Fálkinn - 02.01.1937, Blaðsíða 2
2
F Á L K I N N
cr 'ohcUl -
hun Hotar
ERA SlMILLON
5NYRTIV0RUR
SKULI JÖHANNSSON&CO-
------- GAMLA BÍÓ ------------
NÝÁRSMYND 1937.
Danði
hershðfðingjans.
Stórkostleg og spennandi mynd
frá austurheimi um ást, hugrekki
og fífldirfsku.
Aðalhlutverkin leika:
GARY COOPER
MADELEINE CARROL.
ÖSru hvoru má sjá í kvikmynda-
húsunum myndir, sem gerast í Aust-
urlöndum, og eru því að ýmsu leyti
fróðlegri en hinar, sem gerast í þeim
löndum og þeirri menningu, sem er
lcunnari. Þegar nú þar við bætist,
að myndin er svo spennandi, að á-
liorfendur eiga bágt með að ná and-
anum, má segja, að þeir, sem sjá
myndina, sem hjer er um að ræða,
ættu ekki að þurfa að fara erindis-
leysu í GAMLA BÍÓ, sem sýnir hana
þessa dagana.
Yang hershöfðingi hefir um langt
skeið haldið stóru flæmi af Norður-
Tr ipnm sínum með hjálp
■leigðra liermanna af lakasta úrþvætti
þjóðarinnar. Hann er vanur að kalla
sig hershöfðingja landsins og gefa í
skyn, að það sje ætlunarverk hans
að hreinsa landið af ræningjum og
óþjóðalýð, en sannleikurinn er sá, að
hann sjálfur er mestur ræninginn og
hans eigin hermenn mesti óþokka-
lýðurinn, sem myrða og ræna frið-
sama landsbúa. Smám saman er and-
úðin gegn Yang og öllu hans athæfi
orðin svo mögnuð, að samtök eru
gerð til ,að varpa af þjóðinni þessu
oki, og mikilli fjárliæð hefir þegar
verið safnað til þess að kaupa fyrir
skotvopn og liergögn í Shanghai.
En þá er eftir þrautin þyngsta að
koma fjenu til seljenda, svo kaupin
geti komist í kring, og verður ungur
Ameríkumaður, O’Hara að nafni, til
þess að takast þessa glæfraferð á
hendur, og koma peningunum til hr.
Wu, sem á stórt gistiliús í Shanghai.
Ætlunin er, að hann fari með flug-
vjel því hvergi á landleiðinni er ó-
hætt fyrir njósnurum Yangs. En einn
af fylgifiskum Yangs, útlifaður Amer-
íkumaður að nafni Perrie, tekst á
hendur að koma O’Hara til að hætta
við loftferðina og fara landveg. Til
þess otar hann aftur dóttur sinni,
sem O’Hara er ástfanginn af, og
henni tekst að fá hann til að fara
með járnbrautarlestinni. Hún verður
þess fljótt áskynja, að hann er ást-
fanginn af henni fyrir alvöru, og
Eyggst að bæta fyrir brögð sín við
hann með því að vara hann við liætt-
unni, sem honum er búin, en það er
um seinan ........
Hjer skal ekki lengra farið en þang-
að, sem efnið fer að verða alvarlega
spennandi, til þess að spilla ekki á-
nægju áhorfenda. en óliætt mun að
giska á, að „alt fari vel“ og „þau fái
hvort annað“.
Eftirlætisgoð allra kvenna Gary
Cooper leikur O’Hara af venjulegri
Oftast nær cr það Ameríka sem
leggur til undrabörnin. En undan-
tekning frá reglunni er j)að, að í
Tyrol er nýlega komið fram undra-
barn, sem þó að það sje aðeins
fimm ára — það er drengur— er svo
leikinn í harmóníkuspili, að hann
vann nýlega fyrstu verðlaun meðal
250 þátttakehda. Þessi litli harmón-
íkusnillingur heitir Bruno Lorenzo
og kann hvorki að lesa eða skrifa
ennþá, en á harmóníkuna getur hann
ltikið hin erfiðustu lög.
Bófarnir í Ameríku hafa nú færl
úi kvíarnar. Áður hafa þeir iðkað
barnarán, en nú hafa þeir fært sig
upp á skaftið, því að nýlega stálu
þeir frægum skurðlækni, sem lieitir
Miltno Ochs. Hyggja menn að hon-
um hafi verið stolið til jiess að hann
lækni frægan bófahöfðingja, sem
nýlega særðist hættulega í skamm-
byssueinvígi við einn af keppinaut-
um sínum, og að læknirinn verði
ekki látinn laus, fyr en hann hefir
læknað illvirkjann.
Helgi Jónasson frá Brennu varð
50 áru í gær.
snild, en aðal-kvenhlutverkið Made-
leine Carroll. Er hægt að hafa það
betra?
Myndin er sýnd þessa dagana í
GAMLA BÍÓ.
