Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1937, Síða 5

Fálkinn - 15.05.1937, Síða 5
!•' A L K 1 N N o sínu sóma um æfina, en Elísabet ljet sig það einu gilda, hún elskaði Dudley og engan annan. Hann var fríður maður sinum og hið mesta glæsimenni, fullkominn hirðmaðuv og allvel metnaður. Giftur var hann en Elísabet skeytti því engu, hann geymdi konuna sína á óðalssetri sínu upp í sveit og sá hana sjaldan, en var öllum stundum við hirðina. Vinátta þeirra drotningarinnar og Dudley komst brátl í hámæli, ekki síður en Edwards konungs og frú Simpson á vorum dögum. Fólk pískraði í sjálfri höllinni um frið- iiinn Dudley og frjettirnar bárust út um allan heim, þó að þær færu hægar en Simpsonstíðindin, því að ])á var hvorki síminn nje útvarpið. Sendiherrar Englendinga við erlend- ar hirðir fóru að skrifa William Cecil um þennan frjettaburð og spyrja hvað þeir ættu að gera: lýsa hann ósannindi eða viðurkenna hann. Cecil átli úr vöndu að ráða, en samtöl hans við drotninguna báru engan árangur. Nokkru seinna færðist skörin upp í bekkinn er kona Dudleys dó skyndilega. Var almælt, að Dudley hefði gefið henni eitur. Hvort drotningin hefir trúað þvi, er ekki upplýst, en sennilegt er, að þó að hún hefði vitað að hann hefði gert það, þá hefði hún varla slept hendi af honum fyrir því, svo mjög elskaði hún hann og fyrirgaf lionum alt. William Cecil mun helst hafa kosið að hún gifl- ist Dudley og sjálf ínun hún hafa verið að því komin um eitt skeið, en hætti við. Enginn mátti hafa áhrif á völd hennar, ekki einu sinni Dudley. Yfirleitt var hann alveg valdalaus, þó að hann væri í svona miklu vinfengi við drotninguna og slundum reiddist hann ofríki henn- ar. En samt loddu þau saman, Cecil til meslu skapraunar. Lundúnabúar nutu fyrst og fremst umönnunar Elísabetar drotningar en hún gerði sjer einnig far um, að kynnast sem best þegnum sínum út um sveitir landsins. Á hverju ári fór hún í tveggja mánaða ferðalag með alla hirðina með sjer og dvaldi þá á einhverju höfðingjasetrinu eða var gestur einhvers greifadæmisins eða bæjarins og var ávalt fagnað mcð kostum og kynjum. Hún hafði afar mikla ánægju af þessum i'erð- um sjálf, þvi að henni var það yndi að kynnast fólki og baða sig i þegn- hollustunni, og kunni vel að afla sjer vinsælda. En hirðmönnunum var minni ánægja að þessum ferða- lögum, sem kröfðusl afar mikils undirbúnings og kostuðu margvís- legt amstur. Það var eins og bú- ferlaflutningur. Eigi aðeins fatnað þurfti að flytja með sjer heldur og húsgögn, sængurföt, bprðbúnað, eld- húsgögn og margt annað. En þó ekki hefði verið nema fatnaðurinn einn, þá þurfti hann ærinnar um- hugsunar. Því að búningarnir voru margbrotnir í þá daga og þar við bættist að Elisabet kom aldrei fram nema einu sinni i sama klæðnaðin- um og hafði fataskifti oft á dag. Þaö voru heilir vagnfarmar af fatnaði, sem lnin hafði með sjer. Drotningin hjelt þessum ferðum áfram fram á elliár sin og hún niun hafa verið 07 ára, þegar einn hirð- maðurinn kvartaði undan ferðad- laginu og hún svaraði: „Gamal- mennin geta þá setið heima, en jeg fer með unga fólkið með mjer“. Árin liðu og eldri kynslóðin hvarf i moldina, en sjálf hjelt Elísabet sjer furðu vel, bæði á sál og líkama. Hún varð að vísu svo hrukkótt og grettin, að þó hún makaði sig í smyrslum og farða gat hún ekki leynt ellimörkunum í andlitinu. Hún misti smátt og smátt tennurnar og sköllótt varð hún, svo að hún not- aði parruk. En líkaminn varð furðu barlegur og til þess að halda hon- um við byrjaði hún daginn með dansæfingum og til þess að halda heilsunni gætti hún mesta hófs i mat og drykk. Elisabet átti við ýms vandamál að stríða innanlands og ýmsir þjóðböfð- ingjar erlendis gerðu það sem þeir gátu til þess að gera lienni lífið súrt. Mesti sigurvinningur hennar var yfir hinum gamla biðli hennar, Philip Spánarkonungi, er