Fálkinn


Fálkinn - 02.01.1937, Blaðsíða 6

Fálkinn - 02.01.1937, Blaðsíða 6
ö F Á L K I N N Brandon Fleming: Til borðs með dauðanum. Það eru margar leiðir lil þess að ræna samborgara sína lífi, og James Garside hugsaði sig vel mn, áður en hann tók endanlega ákvörðun. En þegar hann loks hafði ákveðið sig, einbeitti hann huga sínum öll- um að því, að gera áform sitt svo fullkomið sem unt væri — því að eitt var það, sem hann umfram alt vildi forð'ast og það var að vera dregin fyrir lög og dóm og sakaður um morð. Hann hafði tvær veigamiklar á- stæður til að svifta Mmider lífi. Hin fyrri og veigameiri var sú, að Mand- er hafði alveg upp úr þurru farið að hafa áhuga á því, að kynna sjer sinn eigin fjárhag, en þetta muni óhjá- kvæmilega hafa það í för með sjer, að reikningarnir sem Garside hafði falsað mundu verða rannsakaðir og koma því upp að Garside liafði sól- undað mestu af eignum skjólstæðings síns. Og það er nú einu sinni svo, að lögin eru harðhent við málaflutnings- menn, sem stela fje skjólstæðinga sinna úr eigin hendi. — Hin ástæð- an var sú, að hann var bráð-ástfang- inn af konu Manders. Fyrir þremur dögum hafði hún lcomið á skrifstofu hans. Hann átti erfitt með að skilgreina sjer tilfinn- ingar sínar í garð þessarar ungu og cinkennilegu konu með föla andlit- ið, blóðrauðU varirnar og dökku, geislandi augun — því að bak við ástríðufulla ást hans var einskonar kvíðatilfinning, sem nálgaðist hatur. Hann var hræddur við liana en ó- stjórnlega töfraður af henni um leið. Hún sat í hægindastólnum við end- ann á skrifborðinu hans og um leið og hún reykti vindiing, talaði hún um hluti, sem eigi komu málinu við. Þetta var i fyrsta skifti sem hún kom til hans ein — honum var ekki ljóst í hvaða erindum hún kom. Svo liallaði hún sjer alt i einu fram í hægindastólnum lága og sagði: — MaoUrinn minn kemur hingað til að tala við yður einhverntíma í vikunni. Er það ekki á fimtudaginn? Garside hrökk við og hann sneri sjer undan i stólnum til þess að leyna furðu sinni, en hún hafði ekki horft á hann. Hann ljet eins og hann væri að rýna í minnisbókina sína. — Já. Á fimtudaginn klukkan þrjú. Hún tók nýjan vindling úr öskjunni sem hann hafði sett lijá henni á borðið. Hann stóð upp til að kveikja í hjá henni, en hún benti honum að sitja. —- Verið þjer ekki að hafa fyrir því. Jeg vil helst kveikja í hjá mjer sjálf. Hann skrifaði yður, var ekki svo? — Já, sagði Garside. Hún andaði hægt að sjer reyknum úr vindlingnum. — Og sagði yður í hvaða erind- um hann kæmi? Garside rjetti ósjálfrátt úr sjer í stólnum. — Já, sagði hann aftur. Þá tók hann alt í einu eftir, að hún starði á hann, og hann skildi að hún hafði getið sjer rjett til — að heimsókn Manders mundi fletta ofan af því, að Garside hafði árum saman haft af honum stórfje. Hann var nokkurnveginn viss um, að Mand- er sjálfan mundi ekki gruna neitt, en fyrir honum vekti það eitt að' fá að vita, hvernig fjárhagur sinn væri, og í hverskonar verðbrjefum fje hans væri. Hún hjelt honum föstum með augnaráðinu. Eitt augnablik var hon- um varnað hreifingar og máls. Án þess að mæla orð stóð Inín upp og bjóst til að fara. Hún hvorki kastaði á hann kveðju nje rjetti hon- um hendina. Hann stóð ósjálfrátt upp til að fylgja henni til dyra. Svo staðnæmdust þau loks á miðju gólfi, hlið við hlið — og augnabliki síðar var hún í faðmi hans og varir þeirra mættust í löngum, ástríðuþrungniun kossi — og hann skildi að hún vissi, að hann æltaði að drepa Mander, og að hún beitti sterkum og ósveigjan- legum vilja sínum til að fá hann til að gera það. Svo hafði hú,n slitið sig af honum og þotið út úr stofunni án þess að mæla orð — og án þess að líta við. X-T ANN tók lykil upp úr vasanum og tók fram ofurlitla pappadós. — Opnaði hana varlega, tók upp eitt- hvað áhaldsskrífli og lagði á borðið fyrir framan sig — litla rauðgula málmsprautu. Um stund sat hann hreyfingarlaus og horfði á hana. Þetta var þægilegt áhald þó það væri ekki stórt — og það átti að gera enda á lifi Manders á þann hátt að engin grunur gæti fallið á Garside. Hann tók hana upp af borðinu. Hún