Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1937, Blaðsíða 2

Fálkinn - 14.08.1937, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N ----- GAMLA BlO --------- Uppnám i ipernnni. Afar skemtileg gamanmynd, leikin af hinum heimsfrægu MARX BROTHERS. Myndin verður sýnd bráðlega. Kvikmyndin varð meðal annars til þess, að eyðileggja fjölleikahús- in gömlu. í öllum fjölda stórborga hittir maður fyrir þá sjón, að sam- komuhús, sem fyrir 20 árum var einn vinsælasti „cirkus“ borgarinn- ar er komið í rúst, eða orðið að kvikmyndahúsi. En leiktrúðarnir eru ennþá til. Iíæði þeir, sem leika fíflin og láta inála sig í framan eins og „bajads“ og svo hinir ,sem hafa aðdáanlega fimleikahæfni til að bera. Nú eru þeir bestu úr þeim greinum, sem nefndir voru, hjá ríkustu kvili- myndafjelögunum. Þessum miklu — sem geta alt. Metro Goldwyn-Mayer hefir nú i þjónustu sinni menn, sem hefðit getað orðið miljónamæringar á cirkuslífinu — Marx-bræðurna svo- nefndu, sem undanfarin ár hafa verið taldir mestu „tröllæringjar“ Ameríku. Þeir eru ekkert i ætt við þann fræga Marx, sem Marxisminn er við kendur, heldur fæddir ein- hversstaðar í heiminum, fjarri því scm heitir nokkur þroski í stjórn- málaskoðunum, og heita Groucho, Chico og Harpo Marx. En hvað sem nöfnunum Hður, þá geta þeir skapað góða kvikmynd. Það er sprengskemtilegt, að sjá þessa þrjá b; æður, einn sem framkvæmdastjóra ríkrar ekkju, sem gjarnan vill kom- ast á framfæri, meðal fína fólksins. Þá er og gaman að sjá til Fiorello. vin söngvarans Ricardo Baroni, sem leikinn er af Allan Jones. Þriðji bróðirinn er Tomasso, þjón t Lasparry, hins viðurkenda aðal- söngvara óperunnar i Milano. . Nú fer svo að söngkona ein mikil, sem syngur sopran i Milano-óper- unni, verður fyrir ást Jieirra beggja söngvaranna, Lasparry og Baroni. Hún heitir Rosa Castaldi, þessi söngkona, og er leikin af Kitty Car- lise. — Um þá viðureign snýst svo leikurinn, sem endar með uppnámi í sjálfu söngleikhúsinu. En þeir bræðurnir gera sitt til, hver á sinn hátt, að hjálpa þeim húsbændum, sem þeir eru hjá, og spinnast út af þessu margvislegar þrautir, sem þó eru þannig, að áhorfandi myndar- innar fer ekki að gráta af þeim. Sögu myndarinnar og efnisjiráð, skal maður varast að rekja. En Marx-Brothers eru skritin kvikindi. Þó að þeir sjeu „upplærðir" í anda ekta amerikansks skilnings á því, sem þar þykir hlægilegt — en ýms- um köldum Evrópumönnum finst leiðinlegt, þá eru þeir þó þannig, að hver manneskja, sem vill hlæja, slær hendinni á lærið — ef hún þá þorir það vegna þess að liún situr í Bíó — og skellihlær. V E L J I Ð V E R A S I M I L L 0 N Snyrtivörur. Heildsölubirgðir: Skúli Jóhannsson & Co Jóhann Þorbjörnsson, Freyju- götu h ‘3, verður 75 ára lh. ágúsl. jr I mæsta bladi „FÁLKANSW birtist grein eftir Ólaf Jónsson framkvœmdastjóra á Akureyri um Herðubreið og Herðubreiðarlindir Ólafur cr þaulkunnugur þar syðra og gerði sjer nýja ferð þangað í vor, ásamt fleiri Akureyringum, til þess að kanna, hvort ekki væri tiltæki- legt að ryðja bílvey suður Öræfin til Dyngjufjalla. Telur