Fálkinn


Fálkinn - 23.10.1937, Blaðsíða 2

Fálkinn - 23.10.1937, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N ----- GAMLA BlÓ ---------- Dansandi gegnum lifið. Bráðfjörug og skemtileg amerisk dans- og söngvamynd. Aðalhlutverkin leika m. a. ELEANOR POWELL og JAMES STEWART. „Dansandi gegnum lífið“ nefnist hráðfjörug mynd, sem sýnd verður bráðlega i Ganila Bió. Ted Barker, ungur og glæsilegur maður rjeð sig i sjóherinn, af því að hann iangaði að reyna hvernig sjómannslífið væri, og með honum fjelagi hans, hesti náungi, en ekki eins glæsilegur og hann, að nafni Gunny Saks. Hann liafði verið dansmaður og giftst ungri dansmær, Jenny að nafni, en lijúskapurinn fór i mola, Jiví að Jiegar konan sagði, að hann væri eins og hnotubrjótur, þá þoldi hann ekki lengur mátið, og réðst i sjóherinn, Þeir fjelagar, Ted og hann, voru á kafbáti í 4 ár, og nú rann loks sú stund upp, að þjón- ustan væri á enda, og báturinn varj/- aði akkerum á liöfninni í New York. Gunny var farið að langa tii þess að sjá konu sina aftur, enda þótt hann væri engan veginn viss um, að hún vildi framar við liann kann- ast, og það var þvi ekki furða, þótt hann hefði dálítinn lijartslátt, er hann gekk í land ásamt Ted, fjelaga sinum. Jenný hafði hins vegar fengið stöðu í „Einstæðingaklúbbnum" og dvelst hún. nú ásamt dóttur sinni. sem er 3'/e árs göniul og sennilega dóttir Gunnys, þótt liann viti ekki um, að þeim hafi orðið barns auðið. Gunny ieggur nú leið sína, í klúbb- inn til þess að finna konu sína, og Ted fer með lionum til þess að vera vitni að endurfundum þeirra. Þeir finna Jenný, en hún þekkir eklci mann sinn aftur og kastar sjer í fang Teds — í Jieirri trú, að hann sje maður hennar! Misskilningurinn stendur þó ekki lengi, en fögnuður hennar verður' ekki meiri en Jiað, að hún neitar manni sínum um koss. Ted kemst brátt i kynni við unga og fallega dansmær, sem Jenny hafði tekið að sjer að lijálpa á framfæri. Hún hjet Nóra Baige, og þau fella áslarhug hvort til annars. Nú vill svo til, að lialda á hátið um borð i kafbátnum og söngkonan Lucy James á að syngja þar. En Jieim Ted og Nóru tekst að koma því svo fyrir með saklausum hrekkjum, að Nóra tekur lilutverk hennar og leysir það af hendi með svo mikillli prýði, að framtíð henn- ar er trygð. Jafnframt fær Jenný opin augun fyrir því, að Gunny sje i rauninni besti drengur og takast með þeim góðar ástir á ný. í mynd- inni er mikið um söng og dans — líf og fjör. GuUbrúðkaup áltu Í4. þ. m. hjonin Margrjet fírímsdót'tir og Þorlákur Þorláksson tsafirði. Anna Björnsdáttir, Miðkoti, Dal- ník, varð 80 ára 13. þ. m. I I RN K AUPHALLARINNAR í LONDON sjest hjer á myndinni, Ji. e. efsti hluti hans. .4 spírunni er mynd aí engisprettu og var verið að gylla hana, þegar myndin var tekin. Menn kynnu að spyrja, hvernig á þessari engisprettumynd standi, en hún er þannig til komin, að sir Thomas Gresliam, einn rikasti maður Eng- lands á fimtándu öld, stofnaði fyrstu kauphöllina í London. Hann liafði engisprettu i skjaldarmerki sínu og því þótti l)að sjálfsagt, að láta engisprettuna verða einkenni kauphallarinnar áfram. Frú Guðrún Magnúsdóttir Mána götu 23, verður 75 ára 27. þ. m. HJARTSLÁTTUR í ÚTVARPINU. Hlustendur í Englandi heyrðu ný- lega einkennilegt „útvárpsefni“ i heyrnartækjum sínum. Það var hjartsláttur hins fræga hlaupara Jacks Lovelocks, sem