Fálkinn - 19.06.1937, Blaðsíða 11
F Á L K I N N
11
VNCt/Vtf
LE/6N&URMIR
Kappsigling á þurru landi.
Jafnvel [)ó að þið eigið heima
þar sem engin tjörn er, getið þið
samt gert ykkur smáskip og látið
þau keppast. Þið getið haft skemti-
legustu kappsiglingar i garðinum
eða út á túni, aðeins ef vindurinn
blæs, því að í logni siglir enginn.
En þá verðið þið að breyta skip-
unum ofurlítið fyrst. Þið verðið
sem sje að smiða ykkur „trissukjöl"
á bátinn, og á 1 og 2 myndinni hjer
að ofan sjáið J)ið hvernig farið er
að þvi. Önnur myndin sýnir þetta
áhald framan frá en hitt á hlið.
Kjölurinn er gerður úr blikkþynnu
(A), sem er beygð um miðjuna og
krókur (C) festur i beygjuna.
Nokkru ofar, við X, eru boruð göt
á j)ynnuna, hvort á móti öðru og
í gegnum þau gengur ás með trissu.
Þið notið sivalan nagla í ásinn og
trissuhjólið festið þið þannig, að
l)að snúist ekki uppað umgerðinni.
Bátinn sjálfan sjáið þið á mynd 3.
Gamli kjölurinn er tekinn af hon-
um og kemur þá fram sljettur flöt-
ur á botninum, eins og þið sjáið
á mynd 4. Á mynd 2 sjáið þið, að
trissan er fest saman að ofan með
trjekubb og gengur skrúfa í gegn-
um hann og upp í flötinn á báts-
botninum. Kubburinn er festur á
botninn áður en trissan er fest á
hann — með smánöglUm. Svo er
báturinn látinn ganga þannig, að
hann rennur á trissunni á strengdu
snæri eða járnvír, en til þess að
halda honum í jafnvægi verður að
hengja þungt lóð neðan í trissuna.
í krókinn C. Það' er vandi að finna
hve þungt lóðið á að vera, og verð-
ið þið að gera það með tilraunum.
Sje ióðið of ljett þá veltur skipið
en sje það of þungt þá dregur það
úr hraðanum.
-----X'—-—
BErðLi knattspyrnu-
æíinguna skEmtilEga.
Nú ætla jeg að segja ykkur frá
alveg nýrri aðferð við knattspyrnu-
æfingar. Liðsmennirnir byrja einn
i einu og nú er kepnin um það, að
komast á sem stystum tíma krine-
um leikvöllinn og skjóta á markið.
Teikningin sýnir mynd af knatt-
spyrnuvelli og spilarinn byrjar við
punktinn sem merktur er 1. Þegar
leikmerkið er gefið hleypur hann
að knettinum, sem liggur á miðj-
um velli til hægri og sparkar hon-
um gegnum torfæru 2, á m'ilii
tveggja staura, sem standa með 80
cm millibili. Bæði knötturinn og
leikmaðurinn eiga að fara á milli
stauranna. Þvínæst er knettinum
sparkað upp að 3, sem er línuflagg,
og á að fara kringum það til hægri,
eins og örfalínan sýnir. Þá or
knettinum skotið yfir þvera braut-
ina að linuflaggi 4 og farið kring-
um það til vinstri.
En þegar hjer er komið sögunni
fer að kárna gamanið. Hindrun nr. á
eru tveir staurar með bandi eða neli
á milli og nú á að spyrna knettinum
l/fir netið, og leikmaðurinn á að
stökkva yfir það á eftir. Við nr. 0 eru
aftur staurar, sem á að fara á milli,
eins og við 2, en frá 7 á leikmaður-
inn að skjóta á markið. Milli mark-
stanganna er þverslá niður við jörð
og á knötturinn að lenda á henni
og hrökka af henni aftur, eins og
punktalínan sýnir. En á meðan á
leijkmaðmtinn að hlaupa kringum
linuflaggið við 8, eins og örvalínan
segir til og ná aftur i knöttinn og
skjóta honum yfir torfæruna 9, sem
er sömu tegundar og 5, en þaðan á
að velta honum gegnum 10, sem er
samskonar lrlið og við 2 og G. Þeg-
ar svo langt er komið á enn að leika
knettinum kringum flagg 3 en í
þetta skifti til vinstri, eins og
rnyndin sýnir, og þaðan á depil 11
Og skjóta honum þaðan í mark
viðstöðulaust. Enginn af leikmönn-
um má tefja neitt á leiðinni eða
svíkjast um það, sem fyrir var
lagt, og ef t. d. stökk yfir torfæru
mistekst, þá verður að endurtaka
það aftur þegar í stað. Sainkepnin
gildir því aðeins, að alt sje gert
viðstöðulaust, bæði farið yfir tor-
færurnar og annað. Tími hvers
leikmanns er mældur á stoppúr
eða úr með sekúnduvisi. Þið skul-
uð reyna þetta og þegar þið eru
orðnir æfðir á því, getið þið sjálf-
sagt fundið upp nýjar torfærur til
þess að gera leikinn erfiðari.