hann þetta tiltölulega auðvelt. Fimm myndir úr þessari ferð fylgja greininni og fleiri verða birtar síðar. Sagan i blaðinu er eftir William Mcharg og heitir „Að muna of mik- ið“. í þætttinum „Menn sem lifo“ verður i þetta skifti sagt frá kon- urtgi allra tónskálda, Joh. Sebastian Bach. Kort Gislason frá Skjaldakoti, nú til heimilis fíræðraparti, Vogum, verður 70 ára 12. ágúst. Ásgrímur Sigfússon, framkv.stj. Hafnarfirði varð hO ára 10. ág. ------- NÝJA BÍÓ. -------------- Óheillavalsinn. (STRADIVARIUS) Tilkomumikil og vel gerð auslur- ísk kvikmynd um hijómlist, ástir, og ófrið. — Aðalhlutverkin leika: GUSTAV FRÖHLICH og SYBILLE SCHMITZ. Tónlist myndarinnar annast Zigeunahljómsveit undir stjórn JENÖ FARKAS. Myndin gerist í Ungverjalandi og í ftaliu á heimsstyrjaldarárunum. Sýnd iim helginu. Kvikmyndin er gerð undir stjórn Geza von Bolvary. Hans meðferð á kvikmyndaefnum þekkja allir. Hann getur töfrað fram úr djúpunum næm- ar tilfinningar bæði þeirra sem leika, og hinna sem horfa á. Hin dásamlega kvikmynd „Óheilla- fiðlan“, sem betur mætti heita sama heiti og hún var nefnd á dönsku: Eldurinn ósigrandi, er engin und- antekning frá myndum Bolvary. nema el' vera slcyldi að því leyti, að hún fer sennilega fram lir þeim öllum. Það eru ekki mennirnir held- ur músikin, sem er aðalkraftur myndarinnar, enda er það göinul slradivariusfiðla, sem keniur mest við sögu. Aðalpersóna myndarinnar, ungverski fyrirliðinn Sandor Teleki, hefir eitt skifti á glaðri stund, gripið fiðlu sigaunameistarans og leikið fyrir dansi, á þann hátt, að enginn gleymdi. En svo verður hann fyrir því láni — eða' óláni að erfa eftir frænda sinn eina dýr- mætustu fiðluna, sem lil er í öllum heiminuni — Beatrice-fiðluna, sem fiægasti fiðlusmiður heimsins, Stradivarius, hafði fyrirhugað dótt- ur lærimeistara síns, Amati. llún hjet Beatrice. En brátt fær liinn ungverski liðsforingi, Sandor, að rc-yna, að ógæfa fylgir þessu „hljó- tæri“, sem Stradivarius hafði fyrir- liugað Beatrice. Þetta styrkir hann þó aðeins í þeirri trú, að hann eigi að fórna slúlkunni, sem hann hefir loksins orðið ástfanginn í, eftir öll sin æfintýri, ást sinni til æfi- loka. Og hann segir sig úr herr,- um, til þess að fá að fórna sjer ein- göngu fyrir ásl sína, til ítölsku stúlk- unnar Mariu Belloni og til fiðlunn- ar sinnar. Hann getur unnið fyrir þeim báðum með fiðlunni. En „á skammri slund skiftist veð- ur i Iofti“. Ófriðurinn kemúr og margt skeður. Það sem skeður á landamærum ítaliu og hins forna ríkis Austurríkis—Ungverjalands, skal ekki rakið hjer. En við þá sögu kemur hinn ágæti leikari Albrecht Schoenhals, og leikur töfrandi. En yfirburðina hafa, vegna meðferðar hiutverka sinna Gustav Frölich, sem leikur hinn ungverska liðsforingja og Sybille Schmidtz, er leikur ástmey hans. Hinir seiðandi tónar sigauna- hljómsveitar Farkas’ gefa tónlistinni i þessari mynd hið rjetta umhverfi. Hún verður minnisstæð öllum, en þeirn þó best, sem hafa bæði augu lil að sjá og eyru lil að lieyra.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.