Nýlega er lokið við að leggja 10000
kilómetra langan járnbrautarkafla
milli Kanton og Hankow og hafa
Kínverjar unnið að brautarlagningu
þessari í siðustu 38 ár Iiftir að þess-
ari braut er lokið er hægt að aka
með járnbraut frá Singapore í Aust-
ur-Indlandi alla leið til London. Leið
in íiggur frá Singapore til Bangkok
í Siam og þaðan norður Kína og loks
með Síberíujárnbrautinni til Vestur-
Evrópu.. En 27 daga er maður á
leiðihni, þó hvergi sje staðið við.
Og farmiðinn kostar 2300 krónur.
FLEKTRON-KLUKKAN
er talin lang nákvæmasti tímainæl-
ir sem til er og hægt að mæla miljón-
astahluta úr sekúndu með henni.
Myndin sýnir klukkuna og þann sem
gerði hana: Manfred von Ardenne.
NÝJA BlÓ.
Blood skipstjóri.
Stórfengleg mynd eftir liinni
heimsfrægu skáldsögu Hafael
Sabatini. —Aðalhlutverkin leika:
ERROL FLYNN og
OLIVIA DE HAVILLAND.
Meðal allra hinna mörgu, sem
lagt hafa stund á að skrifa „sögu-
lega reyfara", hafa fáir öðlast jafn
miklar vinsældir og Rafael Sabatini,
og sennilega hefir enginn átt þær
I betur skilið. Flestir „sögulegir" rit-
höfundar geta orðið leiðinlegir á
köflum, en það verður hann aldrei.
Frásagnarlistin bregst aldrei og sögu-
kunnáttan er með afbrigðum.
Það ræður því að líkindum, að
höfundur eins og Sabatini hefir ekki
sloppið við það að verða kvikmynd-
aður. Verkið, sem hjer er um að
ræða og i flestum þýðingum af sög-
unni ber nafn aðalpersónunnar, hefir
sjest hjer á kvikmynd fyrir eitthvað
10 árum. Er það sjerstaklega ómaksins
vert fyrir þá, sem sáu þá mynd, að
sjá þessa og gera svo samanburo.
Um efnið má fara fljótt yfir sögu,
því það er svo mörgum kunnugt í
aðalatriðum. Peter Bloocl er ungur
læknir í Englandi, þegar uppreistin
gegn Jakob konungi II. geisar. F.itt
kvöld er hann kallaður til að stunda
einn uppreistarmann, sem hefur
særst hættulega, en meðan hann er
::ð stumra yfir honum, koma her-
nienn konungs og bæði læknirinn og
sjúklingurinn eru teknir til fanga.
Síðlir er læknirinn ungi dreginn fýr-
ir herrjett og dæmdur til daúða,
eins og svo inaígir höfðu verið
dæmdir á undan honum. En þegar
hjer er komið eru meiin orðnir
þreyltir á þvi að hengja uppreistar-
menn unnvörpum enda vantar
v.nnukraft tii nýlendnanna í Vestur-
heimseyjum, og þannig er Peter
Blood sendur til Jamaica í skips-
farmi af pólitískum föngum, til að
vinna þar sem þræll. Það yrði of-
langt að rekja allar þær kvalir og
hörmungar, sem þessir veslings
fangar verða að þola, en loks kemur
að því að þeim tekst að strjúka og
ná í spanskt ræriingjaskip, meðan
í-kipshöfnin er að rupla í landi, og
nú hefst sjóræningjaferill Peter
Bloods og stendur í þrjú ár. Vinnur
liann sjer þar margt til frægðar, en
að lokum getur hann þó orðið föður-
landi sínu að gagni, og stendur þá
svo vel á, að Jakob konungi er steypl
af stóli um sama leyti og Blood og
hinir hraustu skipverjar hans fá upp
gjöf saka, en sjálfur eignast hann
hönd og hjarta stúlluinnar, sem á
sínum tíma hafði keypt liann á
þrælamarkaðnum fyrir 10 sterlings-
pund. Þessi stúlka er Arabella Bis-
hop, bróðurdóttir Bishops ofursta,
sem verst hafði farið með fangana
á Jamaica, en fær að lokum makleg
málagjöld.
Það kann að vera, að margir hafi
sjeð sjóorustur í kvikmyndum, en
liitt má fullyrða, að fáir bíógestir
lijer hafi sjeð neitt, sem kemst i
hálfkvisti við það, sem sjá má í þess-
ari mynd. Þegar þar við bætist, að
öll hlutverk, sem nokkuð kveður að,
eru snildarlega leikin, þarf ekki að
hika við að telja þessa mynd í allra
fremstu röð þeirra, sem hingað hafa
komið.
Aðallilutverkin — Peter Blood og
Arabella Bishop — leika þau Errol
Flynn og Olivia de Havilland. Err-
ol Flynn byrjaði sitt ævintýri sem
Framh. á bls. 15.