Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1937, Blaðsíða 3

Fálkinn - 30.01.1937, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 Sigfús Einarsson tónskáid, sextugur VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa í Oslo: A n I o n S c h j ö t h's g a d e 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter.- Herbertsprent prentaði. Skraddaraþankar. „Fátt er svo með öllu iit, að ekki hoði nokkuð gott“. Kreppan hefir læst þjóðina járng'reipum undanfar- in sex ár og allir andvarpa og óska að henni linni. Og auðvitað linnir henni. I'að er ávalt flóð og fjara í hjóðlífinu eins og í sjónum. Hjer skal ekki fjölyrða um alt það liöl, sem kreppan hefir hakað þjóð- inni. Hún e.r í bondabeygju hæði lil sjós og sveila. En á liitt skal hent, að kreppan hefir verið sú neyð, sem „kendi naktri konu að spinna“, eftir að hún hafði sýnt að hún nen'ti ekki að spinna — kreppuiaust. Það er inniendi iðnaðurinn i lnndinu, sem sjerstaklega má teljast ávöxtur kreppunnar. Að vís'u var hann kominn á nokkurn rekspöl áð- ur en hún hófst, en kreppan hefir rekið duglega á eftir. Innlendum iðnfyrirtækjum hefir fjölgað meira en nokkru sinni fyr, á síðustu ár- um og mundi l)ó hafa gert betur, ef greiðara hefði verið um gjald- eyri til þess að kaupa inn i landið ýmsar vinnuvjelar. — En þess verða frömuðir ís- iensks iðnaðar að gæta, að þeir starfa ekki við eðlilegar kringum- stæður.Hihn nýi íslenski iðnaður lifir að mestu ieyti i skjóli inn- liutningshaftanna. Gæði hans eru misjöfn, en þó yfirleitt sæmileg og i sunnim greinum mjög góð. En verðið e,r háltt. Svo liátt, að með eðlilegri tollalöggjöf og frjálsri versl- un |)á getur margt af þessum iðn- aði ekki staðist samkepni. Hvernig fer þá um hinn unga ís- lenska iðnað, þegar eðlilegir tímar koma aftur? Verður hann látinn lifa áfram í skjóti verndartolla eða get- ur lianh staðið á eigin fótum? Verndartollarnir eru neyðarúrræði og dýrtíðarauki hverri þjóð og þeir koma framleiðstunni í óeðlilegan farveg. En íslendingar liafa ekki efni á, að láta aðrar þjóðir vinna fyrir sig það, slem þeir geta unnið eins ódýrt sjálfir. Eins ódýrt en ckki dýrara. Þess ber að vænta, að íslenski iðnaðurinn noti það skjól sem hann hefir nú, til þess, að búa svo í hag- inn fyrir sig, að hann standi brynj- aður til þess þegar hetri tímar koma, að starfa og standast í frjálsri samkepni við úttenda vöru. Þá fyrst kemur hann að gagni. Og ef að yfirs'tancjandi kreppuár verða lit þess, að skapa i land'inu iðnað, sem getur staðið á eigin fót- um hjálparlaust i framtiðinni, þá má me'ið sanni segja, að kreppan hafi átt erindi í landið. Því að þá hefir luin ekki verið til bölvunar, heldur verið strangur lærimeistari. í dag, laugard. 30. jan., er Sig- fús Einarsson tónskáld og dóm- kirkjuorgaiileikari 00 ára. — Hann hefir nú um 20 ára skeið verið ein helsta máttarstoðin undir hinn'i ungu og uppvaxandi tónlistanient vor Is- tendinga og enda borið til þess ó- venju fjölhæfar gáfur og góða ment- im. Sigfús varð stúdent 1898 um leið og ýmsir aðrir þjóðkunnir menn, svo sem Aiú Arnalds bæjarf., Bjarni •lónsson f. bankastj., Einar Jónasson f. sýslum., Halld. Hermannss. próf. Jón Hj. Sigurðsson próf., Matth. Einarsson læknir, Matth. Þórðarson þjóðminjav., Vatd. Steffensen lækn- ir, Þorkell Þorkelsson