Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1937, Side 11

Fálkinn - 15.05.1937, Side 11
F Á L K I N N 11 □ YNO/tV U/ENbVRHIR Hindrunarhlaup með nýrri aðferð. Ameríkanskur Baseball-klúbbu; hefir tekið upp nýja aðferð til þess að œfa leikmenn sína og er hún sýnd hjer á myndinni. Það er rað- að gömlum bifreiðaborðum eftii brautinni og maður hleypur eftir þeim þannig, að maður gætir þess að stiga aldrei utan við þá heldur altaf innan í þá. Þetta kvað vera góð æfing til þess að verða mark- viss og læra að dæma fjarlægðir rjettilega. Þið getið reynt eitthvað þessu líkt næst þegar þið æfið ykkur i hindrunarhlaupi. Reyndar veitist ykkur víst erfitt að útvega ykkur nægilega marga bifreiðabarða, en þið getið vel notað gjarðir af tunn- um í staðinn og ef brautin er á sandi þá getið þið blátt áfram teiknað liringi í sandinn. Sumstaðar á brautinni hafið þið fjarlægðina milli hringjanna mikla, svo að maður verði að hoppa langt til þess að komast á milli þeirra. ---x---- HuErnig myndasí rjzttur íerhyrningur? Pjetur er farinn að læra járnsmiði og einn daginn leggur meistarinu svolátandi þraut fyrir hann, til þess að sjá, hvort liann er náttúraður fyrir smíðina og útsjónarsamur. 1___________a. Ef maður hugsar sjer að maðut’ lnirfi að nota járnplötu, sem er rjettur ferhyrningur eins og platan með spurningarmerkinu á myndinni, en hefir aðeins járnplötu eins og maður sjer að neðanverðu á mynd- inni, hvernig á maður þá að fara að því, að sjóða saman rjetlan ferhyrn- ing úr henni? Maður má aðeins skera stykkið sundur með einni beinni línu, og á eftir á að vera hægt að láta stykkin falla saman, svo að þau myndi ferhyrning. Pjetur var ekki nema tíu sekúndur að ráða fram úr þessu. Getið þið gert það, með því að horfa á teikn- inguna og hugsa ykkur um. Ef ekki þá verðið þið að teikna myndina á iilað, og reyna svo að klippa hana sundur með skærum á rjettan hátt. Ráðning; Platan er skorin sundur eftir striki, sem gengur lóðrjett nið- ur frá 5. Þá myndast ferhyrningur, þegar 7 nemur við 2 og (i við 3. SkipsbratsmEnnirnir á Kæningjaeyjunni. Framhald. Þegar dagaði datl Páli í hug að fara út að skipinu til þess að sjá, hvernig mönnunum liði og segja þeim frá, hvernig þau höfðu búið um sig á eyjunni. Mann skaut timb- urflekanum út og stjakaði sjer af stað Sveinn varð eftir til þess að skoða umhverfið kringum hellinn. Þau höfðu nóg að skoða, Sveinn og Gerða. Þau komust brátt að raun um, að eyjan var óbygð senni- tegast fanst þeim, að þar hefði aldrei nokkur maður stigið fæti sínum. En merkileg fanst þeim þessi eyja, og af því að þeim fanst sjálfsagt að hún fengi e'itthvað nafn, þá skírðu þau hana „Sjóræningjaeyjuna", án þess að vita, að þetta nafn var sjerstak- lega vel lil fundið. Tíminn leið fljótt, og þegar skyggja fór var Páll enn ókominn aftur. Þeim varð ekki um sel, en svo varð þeim rórra aftur er þau sáu, að skipið lá kyrt og að ljós voru í kýraugunum. — Hann hefir orðið ánægður af þvi að sofa hjerna, sagði Sveinn — og nú skríður hann víst i bólið sitt um borð. En samt voru þau hálf óróleg og sváfu ekki mikið um nóttina. Og undir eins og sólin kom upp fór Sveinn ofan i fjöru. Og h'issa varð hann þegar hann sá þarna ókunnugt skip, með kin- versku djunkulagi', liggja við hlið- ina á hinu skipinu. Hann var far- inn að hugsa, hvort þetta væri hjálparskipið, sem væri komið svona fljótt, þegar hann heyrði luind gelta. Það var skipshundurinn, Bob, sem var þarna úti í sjónum, og undir eins og Sveinn kallaði þá kom hann til hans. Þegar liann kom nær sá Sveinn, að böggull var bundinn við liáls- bandið á hundinum. HvnÖ hafði skeð á skipinu imi nóttina? Hversvegna var Púil ekki kominn og hvaö var viö hálsbandið á hundinum? Það færðu að vita næst. Ráðning á prautinni í ÍS. bl. Þau eru 28. Margir gera þá skissu að segja, að hænan verpi eggi á dag og fá þá 42 í útkomu. En hún verpir ekki þriðja hvern dag, svo að eltirtekjan verður að meðaltah 2/3 úr eggi á dag. f KRÚNUGRIPIRNIR ENSKU. Framh. af bls. 7. Edwards. Þessi kóróna er mjög þung og hið versta höfuðfat sem hugsast getur. Erkibiskupinn af Kantara- borg setur þessa kórónu á höfuð konungi, og hefir