Fálkinn


Fálkinn - 23.10.1937, Blaðsíða 1

Fálkinn - 23.10.1937, Blaðsíða 1
16 slflur40anr* EIRÍKSJÖKULL ÚR LOFTINU Það er venjulegra ad fóllc ,,líti upp lil“ Eiríksjökuls en niður á hann, en þessi fallega mynd er undantekning frá reglunni. Hún er sem sje tekin úr flugvjel í þvínær 'iOOO metra hæð og við þvi getur ekki Eiríksjökull sjeð. Flugvjelin sem myndin er tekin úr, er sú sem hjer starfaði að landmælingum í sumar og voru teknar úr vjelinni mörg þúsund myndir, en þó varð verkinu ekki lokið vegna þess hve hinar þrálátu rigningar töfðu fyrir. Þegar myndin er tekin mun vjelin vera stödd yfir norðarverðum Langjökli og sjer yfir Flosaskarð til Eiríksjökuls, sem sómir sjer vel að vanda, þó honum hafi verið gerður sá grikkur að Ijósmynda hann úr meiri hæð en hann nær sjálfur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.