Fálkinn


Fálkinn - 04.12.1937, Page 3

Fálkinn - 04.12.1937, Page 3
F Á L K I N N 3 Gissur á Lækjarbotnum. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræli 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa i Oslo: A n t o n Schjöthsgade 1 4. Blaðið kemur út hvern laugardag. Áskril'tarverð er kr. 1.50 á inánuði: kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlepdis 24 kr. Allar áskriftir grciðist fyrirfram. Aiiglýsingaverð: 20 aara millimeter Herbertsprent. Skradðaraþankar. „Hver hefir til síns ágætis nokk- uð“. Engir tveir menn eru eins, livorki að líkama nje andlegu atgerfi. Og engin tvö lönd eru eins. Eill vantar jiað sem annað hefir í rík- um mæli en auðugustu löndin eru |)au, sem flest hafa þjóð sinni til framdrátlar og þuri'a minst að sækja. Það er oft talað um, að frani- leiðsluvörur íslendinga sjeu svo ein- hæfar, að þjóðinni sje tjón að. Hún sje háð fáum markaðslöndum og alt sje í voða, ef þau hregðist. Og þessi voði hefir dunið yfir og þjóðin er inilli heims og helju af auraleysi. En er íslensk framleiðsia nú svo einliæf, sem orð er á gert? íslend- ingar framleiða — meira en til eig- in þarfa — af kjöti, skinnum, gær um, ull, feitmeti, lýsi og umfram alt fiski. Og þeir geta sannanlega framleitt nægilegt til eigin þarfa af allskonar grænmeti, sem nú er talin mesta hollfæða og hverjum manni nauðsynleg. En þarf land, sem fram leiðir jafn mikil kynstur af mat og íslendingar, að svelta. Eru vand- ræðin ekki sprottin af því, að við kunnum ekki að framleiða afurðii okkar á þann hátt. sem erlendir neytendur óska? íslendingár hafa til skamms tíma sett gærurnar til útlanda með „skít og öllu saman“ — og ullina líka. Xú er sannað, að hægt er að nota þær sútaðar i hinar fegurstu flíkur. kápur, hanska og sitthvað annað Og islenska ullin, sem áður var flutt með skítnum í aðrar heims- álfur til Jiess að hera þjóðinni vitni, hefir sýnt að hún sómir sjer vel í fallegustu sparifötum. Ev- rópumenn jcta niðursoðinn lax vestan af Kyrrahafsströnd og ítalir ,i g Afríkumenn jeta fisksnúða norðan frá Hálogalandi, en hvar sjást fiski- bollur úr feitu ísunni islensku, sem allir dásama. Hin rómaða íslenska síld fer i kvarnir síldarverksmiðj- anna, en hve margar miljónir gæti hún ekki fært íslendingum ef hún sigldi krydduð í dósum undir nafn- inu „gaffalbitar". Og svo mætli lengi lelja. A komandi tíð verður það verk- efni íslendinga að efla margbreyni framleiðslunnar, svo að hún eigi jafnan aðgang að nægum markaði, í einhverri mynd. Um það ber þjóð- i.ini að standa einhuga, en hætta jafnframt við liið márgvislega iðn- aðargutl, sem svo mjög hefir brytt á síðustu árin og bygt er á útlend- um hráefnum. Það verður aðeins lil þess að landsmenn fá verri vöru og dýrari. En hitt er undirstaða efnalegs sjálfstæðis þjóðarinnar. I Þjóðsögum Jóns Árnasonar er saga ein, sem margir kannast við og nefnist Gissur á Botnum. Er það tröllasaga, sem segir frá því, að tröllkonur tvær, — bjó önnur þeirra í Búrfelli í Þjórsárdal, en hin í Bjólfelli á Rangárvöllum, —- gerðu tilraun til þess að ná í bóndann á Lækjarbotnum á Landi, er Gissur hjet, en hann var staddur inni á afrjetti, og