Fálkinn - 19.06.1937, Blaðsíða 4
4
F Á L K I N N
Innanlands
flug
á íslandi.
í síðasta niánuði voru útlend
blöð að minnast tíu ára af-
mælis þess flugs, sem merki-
legast hefir þótt í heiminum,
flugs Lindberglis frá New York
til París. Það var fyrsta flugið
milli meginlanda Ameríku og
Evrópu, flugvjelin var landvjel
með einum lireyfli og flugmað-
urinn var einn og hafði ekki
lálið hrósa sjer opinberlega áð-
ur en hann fór af stað. Alt
þetta gerði flugið glæsilegra og
eftirminnilegra, enda gleym-
ast nú jafnóðum flugafrek, þó
þau jafnist ef til vill á við
Lindberghs, vegna þess að nú
þykir flugið sjálfsagður hlutur
og er orðinn þáttur í daglegri
tilveru þjóðanna.
Það liafði verið áformað, að
halda upp á afmælið með þvi
að efna til alþjóða kappflugs
yfir Atlantshaf. Frakkar höfðu
heitið háum verðlaunum sigur-
vegaranum og þetta flug átti að
vera einn liðurinn í Parísarsýn-
ingunni, sem stendur yfir í
sumar. En fyrir ákveðna mót-
spyrnu úr ýmsum áttum, ekki
síst frá Roosevelt forseta, varð
ekki af fluginu og menn ljetu
sjer þetta vel líka, þegar til
kom, líka flugáhugamennirnir.
Þetta sýndi, að það þarf ekki
framar áhættusöm íþróttaafrek
til þess að vekja áhuga fyrir
flugi. Flugið er orðin staðreynd
og flugfjelögin eru atvinnufyr-
irtæki og flugvjelarnar sam-
göngutæki í stað íþróttatækja.
Þetta vita allar menningarþjóð-
ir í heimi, nema ef til vill ís-
lendingar. Það er að minsta
kosti ekki sjáanlegt að þeir viti
það.
Það bar við dálítið skrítið
atvik, sem sannar þetta viðhorf
flugsins alment, einmitt um
sama leyti, sem ráðgert hafði
verið, að kappflugið færi fram.
Því hafði verið aflýst, til þess
að stofna engu i hættu að ó-
þörfu. En viku fyrir afmælið
flaug Ameríkumaðurinn Dick
Merrill yfir Atlantshafið fram
og aftur á einni viku, til þess
að flytja myndir frá ensku
krýningunni vestur, fyrir ame-
rikönsk blöð! Hann fór sendi-
ferð — i atvinnu skyni.
H VERSVEGN A FIu§lciðanetlð
EKKI HJER?
um Evrópu og
Ameríku er nú
orðið svo þjett, að það þarf kort
í mjög stórum mælikvarða til
þess að grynna í því, þó að ekki
sjeu dregnar upp nema þær
leiðir, sem famar eru með föst-
um áætlunarferðum. Þessar lín-
ur liggja bæði yfir lönd og höf
og viða lengra á milli áfanga-
staða en þyrfti að vera á leiðinni
milli íslands og annara landa.
En vfir fslandi eða höfunum
glæpsamlega ráðstöfun, að
banna mönnum að nola bifreið.
Hvað þá aðrir. Ef þjóðarat-
kvæði færi fram um það nú,
hvort banna ætti notkun bif-
reiða á íslandi, mundi ekki
einn einasti maður íneð fullu
viti segja já.
Mótbárurnar gegn flugi hjer
á landi eru bygðar á hreinni
og skærri vanþekkingu eða
meðfæddum fjandskap við ó-
missandi framfarir. Það er
sannanlegt, að einmitt hjer á
landi er brýnni þörf á flug-
samgöngum en víða annars-
staðar. Hjer eru samgöngur
milli landsfjórðunga og enda
hjeraða stundum lokaðar á
landi álta mánuði af árinu eða
lengur. Póstflutningur fer fram
á hestum, sem stundum verða
að vellast um i ófærð upp á
heiðum, og það ferðalag er með
sama seinagangi og var fyrir
þúsund árum, þegar enginn þurfti
að flýta sjer nema, ef honum
lá á að drepa mann. — Sildar-
göngur verða best kannaðar úr
flugvjelum, það er stað-
reynd, sem hefir verið sönnuð
hjer við land. Ef manneskja
veikist sjúkdómi, sem þarf
bráðrar aðgerðar, tekur það
stundum marga daga, að koma
sjúklingnum á skurðarborðið.
Þar liggur lífið við, og það er
enginn vafi á þvi, að á hverju
ári missast lijer mannslíf fyrir
þá sök eina, að ekki næst nógu
fljólt til læknis eða meðala.
Póstgöngurnar eru hjer mjög
hægfara og þó að segja megi
að það komi síður að sök, síð-
an símakerfi landsihs fullkomn-
aðist og útvarpið náði til eyrna
svo margra, sem nú er orðið, þá
mælti benda á ýms dæmi þess,
að hinar hægfara póstgöngur
koma stundum að tjóni og
verða ofl til baga.
ísland er strjálbýlt land, og
vantar vegi og samgöngur. Ein-
mitt þessvegna er flugsins þörf
hjer frekar en í öðrum löndum,
sem eru þrautveguð og með
jánbraulum þvert og endilangl.
Rauði krossinn danski keypti
sjer nýlega flugvjel til sjúkra-
flutninga, þrátt fyrir það að
umhverfis það eru engar slíkar
línur. Islenska landkortið er sem
stendur óskrifað blað i því tilliti.
Það hafa verið skafnar út af því
flugleiðir, sem voru til.
Nú verður ýmsum að telja
þetta afturför, en margir segja
að það geri ekkert til. „Ilvað
eigum vlð að gera við flugsam-
göngur? Maður kemsl allra
sinna ferða án þeirra“, segja
þeir. „Og hvað er að marka, þó
flugsamgöngur geti horið sig hjá
öðrum þjóðum, sem eru miklu
fjölmennari og ríkari en við.
Okkur liggur ekki svo mikið
á!“
Þegar fyrstu bifreiðarnar
voru að koma hingað lil lands
fyrir rúmum aldarfjórðungi,
ætlaði sæmdarbóndi einn norð-
ur í Skagafirði að ganga af
göflunum. Hann taldi þessi
samgöngutæki ekki aðeins fá-
nýt heldur blált áfram skaðleg,
og ganga glæpi næst að leyfa
innflutning á þeim, og voru þó
litlar hömlur á innflutningi í
J)á daga. Rifreiðarnar gætu
drepið menn — og svo mundi
hrossaverðið fara ofan i ekki
neitt. Róndinn lifir enn og hefir
gert bilfært heim i hlað og flyt-
ur alt að heimilinu og frá í bíl.
Hann mundi núna telja það