Fálkinn


Fálkinn - 23.10.1937, Blaðsíða 14

Fálkinn - 23.10.1937, Blaðsíða 14
H FÁLKINN Meðfþví að kaupa vörur til ‘|2 mánaðar í einu sparið þjer fjelaginu afgreiðslukostnað. Þess vegna selur fjelagið þær vörur, sem af- greiddar eru gegnum pöntunardeildina, með mun minni álagningu en þekkist í búðum. Sami tekjuafgangur verður borgaður af vörum frá pöntunardeild. Húsmæður, þjer sparið yður mörg spor út í búð, ef þjer kaupið til ‘|2 mánaðar í einu. Líf og heilsa: D-fjörefnið. Eftir Dr. G. Claessen. Líklega verður ýmsum á að ruglast í fjörefnatáknunum A B C o. s. frv. En nú er óðum verið að ráða gátur, og finna efnasamsetning, vítamínanna, svo liægt verður að nefna þau ákveðnu nafni. D-efnið nefna vísindamenn nú ergosterol, og vita um frumefni þess. Það er ómissandi líkamanum, ef vel á að fara. Vjer neytum þess í eggjarauðu, nýmjólk, smjöri o. fl. feitmgti. Langmest er af því i þorskalýsi og lifur úr heilag- fiski. Þessi matvæli eru þó mjög misjafnléga rík að D-vítamíni. Það fer eftir sólfari og skepnu- fóðri Iive mikið er af því i ný- mjólk og smjöri. Besla nýmjólk- in er úr heilbrigðum gripum, beir.l úr fjósinu. Sveitafólk stefnir heilsu sinni i tvisýnu, þegar of mikið er flutt hurt af heimilinu af 'rjóma og nýmjólk, en notuð undanrennan handa heimilisfólkinu, og neytt smjör- lílcis í stað smjörs. Fjörefnin fara með mjólkurfitunni. Ný- mjólkin hefir altaf verið heilsu- línd sveitamannsins. Mestan hluta ársins er ekki um annað uýmeti að ræða. Kaupstaða- menn, sem verða að sætla sig við langl að flutta og j)astöi-s- b.itaða mjólk, eru ver seltir. Það er ljeleg vara, samanborið við spenvolga nýmjólk. Hvaða verkefni liefir D-víla- mínið? D-efnið gerir auðveldari vinslu kalks og fosfórs úr fæð- unni. Það ræður því að liæfi- lega mikið kalk ldaðist í bein- in, og leysist í blóðið. Beina- grindin hefir að vísu sjerstak- lega það verkefni að halda likamanum uppi, eins og grind í húsi. En beinin sinna lika öðr- um mikilsverðum skyldum — þaú mynda blóðkornin. Það eru tvö öfl, sem eigast við um kalksaínið í beinin: D- vitaminið vinnur að því að hæfi- lega mikið safnisl fyrir, en aukaskjaldkirtlarnir reyna sí- felt að leysa það á ný. Þessi tvö öfl þurfa að vega salt, ef vel á að fara. Blóðið þarf sífelt að hafa í sjer nákvæma kalk- prósentu. Verði beinin of kalk- lítil, fá börn beinkröm (enska sýkin, rachitis). -Það er ekki al- gengt að þessi sjúkdómur kom- ist á hált stig hjer, sem víða ylra. En mörg íslensk hörn fá votl af beinkröm, enda eru bognir fótleggir á mörgu full- orðnu fólki. Stullu pilsin segja til um það! Veiki þessi, þó á lágu slígi sje, veiklar börnin. Þau verða kvefgjörn, og melt- ingaróregla gerir vart við sig. En nú er að segja frá einu æfintýri, viðkomandi D-fjör- efninu: Menn og skepnur mynda það í sínum eigin líkama, en því aðeins að sól skíni á hör- undið! Sólskin, og ljós úr kvarts- lömpum, getur breytt efnum úr liúðfitunni í fjörefni. Það hafa verið sólarlitlir dagar viðast um þelta land í sumar, og því erf- itt fyrir börn og fullorðna að framleiða D-efnið í sínum eig- in kroppi. Með ljósböðum má ná því sama, enda eru þau mikið notuð í þessu skyni. Það er mjög líklegt, að tann- skemdir komi til af D-vöntun. Tannkalkið fer forgörðum. Hjer gjalda íslendingar mikil afhroð. Það er mikil pína og mikið fje, sem lannátan kostar hjer á landi. Tannskemdir eru mjög mismiklar í ýmsum löndum, eft- ir fæði og sólfari. Bestu tennur í heimi liafa eyjarskeggjar á Tristan da Cunha sem er ey i Kyrrahafi, miðja vega milli Afríku og Suður-Ameriku-. Þar sjest ekki liola í tönn. Nauðsynlegt kalk er að hafa í ýmsum mat, m. a. í ný- mjólk og osli. Það er leilt að mjólkurbúin hjer á landi skuli ekki framleiða fjölbreyttari leg- undir af osti. Salan mundi þá stórlega aukast innanlands, og mætti þá e. t. v. lækka verðið. Það má mæla með osti, sem hollri fæðu. D-fjörefnið er æði misjafnt í sömu matartegundunum. I sum- ar skein svo sjaldan sól á naut- gripina lijer sunnanlands, að kýrnar skila litlu D-vítamíni í mjólkinni. Og' eins hafa varp- hænurnar ekki getað lagt til nema lílið af því í eggjarauð- urnar, vegna sólaríeysis. Ljósböð og þorskalýsi eru góð hjálp. í lýsinu er nóg af þessu dýrmæta efni, þótt nokk- ur áraskifti sjeu reyndar að þvi. — En, svo gelur líka verið að sólin skíni við og við í vet- ur, til upplifgunar og hollustu. Og þá geta skiðamenn sótt sjer D-vítamín i fjallasólina. Hans les í lögregluskýrslunum: - • L stórbæjum hvert'a aS meSallali 000 maiins á ári, sem ómögulegt er að finna aftur. Pjetur kinkar kolli: — Já, jeg ætti aS þekkja þaS. Jeg sem er skraddari.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.