komst fyrir í lófa hans og þegar hann hjelt henni á vissan hátt gat ekki nokkur maður sjeð liana. Með því að hreyfa þumalfingurinn þann- ig að enginn tæki eftir gat hann spýtt litlausum vökva á hvað sem var innan tveggja feta fjarlægðar. Ef maður æfði sig nokkrum sinnum gat maður liæft með fullri nákvæmni — og Garside hafði æft sig oft, og lengi í hvert sinn. Hann hafði fylt spraut- una rauðum vökva og miðað henni á lítinn brauðbita í nokkra þumlunga fjarlægð. Rauði vökvinn sýndi að hann hafði ekki mist marks. Og þegar drepandi eitur væri notað í stað rauða vökvans þá .... Hann lagði sprautuna í öskjuna og læsti hana aftur niðri i skúffu. Tyr ANDER hafði kynst konu sinni erlendis og gifst henni þar og nú voru þau nýkomin til Englands eftir að liafa verið gift í tvö ár. Hjónaband þeirra var alt annað en hamingjusamt. Hann hafði í fyrstu verið mjög ástfanginn af henni, en eftir nokkra mánuði fór að brydda á því, að öðru máli væri að gegna um hana. Hún hafði gifst peningun- um hans og reyndi ekki að dylja þá staðreynd. Nú voru þau komin aftur til Eng- lands og liún hafði verið kynt Garside. Við fyrstu samfundi þeirra hafði hún sjeð hver inaðurinn var. Hún var gædd sterku hugboði, sem margar konur hafa og hún var fljót að sjá gegnum hann. Hún sá það svo öinurlega skýrt, að Garside hafði lengi fjeflett manninn hennar. Hún skildi líka að hann mundi fremur fremja morð en þola refsingu þá sem biði hans, ef svik hans kæmust upp. Hún var gædd óvenjulega skarpri hugsun. Hana langaði til að komast yfir peninga mannsins síns — sjálfan hann var henni öldungis sama um. Það lá við að hún hataði hann — og nú eygði hún úrræði til þess að losna við hann ....... Þvi fór fjarri að hún væri ást- fanginn af Garside — þó að hún Ijeti hann lifa í þeirri trú. Hún gerði alt til að æsa tilfinningar hans og smámsaman æstust svo ástríður hans, að þær urðti eins og eldur. Það eina sem hún átti nú ógert var að fá Mander til að skeyta um fjármál sin og tala um þau við Garside. Hún vissi að Garside mundi verða milli heims og helju af hræðslu við að svik hans kæmust upp, þegar Mander kæmi tit hans og í örvæntingu sinni mundi hann fúslega fremja morð. Garside vissi það rjett, að Mander treysti honum i blindni. Honum mundi ekki hvarfla það í hug, að ungi lögfræðingurinn hafði fjeflett hann látlaust síðan hann tók við umsjá föðurarfs hans. Á yfirborðinu virtist alt vera í reglu hjá Garside. Aldrei hafði neitt á milli b'orið og altaf var nóg til af reiðufje. Mander var flón i fjármálum. lionum leidd- ust allir reikningar, en hann kunni vel skil á bókfærslu, ef hann nenti að líta ó reikningsfærsluna á annað borð. Mander hafði orðið talsvert for- viða þegar kona lians stakk upp á því við hann — formsins vegna — að atliuga hvernig peningum lians væri ráðstafað og hve mikið hann ætti. Hún hafði beitt allri kænsku sinni þegar hún bar þetta mál fram — auðvitað efaðist hún ekld um trú- mensku Garside, en það væri ekki nema eðlilegt, aS maður sem ætti miklar jarðeignir og stórfje í pen- ingum, vissi um sinn eigin liag — það væri blátt ófram skylda hans. Og svo sprakk blaðran einn morg- uninn — er tilkynningin lcom um, að Mander vildi athuga reikninga lög- fræðingsins ásamt sínum eigin ráðu- naut — í brjefinu var stungið upp á einhverjum degi í næstu viku. Þetta brjef var versta ófallið sem Garside liafði nokkurntín^a fengið. Það þýddi ekki að reyna að fresta lieimsókn- inni, það mundi aðeins vekja grun Manders. Þessa fáu daga gat Gar- side ómögulega útvegað sjer fje til að hæta upp sjóðþurðina — óhjákvæmi- lega kæmist hún upp, og hann þekti Manders svo vel að hann vissi, að hjá honum var ekki miskunnar að vænta. Og svo var hin ástríðufulla tilfinn- ing lians til konu Manders — tvær góðar ástæður til að drepa Mander. TWT ANDER var vanur að eta há- degisverð á dýrum matstað í Westend; þar var jafnan víst borð lianda lionum í afskektu og kyrru horni. Honum þótti skrítið, að sjá Garside sitja við borð skamt frá, er hann kom inn í hinn skrautlega veit- ingasal. Þeir kinkuðu kolli livor til annars og Mander gekk að sínu