elti önnur h'ann alt niður í bygð. En frásögnin um þetta er á j)á leið, að einhvern tíma hafði Gissur farið um sumar inn á afrjett til veiða, og hafði hest í togi. Þegar hann jjóttist hafa aflað nóg upp á hestinn, tekur hann sig upp að inn- an og heldur heimleiðis, Ekki segir neitt af ferðum hans, fyrr en hann kemur fram á Kjallakatungur gegnt Tröllkonuhlaupi, sem er á Þjórsá. líeyrir hann þá, að kallað er i Búr- felli með ógurlegri rödd: „Syslir, ljáðu mjer pott“. Er þá gegnt jafnógurlega austur i Bjólfelli: „Hvað vilt j)ú með hann?“ Þá segir trölkonan i Búrfelli: „Sjóða í honum mann“. Þá spyr liin í Bjólfelli: „Hver er hann?“ Hin svárar: „Gissur á Botnum, Gissur á Lækjarbotnum". í því verður Gissuri bónda litið upp i Búrfell, og sjer hann þá, að tröllkonan ryðst ofan eftir hliðinni og stefnir beint að Tröilkonuhlaupi. 1 -ykist hann l)á sjá, að hún muni ætla að gera alvöru úr hjali sínu, og ekki muni seinna vænna fjörvi að forða. Sleppir þá Gissur taumn- um á klyfjaliestinum, en slær upp á j)ann, sem liann reið, er var af- bragðs ljettleikaskepna. Gissur gerir hvorki að líta aftur nje lina á hest- inum og reið alt hvað hann málti komast. En • j)að þykist hann þó skilja, að saman muni draga með sjer og tröllkonunni.þvi að æ heyrði hann betur og betur andköf hennar á hlaupinu. Hann heldur beinustu leið fram þvert Land og tröllkonan á eftir. En það vildi Gissuri til, að Klofamenn sáu hciman að frá sjer l'erð hans og tröllkonunnar er þau komu á Merkurheiði. Brugðu þeir l>á skjótt við því að þau bar brátt að og hringdu öilum kirkjuklukkun- um í Klofa, er Gissur slapp inn fyrir lúngarðinn. Þegar tröllkonan misti af Gissuri kastaði liún öxi sinni eftir honum, svo að þegar hann kom heim á lilað, fjell hesturinn niður dauður undir honum, en öxin var sokkin upp að auga í iend hests- ins. Þakkað’i Gissur þá guði fagur- lega lausn sína. En það er frá tröll- konunni að segja, að henni varð svo hilt við er hún heyrði klukknahljóð- ið, að hún ærðíst og tók aftur á rás af öllum mætti. Sáu menn til ferð’a hennar af ýmsum bæjum á Landinu, og stefndi hún miklu austar en til átthaga sinna, því að hún hjelt ská- hall austur og upp, að sjá í Tröll- konugil, og þar fanst hún sprungin fám dögum síðar; dregur gilið af því nafn og heitir síðan Tröllkonu- gil. Eins og allir sjá, er hjer um þjóð- sögu að ræða, þar sem meginefni sögunnar er skáldskapur, bygður á hinni ævafornu þjóðtrú um tröll í hömrum og fjöllum, trú, sem oss Hnst nú á tínium heldur barnaleg og vjer köllum lijátrú og hindurvitni e’ða öðrum enn óvirðulegri nöfnum. En þótt þjóðtrúin sje hjer að verki, er ekki þar me’ð sagt, a'ð ekki sje ein- hver fótur fyrir sögu þessarri. Hugsanlegt væri, að maður neðan úr sveit hefði verið einn inni á afrjetti, eins og sagan scgir. Einhver óvænt- ur atburður hefði komið fyrir liann, svo að hann hefði riðið alt hvað al’ lók til bygða og sprengt hestinn. Sjálfur gat hann staði'ð í þeirri meiningu, að liann hefði orðið ein- hvers var eða fundist sem hann væri eltur, en sliks þurfti ekki einu sinm með. Hið lifandi ímyndunarafl al- þýðu, sem sá alls staðar dverga i steinum, álfa í hólum og tröll