Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1937, Blaðsíða 5

Fálkinn - 06.03.1937, Blaðsíða 5
F A L K I N N 5 „HINDENBURG“, risaloflskipið þýska, sem hefir loki'ð síðustu ferð ársins yfir Atlantshaf- ið, sjest hjer yfir húsaþökunum í Rio de Janeiro. Sum villidýrin í hitabeltinu svamla i vatni þegar heitast er, til þess að stikna ekki í sólarhitanum. Jafn- vel á norðlægari breiddargráðum þykir skepnunum gott að koma í vatn þegar hitarnir koma, eins og sjá má af þessari mynd, sem er frá Eng landi. is konar útreikning á því live mikill hitinn sje, en Jiora ekki að áætla liann meira en 25 milj- ón stig! En það er nú alt nokk- uð. Maður getur svitnað af að lieyra slíkan liita nefndan. F ramfarir eðlisfræðinganna hafa gert mönnum ljettara fyr- ir að reikna úl orkumagn það, sem sölin stafi frá sjer, en áður var. Menn hafa ekki altaf vilað að hiti, ljós og orka er eitt og það sama. Nú þreyta menn dag- lega hita í orku og orku í hita og menn gerðu það lika áð- ur, án þess að vila, að þetta var eilt og hið sama. Kolin og olían sem brent er i eimvjelum og mótorum, framleiða orku, og þá orku er aftur hægt að nota til að framleiða ljós og hita. Kolin og olían eru bundin orka, því að orku þeirra er hægt að geyma —- hún fer ekki út í buskann þó að kolin liggi í nám- unni eða olían á tunnunni. Ork- an í vatnsföllunum er óbundin; hver dropinn sem fellur fram af fossbrúninni missir orkuna um leið og liann er kominn nið- ur á jafnsljettu. En ný orka lyftir honum aftur, gerir hann að gufu, sem líður upp í loftið, myndar rigningu og kemur fram sem orka í nýjum fossi. Það er orka sólarinnar, sem stjórnar þeirri eilífu hringrás. Það er hægt að mynda sjer mælikvarða á geislunarmagn sólarinnar með því að reikna út hve mikla orku hún fram- leiðir. Og mönnum hefir reikn- ast svo til, að af hverjum fer- metra á yfirborði sólarinnar streymi í sífellu orka, sem sam- svarar 70.000 hestöflum. Sæmi- legur bílmótor hefir 100 hesl- öfl. Stærstu eimreiðar járnbraut anna erlendis liafa um 5000 hestöfl og geta dregið vagnalest, sem er um kílómeter á lengd. En fjórtán svona eimreiðar þarf lil þess að framleiða sömu orku, sem geislar út frá einum einasta fermetra á liveli sólarinnar. Hvaða efni er það þá, sem framleiðir alla þessa orku? Fyrrum hjeldu stjörnufræðingar að í sólinni væri einhver orku- gjafarefni, sem óþekt væri hjer á jörðinni, sem stöfuðu frá sjer þessum kynstrum af orku, sem sólin gefur í sífellu dag og nótt, miljón ár eftir miljón ár. En svo fanst „spektroskópið“, lit- sjáin. Þegar geislar frá glóandi frumefnum eru látnir brotna í þrístrendu gleri, kemur það á daginn, að sum efnin bafa rauð- an geisla, önnur bláan, þriðju grænan o. s. frv. og kemur liver litur jafnan fram á ákveðnum stað í litsjánni. Sólarljósið er sambland af öllum þessum lit- um, og litbandið, sem hún mynd ar, þegar geislunum cr hleypt gegnum þrístrent gler, er kallað litróf. Regnboginn er elsta lit- rófið, sem menn þekkja, þar brotna sólargeislarnir í dagg- perlunum. Nú bafa menn rann- sakað litrófseinkenni allra þeirra frumefna, sem menn þekkja bjer á jörðinni og með því að rannsaka svo lilróf sólarinnar geta menn sjeð hvaða frnmefni eru i sólinni. Og vísindamönn- unum kom mjög á óvart er þeir komust að þeirri niðurstöðu, að af þeim 92 frumefnum, sem þekt eru lijer á jörðinni, væru að minsta kosti 58 til í sólinni. Þar er til járn, vatnsefni, köfn- unarefni, súrefni, silicium, nat- rium, magnesium og margt ann- að, sem menn kannast við hjeð- an. En vitanlega eru engin af þessum efnum til i fastri mynd, eins og geta má nærri, með þeim bita sem er í sólinni. Þau eru ekki einu sinni fljótandi, þau eru gufuð upp eins og vatn í skýi. Sólin er eldþoka marg- víslegra efna. Vísindamennirnir hafa ekki ennþá getað gert sjer ljóst hvernig þessi margvíslegu frum- efni taka þátt i orkuframleiðslu sólarinnar. Menn láta sjer að svo stöddu nægja þá almennu skýringu, að orkan myndist við sundurgreiningu frumefnanna i ný efni, og að þessi sundur- greining geti m. a. átt sjer stað vegna hitans í sólinni. Með þess- ari skýringu hafa visindamenn- irnir útvegað sólinni miklu á- byggilegri kyndara og eldsneyti, en þó þeir befðu troðið liana fulla af kolum og olíu. Sólin er talin að geisla frá sjer 120 rniljón tonnum af orku á ári. En sjálf vegur sólin nálægt 2000.000000.000000.000000.000000 — 2000 kvaðriljón — tonn, svo að það virðist liggja nærri að halda, að hún hafi nægilcgt eldsneyti langt fram i íimann, til þess að halda orkugjöfinni óskertri, eða margar milj. ára. Það var einu sinni Skoti, sem fanst það alveg sjálfsagt, að skaparinn „skrúfaði fyrir ofn- inn til þess að spara eldsneytið meðan allir svæfu'. Og hann taldi það meir að segja æðri sparnaðarráðstöfun, þegar ekki sá til sólar vegna skýja. En sól- in er ekki eins nísk og Skotar eru sagðir. Hún „skrúfar aklrei fyrir“. Miljón ár eftir miljón ár stafar hún orkugeislunum um alt hnattahverfi sitt, kveikir lif á stjörnum, sem eru í miljón kílómetra fjarlægð, bindur þar orku í kolalögum og olíulind- um, lætur hana streyma fram i fossum og vindum, mvndar frjóefni sem næra jurtir, dýr og menn. Hún er alt í öllu. Er þvi furða, þó að ýmsar þjóðir hafi gert sólina að guði? Er það ekki bún, sem er eilifl lif? FÍNU FÖTUNUM. Nokkrir þektir stjórnmálamenn á fundi i St. James höll, þar sem þeir, sem meðlimir ríkisráðsins, sverja hinum nýja konungi hollustueið. Á miðri myndinni sjest fyrv. nýlendu- ráðherra J. II. Thomas og til hægri við hann Malcoln McDonald og Eden utanrikisráðherra. BORGARASTYRJÖLDIN Á SPÁNI. Þar berst fjöldi karla og kvenna, erlendra, sem sjálfboðaliðar. Á mynd- inni sjest enslc kona, setn er á leið- inni frá Barcelona til vígstöðvanna, „í öllum herklæðum“.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.