Fálkinn - 19.06.1937, Blaðsíða 8
8
F Á L K I N N
MEnn sgm lifa. ÍZ.
Charles Dickens.
Charles Dickens er eigi að
eins eitt vinsælasta skáld aldar-
innar sem leið, lieldnr lika einn
mesti kýmnihöfundur, sem
nokkurnlíma hefir verið uppi.
Fæddist liann nálægt Ports-
mouth 7. febrúar 1812. Hánn
var heilsuveill i æsku en altaf
sílesandi og ekki var liann nema
átta ára, þegar hann samdi leik-
rit, sem hann ljek með fjelög-
um sínuni. Þegar hann var 9
ára, var faðir lians, sem var
undirtylla á einni af skrifstof-
um herstjórnarinnar, settur i
skuldafangelsi i London og fjöl-
skyldan varð ])á að flytja í
hraklega il)úð í einu fátækleg-
asta útliverfi Lundúna.
Nú var úti um skólagöngu og
frekari mentun hjá Charles.
Hann fjekk vinnu í skósvertu-
gerð og hafði ofanaf fyrir sjer.
Bjó hann hjá gamalli konu ná-
lægt verksmiðjunni og eina
skemtun hans var sú, að heim-
sækja föður sinn i fangelsinu
á sunnudögum og horða kvöld-
verð með honum og hinurn
föngunum. Hefir hann gefið
lifandi lýsingu á þessari lífs-
kjarahreytingu sinni í „David
Copperfield“.
Andslreymið mótaði hann
fljótt og hann kyntist rang-
hverfu tilverunnar. Fjekk liann
mikla samúð með hinum bág-
stöddu, fátæklingum og aum-
ingjum fangelsanna og hreys-
anna í fáækrahverfunum og
lýsir hún sjer í mörgum hókum
hans. Hann lagði grundvöllinn
að hinni miklu mannþekkingu,
sem síðar náði til fólks af öll-
um stjettum og sem hefir gert
hækur lians svo mikilsverðar
heimildir um enskt þjóðlif á
þeim tíma. En meðfædd kýmni
lians helst i hendur við bjart-
sýni og hann tekur ógæfunni
með gamanyrðum og spaugi.
Um það leyti sem faðir hans
kom úr fangelsinu, nokkrum
árum síðar, fjekk hann blaða-
menskustarf við „The Morning
Herald“ sem þá var stærsta
hlaðið i London og þá hafði
Dickens ráð á því að mentast
frekar í góðum heimavistar-
skóla. Hann lærði liraðritun Qg
fjekk hraðritarstarf i þinginu.
Nokkúr ár ferðaðist hann um
landið í póstvögnum, sem úl-
sendur frjetlaritari og oft er
póstvögnunum lýst í sögum
hans.
Árið 1836 kom út „Sketches
by Boz“ og síðan „The Pick-
wick Club“ í mánaðarritinu
„The Evening Cronicle“. Sagan
fjekk ágætar viðtökur og nú var
hann ráðinn til að skrifa neð-
anmálssögur í önnur blöð. I
mörg ár hafði hann tvær og
þrjár sögur á prjónunum sam-
tímis. Bak hver sagan aðra og
Dickens varð á skömmum tíma
þjóðfrægur maður og sögur
hans voru þýddar á önnur mál.
Og hann varð vinsælli en flestir
höfundar hann hafði ríka
samúð með persónunum, sem
hann lýsti, og lesendurnir með
honum. Af sögum hans frá
þessu tímabili má nefna:
„Oliver Tvist“, „Nicholas Nicl-
eby“, „Martiu Chuzzlewit“,
„Dombey & Son“, „David
Copperfield“, „A Tale of two
Cities“ og „Our Mutual Friend“.
Dickens fór oftar en einu
sinni bæði til ítaliu og Ameriku
og var ávalt tekið með kostum
og kvnjum. Um England ferð-
aðist hann mikið og las upp,
og græddi fje á því. Hann átti
heima í Gravesend við London
og þar var samkomustaður
vina hans, skálda og stjórn-
málamanna.
Að ósk þjóðarinnar var hann
grafinn i „Skáldahorninu“ í
Westminster Abbey og' er gröf
lians milli minnismerkjanna yf-
ir Chaucer og Shakespeare. í
húsinu sem hann fæddist var
sett upp Dickens-safn árið 1904.
Arið 1912 var hundrað ára af-
mæli lians haldið hátíðlegt um
allan heim. „The Dickens
Fellowship“, sem er fjelag, er
helgar starf sitt minningu Dic-
kens og gefur út mánaðarritið
„The Dickensian“ hefir f jelags-
deildir víða erlendis.
Sögur hans koma enn i dag
ávalt í nýjum útgáfum bæði í
Englandi og öðrum löndum, og
sýnir það, að vinsældir hans
hafa ekki rýrnað þrátt fyrir
breyttan bókmentasmekk. Þvi
að vinsældir hans byggjast á
þekkingu hans á þeim þáttum
mannssálarinnar, sem eru ei-
lífir og óumbreytanlegir. Dic-
kens á einnig svo mikið hug-
myndaflug að hann vekur á-
huga lesendanna og hrifur þá
með sjer. Hann gerir ekki
greinarmun á stóru og smáu og
lætur það háleita og hversdags-
lega fylgjast að, hann sjer alt
með auga listamannsins og lýs-
ir öllu með nærgætni. Hann
tekur efni sitt úr daglega lífinu
og setur það fram á svo breið-
um og skýrum grundvelli, að
Goð samtíðarinnar. 1Z.
