Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1937, Blaðsíða 11

Fálkinn - 20.02.1937, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 YNCS/m LE/SNbllRMIR Pjetnr og Pðll og skrílni hnllurinn. — Æfintýri. Kóngsdóttirin i rikinu átti hund. Það hafa margar kongsdætur gert, en annar eins hundur og þessi var ekki til þó leitað væri í sjö konungs- ríkjum. Hann gat staðið á afturlöpp- tinum og sagt manni hvaða dagur var í dag. Hann fór svo að því. Kóngsdóttirinn spurSi: „HvaSa dagur er i dag, Peik‘?“ Og hundurinn svar- aði með því aS gelta einu sinni ef það var mánudagur, tvisvar ef það var þriSjudagur og svo áfram alla vikuna og sjö sinnum gelti hann fyr- ir sunnudaginn og þá veifaSi hann líka framlöppinni. Jú, þaS var nú liundur í lagi! Hann gat faliS sig svo vel, aS enginn gat fundiS hann, en ef kóngsdóttirin reyndi aS fela sig þá fann hann hana altaf. Einn góSan veSurdag var hundur- inn týndur. Fyrst hjelt kóngsdóttir- in. aS hann liefði falið sig að gamm sínu, en hundurinn kom ekki aftur og hún varð alveg óhuggandi, vesl- ings telpan. Þettti var liesti leikbróðir hennar og þessvegna fór hún til kóngsins. og sagði honum, að hún myndi fleygja sjer í sjóinn ef hundurinn fyndist ekki. Kongurinn varð hræddur, því að hann hjelt að lienni væri þetta alvara. Þessvegna ljet hann auglýso við allar kirkjur í konungsríkinu, að hver sá sem gæti komið meS hund- inn óskaddan til baka, skyldi fá hundrað rikisdali í verðlaun og svo eina ósk uppfylta, ef konungurim. gæti uppfylt hana. Og nú k,om fólk i hópum heim í konungsliöllina. ÞaS var ekki svo mikið vegna hundrað dalanna eins og vegna óskarinnar, því að margir áttu sjer ósk, sem þeir vildu gjarnan láta rætast. En enginn kom með rjettan hund. Tveir bræður áttu heima langt norður í ldíð. Þeir voru tvíburar og óaðskiljanlegir. Tviburarnir fréttu eins og aðrir um hundshvarfið og kongsdótturina og undir eins báðu þeir foreldra sína um leyfi til að leggja upp i leit að hundinum. Foreldrar þeirra voru fátæk og áttu bágt með að búa þá út í ferðaiagið. En þau áttu þó gamlan liatt og tóma skreppu. Drengirnir þökkuðu fyrir og kvöddu. Pjetur tók skreppuna og Páll hattinn — þeir hjetu nefnilega Pjetur og Páll — og svo skáru þeir sjer sinn stafinn hvor úr lurkum og þrömmuSu af stað. Til þess að komast i kongsgarð urðu þeir að fara yfir ofurhátt fjall. Þeir lögSu á fjalliS, karskir i huga, en þeir vissu ekki hvað beið þeirra þar, því þegar þeir voru komnir upp á háfjallið dembdi yfir þá þoku og myrkri í einu vetfangi. En rjett áður hafði Pjetur sjeð stóran klett ogþang- að bröltu þeir. Þeir fundu stóran og þurran skúta undir klettinum. Þeir komu sjer fyrir þarna, borðuðu af nesti sinu og ætluðu að fara að sofa. En þá tók Pjetur eftir, að eitthvað glóði eins og maurildi á hellisgólf- inu, og þegar liann gætir betur að, þá var þetta gamli hatturinn. Hann tók hann upp og þeir settust í gang- inn báðir og fóru að skoða hann. Alt i einu fór eitthvað að lireyfast inn- an i kollinum á hattinum og nú sáu þeir þar mynd af fallegum bæ og ljómandi geðslegri stúlku, sem dans- aði og var að leika sjer að ofurlitl- um hundi. Hann stóð á afturlöppun- um og þeir sáu að hann gelti, en ekki gátu þeir heyrt neitt heldur bara sjeð. Svo hvarf myndin og nú sáu þeir aðeins liurð með stórum smíðajárnslömum og stórum lás hinu- megin. Svo rak hver myndin aðra. fyrst bærinn, svo hundurinn og stúlk- an og svo hurðin. Þeir liorfðu í liatt- inn hvað eftir annaS en loksins voru þeir orðnir svo þreyttir, að þeir ultu útaf í sandinn og sofnuðu. Og þeir sváfu fram á bjartan daginn. Eftir að þeir höfðu snætt af nesti sinu lögðu þeir af slað í besta veðri, og þegar skuggana tók að lengja upp úr nóninu voru þeir komnir fram á fjallsbrúnina hinu megin. Þaðan sáu þeir yfir breiðan og frjósaman dal og það fyrsta sem þeir tóku eftir var sami bærinn, sem þeir