Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1937, Qupperneq 3

Fálkinn - 14.08.1937, Qupperneq 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Beykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa i Oslo: A n t o n Schj öthsgade 14. Blaðið kémur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.50 á mánuði: kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirtram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent. Skradðaraþankar. „Lánið er stutt, en lygin löng“. — Og ólánið langt en sannleikurinn stuttur. Eða öfugt. Það er gömul saga. Það hefir verið ýmsra manna hlutskifti, að eiga láni að fagna siuttan kafla úr æfi sinni. Svo yfir- gaf lánið þá, og alt gekk þeim á móti. Og þeir voru ver settir en hínir, sem aldrei höfðu heilsað lán- iriu, |)ví að þetta stutta blómatíma- þil þeirra varð aðeins til þess, nð almnningi, sem liafði öfundast af hinu stutta láni þeirra, fanst ástæða til að krefjast þess af þeim, að þeir yrðu lánsamir áfram. En þegar það ekki varð, tóku hinir fyrverandi ac'dáendur að mögla og sögðu: Mik- ilí falshundur hefir hanii verið þtssi N. N. — Þarna baðaði liann í rósum og velti sjer í peningum, og nú stendur það á prenti, að hann sje kominn á hausinn! Fyr má nú rota en dauðrota. Á dauða minum átti jeg von, en .... Svo spinnur Gróa á Leiti úr sín- um lopa. Og maðurinn, sem máske enga sök hefir átt á óláni sínu, er uppistaðan í lopanum. Hann hefi.' máske eltki verið kunnur nema í sinum hreppi eða sínu kauptúni. En áður en fregnin um hagbreyting lians er orðin kunn, kpmur lygm. Og hún segir margt, sem enginn einn vissi áður. Því að engin lygi er svo til, að hún hafi verið samin öll i einu. En hún er fljót, eins og hið fornkveðna segir: „Meðan sannleiit- urinn staulast inn að Elliðaám, kemst lygin norður á Langanes. Ólánið þarf ekki að vera nema stutt, en afleiðingar þess verða ekki yfirunnar nema á löngum tíma. Og |iað kemur af ])ví, að sú tegund frjettarinnar, sem fer lestagang á milli klyfja, veit að því sem satt er. en liin berst alveg eins og hún hefði einkasíma, með eiigum ntilli- stöðvum — og millistöðvum þó. Mað- urinn, sem rjettir við aftur eftir ólánið, þarf því dtki að vænta þess, að frjettin um það, sje eins fljót á leiðinni og hin, sem sagði gleðifregn- ina af þvi, að ólánið hefði hent hann. Hann bað um livoruga fregnina og ináske stendur hopum ekki á sama. En ináske vegnaði honum betur í tilverunni, ef fregnin kæmist um það bil með sama hraða báðar leiðir. Hver veit? Og ekki mundi það skaða nokkurn. Þvi að lygin er aldrei seld fyrir peninga. Hún er gefin, gef- andanum til ánægju. En livernig fer mannkyninu, þeg- ar þær samgöngubætur gerast, að lygi og sannleikur verði jafnfljót í ferðum? Lengist þá ekki lánið, og lygin styttist? riú zr bílfært á HyErauelli. Síðan brúin kom á Hvítá austan Bláfelts og bítfært varð að Sælu- liúsinu i Hvítárnesi hafa skemti- ferðir þangað aukist stórkostlega. Þannig skrifuðu sig í gestabók sæluhússins um 560 manns þrjár síðustu vikurnar í júlí sl. eða nær 30 á dag, og þó munu margir hafa komið þangað, sem ekki standa í gestabókinni. En ekki mun draga úr ferðum norður þangað framvegis, þvi að nú er akfært orðið alla leið á Hveravelli, hinn fræga stað. Hefir i sumar verið ruddur vegur þangáð alla leið og varð það til að flýta fyrir því verki, að verið er að setja upp