Fálkinn - 31.07.1937, Side 2
2
F A L K I N N
-------- GAMLA BlÓ --------------
Örlöfl við Volga.
Áhrifamikill sjónleikur tekinn ai'
Milo Film, París, undir stjórn
Wladimar Strichevsky. Leikin al'
frönskum leikurum.
ASalhlutverkin leika:
PIERRE BLANCHAR,
CHARLES VANEL,
VERA KORENE,
INKIJINOFF AIMOS,
LABRY.
Myndin verður sýnd bráðlega.
Þessi stórfenglega mynd, sem far-
ið hefir sigurför um allan heim er
gerð eftir handriti Josefs Kasseis,
eins hins ágætasta kvikmyndahöt'-
undar nútimans, en tekin undir
stjórn Rússans Wladimir Strichev-
sky af Milo-Film í Paris. Aðalhlut-
verkin eru þrjú, Vadime Borzine
ferjumaður á Volga (leikinn af
Pierre Blanchar), Boris Goereff
ofursti (Charles Vanel) og Lydia
kona hans (Vera Korene). Myndin
fer fram í sjerstæðu umhverfi og
mótast af hinu daglega lífi ferju-
niannanna á stórfljótinu Volga, sem
dag eftir dag og mánuð eftir mánuð
eru á ferðum um fljótið á hinum
ílatbotnuðu bátum sínum. Þeir eru
ómentaðir menn og illa til fara og
láta hverjum degi nægja sína þján-
ing. Undantekning frá þessu er þó
ferjumaðurinn Vadime. Hann hafði
áður verið liðsforingi, en fyrir við-
kynningu sína við unga konu, hafði
maður hennar í afbrýðissemi sinni
látið dæma liðsforingjann sekan fyr-
ir njósnir, til útlegðar i Síberíu. En
hann komst undan og tók upp falskt
n.afn og lifði siðan, sem óljreyttur
ferjumaður á Volga. Nú ber svo við
eina nóttina, að stórt farþegaskip,
sem gert hafði verið út af ýmsum
ríkum mönnum i skemtiferð, brenn-
.ur til kaldra kona á fljótinu, og
höfðu farþegarnir kveikt i þvi í
ölæði. Aðeins ein manneskja kemst
lífs af, Lydia kona ofurstans. Og
liðforinginn, sem nú er orðinn nær
óþekkjanlegur, sem skeggjaður og
óþrifalegur ferjumaður á Volga, verð-
ur til að bjarga henni. Þar mætast
örlög þeirra tveggja á ný, og skal
ekki lýst hvernig þau verða, því að
myndin gerir það best sjálf.
En þess má geta, að frá upphafi
lil enda er mynd þessi ein hin á-
gætasta mynd, sem tekin hefir verið
í Rússlandi og hinu franska kvik-
myndafjelagi til mesta sóma. Hún er
afar áhrifamikil, bæði fyrir leik
hinna einstöku persóna og eins fyr-
ir umhverfi það, sem hún er tekin
i. Þykir myndin, að dómi erlendra
blaða vera til stórsóma fyrir franska
kvikmyndalist og leikendurnir, sem
að vísu voru gamalkunnir í Frakk-
landi, sem ágætir listamenn, urðu
fiægir á svipstundu um allan heim,
eftir að þessi mynd kom á markað-
inn. Konan, sem leikur hlutverk
Lydiu, Vera Korene, er talin besta
leikkona hins fræga Parísarleikhúss
„La Comedie Francaise".
Þetta er mynd, sem óhikað má
ráða öllum til að sjá, sem hafa gam-
an af listfengum kvikmyndum. Hún
verður sýnd á GAMLA BÍÓ innan
skamms.
Maður í Glasgow kom inn i búð
og vildi kaupa einn spora. Af-
greiðslumaðurinn áttaði sig ekki á
þessu: — Einn spora? Hvað ætlið
þjer að gera við hann? Þjer meinið
víst tvo?
— Nei, hversvegna skyldi jeg vera
að eyða peningum i meira en einn.