höfðu sjeð mynd af i hattinum.. Þá skyldu þeir að þetta hlaut að vera kónsgarðurinn og að hundurinn sem þeir höfðu sjeð hlaut að vera týndi hundurinn. En hvað stóra og sterklega hurðin átli að tákna, það var gáta sem þeir gátu ekki ráðið. En þegar þeir ætluðu að halda áfram göngunni eftir biðina, bar nokkuð skrítið við. Pjetur, sem var með skreppuna á bakinu, fann að hún dró liann í aðra átt en hann vildi sjálfur fara. Hann sagði við Pál: „Við verSum vísl að fara þessa leiðina, Páll, því að skreppan vill það endilega, hún togar og togar“. „Mjer stendur á sama hvora leið- ina jeg fer, bara ef við getum orðið samferða", sagði Páll. Þegar þeir böfðu klifrað niður snarbratta fjalls- hliðina komu þeir inn í stóran skóg og þar stóð kofi. „Hjerna verðum við að konia inn“, sagði Páll, „því að skreppan er að berja í bakið á mjer“. Þar inni fundu þeir bæði rúm og eldivið, svo aS þeir gátu látið sjer liða vel. Þegar þeir ætluðu að fara að leggjast fyrir tók Páll skreppuna, hann ætlaði að hengja hana upp á uglu.En í sama bili lieyrSust greini- lega fjögur gelt innan úr skreppunni. , Fjögur gelt og í dag er fimtudagur, jeg er viss um, að við finnum liund- inn, Pjetur!“ Daginn eftir þrömmuðu þeir heim i kongsgarð og báðu um vist. ójú, eitthvaS mundu þeir geta fengiS að gera, en þeir yrðu að liggja uppi á lofti, því að allstaðar var fult annars- staðar. Það vildu þeir gjarnan og svo bröltu þeir upp rimlastigann til þess að finna bólin sín. Þá fann Pjetur að skreppan togaði i hann og Pál klæjaði undan hattinum, sem alt i einu var orðinn svo þröngur. Þeir l'óru þangað sem skreppan vildi og ekki leið á löngu þangað til þeir stóðu við stóru liurðina, sem þeir könnuð- usl við úr hattinum og báðir litu þeir ofan i hann og þar sáu þeir, að hundurinn lá hinumegin við hurSina, en liann var orðinn svo ljemagna af sulti, að hann gat sig hvergi hreyft. Strákarnir tóku báðir til fótanna Páll æpti og Pjetur veifaði. „Við höfum fundið hundinn, flýtið þið ykkur að koma áður en hann sálast!" Nú varð uppþot og óðagot, eins og þið getið nærri, hirðmeyjarn- ar og kammerherrarnir rákust á í fátinu og duttu hvert um annað og gögguðu eins og hænur. En kongs- dóttirin var sú eina sem ekki tapaði sjer. Hún tók tviburana sinn i hvora hönd og sagði: „Komið þið með mjer og flýtið ykkur, drengir!" Og svo hlupu þau upp stigann eins og kólfi væri skot- ið, þau fyrst og öil hirðin á eftir og þau hlupu svo fljótt að kongurinn gekk upp og niður og bljes og drotn- ingin másaði, því að þau voru of feit itl þess að hlaupa upp bratta stiga. „Hjerna er það“, sögðu tvíburarnir og bentu á hurðina með stóra lásn- um, „flýttu þjer að opna kongsdótt- ir!“ En enginn gat fundið lykilinn. Þá leit Pjetur á Pál og Páll á Pjetur. „Einn, tveir, þrír!“ sögðu þeir og hentu skreppunni og hattinum á dyrn ar, svo það small i. Og upp hrökk hurðin og kongsdóttirin faðmaði liundinn sinn og grjet af gleði og alt var i sóma. Páll tók upp hattinn og gægðist i kollinn á honum. Þá sá hann mann, sem skalf og hristist af hræðslu. „Þarna er sökudólgurinn!“ hróp- aði liann og henti á einn þjóninn sem náfölnaði, þegar hann sá að ó- dæðið liafði komist upp um hann. I>essi þjónn var vondur rnaður, sem öfundaði hundinn af því að það var farið svo vel með hann og af þvi að hann fjekk altaf að vera hjá kongs- dótturinni. Og undir eins hrömsuðu varðmennirnir hann og fóru með hann beint i dýblissuna. Kongurinn sagði: „Hjerna eru lnindrað dalir handa livorum ykkar. Þið fáið hundrað dali livor, úr því að þið voruð tveir. En svo verðiö þið nú að bera fram óskir ykkar, því að jeg er ekki svo lítilfjör- legur kongur, að jeg gefi ykkur ekki eina ósk hvorum, úr því að jeg gaf ykkur hundrað d,ali hvorum“. Þetta var nú erfiðara málið. Loks sagði Páll: „Jeg held jeg verði að óska mjer að eignast nýjan hverfistein; Pjetur, þú manst hvað sá gamli er orðinn slit- inn!