rispaði jeg í sífellu með nál i fág-
aða mahogníplötuna. Fyrir utan ýlfr-
aði vindurinn í kastaníutrjánum. Alí
í einu greip mig skelfing. Hnifurinn!
Nei, hnífurinn lá á reykborðinu, þar
sem jeg liafði lagt hann. Með skjálf-
andi fingrum opnaði jeg skeftið, guði
sjfe lof, teikningarnar voru þar. Þetta
voru bara taugarnar — —
Meðan jeg stóð þarna og barði
hnífnum í borðplötuna minntist jeg
annars: það síðasta sem jeg hafði
gert áður en jeg fór út i dag var
að tæma sígarettustubbana úr ösku-
bakkanum. Jeg var alveg viss, sá
greinilega að það hefði verið fuít af
stubbur. Svo þá hafði eiuhver verið
hjerna.
Nú jæja, það var ekki til að æðrast
yfir, líklega höfðu einhverjir kunn-
ingjar verkfræðingsins lykil að íbúð-
inni. Jeg hneig ofan í hægindastól,
drakk stóran teig af öli — þetta kom
af þreytunni — >— —
En hvað var það, sem hafði legið
á skrifborðinu? Hafði það verið
nokkuð? Ef svo væri þá hlaut það
að vera hjer enn. Án þess að hugsa
mig um, stóð jeg upp til þess að
gægjast bak við dyratjöldin. Vertu
nú rólegur, þú ert ekki að leika í
glæpakvikmyud! En jeg stóð upp
samt.
Slofan var hljóð og hálfrokkin,
birtan frá gamla rykaða hjálminum
náði varla út í hornin. Jeg kveikti
-'siálfrátt á hvíta lampanum. Og stóð
aftur kyr og stóð og horfði á skrif-
borðið. Og nú sá jeg myndina fyrir
mjer. Þarna liafði legið kven-hand-
taska. Þarna á brúninni. Það hafði
legið þar grá handtaska, þegar jeg
kom inn, og hún liafði verið tekin
meðan jeg var úti í eldhúsinu. Jeg
var nærri þvi viss um það.
Kventaska. Og eigandinn hlaut að
vera hjer inni ennþá. Ætlaði hún að
stela uppgötvuninni? Enn einu sinni
gaut jeg augunum til linífsins, og
snjeri mjer ósjálfrátt við eins og
einhver stæði á bak við mig. En svo
rann ljós upp fyrir mjer. Að jeg
skyldi geta verið svona mikill auli.
Hver hafði lykil að íbúðinni? Auð-
vitað Hanna!
Og nú hrópaði jeg: „Hanna, þú
ert fundin. Komdu fram!“
En alt var hljótt.
»,Jeg veit að þú ert hjerna,
Hanna. Jeg skal finna þig!“
Þetta var augljósl. Hönnu hafði
langað til að ljetta sjer upp, þegar
til átti að taka, og svo ætlaði liún
að gera mjer hverft við. Bara að
taugarnar í mjer hefðu verið styrkari.
Hún mundi liafa falið sig bak við
dyratjöldin eða í< klæðaskápnum,
hæ — fyrir framan skápinn voru
spor í rykinu. Sherlock Holmes!
Jeg brosti og lioppaði yfir litla
l'lauelsskemilinn og lauk upp skápn-
um. Og hljóðaði upp. Eitthvað kast-
aðist framan á mig, og jeg fann ís-
kalt andlit koma við andlitið á mjer.
Jeg barðist um á hnakka og hæli.
Eitthvað datt á gólfið, svo að undir
tók i húsinu. Einhver svört vera.