veðurstofustj., Þorsl. Björnsson frá Bæ og Þorv. Pátsson tæknir, svo að þeir sjeu tald- ir sem á lífi eru. Sigfús byrjaði lögfræðinám í Kaupmaxinahöfn, en sneri sjer síðan að söngnámi og tón- listariðkunum. Stjórnaði hann söng- fjelögum isl. stúdenta og iðnaðar- manna, og söng liið fyrnefnda nokkr- um sinnum opinberlega í Khöfn við ágætan orðstír, er stuðlaði mjög að þvi ;ið hæta átit manna á íslend- ingum, sem elcki var altaf upp á hið besta. — Eftir að Sigfús var fluttur hingað lieim árið 1906 með konu sinni, frú Valborgu, stunduðu þau hjón bæði kenslu í söng og hljóð- færaslætti, og Var tónlistalífi bæjar- ins að þvi hínn mesti fengur. í harnaskólanum og Kvennaskólanum kendi Sigfús. söng í nokkur ár, en lengst hefir hann starfað við Kenn- araskólann (28 ár) og Mentaskól- ann (24 ár) og nú er hann kominn á 25 starfsár sitl sem organleikari við Dómkirkjuna. Hafði hann og samhliða því starfi alllengi tilsögn organleikara við kirkjur úti um land. Véturinn 11)19—20 dvaldi hann í Þýskalandi við tóntistaiðkanir og nám. Lengst af liefir Sigfús haft á hendi söngstjórn í ýmsum fjelögum. Þann- ig sitjórnaði hann karlakórnum „17. júni“ frá 1908 tit 1919. Hljómsveit Iteykjavíkur stofnaði liann 1926 og stjói’naði henni á 8. ár. Stuðlaði þetta mjög að því að ryðja braut liugmyndinni um þörf á sýmfóníu- lóhsvéif óg fófilistasköla. Vorið 1929 fór hann með 50 manna blandaðan söngflokk til þátttöku í „Nordisk Sangfest" i Kaupmannahöfn og hlauL af því mikinn heiðúr. Nú stjórnar Sigfús blandaða söngflokknum .Heimi' sem orðinn er hinn æfðasti af sams- konar flokkum, er hjer hafa starfað. Það er alkunnugt um Sigf. Ein- arsson að hann er prýðilega ritfær og orðhagur. Um þetta ber m. a vott Söngfræði hans, Söngkenslubók og Hljómfræði. Á árunum 1923—25 gaf hann út söngmálablaðið „Heirni", og svo var hann um skeið tónlista- dómari hjá „Morgunblaðinu", og niun fáum hafa þótl fýsilegt að reyna að linekkja dómum hans. En það sem lengst mun lialda uppi minningu Sigfúsar munu verða hin fiumsömdu sönglög hans og radd- setningar, er í lieild sinni lýsa bæði hugkvæmd, smekkvísi og vandvirkni. Skömmu eftir aldamótin gaf hann út í Ktiöfn 12 frumsamin karlakórslög og litlu síðar 4 einsöngslög (Gigjan o. fl.) með klaverundirteik. Hjer lieima hefir hann gefið út „Hörpu- liljóma", karlakórslög frumsamin og raddsett, Alþýðulög 1.—III. radds. þjóðlög og frumsamin tög, 22 vísna- lög fi umsamin, íslensk þjóðlög sung- in á norræna söngmótinu í Khöfn og Messusöngva. Þá hefir hann gefið út Sálmasöngshókina þrisvar, nú sið- ast með Páli ísólfssyni, og loks átti hann verðmætari þáttinn í útgáfu íslensks söngvasafns með mjer, sem þetta rita. Gat jeg ekki hugsað mjer ákjósanlegri samverkamann við þá útgáfu. — Nokkur einstök lög hafa komið út eftir Sigfús, svo sem „I>of- gjörð“, lagið ísland í „Sangen í Nor- den“ o. fl. Svo mun liann eiga ýms lög óprentuð, svo sem 5 lög f. fiðlu og klaver, lag við aldamótaljóð H. Hafsteins, Konungskantötu 1927 o. fl. Á siðustu 50 árum höfum við ís- lendingar eignast ekki svo litið af sönglögum og þeim mörgum góðum. En af slíkri framleiðslu gengur altaf töluvert úr sjer og gleymist. En jeg er ilta svikinn ef allur fjöldinn af lögum Sigfúsar verður ekki í flokki hinna lífseigustu. Hið frumsamda lagasafn lians er ekki stórt að