Fálkinn - 30.01.1937, Blaðsíða 8
8
F Á L K 1 N N
Sannleiknrinn um ástamál frú Simpson og Gnglakonungs.
Eftir frænda frúarinnar, NEWBOLD
ÖNNUR GREIN.
Miðdegisverður fyrir fjóra á
Fort Belvedere.
Það hvarflaði aldrei að Edward
VIII. þessa erfiðu niánuði áður en
hann sagði af sjer, að fórna konunni
stni liann elskaði. Stanley Baldwin
hafði, bæði opinberlega og undjr
fjögur augu, látið hann vita, að
„morganatiskt" hjónabaiid — eða
hjónaband til vinstri handar — vaeri
ófranikvæmantegt í Engíandi. Þá
voru aðeins tvær leiðir opnar. Önn-
ur sú að giftast frú Simpson og gera
Iiana að drotningu. Hin sú, að sleppa
tilkalli til konungstignar og taka sjer
frú Simpson fyrir konu. Heimurinn
veit nú hvora leiðina hann fór.
— Ef þjer giftist, sir, sagði jeg
við konunginn, verður konan yðar
eitt af þrennu. Leiðrjettið mig ef
mjer skjátlast.
— Hvað er það þrent?
— Kona yðar til vinstri handar,
drotning Englands eða frú Windsor
hins fyrverandi konungs.
— Nærri því ()7% rjett, svaraði
lconungurinn. En ekki meira. Eng-
landskonungur getur ekki gifst til
vinstri liandar.
— Þá verða úrslitin eitt af þrennu,
sir. W'allis verður drotning. Hún
verður frú Windsor ef þjer segið af
yður. Eða þjer hættið við' að giftast
henni.
— Aftur getið þjer aðeins 67%
rjett, mr. Noes. Þjer ættuð aðeins
að nefna tvo fyrstu möguleikana, því
að þeir einir eru til. Ekki sá Ju'iðji.
Við sátum við miðdegisborðið i
matsalnum á Fort Belvedere kon-
ungurinn og jeg. Frú Simpson og
frænka hennar, frú Bessie Merriman
frá Washington höfðu flutt sig inn
i dagstofuna til að drekka kaffið. Vio
drukkum kaffi og líkjör. Konungur-
inn reykti ameríkanska cigarettu,
sem jeg hafði boðið honum. Þetta
var um tveimur tímum eftir að hann
kom frá London.
Brytinn í rauðu klæðunum hafði
staðið i dyrunum að dagstofunni þar
sem jeg og frú Simpson sátum áður
og tilkynt: Hans Hátign! Konuiig-
urinn kom hraðstigur inn í stofuna,
hann leit hvorki til liægri nje vinstri
en gekk rakleitt til frú Simpson,
kysti á hendina og svaraði spurn-
ingu hennar um, hvort hann væri
ekki þreyttur eftir ferðina. Síðan
sneri hann sjer að frú Merriman,
sem var komin inn aftur, eftir að
hún hafði haft fataskifti undir borð-
haldið. Hann ávarpaði hana „Bessie
frænku“. Það gerir hann altaf.
Frú Simpson kynti mig mjög for-
málalaust fyrir konungi, sem var í
Háskötabúningi. .leg heilsaði þessum
vingjarnlega húsbónda, sem notar svo
oft Háskotaklæðnað í stað smokings,
Búningurinn, sem hann hafði farið
í í Buckingham Palace áður en hann
ók til Belvedere var fullkominn i
öllum greinum, jafnvel töskuna við
beltið vantaði; ekki.
— Það gleður mig að þjer gátuð
komið sagði hann og tók i hönd mjer.
— Vinkona mín, frú Simpson, liefir
auðvitað sagt mjer frá yður.
Síðan sneri hann sjer að frú Simp-
son og bað hana að afsaka, að hann
kæmi seinna en hún hefði búist við.
— Jeg tafðist svo lengi á Bucking
liam Palace, sagði hann. — Þetta
hefir verið óvenju erilsamur dagur.
— Ekkert að afsaka, sir, svaraði
hún. — Við höfum haft svo margt
að rabba um.
Frú Simpson gekk að lágu horði
til líægri við okkur. Þar stóð skál
með ís, og nokkrar flöskur.
— Má jeg hjóða cocktail, sir?
spurði hún.
— Nei, þökk, svaraði konungur.
— Jeg held ekki.
Við frú Simpson drukkum sinn
hvort; hún blandaði drykkinn á
ameríkanska suðurríkjavísu, bitter
sykurmola og mikið af whisky. Kon-
ungurinn sat og talaði meðan við
drukkum. Hann talaði fjörlega, um
alt milli himins og jarðar. Jeg man
að við töluðum um rjúpnaveiðar í
Skotla inji og konungúrinn sagðisl
vera gráðugur veiðimaðúr. Eftir á
finst mjer merkilegt að konungurinn
skyldi geta talað svona áhyggjuláúst
og um einskisvarðandi mál, hafandi
í huga Jiá yfirvofandi atburði, sein
gátu gjörbreytt lífsferli hans og
komið skjálfta í alt enska heimsveld-
ið. Því að síðar var J)að kunnugt, að
einmitt þennan dag hafði hann átt
inngt samtal við Baldwin um mögu-
leikana á giftingu til vinstri handar.