Ef jeg get komið annari hliðinni á
hestinum áfram, þá hlítur hin að
elta!
tslensku skátarnir
sem fóru á alþjóðainótið til Hollands
eru nú koinnir á leiðarenda og 1
skeyti, sem frá þeim kom á mánu-
daginn láta þeir vel yfir för sinni
það sem af er. Þeir fóru með Lyru
til Bergen en þaðan sjóleiðis til
Hollands. Myndin, sem hjer birtist
af þeim, er tekin uppi á Flaugar-
fjalli við Bergen.
jr
I nöesta blaðí
„FÁLKANSW
birtist síðari hluti hinnar stórmerki-
legu greinar um kynjalandið At-
iantis, sem Fálkinn flytur fyrri
hlutann af í dag. Um þetta dularfulla
land hafa verið gefin út nálær.t
50.000 rit og á siðari árum fjölgar
j>eim óðum, sem hallast að því, að
Atlantis hafi verið til, en fyrrum
vildu flestir telja Atlantis-sagnirnar
þjóðsögn eina eða lygasögn. Fjórar
myndir verða með seiruii hluia
greinarinnar.
Þá er næsta blaði saga eftir James
Ashvell, sem heitir ,,Öll svörin“ og
fylgir mynd sögunni. Ennfremur lítil
gamansaga eftir Roda Roda, og heit-
ir hún „Antipellin".
Fjöldi innlendra og útlendru
mynda verður í blaðinu að venjn.
í greinarflokkinum Menn sem lifa
verður sagt frá enska skáldinu Thom-
as Hardy.
Jinn mikli
arfnr tslands*.
(Iceland’s Great Inheritance) heitir
bæklingur einn, sem nýlega er kom-
inn út á ensku og ritað hefir Adam
Rutherford, meðlimur kgl. enska land-
fræðafjelagsins. Hann mun aldrei hafa
komist hingað til lands, en þekkir
land og þjóð all ítarlega af ýmsum
bókum, sem hann hefir lesið. Höf-
undur ber fram í ritlingi sínum þá
kcnningu, að íslandi sje ætlað að
verða öndvegisland frændþjóðanna
á norðurlöndum og einnig allra
Engilsaxa og Kelta, úr því- að fjög-
ur ár eru liðin. En rökstuðning
hans fyrir þessum spádómi er að
sumu leyti heimt úr biblíunni, en á
öðrum þræði frá ýmsum fyrirbær-
um, sem höf. hefir leitast við að
rannsaka á Kheopspyramídanum í
Egyptalandi, en þar hefir hann dval-
ið allmörg ár. Nýstárlegt mun mörg-
um þykja, að höf. telur íslendinga
komna af Benjamín, yngsta bróður
Jósefs, sem herleiddur var og Biblí-
an segir frá. Yfirleitt er bæklingur-
inn hinn furðulegasti aflestrar, og
má ráða íslendinum, sem ensku lesa,
til þess, að kynna sjer efni hans, þvi
að það er býsna sjerstætt. Ritlingur-
inn fæst í bókaverslunum hjer og
kostar eina krónu.
Gengið á
Himalaja-fjöll.
1 Himalaja-fjöllum, sem eru
á landamærum Indlands og Tíbet,
eru margir hnúkar, sem aldrei
hefir verið gengið á. Frægastur
þeirra er Everest, sem er hæsta
fjall í heimi (8882 metrar).
Engin bygð er þar nálægt, og
er Everest ekki eins áberandi,
eins og margir aðrir hnúkar
þarna í fjöllunum. Það grunaði
því engann, að þetta væri hæsta
fjall í heimi, ekki einu sinni
hresku landmælingamennina,
sem úr fjarska mældu hæð
hnúkanna. Það var ekki fyr en
farið var að reikna út mæling-
arnar, að upp úr kafinu kom að
þéssi nafnlausi hnúkur, sem þá
var, var hæsta fjall í heimi.
Það var Inverji einn, er var
starfsmaður á landmælingastöð
Breta í Indlandi, sem uppgötv-
aði þetta, og kom þjótandi inn
á skrifstofu til deildarstjórans,
og sagðist hafa fundið hæsta
fjali í heimi. Fjallinu var síðan
gefið nafnið Everest, eftir yfir-
manni landmælinganna bresku
i Indlandi, er þá var, en liann
hjet Everest, og liafði fremur
lítið til þess unnið, að fjallið
vrði kent við hann.
Marga leiðangra er búið að
gera út, til þess að reyna að
komast á Everest-fjall, en á-
rangurslaust. Aftur á móti hefir
tekist að fljúga yfir það, og
taka af því ágætar ljósmyndir.