girðingu vegna borgfirsku pest- arinnar, milli Blöndu og Langjök- uls, og þurfti nauðsyn að geta flutt efnið i girðingarnar á bifreið- um. Sunnudaginn 1. þ. m. mun hafa verið meira fjölmenni samankomið á Hveravöllum en nokkru sinni fyr eða siðar. Þá var Ferðafjelagið þar gestkomandi og hópur verslunar- fólks úr Reykjavík, alls rúmlega 70 manns. Og þó að veðrið væri slæmt, svo að lítils nyti af hinu fræga útsýni á Kjalvegi, ])á ])ótti flestum fróðlegt að koma á Hvera- velli og skoða hverina þar, sem einkum eru sjerkennilegir fyrir það, hve hveraskálarnar eru hvitar og fallegar. Goshveri er ekki liægt að telja þar, en hinsvegar eru þar mjög einkennilegir hverir aðrir, svo sem Bláhver og nágranni hans: Öskur- hólshver, sem áður fyrrum baulaði eins og naut í flagi, en nú er orð- inri hás og lætur minna yfir sjer. Það er því líkast sem hann fnæsi og gufustrókurinn spýtist þá upp úr nösum hans. Á Hveravöllum sjásl og leifarnar af kofa Fjalla-Eyvindar, braunsprunga ein og iilaðið grjóti upp í báða enda, en við annan endann er byrgi eitt í sömu sprung- unni. Er ver þetta hinn ófullkomn- asti mannabústaður. — Akleiðin frá Hvítárnesi á Hveravelli er um 53 km. og allmiklu lengri en gamli reiðvegurinn um Kjöl, austan Kjal- hrauns. En leiðin vestan Kjalhrauns, um Þjófadali er fegurst þeirra þriggja leiða, seni nú eru færar rnilti Hvitárnes og Hveravalla. tiafgúan Jenny Kammersgaard. Siðastliðnar vikur hefir kornung dönsk stúlka unnið hvert afrekið öðru frábærra á þolsundi, svo að eigi er vitað, að nokkurntima hafi verið unnin meiri sundafrek, að minsta kosti ekki á norðlægum breiddarstigum. Stúlka þessi er frá Horsens, er aðeins 19 ára og heitir Jenny Kammersgaard og vinnur á ullarverksmiðju í Horsens. Hefir hún synt yfir beltin dönsku og siðan frá Samsö tii Aarhus, en það sund var um 40 kílómetra og var hún 13 stundir og 35 mínútur á teiðinni. Næsta verkefni hennar var að synda yfir Kattegat, milli Sjá- landsodda og Grenaa, en það sund var stöðvað af lækni þeim er fylgdt henni, er hún hafði synt 60 kiló- metra. En Jenny litla var eklti af baki dottin. Hún reyndi á nýjan ieik og lagðist til sunds við Sjá- landsodda síðastliðið laugardags- kvöld klukkan 6 og steig í land á Jótlandsströnd á sunnudagskvöld laust fyrir miðnætti. Ilafði hún þá verið á sundi hvíldarlaust i heilan sólarhring og fimm stundir betur og synt um 90 kílómetra. Fjögra kíló- metra leið frá marki lenti hún í siraumi, sem hún gat ekki hamlað á móti og varð að berjast við þenn- an straum í tíu stundir, enda kom hún að Iandi um líu kílómetrum fyrir norðan ákvörðunarstaðinn. Þykir þetta sundafrek svo einstætt. að það hefir vakið athygli um allan lieim og er talið taka langsamlega fram sundunum yfir Ermasund. Hjer er mynd af Jenny Kammersgaard og önnur af henni á sundi við htiðina á bátnum, sem fylgdi henni á sundinu frá SamsÖ. RÚSSLAND FRAMLEIÐIR GULL. Á síðasta ári hefir Rússland fram- leitt gull fyrir 1.300 rniljón krónur, ef reiknað er nteð 157 króna verði á únzu. En á yfirstandandi ári er gert ráð fyrir, að gullframleiðslan aukist upp i 1.800 miljón krónur og verður Rússland þá rnesti gullfram- leiðandi i heimi, því að Suður- Afríka frantleiðir ekki nema 1.700 miljónir í gulli. Hefir framleiðsla námanna i Vestur-Siberíu fjórfald- ast síðan 1933.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.