töluiini til. en þar er hvert lag vandað að gerð og búningi, svo að þótt sum kunni að liggja niðri um hríð, þá eru líkindi tit að þau rísi upp aftur. Það er kunnugt, að heimili þeirra Sigfúsar og frú Valhorgar var um skeið sannkölluð miðstöð fyrir út- breiðslu tónlistar, því að frúin hjelt lika uppi kenslu í söng og klaverleik. Og hæði hörn sin, Einar og Elsu settu þau til tónlistanáms með þeim óvenju góða árangri, að þau hafa nú Þánn 27. þ. m. átti Kvenrjettinda- fjelag íslands 30 ára afmæli, og hjelt það afmælið hátíðlegt með sam- kvæmi i Oddfjelagahöllinni. Kvenrjettindahreyfingin er upp runnin í Ameríku skömmu fyrir sið- Frú fíríet fíjarnhjeðinsdóttir. ustu aldamót, en hingað til Evrópn harst hún á fyrstu árum aldarinnar. Árið 1906 var liatdin kýénnafundur um þessi mál í Kaupmannahöfn, og sendu íslenskar konur þangað full- trúa, frú Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Eftir heimkomu hennar var Kven- í'jettindafjelag íslands stofnað i Reykjavíli, 1907 og var-frú Bríet for- maður þess, en með henni voru í stjórn fjelagsins frú Sigríður Jens- son, frú Guðrún Pjetursdóttir, frk. Laufey Vilhjálmsdóttir og frk. Sig- ríður Björnsdóttir. Brátt færðist hreyfingin i aukana, og voru slofn- aðar fjelagsdeildir úti um land sum- arið 1908, á ísafirði, Btönduósi, Sauðárkróki, Akureyri og Seyðis- firði, og vann frú Bríel mest að stofnun þessarra deilda. Fjelagið tók þegar að berjast fyrir ymsum rjettindamátum kvenna. Á alþingi 1911 voru sett lög um jafn- rjétti kvenna tit æðra skólanáms, embætta, launa og styrkveitinga til jafns við karlmenn. En á aukaþing- inu 1914 voru samþykt lögin um kosningarrjett kvenna til alþingis, en tögin hlutu ekki konungsstaðfest- ingu fyrr en 19. júni 1915, og liafa hæði náð fram i fremstu röð og lilotið sjerstaka viðurkenningu tiæði erlendis og hjer heima, Einar sem fiðluleikari og Elsa sem söngkona, svo sem öllum er kunnugl. Mun öll þjóðin einhuga um, að senda Sjgfúsi Einarssyni og allri tón- listafjölskyldunni í dag þakklæti sitt og hlýjustu hamingjuóskir. konur minst þessa dags árlega siðan. t>ess má geta, að samskonar lög voru staðfest í Danmörku aðeins hálfum mánuði áður, og hefðu íslenzkar konur því orðið fyrri til að hljóta þessi í’jettindi, ef konungsstaðfest- ingar hefði verið leitað á lögunum þegar er þau liöfðu verið samþykt á alþingi, Eftir að kosningarjetturinn hafði verið lögféstur, beittu konur sjer fyrir ýmsum umbótum, að þvi er snerti hjúskaparlöggjöf, rjetl óskil- getinna barna o. fl. En á seinni ár- um hefir starfsemi Kvenrjettindafje- lagsins snúist helst um það, að fylgj- ást sem hest með framkvæmd ým- issa laga, er við koma hagsnmnum Frk. Laufey Valdimarsdóttir. kvenna sjerstaklega og hera fram röksluddar umbótatillöögur, ef þörf krefur. Frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttir var um langan aldur lifið og sálin í fje- laginu og hefir helgað rjettindamál- um íslenskra kvenna mikið og óeigin- gjarnl starf. Stjórn Kvenrjettindafjelagsins skipa nú: Bríet Bjarnlijeðinsdóttir, heiðursformaður. Laufey Valdimars- dóttir, formaður. Aðalbjörg Sigurðar- dóttir, varaformaður. Lovísa Fjeld- sted, Sigríður Jónsdóttir, ritari. Sigurbjörg Jóhannsdóttir. H. .1. r KuenrjEttindaíjelag Islands 30 ára.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.