i fjöll- um, var ekki lengi að skapa í eyð- urnar og mynda sjer kynjasögu um einfaldan og hversdagslegan atburð. En látum nú svo vera, að saga þessi sje skáldskapur, og það hlýi ur liún vitanlega a’ð vera a'ð mestu leyti. En hefir Gissur á Lækjar botnum þó samtt ekki til verið? Það vill einmitt svo til, að þar hefir einu sinni búið bóndi með því nafni. Um og eftir miðja 17. öld bjó bóndi sá á Lækjarbotnum á Landi, sem hjet Gissur Gíslason. Kona hans var Helga Björnsdóttir bónda i Flagveltu. Guðmundssonar á Hofi á Rangár- völlum, Eyjólfssonar. Sonur þeirra Gissurar og Helgu var Tómas í Flag- veltu á Landi, dáinn fyrir 1703. Samkvæmt manntalinu það .ár, býi Kristinn Pjetursson myndhöggvari og málari hefir nýlega opnað mál- verkasýningu i Kirkjutorgi 4 hjer í bænum. Á sýningunni eru aðallega islenskar landslagsmyndir, þar af all- margar frá Þingvöllum og af Vest- fjörðum, einkum af Ströndum, og auk þess nokkurar myndir frá Dan- mörku. Alls eru á sýningunni 40 mál- verk. Myndir Kristins eru sviphrein- ar, blæfagrar og realistiskar. Annars er Kristinn ekki við eina fjölina feldur i list sinni. Hann byrjaði á þvi að nerna myndhöggvaralist, en síðan svartlist (grafik) og málara- list. Birtast hjer tvær myndir eftir Kristin, er þó ekki eru ó sýningu hans nú. Að ofan er svartlistarmynd af islenskum beitarhúsum, en brjóst- myndin er af Ólafíu Jóhannsdóttur, og gerði listamaðurinn liana eftir beiðni norskra kristilegra kvenfje- Iaga og stendur likneski þetta í garði einum í Ósló. Á síðustu áruin hefir Kristinn einkum stundað málaralist- ina. Viðfangsefni sín velur hann einkum úr islenskri náttúru og hmdslagi. Margar af myndum lians Astríður Gunnlaugsdótir, ekkja hans þá á Flagveltu með sjö börnum þeirra, og er hið elsta þeirra 24 ára, en hið yngst 10 ára. Frá börnum Tómasar og Ástríðar eru komnar miklar ættir, og getur þannig fjöldi núlifandi manna rakið ætt sína til Gissurar á Lækjarbotnum. Al’ Gissuri fara að. öðru leyti eng- ar sögur, svo að mjer sje kunnugt um. En jeg tel engan vafa á því, að áðurnefnd tröllkonusaga hafi mynd- ast um þennan Gissur og væntanlega at einhverju tilefni, scm nú verðui ekki sagt, hve’rt verið hefir. Það er kunnugt, að Landmenn hafa um langan aldur sótt lil veiða inn að Fiskivötnum. Og þótl sjaldgæft muni hafa verið, að menh færi þangað einir sins liðs, þá eru þess þó dæmi. Og i slíkum ferðum þarf eigi stórl ti! að bera, það er með einhverjum hætti sje óvenjulegt, til þess að frá- sagnar þyki vert. Þarf þá ekki að sökum að spyrja, er þjóðtrúin tekur slik söguefni upp á sína arma. En það er þó ekki ómerkilegt, að i jafn-ósvikinni þjóðsögu sem í sög- unni af Gissuri á Bolnum, skuli vera unt að benda á ákveðna sögu- lega undirstöðu, þótt ekki sje nema i einu vis'su atriði. fíuðni Jónsson. Vestfirsk beitarhú s. hafa menningarsögulégl gildi og el'n- ið í margar af svartlistarmyndum sínum hefir hann sótt i íslenskar þ.ióðsögur. Ólafía Jóhannsdóttir. i -^e=í DREKKIÐ EBILS-ÖL e==?- í • i -«*••-*••• •**«■• .!»*.• .r*..# ..fc. • •«**.. • ■«•. •-r^r • ••'!•, • ■•*»■• ^-•-Hu-•-*W • '"W •<•%. © "»*, ©•

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.