Fálkinn


Fálkinn - 23.10.1937, Blaðsíða 5

Fálkinn - 23.10.1937, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 menna stvrkti hann til tónlista- náms. Franz Liszl var mjög kven- hollur eins og flestir listamenn. FaÖir hans hafði sjeð fram á þetta. „Á hanabeði sínum í Bou- logne, sagði faðir minn að jeg hefði gott hjarta og góða greind, en hann væri hræddur um að kvenfólkið mundi rugla mig í rásinni og ná valdi yfir mjer“, segir Liszt sjálfur. „Mjer þótti þctta skritið, því að jafnvel þó jeg væri orðinn sextán ái’a þá, hafði jeg ekki hugmynd um livað kvenfólk var, og bað skriftaföður minu í fullri ein- lægni, að útskýra fyrir mjer (i. og 9. boðorðið, því að jeg var hræddur um, að jeg hefði brot- ið þau óafvitandi“. En siðan kynlist Liszt kven- fólkinu belur. A æskuárum Liszls var það Marie d’Agoult greifynja, sem hafði völdin yfir honum. Það var Hector Berlioz, sem kynti hann þessari töfrandi Parisargyðju, en aðvaraði hann um leið: „Hún er viðsjál töfra- dís, sem stígur með öldu manns- ins, en þegar hann dalar sýnir hún lionum kulda“. Liszt ljet sjer þessa aðvörun ekki að kenn- ingu verða og varð brált her- fang' greifynjunnar. Það fór svo að hún strauk með lionuni frá Paris og manni sinum og varð áslmev Liszt í fjögur—finnn ár. Þau hjuggu saman i Sviss og Ítáiíu og eignuðust þrjú börn saman, son og tvær dætur. Onn- ur dóttirin fæddist við Como- vatnið í ítalíu og var skirð eftir því. Hún varð síðar fræg kona, drotning i Bayreuth og kona lónskáldsins Bichard Wagners eftir að hún fvrst hafði verið gift einum af lærisveinum Liszt Hans von Biilow. Loks slitnaði upp úr vináttu greilafrúarinnar og Liszt. Þegar frúin fór aftur til Parisar, ])akk- aði liún Liszt samveruna með því, að skrifa sögu um samfarir ]>eirra, til þess’ að gera Liszl hneysu, en vopnið snerist þó gegn henni sjálfri og hafði hun mestu sköinm af. Eftir þetta bendlaðist hver konan eftir aðra við Liszt. At þeio) má nefna dansmærina Lolu Montez, sem hann varð að læsa inni til þess að komast i ])urt frá og hina alræmdu frillu Ludviks I. af Bayern, liina fögru leikkonu Charlotte v. Hagn, sem klæddist karmannafötum til þess að geta elt Liszt, ennfrem- ur rússnesku prinsessuna Gorl- sjakoff, er siðar giftist Meyen- dorff barón, Janínu greifafrú, sem reyndi að skjóta Liszt og ýmsar aðrar konur, allar af há- um stigum. Liszt hafði yndi af að umgangast tignar konur og loks varð ])að prinsessa, sem ljek afdrifaríkasta kvenhlutverk- ið í lífi l)ans. Hún var rússnesk, Carolyne v. Sayn-Wittgestein. Hún fór með honum til Weim- ar, en þar stofnaði Liszt tón- listamiðslöð og hafði að nem- endmn fjölda manna, sem síð- ar urðu heimsfrægir. Prinsess- an setlisl að í Altenburg-höll og ]>ar bjó Liszl í annari álmunni. Þau vonuðu bæði, að kaþólsku kirkjuvöldin mundu levfa þeim að eigast, en prinsessan var rík og hvorki maður lieninar nje ættingjar vildu una því að eign- ir hennar gengi úr ættinni. Þau börðust langri baráttu fyrir því að ná saman, en það varð á- rangurslaust, og í elli sinniskyldu þau. Prinsessan var trúkreddu- manneskja og fluttist til Róm. Þegar Liszt var þar á ferðinni átti hann jafnan heima nálægt hústað hennar og hún ljel senda lionum mat úr eldhúsinu sínu og bann heimsótti hana á hverju kvöldi. En þegar kvenfólkinu slepti var það listin, sem tók hann allan. Og vilanlega var það á- stæðan til þess, að hann giftist aldrei. Hann fórnaði sjer öll- mn fyrir listina. Hann studdi Berlioz, Schumann, Grieg og ó- tal marga aðra, en engan þó eins og Richard Wagner. Hann sýndi „Lohengrin" í fxTsta sinni, það var í Weimar og til Weimar kom Wagner lika árið 1818, landflótta byltingasinni og fær hjá honum hjálp til þess að komast undan til Sviss. Siðar lók Liszt ávalt svari hans og liinna nýju hugsana Iians, sem ])á sættu mikilli