sendi út flota sinn til að taka England, til hefnda fyrir það, að Maria Stuart var tekin af lifi. Ósigur spánska flotans 1588 er talinn einn herfi- legasti ósigur veraldarinnar og varð upphafið að hnignun Spánverja. Á efri árum mættu henni margar raunir. Dudley hertogi af Leicester dó, en að vísu var ást hennar til hans kulnuð þá. En á gamalsaldri var hún gripin af ofurást á ungum frænda sínum, jarlinum af Essex. Hann var þrjátíu árum yngri en hún, og má því nærri geta, að hún hefir ekki fengið ást sína endur- goldna. Hann varð hirðmaður korn- ungur og Elisabet varð þegar svo heilluð af honum að hún gerði hann að uppáhaldsgoði sínu og sæmdi hann öllum hugsanlegum mannvirð- ingum. Hann var að vísu ýmsurn góðum kostuin búinn, enda varð hann mjög vinsæll i landinu, og el' honum hefði ekki venð spilt með illu uppeldi er líklegt að haan hefði lótið margt þarft eftir sig liggja. En enska hirðin var ljeleg uppeldi.s- slofnun í þá daga og Elisabet ekki holl fóstra. Hún fór með hann eins og leikfang; einn daginn umgeksc hún hann eins og mikilsmetinn mann en annan daginn kjaftshögg- aði hún hann eins og óþægan skóla- strák, alveg eftir því hvernig í henni lá. Hafði sú meðferð eklci holl óhrif á skapsmuni Essex. Hann varð dutlungafullur ofstopamaður og varð þess brátt var, að hann gat leyft sjer margt gagnvart drotning- unni og fór að svara henni í sömu mynt. Á fáum árum náði hann svo mikl- lun völdum yfir drotningunni að hann gat leyft sjer að finna að gerð- um hennar og setja út á athafnir hennar, og svældi undir sig ýms áhrifamestu embættin i landinu. Það hafði áður verið besti kostur Elisa- betar, að hún hafði kunnað að velja sjer aðstoðarmenn og hafa jafnan rjetlan mann á rjettum stað. Henni duldust ekki gallar jarlsins af Essex en hún gal ekki neitað honum. Og hann varð henni og ensku þjóðinni dýr maður. Síðasti þáttur í viðskiftum þeirra varð sá, er uppreisnin varð i Ir- landi og Elisabet Ijel það eftir Essex, að hann fengi yfirstjórnina yfir hernum, sem sendur var til þess að bæla niður uppreisnina. Þetta var erfitt verk og krafðist bæði hygg- inda og persónulegrar hugprýði. Drotningin Ijet þetta eftir honum, en fylgdist með kvíða með frjettun- um sem komu frá írlandi. Essex gerði hvert axarskaftið öðu verra. Loks þraut drotninguna þolinmæð- ina og hún sendi líssex harðorðar fyrirskipanir um hvað hann ætti að gera og hvað ekki. írlandsför jarlsins varð argasta sneypuför, en hann gat ekki fengið sig til að hverfa aftur heim til drotningarinnar sem sigraður maður. Tók hann þvi það óyndisúrræði að ganga á band með uppreisnarmönnum og gera samsæri gegn drotningunni.. Við slíkum landráðum og upp- reisn var aðeins ein refsing til: dauðinn. Hinn 25. febrúar 1601 sleig jarlinn af Essex upp á höggpallinn í Tower og var tekinn af lifi, að- eins 34 ára gamall. Elisabet varð aldrei söm manneskja eftir að hafa undirskrifað þann dauðadóm og tveimur árum síðar dó hún, sjötug að aldri, eftir 45 ára ríkisstjórn, Henn sem lifa. 7. Thomas Carlyle. Með Carlyle verða aldaskilti í enskum bökmentum og enda í lieimsbókmentunum. Hann ættu sem fleslir að þekkja þvi að hann verður jafnan talinn meðal allrafremstu stórmenna i engilsaxneskum bókmentum síðustu aldar. Thomas Carlyle fæddist 4. des. 1795 i Ecclefechan í Skot- landi. Faðir lians var múrari. Fjórtán ára gamall fór bann fót gangandi til Edinborgar, 120 kílómetra og' stundaði þar nám og svalt i fimm ár. Hann fjekst við kenslu ])ó bonum liund- leiddist það, en það var eina ltiðin til þess að hann gæti sjálf- ur stundað nám sitt áfram — stærðfræði, lieimspeki, mál og bókmentir. Arið 1837 gaf hann út bók sína, „Franska stjórnbvltingin“. Slik saga hafði aldrei verið rit- uð áður á nokkru máli. Carlyle sýnir sig þar ekki aðeins sem Iiárnákvæman sagnritara lield- ur og sem stórskáld. Hann lýsir