Fálkinn - 06.03.1937, Blaðsíða 4
HVER KYNDIR SÓLINA?
AF HVERJUM FERMETER Á YFIRBORÐI SÓLARINN-
AR GEISLAR JAFNMIKIL ORKA OG ÞARF TIL AÐ
KNÝJA ÁFRAM SJÖTÍU TOGARA. SÖLIN ER SVO
LANGT FRÁ JÖRÐUNNI, AÐ FLUGVJEL MEÐ 320
KÍLÓMETRA HRAÐA VÆRI 53 ÁR Á LEIÐINNI, ÞÓ
AÐ HÚN FLÝGI DAG OG NÓTT, EN SAMT VIÐHELD-
UR SÓLIN ÖLLU LÍFI Á JÖRÐINNI — í ÞESSARI
ÓRAFJARLÆGÐ. EN HVAÐAN FÆR SÓLIN ORKU
SÍNA? OG GENGUR HÚN EKKI TIL ÞURÐAR? .
í sögunni um Tliule þótti það
víst einna merkilegast, að þar
liyrfi ekki sól af lofti um næt-
ur á nokkrum tíma ársins.
Hversu merkileg þessi uppgötv-
un hefir þótt þegar hún var
gerð, má marka af því, að það
er tiltölulega stutt síðan að
sænskur konungur gerði vís-
indamenn út í leiðangur til
Lapplands til þess að komast
fyrir „hvort nokkur sannindi
værn í hinni ótrúlegu staðhæf-
ingu, að sólin sæist þar alla
nóttina, að sumrinu lil“. Þetta
gerðist fyrir 250 árum og kon-
ungurinn var Karl XI. Var þá
furða, þó að Pythiasi frá Mas-
silíu fyndist það undarlegt,
meira en þremur öldum fyrir
Kristsburð, að uppgötva land,
þar sem sólin hvarf ekki af
himni um nætur?
En nú er öldin önnur. Nú
veit livert barnið þetta og eins
bvernig á því stendur. Og nú
vita menn um stærð sólarinnar,
um efnið sem í henni er og
geta eigi aðeins mælt þyngd
hennar beldur og útgeislun
hennar. Stjörnufræðingarnir
láta sjer ekki nægja sólina okk-
ar, þeir leita lengra og vega og
mæla aðrar sólir, í svo mikilli
órafjarlægð, að leiðin milli okk-
ar og sólarinnar er ekki nema
steinsnai hjá því. Sólir sem eru
inargfalt stærri og sterkari en
okkar sól, fastastjörnurnar svo-
nefndu.
En — hver er sjálfum sjer
næstur, og vitanlega varðar
okkur mest um þá sólina, sem
tilvera okkar byggist á. Þess-
vegna hefir hún verið rannsök-
uð betur en aðrar, og þeim
rannsóknum hefir fleygt mjög
áfram á síðustu tímum. En
enginn hefur getað ráðið gát-
una: „Hver kyndir sólina?
Hvernig stendur á því að sólin
brennur ekki út?“ fyr en nú á
síðustu árum eftir að kenning-
arnar um klofningu frumeind-
anna kom til sögunnar. Visinda-
mennirnir hafa öldum saman
aeilt um þá gátu og glímt tim
bana, en eins og stendur fallast
flestir á, að orka sólarinnar
komi fram við klofninga frum-
eindanna og breytingu eins
frumefnis í annað. Mönnum hef
ir tekist að sanna, að frum-
eindirnar geta klofnað í nýj-
ar eindi'’, og að samfara þessari
klofningu myndast geysileg
orka 1 litlum krítarmola eru
þúsundir hestafla af bundinni
orku.
Fyrrum hjeldu menn, að út-
geislun sólarinnar stafaði aí'
venjulegri brenslu, eins og þeg-
ar kolum er brent í ofni. En nú
bafa allir fallið frá því. Setj-
um svo, að sólin væri eirn slór
kolamoli, sem væri að bienna,
Ef svo væri, mundu ekki líða
nema tíu þúsund ár, þangað iil
hann væri brunnin ti! ösku. En
nú vitum við, að sólin hefir
,,logað“ í miljónir ára. Við get-
um sannað það, með leifum
þeim af dýrum og jurtum, sem
á jörðinni eru, og ekki gátu lif-
að bjer án sólarinnar. Og þörf
þessara dýra og jurta fyrir sól-
arljós hefir verið svo lík þörf
þeirra, sem nú eru á jörðinni,
að álíta má, að geislun sólar-
innar liafi verið mjög lík og nú,
Þó að miljónir ára hafi liðið á
milli. Þessi staðreynd, að sólin
skyldi standa í stað, eða því
sem næst, var lengi óviðráðan-
leg gáta. En eins og áður er
sagt hafa vísindi nútimans gef-
ið svarið.
En áður en nánar er vikið að
því, er rjett að líta ofurlítið á
sólina sjálfa. En þá þarf maður
að setja upp gleraugu, ekki lil
þess að sjá sólina lieldur til
þess að geta borft á liana. Þeg-
ar fólk er að rýna i sólina, t. d.
við sólmyrkva, notar það venju-
lega reyklitað gler. En gler
stjörnufræðinganna eru miklu
inargbrotnari. Með þeiin er eigi
aðeins liægt að mæla fjarlægð
sólarinnar frá jörðu, og hreyf-
ingar hennar, heldur einnig að
finna bvaða efni eru í sólinni
og Iivað jiað er sem glóir. Það
hefir tekist að finna hitastig
sólarinnar og live mikil orka
streymir l'rá hverjum fermetra á
yfirborði hennar. En við jiær
athuganir koma fram svo háar
tölur, að ómögulegt er að gera
sjer grein fyrir gildi þeirra
nema með dæmum úr daglega
lífinu.