mótspyrnu, og hann viðurkendi Wagner sem snilling frá öndverðu. Síðasta orð Liszt á banábeðinum var „Tristan“. Og' Wagner kynokaði sjer ekki við að nota sjer sem hesl þennan mann, sem síðar varð tengdafaðir hans. Liszl mætti líka andstreymi i lifinu eins og hlutskifti er flestra þeirra listamanna, sem bei’jast fyrir nýjum hugsjónum. En nxeðlætið og hrifningin var eigi að siður rikasti þátturinn í lifi hans. Og mest gladdist hann af því, hve miklar mætur Ungverj- ar höfðu á lionum. Hann varð hinn mikli sonur þjóðar sinnar. Mestar mætur hafði hann á sigaununum og hljómlist þeirra, en í henni endurspeglaðist líka 'eðli landsins og' sjerkenni þjóð- arinnar i hinmn glæsilegustu Iitunx. Einu sinni ljek hann fyrir heilan hóp hljóðfæraleikara af sigaunakyni og lijet liöfðingi þeirra Barbu. Hann ætlaði xxð þakka þeim fyrir hljómlist þeirra með þessu og sagði við Barbu: „Þú hefir kent mjer að ])ekkja hljómlist þína. Nú skaltu lieyra mina“. Svö settist hann og ljek ungverskan mars en Bai’bu hlýddi og drakk í sig' hvern tón. Þegar Listz var bú- inn og spurði Bai'bu hvernig liónum hefði líkað, svaraði liann: „Það er svo fallegt, að jeg hefði gaman af að geta lát- ið lieyra það“. Svo sneri hann sjer að hljóðfæraleikurum sín- MR. R. I. HOWE lieitir þessi enski stjórnmálamaður. sem sendur var til Kína í haust lil af! taka við embætti eftir Knatchbull- Hugesen sendiherra, sem særðist hættulega við japanska flugárás við Shanghaj. STYRJÖLDIN í KÍNA. Myndin cr af gömlum kínverskum turni í grend við Tientsin, sem orð- i<\ hefir fyrir skothrið af Japana hálfu. mn, stemdi fiðluna og fór að spila. Það vantaði ekki einn einasta tón í lagið, Barbu skilaði lón fyrir lón því, sem Lislz haf'ði leikið. Og sveitin ljek með eins og hún hefði leikið lagið mörgmn sinnum áður. Þegar þeir voru búnir faðmaði Liszt sigaunann að sjer og sagði: „Þú er í sannleika listamaður af guðs náð“. Það var sonur ungversku sljettunnar, sem túlkaði það manna best hver Liszt væri. A hátíð einni hafi Liszt leikið fvr- ir ungverska bændur og. veitt þeim vin og' mat. Loks kom gamall og gráskeggjaður bóndi til hans og sagði: „Hvað þú heitii’, hefir greifinn, húsbóndi okkar sagl okkur. Hvað þú get- ui’, hefirðu sjálfur sýnt okkur. En hvað þú ert, höfum við skil- ið nú, og fvrir það mun guð Ungverja blessa ])ig“ GLEÐI I SANTANDER. Mynd þessi er tekin á götu í San- tander á Norður-Spáni, eftir að borgin liafði gefist upp fyrir her- sveitum Francos. Ungar stúlkur, sem fylgja Franco að málum ganga um göturnar syngjandi og halda stórum h.jóðernissinnafána á lofti. En líkasl lil hefii’ verið jafn mikil sorg hjá siiiuuni Santanderbúnni eins og gleðin var hjá stúlkunum á mynd- inni. Santander liéfir 70—80 þúsund ibúa og er talin með fegurstu borg- um á Spáni. Stendur borgin við vík eina, þar sem áin Ria fellur til sjávar og skamt fyrir norðan borg- ina er einn fegursti baðstaður við Biscayaflóa, Playe del Sardiniero. Borgin er mesti tóbaksverslunarbær Spánar. Maðurinn hjer á myndinni, sem hefir leikið „aðalhlutverkið" í síó- asta umtalsefni Hollywoodbúa, yarð stór maður í samkvæniislífi borgar- iiinar fyrir þreinur árum og ekki varð hann síst frægur fyrir það, Iive afburða vel hann Jjék golf. Hanu var einkar aðlaðandi i framgöngu og kvikmyndadisirnar urðu fljótt skotn- ar i honum. En nýlega kofnsl það upp að þessi maður heitir Moore og er einn af alræmdustu bófum Bandaríkjanna og lögreglan hefir verið að leita að honum árum sam- an fyrir morð og smygl og fleira. Er talið að mál hans veki eigi minni athygli í Bandaríkjunum en Hauptmannsmálið gerði á sinum tima. Hjer á myndinni sjest hann umkringdur af fólki, sem er að biðja hann um rithandarsýnishorn og er því spáð, að ritlxönd hans komisl i verð á sínum tima.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.