Georg VI. senni- lega ekki liðið vel á miðvikudaginn með ])etta djásn á kollinum. Þegar Vicloria drotning var krýnd fyrir 99 árum þótti ekki forsvaranlegt ah láta hana bera þessa kóroiiu, enda var hún of stór líka, svo að þá var gerð ný kóróna, The Imperial State Crown, sem vegur rúmt kíló en er aisett ýmsum dýrmætustu gimstein- um heimsins. Þessari kórónu hefir síðan verið breytt, er hún var notuð við krýningu Edwards VII. og Georgs V. og loks nú undir krýn- inguna. Þar er i baugnum næst sætrsti steinninn úr Cullinandem- antinum fræga, að framan, en að aftan aftan gimsteinn úr kórónu Iíarls II. Þar er og „rúbin svarta prinsins“, perlur, sem kváða háfa verið i eyrnahringjum Elisabetar F.ngladrotningar og stór safír, úr hring Edwards Confessors. Alls cru i þessari kórónu 4 rúbinar, 11 smar- agðar, 16 safírar, 277 perlur og 2782 demantar! Og kórónan er virt á 7 miljón krónur. Smurning konungsins fer fram á þann hátt, að erkibiskupinn af Kant- araborg hellir smyrslunum úr baukn um í gullskeiðina, dýfir tveimur fingrum í smyrslin og gerir kross- mark á enni konungs, brjóst og báða úlfliði. Æðstu menn rikisins bera sverð- in fimm við krýninguna. Eitt þeirra, sverð Georgs IV. er með fleiri gim- steinum en nokkurt annað sverð i veröldinni. Gullsporarnir eru tákn riddaramensku konungs. Eru spor- arnir látnir snerta liæla konungs og síðan lagðir á altarið. Koh-inoor demanturinn er jafnan hafður i drotningarkórónunni. Hann er frá Indlandi og var lengi krúnu- gimsteinn stórmógúlsins i Dehli, en Persar rændu honum er þeir tóku borgina, en seinna náðist hann aft- ur með brögðum. Englendingar náðu ciemantinum 1849 og gáfu hann Vict- oriu drotningu. Steinninn vóg í fyrstu 800 karat (160 gr.) en er ekki nema 106 karat núna. Cullinansteinn inn fanst 1905 i Suður-Ameriku Keypti stjórnin þar hann, og gaf Edward VII. er hann var krýndur. Hann var upprunalega 3025 karaí. en var skift í fjóra steina stóra og marga smærri. Stærsti steinninn er 516 karat og er í veldissprota kon- ungs, en sá næststærsti í „Crown of England". „The Imperial Crown of India“ var smiðuð 1912, er Georg V. var krýndur keisari Indlands i Dclili. Samkvæmt enskum lögum er nefni- lega bannað, að flytja nokkra enska kórónu út fyrir landamæri Englands og þessvegna varð að smíða nýja kórónu undir krýninguna i Indlaudi. 1 þessari kórónu eru 6170 demantar og margir smaragðar og safirar. Krýningarathöfnin á miðvikudag- inn var, stóð ekki nærri eins lengi og sumar fyrri krýningar. Það hefir komið fyrir að þær hafá staðið 9 tíma og það hefir komið fyrir, að orðið hefir að bera drotningar burt í yfirtiði. Og aldrei mun það liafa komið fyrir, að nokkur krýning hafi farið svo fram, að ekki hafi liðið yfir einn eða fleiri af gestunum. Meðan á krýningunni stóð á mið- vikudaginn varð konungur að skifta ofl um skikkjur og skrýðast á ný, eiiis og prestur fyrir altari. Lengst af krýningunni var hann með „St. Iídwards kórónuna" á höfðinu, enda er það kórónan, sem hann er krýnd- ur með, en að lokum setti hann upp „The Imperial State Crown“ (sem gerð var handa Victoriu drotningu) og gekk hann úr kirkjunni með hana á höfðinu og í hendinni hafði hann veldissprotann mikla með Cullinan- demantinum og í hinni hendinni gulleplið. Meðan erk'ibiskupinn af Kantaraborg er að setja kórónuna á höfuð konungi heldur hann á veldis- sprotanum i hægri hendi, en minni veldissprota með dúfu, í vinstri hendi, og dúfan á að tákna heilagan anda. Hin fræga vísnasöngkona Misl- inguett, uppáhaldsgoð Parísarbúa, var i vetur um tíma í Bandarikjun- um. Kvartar hún sáran undan blöð- unum þar vestra, því að þau fræddu lesendur sína á því, að Mistinguett væri orðin sjötug. „En jeg er fædd í Enghien árið 1888 og er því ekki nema fjörutiu og níu“, segir hún Mistinguett ætlar að gifta sig i vor og fer að svo búnu til Hollywood til að leika þar í kvikmynd. ----x---- Það er i ráði að kaupa dieselvagn til reynslu á Bergensbrautinni. Þess- ir dieselvagnar verða margfalt afl- meiri en þeir sem notaðir eru fyrir járnbrautarlestir á sljettlendi og kosta um cina miljón króna.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.