Fálkinn - 06.03.1937, Blaðsíða 3
F Á L K I N N
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested.
Aðalskrifstofa:
Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210.
Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6.
Skrifstofa í Oslo:
Anton Schjöthsgade 14.
Blaðið kemur út hvern laugardag.
Vskriftarverð er kr. 1.50 á mánuði;
kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftanir greiðist fyrirfram.
1 uglýsingaverð: 20 aura millimeter.
Herbertsprent prentaði.
Skraddaraþaikar.
Fyrir þrjátíu árum var hljómlista-
ínent íslendinga ekki lengra komin
en svo, að einstaka „fín“ stúlka kunni
sæmilega að leika á píanó, en snögg-
soðnir organistar fálmuðu einhvers-
staðar nálægt sálmalaginu i meiri
hlutanum af kirkjum landsins. Og svo
söng fólk með sínu nefi en sumir
spiluðú á harmoniku. Fiðlan þektist
varla og því síður önnur strokhljó-
færi. En Iúðrablástur lieyrðist við
hátíðleg tækifæri í höfuðstaðnum.
En þetta liefir mikið breyst á síð-
:ista mannsaldri. Nú á Reykjavik vis-
ir til orkesturs og ýmsa góða ein-
leikara, og í nokkur ár hefir tón-
listarskóli starfað í Reykjavík og
orðið stórkostlega vel ágengt. Það
er i rauninni mesti músikviðburður
ársins, að lilusta á nemendahljóm-
leika tónlistarskólans, þvi að þar
eru jafnan einhver efni, sem skera
fram úr. Og það er gleðilegt að vita
til þess, að þetta unga fólk skuli
hafa haft tækifæri til þess, að ná
þeim listþroska hjer, án þess að
þurfa að fara til útlanda.í Kennar-
arnir eru að vísu útlendir, sumir
hverjir, en það gerir minna til, tón-
listin er alþjóðlegust allra lista
hvort sem er.
En þrátt fyrir það mikla starf,
sem liggur eftir frömuði þessa máls,
lilýtur starfsemin altaf að standa
höllum fæti, vegna læss hve landið
er fjarri alþjóðavegi. Það er of mikl-
um kostnaði bundið að fá hingað
frægar hljómsveitir til að hlusta á
og jafnvel einleikarar og einsöngvar-
ar eiga á hættu, að fara úr íslands-
heimsókn fátækari en þeir komu. Þar
ræður óþroskaður almenningssmekk-
ur, sem kýs fremur harmonikuna og
slaghörþuna.
í stærri bæjum erlendis en Reykja-
vík er, hafa einstaklingar orðið til
þess að hjálpa þessu við. Utan um
liljómsveit bæjarins hafa þeir mynd-
að sterkan fjelagsskap með því mark-
miði, að fá við og við fræga útlenda
gesti, hljómsveitarstjóra, einleikára
og söngvara, til þess að láta til sín
heyra og til þess að læra af. Það
hefir ekki verið kostnaðarsamt að
vera í þessum fjelagsskap, aðalatrið-
ið hefir verið það, að fjelagsmenn
skuldbindu sig til að sækja ákveðna
hljómleikatölu á ári og greiddu fyrir
aðsókn að þeim meðal annara.
í Reykjavík er þegar myndaður
svo stór liópur tónlistariðkenda og
tónlistarunnenda, að það ætti að vera
i lófa lagið, að stofna slíkan fjelags-
skap, með því markmiði að fá valda
útlenda gesti til þess að sækja oss
heim. Sú fjelagsstofnun er málefni,
sem unnendur tónlistarinnar ættu að
taka til íhugunar.
Iþróttafjelao Rejrkjavíkur þrjátíu ára.
Jón Kaldal.
Þór. Arnórsson
M. Þorgeirsson.
lón Jóhannesson. tíuðm. Sveinsson.
Þeir sem nú eru hálföldungar, og
muna hver áhugi manna var fyrir
íþróttum, um og eftir síðustu alda-
mót, og ennþá fylgjast með, leggja
ltið sína upp að Selfjalli eða Hengli
einn sólbjartan vetrardag, þó hörku-
frost sje, og líta þar yfir stóra hópa
af yngri og eldri er með lífi og sál
tr.ka ])átt í skíðafeðum, geta ekki ann-
að en dáðst að framförunum.
Fyrir þrjátíu árum var hjer ekki
mikið um íþróttir. Hjer var til
Skautafjelag, glimufjelag og eitt
knattspyrnufjelag, um aðrar íþróttir
var ekki að tala nema fimleika í
barnaskólanum og Latinuskólanum.