var hlustaður með sjerstökum tækjum og gerður margfalt sterkari en rjett var, svo að hlustendur gælu heyrt hann. Enda varð liljóðið likast þvi, að ver- ið væri að lemja hamri á steðja. Áður en útsendingin fór fram liafði Lovelock hlaupið þrjátíu sinnum upp og niður stiga, til þess að koma hjartanu „í gang“. Best er að auölýsa í Fálkanum *------ a ------- NÝJA bió. ------------- Intermezzo. Afburða góð sænsk kvikmynd, samin og gerð undir stjórn kvik- myndasnillingsins GUSTAF MOLANDER. Aðalhlutverkin leika fjórir fræg- ustu leikarar Svia: INGRID BERGMANN, GÖSTA EKMAN, INGA TIDBLAD, ERIK BERGLUND o. fl. Allir kvikmyndagagnrýnendur Norðurlanda stórblaðanna hafa talið Intermezzo stærsta sigur fyrir sænska kvikmyndalist til Jiessa dags og í fremstu röð þeirra mynda, er gerðar voru í Evrópu á siðastliðnu ári. í Nýja Bíó verður bráðlega sýn-i merkileg sænsk kvikmynd, er nefn- isl „Intermezzo“. Er myndin tekin undir stjórn Gustafs Molander, en aðalleikendur eru Tiösta Ekman og tngrid Bergman, frægustu kvik- myndaleikarar Svia, sem mörgum lijer ern minnisstæð úr ýmsum á- gætum sænskum myndum. Hefir mynd þessa hlotið mjög góða dóma allra helztu gagnrýnanda á Norð- urlöndum og hún talin merkasta mynd, sem gerð hefir verið í Svi- þjóð. Prófessor Holger Brandt, heims- frægur fiðlusnillingur, er búsettur í Stokkhólmi og á þar indælt heimili, konu og 2 börn, Upp kominn son og 7 ára gamla dóttur. Hann er á sífeldu ferðalagi úr einu landi i annað, heldur alls staðar liljómleika, og menn bera hann á höndum sjer. Þegar liann kemur heim er eins og hann geti ekki almennilega sam- lagast ástvinum sínum og hann kann ekki við sig í kyrrð og ró átt- haganna, en þrájir hið iðandi, fjöl- breytta líf stórborganna erlendis. Ung stúlka, Anita Hoffmann, er fengin til þess að kenna dóttur pró- fessorsins pianóleik, og er hún gest- ur á heimili þeirra lijóna á 7 ára afmæli litlu stúlkunnar. Brandt og Anita verða stórhrifin hvort af öðru, fyrst i stað dregur hljómlistin þau saman, en brátt fylgir meira á eftir, og þau hittast daglega og lifa í sæl- um ástardraumum. Loks ákveður Anita að slíta sig burt, til liess að bjarga lieimilisfriði prófessorsins, en með sömu lestinni, sem hún ætlar að fara, fer Brandt líka, og hefir ])á tjáð konu sinni, hvernig komið sje, og sagt skilið við ættjörð og heimili. Verða þau nú saman, fara viða um lönd, ævintýrin reka hvert annað, hljómleikar, hrifning álieyr- anda, veizlur — og aftur ferðalög. En er svo hefir gengið æðitíma, tek- ur að setja að Brandt leiða og heim- þrá grípur hann við og við. Kona hans vill fá skilnað, en hann frestar að skrifa undir skjalið. Anita sjer, livernig í öllu liggur, og sjer til sorg- ar skilur hún, að þráin heim til konu og barna er að sigra, en hún að tajia. Hún ræður þvi al' að yfir- gefa hann og nú gerir hún það fyrir fult og alt. Þetta ástand hans hafði ekki verið annað en „inter- mezzo“, millibilsástand, og nú hverfur hann heim, þangað sem hugurinn hafði löngum leitað, til þeirra, sem hann hafði i raun og veru altaf elskað, þótt honum væri það ekki altaf Ijóst. Maður einn í borginni Milwaukee i Bandaríkjunum safnar ritvjelun; af sjerstakri gerð, er búin var til í þessari borg árið 1868. Hann er bú- inn að ná í 350 þesskonar vjelar, víðsvegar um Bandaríkin og í Kanada.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.