viðburðunum og lætur þá koma fram lifandi, en segir ekki frá; sagan hans verður lifandi og lesandinn lifir upp viðburð- ina. Mál hans er þróttmikið og ákaft, eins og byltingin sjálf. Það er eins og lesandinn sitji i leikhúsi og liorfi á. Maður kynnist Mirabeau, livað hann lmgsaði og hvað hann vildi, les- andinn rabbar við hann. Jafn- vel hinn þögli Robespierre leys- ir frá skjóðunni. Lesandinn fylg- ist með hersveitunum, heyrir ir sigurópin, lendir i þvarginu á gölum Parísarborgar og les tilkynningarnar frá uþpreisnar- mönnum. Hann lifir sig inn í viðburðina. Carlyle var þrautkunnugur bókmentum Þjóðverja. Þessa þekkingu sina notaði hann sjer í bókinni „Sartor resartus“ (Rætti bótaskraddarinn), sem er ein af eflirtektarverðusln bókum 19. aldarinnar í enskum bókmentum. Gagnrýnendurnir urðu svo forviða á þessari bók þegar hún kom út, að þeir köll- uðu bana „bókmentalega vit- firring“. En amerikanski spek- ingurinn Ralph Waldo Emer- son, sem var sladdur í Englandi þegar bókin kom út, las hana og varð hugfanginn. Ljet hann gefa bókina út i Ameríku og þar var benni tekið með kost- um og kynjum og skapaði hún ]iar nýja stefnu og hafði stór- kostleg áhrif á hugarfar al- mennings. Carlyle segir i „Sartor Rc- sartus": „Látið mig tortimast, fordæmast, devja eða fara i æfi- sem markaði timamót i sögu ensku þjóðarinnar og lagði grundvöllin að heimsveldinu bretská. langa helvítisvist, ef svo vill verða; en lygi og lál skal jeg aldrei þola. Jeg liata það, bata það af allri sálarorku minni, og jeg vil hata, fyrirlíta og' berj- asl við það, meðan nolckur lifs- neisti er í mjer, — jafnvel þó að það sjeu goð og drotnar ver- aldarinnar. Látið lygina og tildr ið gera mjer eins ilt og það get- ur“. ög hann bætir við: „Frá þessari stundu lel jeg andlega endurfæðing mína. Þetta var eldskírn min. Frá þessum tíma byrja jeg að verða maður“. Undir binu saklausa nafni „Sarlor Resartus“ felst boðun víðtækrar og djúptækrar ger- bótastefnu. Alla bjátrú, allá virðingu fyrir arfteknum stofn- ununi og siðvenjum ber að brjóta á bak aftur. Alla l'alska virðingu fvrir hjegóma og prjáli á að troða undir fótum. Nýjar hugsanir eiga að ná völdum á liuganum — ný lífsskoðun. Við megum ekki ljúga, megum ekki bræsna, segir Carlvle. Heill þjóðfjelagsins þarf ekki lygar- anna við. Við megum aldrei virða það, sem ekki er virðing- arvert. Mikilmennin eru driffjöður þróunarinnar, segir liann. Og skoðun sina á sögunni hefir hann lýst i bókinni „Heroes, Ilero Worship and the Heroic History“, sem om út 1841. í „Past and Present", sem út kom 1843 gerir hann upp reikn- ingana við samtíð sína. Hann lýsir hinum dáðlausu yfirstjett- um, sem lifir á einskisverðum erfikenningum, bann gerir mammonsdýrkunina blæilega. „Vinnan er lvkill himnaríkis“, segir hann. „Látum oss s.já aft- rrhvarf hins síðasta iðjuleys- ingja til gleðiboðskapar vinn- unnar". Tomas Carlyle var miklu meira en snildar rithöfundur. Bókmentirnar voru honum að- eins meðal, en ekki takmark. Hann laldi bókina besta prje- dikunarstól þeirra tíma. Hann skrifaði aðeins til þess, að koma hugsjónum sínum á framfæri við almenning — lil þess að rödd lians gæti borist til þeirra sem fjærst voru. Hann liefði talað meira en hann skrifaði, ef hann belði lifað á útvarps- öldinni. A íslenskn mun lítið eða ekk- ert vera til þýtl eftir Thomas Carlvle. En á norðurlandamál- unum þremur eru öll aðalrit hans lil í góðum þýðingum. ViÖ rannsókn hefir þa'ð komið i l.iós, að úr liákarlalifur er hægt að vinna efni, sem hefir fullkominn fjóluilm. Er þegar farið að gera ilm- vötn úr þessu efni. Fyrrum var há- karlinn ekki í hávegum hafður og lýsið var það eina sem menn unnu úr honum. En nú er skrápurinn not- aður í skó, til bókbands og í kven- töskur, kjötið i mjöl og lifurin i lýsi — og ilmvötn!

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.