Þegar úr skólanum kom var ekki í
neitt hús að venda.
Þannig var hjer ástatt þegar
íþróttafjelag Reykjavíkur var stofn-
að 11 mars 1907. Aðalhvatamaður að
stofnun þess var A. J. Bartelsen
heildsali, er einnig var fyrsti for-
maður þess og kennari. Fjelagið var
í byrjun aðeins fyrir karlmenn, en
1910 voru stofnaðar deildir fyrir
kvenfólk og um sama leyti einnig
fyrir drengi og stúlkur.
Það sýndi sig brátt, að þeir ungu
menn- er stóðu að stofnun fjelagsins,
ljetu ekki sitja við orðin tóm, því
brátt efldist það að meðlimum og
fjekk ýms áhugamál, en það er ekki
hægt að rekja það mál í stuttri
blaðagrein.
Þau þrjátíu ár, sem nú eru liðin
frá stofnun í. R. hefir starfsemi
fjelagsins legið sem rauður þráður
gegnum íþróttahreyfingu þessa bæj-
ar og landsins í heild, og varla hefir
nokkru atriði í þvi máli, verið hrund-
ið af stað án þess að það hafi lagt
þar góðan skerf til, eða beitt sjer
fyrir þvi upp á eigin spítur, af eig-
in ramleik.
Og eins og altaf vill verða, mæðir
mest á stjórn fjel. með allar fram-
kvæmdir. Það hefir því komið sjer
vel, að fjelagið hefir ávalt haft at-
orku- og liugsjónamenn til þess að
skipa í þau sæti. í stjórn fjelagsins
eru nú: Jón Kaldal ljósm., formaður,
Þórarinn Arnórsson, Magnús Þor-
geirsson, Guðm. Sveinsson og Jón
Jóhannesson.
Fjelagið iðkar nú auk fimleika —
sem lengst af hefir verið aðalstarf —
útiíþróttir, Lawn Tennis. Badmunton,
sund og skíðaferðir.
Fjelagið heldur liátíðlegt afmæli
sitt að Hotel Borg laúgardaginn 13.
þ. m. Þar verður gott að vera, því
því það er þrjátíu ára reynsla fyrir
því að í. R. dansleikir eru bestu
dansleikir ársins.
Bystander.
Hljómsveitarstjórinn Fr. Sclmedler
Petersen, sem liefir stjórnað hljóm-
sveitinni í Konsertsalnum i Tivoli í
Kaupmannahöfn frá 1909—35, og sem
svo margir íslendingar kannast við,
varð 70 ára síðast í febrúar. Sjest
hann hjer i samsæti er stjórn Tivoli
hjelt honum á afmælisdaginn.
WESTMINSTER ABBEY
frægasta kirkja i London, sjest hjer
á myndinni. Hún verður lokuð í all-
an vetur, vegna undirbúnings undir
krýningu George VI. þann 12. mai.
Þegar ítölsku þátttakcndurnir í
Olympsleikjunum í sumar sem leið
komu heim aftur hjelt Mussolini
skammarræðu yfir þeim og ságði að
sjer þætti skítur til koma um
frammistöðuna. Og nú vígbúast ítal-
ir undir leikina 1940 og hyggja gott
Halldór Arnórsson gerfilimasm.
Grettisg. 2, verður 50 ára 10.
þ. m.
Kristján Eggertsson, Grettisgötu
56 A, verður 65 ára 10. þ. m.
Þorsteinn Þorsteinsson, Beru-
stöðum, verður 80 ára 15. þ. m.
til liðsauka frá nýlendu sinni Erit-
reu. Askarímenn, sem þar búa eru
einkar þolnir hlauparar, þó þeir
hafi ekki fengið þjálfun og nú ætlar
Mussolini að etja þeim á móti negr-
unum frá Bandaríkjunum. Kyntust
ítalir þoli þessara manna í Abess-
iníuófriðnum. Þar var m. a. maður,
sem hljóp 16 kílómetra leið yfir
mjög torfært land á minna en 50
minútum. Sendisveinn Biroli liers-
höfðingja hljóp 200 m. yfir þýft
graslendi á 25 sek. berfættur —
sömu vegalengd á harðri hlaupa
braut hljóp Jesse Ovens á 21.6 sek.
Sex manna flokkur hljóp 113 km.
undir fullum vopnum á tæpum 14
tímum, yfir svo ógreiðfært land, að
það var talð ófært hvitum mi nnuni.
---x----