, I sumar hafa menn í tvennu
lagi verið að reyna að komast
upp á háa fjallshnjúka í Hima-
laja. Var annað þýskur leiðang-
ur undir stjórn dr. Karls Win,
sem er landfræðis-prófessor við
háskólann í Miinchen, og var
ætlunin, að reyna að komast
upp á Nagna Parbat-fjall, i
vesturhluta Himalaja. Er það í
annað sinn sem þýskur leiðaug-
ur reynir við fjall þetta, sem er
-------- NÝJA BlÓ. ----------------
Hinn framliðni
snýr aftnr.
Stórfengleg kvikmynd, tekin af
Warner Bros. First National
undir stjórn Michael Curtiz.
Aðalhlutverkin leika:
BORIS KARLOFF,
MARGUERITE CHURCHILL.
Mynd þessi er að efni til ein
sjerkennilegasta myndin, sem
sýiid hefir verið á siðari árum.
Sýnd bráðlega.
Ýmsa rekur eflaust minni til blaða-
frásagna af alþjóðafundi frumlu-
fræðinga, sem haldinn var í Kaup-
mannahöfn um þetta leyti ( fyrra.
Það sem einkum vakti athygli á
þeim fundi var, að þar var meðal
þátttakenda hinn frægi fluggarpur
Charles Lindberg. Öllum heiminum
var kunnugt, hvílíkur afreksmaður
hann er í flugi, en hitt kom flesí-
um einkennilega fyrir sjónir, að
hann skyldi vera vísindamaður og
hafa fundið „gerfihjarta" það, sem
við hann er kent og sýnt var þarna
á alþjóðafundinum.
Nú mega menn ekki halda, að
þetta gerfihjarta sje þannig, að
hægt sje að koma því fyrir í lif-
andi manni, sem hjartað er orðið
ónýtt í. Gerfihjartað er áhald, sem
notað er til að koma á framhaldandi
starfi í frumlum, sem búið er að
taka úr þeim líkama, sem þær áttu
heima í. Tökum til dæmis, að skorið
sje ketstykki af nýslátruðum grip.
Þá er hægt með gerfihjartanu að
láta frumlurnar halda áfrain að
starfa i stykkinu, eins og það væri
enn á gripnum lifandi. Er þetta
stórmerkt atriði fyrir þá visinda-
menn, sem leggja stund á að kynn-
ast starfsemi frumlanna í öllum líf-
rænum verum.
En sú er orsök in til þess, að
Lindbergh fór að sinna þessum efn-
um, að einu sinni var hann látinn
fljúga með blóðvatn til spítala eins
vestra til þess að bjarga vini sín-
um, flugmanninum Floyd Bennelt,
sem samnefndur völlur er kendur
við. Bennett dó, en Lindbergh ein-
setti sjer þá að kynna sjer lífeðlis-
fræði og fór að stunda þessa grein
hjá hinum heimsfræga eðlisfræðingi
dr. Alexis Carell. Og út frá því varð
gerfihjartað til.
í myndinni „Hinn framliðni snýr
aftur“ kemur gerfihjartað við sögu
á all einkennilegan hátl. Myndin
segir frá manni, sem hefir verið
tekinn af lifi með rafmagni vestur í
Bandaríkjunum, en síðan tekst að
lífga við. Er efni myndarinnar svo
sjerstætt og myndin öll svo ein-
kennileg og furðuleg, að flestir munu
verða forviða að sjá hana. Hún ei
tekin af Warner Bros-First Nationai
undir stjórn Michael Curtiz en aðal-
hlutverkið leikur hinn heimsfrægi
leikari Boris Karloff af dæma-
fárri snild. Hefir mynd þessi orðið
lil að slá því föstu, að hann sje
einhver hinn sjerkennilegasti leik-
ari, sem komið hefir á sjónarsvið-
ið á síðustu áratugum. Nafnið virð-
ist benda á, að hann sje rússneskur,
en það er hann ekki. Hann er Eng-
lendingur og heitir rjettu nafni
William Henry Pratt, en Karloff er
ættarnafn konunnar hans.
afar erfitt uppgöngu. Hið fyrra
sinn var í júlí 1934. Reyndi þá
liópur þýskra vísindamanna,
undir stjórn hins fræga fjall-
göngumanns Willy Merkl, að
ganga á fjall þettk. En leiðang-
ursmenn fórust allir á fjallinu,
en með hvaða móti vita menn
Frh. á bls. 15.