Fálkinn


Fálkinn - 02.01.1937, Síða 11

Fálkinn - 02.01.1937, Síða 11
F Á L K I N N 11 YNGSVU l£/&NbURNIR Fallegar tækifærisgjafir. Útklipptar myndir á bakka. Nú þegar þið eruð orðin æfð i að klippa út myndir til skrauts, getið þið reynt við eitthvað stærra, t. d. að skreyta trjebakka með myndum. Myndina er hægt að teikna í stærð bakkans með því að skifta frummynd inni í ferhyrninga og svo bakkanum i jafnmarga ferhyrninga. Haf og himin búið þið til úr tveim mismun- andi bláum litum. Höfrungana klipp- ið þið úr silfurpappír og málið þá með svörtum lit. Sólin er klippt úr gullpappír, en geislarnir málaðir með gullbronsi. í máfana skal nota hvítan pappir, og eins í skýin og sjávarlöðrið. Skipið er best að teikna á bakkann en búa til seglin úr pappír og lima þau á. Svarta röndin er máluð með sprittlakki og loks er dregið lakk yfir alt sanian. Þetta er gjöf, sem þiggjandi verð ur feginn, verið þið viss. Borðhlíf úr perlum. Þessi borðhlíf er búin til úr stór- i:m perlum, hnöttóttum eða sívöíum, úr gleri eða trje. Á myndinni sjáið þið efst perlurnar í stækkaðri mynd, og tákna þær eftir röð, þessa liti: 1. gult, 2. dökkblátt, 3. hárautt, 4. grænt, 5 dökkgrænt. Perlurnar eru hnýttar saman með hörtvinna, og auðvitað hafið þið fyr- irmyndina til hliðsjónar þegar þið hnýtið, og leljið vandlega, t. d. með heklunál eða einliverju þessháttar. Þið byrjið að hnýta miðröðina i borð- lilífinni. Hún er á myndinni merkt með xx, og aðferðin er sýnd á litlu myndunum til hægri. 1. myndin sýnir hvernig byrjað er að hnýta. Þið takið h.ngan tvinnaspotta, leggið hann tvö- faldan, dragið síðan tvær dökkgræn- ar perlur, sína á hvorn enda, þangað til þær mætast í lykkjunni. Síðan er ein dökkgræn perla dregin á báða þræðina, alveg niður að þeim tveim- ur, sem komnar eru. Næst eru dregn- ar tvær ljósgrænar, sin á hvorn þráð, niður að hinum, því næst ein ljósgræn á báða þræði, og svona er haldið áfram með litina á víxl, þang- að til breiddin á borðhlífinni er komin. Þessi fyrsta röð er sýnd dekkri á teikningunni. Þegar röðin er búin, herðið þið á bandinu og bindið hnýtið vel að. Nú látið þið annan langa þráðinn bíða í bili, en farið með hinn til baka, þannig að í annaðhvort skifti dragið þið eina perlu upp á hann en í hitt skiftið dragið þið hann gegn um föstu perl- una, sem stendur út úr fyrri röðinni (mynd 2). Þegar röðin er búin, festið þið þráðinn með „keðjuhnút" við þráðinn í endanum á fyrri röðinni (mynd 3), og síðan er haldið áfram, koll af kolli þangað til sú hliðin er húin og þá linýtt af. Síðan er hinn langi þráðurinn tekinn og síðari hliðin gerð á sama hátt. Efst og neðst á nmnstrinu, þar sem röndin er ekki sljett, er hnýtt eins og sjest á 4. mynd. Gætið þess vandlega að telja rjetl og láta litina skiftast rjett, þvi ekki þarf nema eina perlu með skökkum lii til að skemma alt verkið. Hnakkaspegill með rósaskreytingu. Þið getið fengið ódýra spegla úr trje og síðan skreytt þá með út- klipptum hlómum. Fyrst teiknið þið hlómið á pappír, í nákvæmlega þeirri stærð, sem það á að hafa á spegilbakinu. Síðan ldippið þið út blóm, blöð o. s. f. eftir teikningunni, og gætið þess vandlega að stærðin sje rjett, og limið þau þvínæst á bakið á