Sumstaðar var sú gifting talin niður-
læging fyrir frú Simpson, en það var
ekki rjett. Helst af öllu vildi konung-
ur giflast konunni sem hann elskaði,
en jafnframt gegna skyldum sínum
við þjóðina. En liann var eins vel
kunnur ensku stjórnarskipuninni og
hver annar, og öllum má vera l)að
Ijóst, að hann átti samtöíin við Bald-
win, um vinstri handar hjónabandið,
aðeins lil l)ess að slá því föstu, að
þetta hjónaband gæti ekki komið til
mála. Þetta sama kvöld var honum
einnig tilkynt, að biskupinn af Brad-
NOYES, blaðamann.
ford hefði hrópað lieróp, sem mundi
bergmála í flestum bloðum heiinsveld-
isins daginn eftir. Konunginn hlaut
að minsta kosti að gruna, livað hann
ætti í vændum. Og samt var hann
hinn besti gestgjafi um kvöldið.
kurteis og skemtinn — ánægður yl'ir
|)ví að vera kominn heim eftir alt
stritið, að J)ví er sjeð varð.
Phigar leiðindaj)agnir voru i við-
ræðunum, engin taugaspenningur eða
þankabrot, ekkert orð um J)að, sem
líklega hefir tekið hug hans fanginn
þetta kvöld. Enginn meðalmaður á
slíka stjórn á sjálfum sjer, að hann
geti verið skemtilegur húsbóndi eftir
l)að, sem borið hafði fyrir Edward
konung þann dag. Og þegar jeg eftir
íi veit, hvernig honuni hefir liðið
þetta kvöld, get jeg ekki skilið, hví-
líkt þrek liggur bak við ásetning hans
um það, að verja konuna, sem hann
elskar.
Samtal Okkar var rofið af brytan-
um, sem kom inn og tilkynti að mat-
urinn væri tilbúinn. Konungurinn
stóð upp og gelck með frú Simpson
við hlið sjer gegnum þvert anddyrið
og inn í matsalinn. Við frú Merriman
komum á eftir. Nú gengur samtalið í
aðra átt — verður alvarlegt. Gagn-
stætt því seni var við arininn er nú
farið að tala um mikilsvarðandi mál-
efni. Svona er það altaf þegar kon-
ungurinn og frú Simpson eru saman.
Nú var talað um ulanríkismál og lífið
í Englandi og Ameríku — konungur-
inn kallar Bandaríkin ávalt Ameríku.
Það var talað um hvernig frjettinni
um vináttu konungsins og frú Simp-
son hefði verið tekið þar.
— Jeg þekki göfugmensku og skiln-
ing Ameríkumanna, sagði konungur.
— Þessvegna get jeg ekki skilið þessa
afstöðu, sem blöðin þar taka til
Hjer birtist mynd af Játvaröi VIII. og er hann \aö koma frá gnðsþjón-
ustu. í fylgd með honum eru biskupinn af Cantaraborg og prófastur-
inn í Westminster. Er þetta síðasta myndin sem tekin er af þeim saman.
þcirrar konu, sem er vinur minn.
.Jeg endurtók fyrir honum það,
sem jeg hafði sagt við Wallis, að
það væru greinarnar sem borist
hefðu til Englands, og sagðist vera
þeirrar skoðunar, að 70% í minsta
lagi, sem skrifað hefði verið um mál-
ið væri vingjarnlegt í garð frú Simp-
son.
— Það gleður mig að heyra álit
yðar, sagði konungur. — Jeg dái alt
sem ameríkanskt er, og grunaði að
þetta væri eins og þjer segið, enda
þótt jeg hafi lieyrt ýmislegt misjafnl
uin ameríkanska blaðamenn.
Bessie frænka þagði meðan kon-
imgurinn var að tala. Frú Simpson
gaf altaf orð í belg. Frú Merriman
sagði aðeins örfá orð — hún vill
helst hlusta en ekki tala, þegar þau
ræoast við konungurinn og frú Simp-
son. Þegar frú Simpson vildi segja
eitthvað, sem þjónninn mátti ekki
heyra, talaði hún þýsku, og kon-
ungurinn svaraði á sama máli. Með-
an jeg sat þarna og hlustaði á, skildi
jeg live mikið var i þau bæði spunn-
ið — þessar tvær mest umtöluðu
persónur í heiminum. Jeg skildi þau
betur en þó jeg hefði lesið þúsundir
af orðum, sem skrifuð hefðu verið
uni þau. Jeg mun síðar lýsa þeim
nánar, þessum tveinnir, sem bæta
hvert annað svo vel upp, sem á
verður kosið.
YITTORIO MUSSOLINI
hefir nú loks fengið leyfi föður
síns til þess að lielga sig kvikmynd-
unum framvegis. f vetur verður hann
aðstoðarleikstjóri við ítalska flug-
mannakvikmynd en í vor ætlar hann
að gifta sig og fer að svo búnu til
Hollywoód og þar ætlar liann að
njóta góðs af kunnáttu Ameríku-
manna og læra. En að því búnu á
liann að taka við hárri stöðu við
kvikmyndgerð ílala. Vittorio er 22
ára og tók þátl í Etiopiustríðinu
sem flúgmaður.
í ungverska bænum Miskolk cr
leikhús, sem verið hefii' í miklum
fjárliagsvandræðum og meðal ann-
ars skuldaði það bænum allmikið fje.
Skuldaskifti þessi voru jöfnuð á þann
liátt, að leikhúsið borgaði skuldina
með 12.000 aðgöngumiðum, sem út-
býtt var meðal æskulýðsfjelaganna
i bænum.
----o----
Árið 1931 sögðu Bretar slitið stjórn-
málasambandi við svertingjalýðVeld-
ið Liberiu, og var ástæðan sú, að það
hafði sannast af skýrshi til Þjóð-
bandalagsins að Liberíumenn ræki
enn þrælaverslun í stórum stíl. Nú
kvað þrælaverslunin vera liætt, enda
hafa Bretar á ný sent erindreka til
Monrovia, sem er höfuðborg Liberiu.
------------------x----