John Maynard Reynes
Allir geta orðið ásáttir um
það núna, að ef ráðum .1. M.
Keynes hefði verið fylgt, þeim
sem hann ,gaf upp úr styrjald-
arlokunum, hefði heiminum
vegnað hetur. Hann var ráðu-
nautur ensku samninganefndar-
innar á friðarfundinum í Ver-
sailles og hlöskraði græðgi sig-
urvegaranna og reyndi að gefa
þeim liollráð, en enginn leit
við þeim. Þá skrifaði hann rit-
ið „Fjárhagslegar afleiðingar
friðárins" og sýndi fram á, að
hernaðarskaðabæturnar, sem
handamenn höfðu tiltekið,
næðu ekki neinni átt. Og hann
varð sannspár. Spádómar hans
liafa komið fram.
Þegar kreppan kom hirti
hann lílt um að minna á, að
hann hefði haft rjett fvrir sjer,
heldur benti á leiðir, til þess
að veikja áhrif kreppunnar.
Hann sagði að gömlu ráðin
væru aðeins til bölvunar. En
ekki vildu menn trúa því, og
kreppan fjekk að fara því fram
sem henni sýndist.
Núna i vetur birti „The
Times" þrjár greinar eftir
Kevnes. Efnið var: „Hvernig á
að komast hjá næstu kreppu?“
Og nú lásu allir með athvgli:
Það sem nauðsynlegt er, er
ekki að örfa góðærin, heldur
að varna því, að þau snúist í
óáran, segir Keynes. Það þarf
jafnvel að hindra stofnun nýrra
fyrirtækja í ýmsum greinum,
það geta hankarnir. Það er
rjétt að ríkið styrki atvinnulíf-
ið með lánum á krepputímum,
en nú á ríkið ekki að lána eða
laka lán. Hervæðingarkostnað-
inn á t. d. að laka með nýjum
sköttum. Vextirnir mega ekki
hækka, menn eiga að óttast liáa
vexti eins og helvítis eld. Það á
að auka innflutninginn og ekki
setja það fyrir sig, þó verslun-
arjöfnuðurinn sje óliagstæður,
aðeins el' verzlunin vex. Rikið
á ekki að sletta sjer fram í at-
vinnurekstur, en draga upp lín-
urnar og afstýra verðlagssveifl-
um. Áætlanir um það, hvemig
peningum skuli varið í aðalal-
riðum skulu gerðar til langs
tíma, fyrirfram. Það er of seinl
að hindra kreppuna, þegar hún
er komin. Áður gátu menn ekki
varis.t náttúruöflunum en nú
eignast þeir i sífellu betri vopn
gegn þeim en áður. Það ætti því
að vera hægt að verjast áföllum
lesandinn upplifir sjálfur það
sem bókin lýsir fyrir honum.
Á Norðurlandamálunum eru
til heildarútgáfur af sögum
Charles Dickens og á íslensku
eru nokkrar af sögum hans
þýddár, þar á meðal Oliver
Twist og David Copperfield.
í atvinnulífinu, sem er mann-
anna verk.
Keynes er enn á besta aldri, að
eins 54 ára gamall. Hann er
bjartsýnn á framtíðina ef
menn geri rjett en ekki hafa
spádómar mestu bölsýnismanna
ræst eins vel og hans fyrir því,
síðustu 18 árin.
fiAHÐYRKJUMAÐUIÍ DICKENS.
Gamli maðurinn hjerna á mynd-
inni var um langt skeiö garðyrkju-
maöur enska skáldsins Charles l)ick-
ens. Heitir iiann George Wooley og
varð nýlega 85 ára. Hann á ágætt
I)ókasafn, þar sem flestar bækur finn-
ast, er ritaðar hafa verið um Dickens.
og kann fjölda af sögum um skáldið
oe man atburði úr lífi hans.
LOUISE RAINER OG PAUL MUNI
fengu heiðursverðlaun Academy oi'
Film Art í Los Angeles fyrir bestan
leik í kvikmyndum á árinu 1936.
Hún fyrir leik sinn í Ziegfield-mynd-
inni og hann fyrir meðferð sína á
hlutverki Louis Pasteur í samnefndri
mynd. Iljer á myndinni sjást þau
leika saman i kvikmyndinni „Góð
jörð“, eftir samnefndri sögu Peari
Buck, þeirri, sem kom út á íslensku
í fyrra.
Franski flugmálaráðherrann hefir
fest kaup á nýrri flugvjel, sem á að
nota til ferða yfir Atlantshaf. Húu
er með 6 hreyflum, sem hafa 4800
hestöfl alls, sex manna áhöfn og á
að geta borið 20 farþega og 2—3
tonn af flutningi. Getur hún fiogið
6000 kin. án þess að lenda og með
330 km. hraða á klukkustund,