----x—:—
SkipsbrDÍsmEnnirnir
á Flæningjaeyjynni.
Framhald.
Þau komu flekanum fyrir borð
með mestu erfiðismunum og datt
hann ofan í sjóinn en flaut. Sveinn,
Páll og Gerða komu á eftir og það
reyndist, að flekinn gat borið þau
öll. Sveinn stjakaði þeiin burt frá
skipinu með löngu skafti af báts-
haka og nú var hver síðastur, að
bjargast í burt frá skipinu. Eld-
urinn magnaðist í sífellu og von-
laust uin að bjarga skipinu.
Tíminn hafði liðið fljótt með-
an þau voru að bagsa við þetta,
nóttin var á förum, og það var far-
ið að birta. Þegar þau nálguðust
eyjuna, sáu þau að kínverska sjó-
ræningjaduggan var koniin aftur oa
hafði lagst við stjóra fyrir handan
rifið, sem kaupskipið hafði strand-
að á. Ofan úr skógarkjarrinu bak
við liellisskútann þeirra heyrðu þau
ruddalegar hláturrokur og háreysti
og þóttust þvi vita, að þar mundu
ræningjarnir sitja að sumbli. Við
hellismunnann stóð einhver og
hreyfði livorki legg nje lið og þegar
börnin komu nær sáu þau, að þetta
var varðmaður, sem átti að gæta
fjármunakistunnar, sem ræningj-
arnir höfðu haft á burl með sjer
úr skipinu.
Kínverjinn áleit auðsjáanlega, að
þarna gæti ekkert verið að óttast
því að hann var hálfsofandi. Og
hann tók ekkert eftir þegar börnin
komu upp í fjöruna.
Sveinn og Páll iæddust gegn-
um skóginn fast að Kínverjanum,
en þeir höfðu sagt Gerðu, að hún
skyldi fela sig fjær. „Ef við gæt-
um n ú borið varðmanninn ofur-
tiði án þess að hinir heyrðu til, þá
væri ekki ólíklegt að við gætum
náð i fjárhirsluna og falið hana“,
hvíslaði Sveinn að Páli.
Skyldi ráðayerð Sveins og Páls
lakast, eða taka Kinverjarnir
eftir drengjiinum. Um það
heyrnm við næst.
Tóta frænka.
MUSSOLINI f LÍBYU.
Þegar Mussolini var á ferð í Líbyu
í vetur var honum afhent hið „heil-
aga sverð Islams“ og sjest sú athöfn
hjer á myndinni. Annars var það
frægasl við Libyuför Mussolini, að
mannýgur griðungur rjeðst á liann og
sýndi Balbo landstjóri þá það snar-
ræði að snúa bola niður, svo að hann
náði ekki að granda einvaldsherran-
um.
—-—x-----
í Stuttgart var framinn einkenni-
legur þjófnaður í vetur. Fullur
ur maður sem var úti á slangri sá
sporvagn sem var hættur akstri og
tókst að koma honum á stað og
ók á fleygiferð um göturnar og
hringdi í ákafa. Þó merkilegt megi
heita varð hann engum að meini,
en lögreglunni ætlaði að veitast
erfitl að ná i hann.
——x------
Það eru til meira en hundrað mis-
munandi tegundir af hænsnum og
öll verpa þau hvítum eða brúnleit-
um eggjum nema araucana-hænsn-
in i Chile. Þau verpa bláum eggjum.