“ Og þá kþikaði Pjetur kolli og sagði: „Það er alveg satt, Páll. En ef að þú óskar þjer hverfisteins þá ætla jeg að óska mjer að eignast nýja sveif, því að gamla sveifin er orðin mesta ræksni!“ Konungur gat ekki að sjer gert að brosa, er hann heyrði hve drengirn- ir voru lítilþægir. Og svo lítið bar á laumaði hann lumdrað dölum í við- bót í poka drengjanna. Þegar Pjetur og Páll höfðu livílt sig nokkra daga og lifað í besta yfir- læti í kongsgarðinum, lögðu þeir af slað heim til sín aftur. Kongsdóttirin kysti þá báða á kinnina að skiln- aði og þakkaði þeim ósköp vel fyrir konuina. Peik stóð á afturlöppunum og veifaði framlöppunum að skiln- aði og gelti mikið og kongurinn og drotningin og «11 hirðin stóð úti á hlaði og kvaddi þá innilega. Og ekki vantaði að þeir hefðu fritt fylgdarlið heim til sín. Fjórir liirð- þjónar í rauðum frökkum báru liverfi steininn á milli sín og sá fimti hjelt á sveifinni. Kongurinn vildi hafa það svöna, og kónginum verður maður að hlýða. Það eru landslög. JAPANAR VERÐA AÐ BERJA Á ENGLENDINGUM. Framh. af bls. 5. sín taka, að kosti vfirgang gagnvart öðrum. Siðferðislegar umþenkingar, sem ef til vill mundu aftra sum- um, er ofur Jiægt að kveða í kúl- inn. •Vandinn er ekki annar en sá, að minnast þess, að „þjóðin mín“ er miklu meiri og betri en aðrar þjóðir, og þessvegna gilda ekki sömu reglttr sjálfa hana og aðrar. Hin sögulega skýring á slíkum röksemdum er mismunandi, eftir því livaða þjóð á í hlut, en úrslitin verða ávalt þau sömu. Það er eðlilegt að flestir Ev- rópubúar þekki minna til Jap- ana en til Þjóðverja og ítala. En þó er það hugsanlegt, að hin- ar heimspólitísku afleiðingar þess, sem nú er i bígerð í Aust- urlöndum verði eins afdrifa- ríkar fyrir oss og aðgerðir Þjóð- verja og Itala. Hjer í álfunni stendur þjóð gegn þjóð. En auslur þar er stærsta og fólks- flesta álfa hnattarins að losa sig undan viðskiftayfirráðum Evrópu og ætlar að taka þau sjálf. Það er þessi geigvænlega feiknamynd, sem er baktjald þess sem nú er að gerast í Jap- an. Það sem merkilegast er um Ja]tana og sem Evrópumönnum gengur svo illa að skilja, að samtímis því sem þeir hafa lært nýjustu tækni Evrópumanna — sjerstaklega í hernaði þá liafa þeir varðveitt riddarahugann frá miðöldunum. Hvers má ekki vænta af slíkum ofbeldis-víking- um, sem búnir eru bestu morð- vopnum vorra daga? I Ja]ian berjast tveir flokkar um völdin og rjettinn til að á- kveða stjórnarstefnu þjóðarinn- ar út á við. Annar flokkurinn á einkum fulltrúa í hinum svo- nefnda genro — sem er áhrifa- mikið ráð gamalla og mikils- metinna embættismanna. Þess- um flokki er ljóst, að Japanar þurfa meira svigrúm, en vill fara að öllu með gætni og um- fram all ekki styggja Breta. Hinn flokkurinn á einkum á- liangendur innan iiers og' flota og lítur með örvæntingu og fyr- irlitningu á varfærni og tregðu gömlu mannanna. .Tapanar verða að berjast áfram stig af stigi, segja þeir. Og þessi stig' mega ckki vera of smá. Fyrsta stigið er að leggja undir sig Kína og skipuleggja allar miljónirnar, sem þetta auðuga land á af mannfólki. Og síðan skal haldið af slað með þessar miljónir lil þess að leggja undir sig heiminn. Þetla eru svo gífurlegar luig- sjónir, að maður skyldi ælla, að þær væru runnar frá vifirr- ingum. En ef betur er að gáð má sjá, að undir þær renna stoð- ir sögulegrar reynslu. IIef• i As- ia ekki fyrrum sent vestur sig- urvegara, svo sem Attila. Djen- gis-Kan og Tamerlan? Og livað var það, sem gerði þessum mönnum ókleift aðleggja nndir sig allan heiminn? Það voru fjarlægðirnar! Það var blátt á- fram ógerningur að komast frá Kyrrahafi vestur til Atlanlsliafs með hraða landvinningahers — æfi eins manns var ekki nógu löng til þess. Tamerlan eða Timurlenk, sem hann var líka kallaður gaf einföldustu skýr- Framh. á l>ls. 111.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.