speglinum. Auðvitað verður að líma fyrst þau blöð og blóm, sem eiga að sýnast vera bak við hin. Þeg- ar límið er orðið vel þurt, strjúkið þið yfir þau með gagnsæu lakki. Martha Eggerth, hin ágæta söng- kona, sem svo margir kannast við úr kvikmyndum, ætlar nú framvegis að helga starf sitt söngleikhúsun- um eingöngu og hætta að leika í kvikmyndunum. Hefir hún ráðist sem gestur til Berlín, London, Parísar og Róm og syngur þar þrjú lilutverk á hverjum stað, sem Gilda og Rosina i óperum Puccini og Mimi í „La Bolieme“. Hún byrjar þessa starfs- braut sína á Opera Comique í París. Auk staðanna, sem nefndir voru, leik- ur hún einnig í Varsjá og Wien. Martha Eggerth giftist fyrir nokkru liinum vinsæla listasöngvara Jan Kiepura, sem er pólskur. Falleg spilaaskja. Ef þið eigið lítinn vindlástokk, helst skrautstokk, má úr honum gera spilaöskju, líkt og sýnt er á myndinni. Fyrst verðurðu að ná öll- um miðum af kassanum og því- næst setja í hann milligerðir úr vindlakassafjölum. Að innan er best að lakkera kassann með shellakki, en að utan verður að fægja hann vand- ltga með fínum sandpappír og hæsa hann síðan. Á lokið eru siðan limd- ar úrklippur úr spilum, eins og myndin sýnir og síðan eru borin tvö lög af shellakki á lokið, þegar límið er orðið vel þurt. Ein af framkvæmdum 4-ára áætl- unarinnar þýsku er sú, að nú hefir Göring framkvæmdarstjóri hennar bannað að framleiða og gefa í kaup- bæti gúmmíblöðrurnar, sem börnum þykir svo vænt um að fá. Gúmmi- blöðrurnar fást ekki i Þýskalandi eft- ir 1. janúar. Um ástæðuna til þess- ara fyrirmæla vitum vjer ekki, en geta má þess til, að þau geti spilt heilsufari barna og borið sýkla milli þeirra, því að ýms börn lána öðr- um blöðrurnar til þess að blása þær upp. Felur þetta í sjer smithættu, en ,,spitubrjóstsykurinn“ sem grasser- aði lijer á árunum, mun þó ekki vera síður hættulegur. Enskt vikublað flutti fyrir nokkru frásögn af veislu, sem ameríkönsk kona frú Nora Reynolds Albertini Saumakarfa. Karfan er búin til úr sterkum pappa og er fljótgerð. Fyrst eru teiknaðar með sirldi tveir hringar á pappastykkið. í þeim innra er geisl- inn 5 cm. en í þeim ytra 9 cm. Opn- ið sirkilinn svo að liann spenni yfir lengd geislans og afmarkið siðan með lionum á ytra hringinn sex sinnum og skiftið þannig liringnum í sex jafnstóra parta. Tengið svo þessa punkta saman með strykum gegn um miðdepil. Skerið síðan fleygmynduð skörð að innri hringn- um, eins og myndin sýnir. Næst eru dregnar með reglustiku línurnar milli fleygsoddanna (a—b, o. s. f.), og rispað dálítið ofan í þær með hníf, svo að hægt sje að beygja stykkin upp og líma þau síðan saman með pappírsræmum. Nú er sjálf karfan tilbúin og eftir að fóðra hana að ut- an. Sjerstaklega má prýða hana með gullpappírsrönd efst. Tóta frænka. hafði lialdið fyrir vini sína og sem hafði kostað 25.000 krónur. Frúin stefndin blaðinu fyrir frjettina og sagði að það sem hún notaði til sam- kvæma væri smáræði hjá því sem hún gæfi fátækum. „Mjer þykir gain- an að gleðja fólk — líka kunningja mína“, sagði liún. Frúin tapaði mál- inu. Rjetturinn fann ekkert athuga- vert við frásögnina, því að hún hafði verið sönn. <

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.