Fálkinn - 02.01.1937, Síða 8
8
FÁLRINN
Vegnu þess Iwe skriðdrekarnir, sem
fyrst komu fram í heimsstyrjöld-
inni miktu, gáfust vel, leggja nú all-
ar þjóðir hið mesta kapp á, að eign-
ast þessi manndrápstæki. Þjóðverj-
ar og Rússar munu sem stendur
vera fremstir i framleiðslu þessa
dreka, sem eigi aðeins spúa eldi
heldur hlýi líka. — Myndin er frá
hersýningn í Þýskalandi.
Myndin hjer að neðan cr af heræf-
ingum i Danmörku og sýnir skrið-
dreka er reyndur var við æfingarnar.
Myndin að ofan er ekki eins alvar-
leg eins og hún sýnist. Hún er frá
hauslheræfingunum dönsku, þegar
leikin var flugárás á járnbrautar-
stöð. Þar urðu auðvitað ýmsir að
látast særast, til þess að hjúkrunar-
liðið hefði eilthvað að gera. Sjest
særður maður á vígvellinum. Að of-
anverðu á myndinni sjest vagn vera
að hreinsa land, sem sinnepsgasi
hefir verið veiii yfir. Til þeirrar
hreinsunar er nolað klór og vatn.
í lndlandi er ræktað ágætt reykló-
bak og vindlagerð er mildl í land-
inu, en fer fram með mjög einföldu
móti. Myndin t. v. sýnir börn i bæn-
um Trikinopoly vera að búa til
vindla — alt í liöndunum.