borði. Gerside drakk út úr kaffiboll- anum sínum i skyndi og bað um reikninginn. Hann sagði þjóninum, að hann ætti annríkt — ætti að tala við mann á tilsettum tíma. Mander hafði beðið um hádegis- verðinn sinn og las í blaði meðan hann beið. Þá kom Garside að borð- inu, á leið út. Þeir heilsuðust með handabandi. — Þjer lítið svei mjer vel út núna, sagði Garside. Mander lagði frá sjer blaðið. — Mjer líður líka prýðilega. Mjer þykir vænt um að vera kominn til Englands aftur. Hann benti á stól hinumegin við borðið. — Tyllið þjer yður sem snöggvast! — Því miður má jeg ekki vera að því, svaraði Garside. Jeg á að hitta skjólstæðing ó tilsettum tíma á skrif- stofunni minni. Meðan jeg man: jeg hringdi til yðar á mánudaginn og Ijet skila, að mjer væri mjög hentugt ef þjer kæmuð á fimtudag. Fenguð þjer boðin? Mander kinkaði kolli. — Já, þakka yður fyrir. Klukkan hólfþrjú. Garside studdi hendinni ljett ó horðbrúnina rjett hjá litlum diski sem stóð til vinstri við Mander, með einni sneið af fransbrauði. Það var ómögulegt að nokkur maður gæti liafa sjeð liann hreyfa þumalfingur- inn. — Mjer þótti vænt um brjefið yð- ar, sagði hann. Það er mál til komið, að þjer farið að sinna fjármálum yðar, Mig hefir oft langað, að þjer væruð kominn og jeg gæti talað við yður, meðan þjer voruð erlendis. Nú vona jeg að þjer farið að hafa hönd í bagga sjólfur. Hann dró að sjer liendina af borð- brúninni og stakk henni i vasann. — Jeg skal hafa alla reikningana (ilbúna handa yður á fimtudaginu, sagði hann. — 1 guðs friði. — Verið þjer sælir. Við sjáumst ó fimludag, sagði Mander. Garside gekk hvatlega út úr saln- um, rjetti fatagætinum númer meö rólegri hendi, fór í yfirhöfnina og ýtti vinduhurðinni og gekk út. Hann var hreykinn af þvi hve ró- legur hann hafði verið. Hann liafði drepið Mander. Eftir tvo tíma væri hann liðið lík. Hann mundi verða farinn úr veitingastaðnum áður og í klúbbinn sinn. Eitrið var hæg- drepandi — en örugt. Hann hafði fengið það í Suður-Ameríku áður en hann fór hem þaðan til að taka við lögfræðistofu föður síns. Eitrið var gert af villimönnum við Amazon, úr jurtarótum, hann hafði fengið glas af þvi með sjer að gamni sínu. Eftir að hann hafði fylt sprautuna helti hann afganginum af eitrinu niður. Hann fylgdi hinni nákvæmu, áætl- un sinni út í æsar og gekk ineðfram Thames Embankment. Á leiðinni skrúfaði hann sprautuna i þrent og þegar hann var kominn fram ó ár bakkann fleygði hann sprautustútn- um í ána. Svo kveikti hann sjer í vindlingi og gekk niður ó næstu graf- brautarstöð og keypti sjer farmiða til Mansion House. Hann gekk inn í tóman I. flokks klefa og þegar lestin ók inn í jarðgöngin fleygði hann sprautubelgnum út um opin glugg- ann. Þegar hann hafði ekið fram hjá tveimur næstu stöðvum fleygði hann síðasta partinum af sprautunni út um gluggann. Hann steig út úr lestinni við Mansion House og tók strætis- vagn til baka á skrifstofu sina í Lincoln Inn Field. TJANN sat við skrifboðið sitt og reyndi að vinna. En honum var ómögulegt að festa hugann við neitt. Hafði honum gleymst nokkuð? Hafði hann látið eftir sig nokkur vegsummerki? Hann rakti viðburð- ina í huganum, livað eftir annað. — Nei, honmn hafði í engu skjátlast. Tíminn leið, klukkustund — tvær. Nú hlaut þetta að vera afstaðið. Skyldi nokkuð koma um andlátið í kvöldblöðunum? Auðvitað hlaut nún að vita um það núna .... Klukkan sló fimm — eftir liólftíma ætlaði hann að fara af skrifstofunni. Það var barið að dyrum og skrifstofu þjónn kom í gættina og sagði: — Fay, glæpamálanjósnari frá Scotland Yard spyr hvort hann megi tala við yður. Garside hrökk við. Kaldur sviti braust fram á enni hans. Með mikl- umerfiðismunum tókst honum að leyna fleti sínum. — Látið þjer liann koma inn! Meðán Garside var einn kveikti hann sjer í vindlingi og flýtti sjer að þurka af sjer svitann. Hann hafði tæplega komið klútnum í vasann þeg- ar hurðin opnaðist aftur og hár, teinrjettur maður kom inn í skrif- slofuna, Garside stóð upp. — Góðan daginn, hr. Fay, sagði hann og brosti alúðlega.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.