Við skulum fyrst reyna að
gera okkur skiljanlegt bve stór
sólin er og live langt er jiangað
frá okkur hjer í „forsælunni“.
Það er siður að spyrja að því i
gamni, hvort stærra sýnist sól-
in eða tunglið. Sá sem sjeð hef-
ir almyrkva á sólu veit, að
tunglið liylur sólina, svo að eklci
sjest af benni nema geislabaug-
urinn. Þau sýnast m. ö. o. um
það bil jafnstór. En sólin er svo
óumræðilega miklu lengra í
burtu.
Við getum gert okkur nokkra
hugmynd uiri fjarlægðina milli
jarðarinnar með jiví að liugsa
okkur, að flugvjel með 320 km.
hraða á klukkustund, gæti flog-
ið þangað. Með látlausu áfram-
baldi, dag og nótt yrði flugvjel-
in 53 ár á leiðinni. Með sama
liraða gæti liún flogið kringum
jörðina á 5 sólarhringum. En ef
vjelin ætlaði að fljúga kringum
sólina yrði hún hálfl annað ár
á leiðinni, ef hún springi jiá
ekki af hitja. — Líka má taka
annað dæmi: Fjarlægð jarðar-
innar frá tunglinu eru nálægt
50 jjvermál liennar, nt. ö. o. ef
fimtíu jörðum væri raðað í
beina röð í áttina til tunglsins,
eins og krónupeningum, Jiá
mundi sá síðasti snerta tunglið.
En setjum nú svo, .að maður
gæti borað jörðinni inn í mið-
depil sólarinnar, og selli tungl-
ið í venjulega fjarlægð frá jörð-
inni, Jiá væri enn eins langt frá
tunglinu út að yfirborði sólar-
innar eins og fjarlægðin er frá
tunglinu inn að miðbiki sólar-
innar, jiar sem jörðin væri. Fjar
lægðin milli miðdepils sólar-
innar og yfirborðs liennar er j)á
nálægt jiví hundraðfall jiver-
mál jarðarinnar.
Allir vita, að sólargeislarnir
geta verið nokkuð sterkir hjer
á jörðinni, og jieir sem fá sjer
sólbað fá að kenna á jiví. Styrk-
leiki sólargeislanna er mældur
í „normalkertum" og sólarljós-
ið er talið 10.000 normalkerti.
Það er að segja, að sólin lýsir
jafnvel, eins og' 100 hundrað-
kerla rafmagnsperur í eins feta
fjarlægð. Nú höfum við reynt,
að aðeins einn 100-kerta lampi
er of sterkur til að lesa við, í
venjulegri fjarlægð, ef Ijósið frá
lionum fellur beint á bókina. En
lnmdrað slíka lampa jiarf til
jiess að vega á móti sólarbirt-
unni jiegar liún er sterkust. En
nú verður að atliuga, að jiessi
birta kemur úr 150 milj. kílóm.
fjarlægð, og þessvegna má á-
ætla, að bún jafngildi 2500
miljón miljón miljón miljón
normalt kertum á yfirborði sól-
arinnar, áður en bún fer að
dreifast. Vilji maður skrifa
jiessa tölu skrifar maður 25
með tuttugu og sex núllum fyr-
ir aftan og jiað er kallað 2500
kvaðriljónir.
Það er líka gott að nota tungl-
ið lil samanburðar Jiegar maður
vill gera sjer grein fyrir styrk-
leika sólarljóssins. Það mundi
þurfa nærfelt liálfa miljón fullra
tungla til þess að gefa sömu
birlu og sólarinnar. Ef maður
raðaði tunglunum á festinguna
blið við hhð, eins og peningum
á borð mundu ekki komast fyr-
ir nema um 80.000 tungl. Svo
að sólin lýsir sex sinnum sterk-
ar, en himinn alseltur fullum
lunglum.
Það segir sig sjálft, að svona
ljósgjafi, eins og sólin er, hlýt-
ur að vera nokkuð heitur. Það
er lalið, að yfirborð sólarinnar
sje um 6000 stiga heitt, en Jietta
eru ekki nema smámunir á
Jieim hita, sem samkvæmt lög-
máli eðlisfræðinnar hlýtur’ að
vera inni í sólinni. Sólin er
330.000 sinnum stærri en jörðin
og þessvegna blýtur Jirýstingur-
inn við miðbik sólarinnar að
vera gífurlegur. Eðlisfræðing-
arnir hafa komið fram með ým-
Orkan ev heilsa, og sólin er heilsugjafi mannkynsins, eins og hún er
orkugjafi j>ess. Sólin er svo heit, að hún getur brent gat á hörund
jjessara jjriggja stúlkna í 150 miljón kílómetra fjarlœgð, svo að J)œr eru
í cellofanskýlum, til j)ess að draga i'ir hitanum. Iívernig skyldi sólin
J)á vera viðkomu?