Fálkinn


Fálkinn - 04.12.1937, Blaðsíða 6

Fálkinn - 04.12.1937, Blaðsíða 6
<) "\HÐ endann á landgöngu- v brúnni kom Jack Brains auga á einstaklega þekkilega konu, á að giska um fertugt, ef til vill heldur of renglulega, en friða i andliti og lítilsháttar f'arðaða. Hún var í látlausum svörtum útifötum, sem ef til vill voru ekki samkvæmt nýj- ustu tísku, en sómdu vel og fóru ágætlega við fölt og angur- hlítt andlitið. Þegar Ameríkumaðurinn sá líana varð honum mjög órótt, liann þrammaði fram og aftur um þilfarið, en loks tók hann rögg á sig og gekk föstum skref- um niður landgöngubrúna og reyndi að láta ekki á neinu bera. Fagra konan ruddist að hon- um, en tárin runnu úr stórum, bláum augum hennar. Hún vafði örmunum um liálsinn á inr. Brains og grjet af gleði: „Ó, elsku Bjöm, elsku hjart- ans Björn, loksins kemur þú til min aftur!“ Ameríkumaðurinn losaði sig og sagði kurteyslega: „You are mistaken!“ Hún var í vafa augnablik, en svo sagði lmn: „Nei, Björn, jeg mundi þekkja þig aftur eftir þúsund ár. —“ Það datt hvorki nje draup at' Ameríkumanninum — en hann hvíslaði lágt í evrað á henni og á norsku: „Gerðu alveg eins eins og jeg segi þjer, Sigriður, jeg skal segja þjer seinna hversvegna ekki verður hjá því komist, láttu eins og ekkert sje — farðu undir eins frá mjer náðu þjer í bíl og aktu á einhvern rólegan stað t. d. já, Rennebarth er til ennþá, er það ekki? Gott, farðu þangað, jeg kem eftir hálftíma jeg þarf að tala við þig um mikils- varðandi mál“. Hún reyndi að leyna undrun sinni og gerði undir eins það sem liann sagði. Svo kom hann,kortjeri seinna en hann liafði lofað. „Það var svo margt, sem jeg þurfti að ráðstafa fyrst“, sagði hann, „bifreiðin frá gistihús- inu var ókomin, og jeg var með mikinn flutning með mjer, svo að það tók tima að eiga við tollþjónana“. Sigríður sat og starði sæl á hann, tárvotum augum — hún reyndi margsinnis að segja eitt- hvað, en geðshræring hennar var of mikil til þess. Eftir að hann hafði beðið um þorsk handa tveimur og flösku af góðu rauðvíni, tók hann til máls: „Þetta er afar óhæg aðstaða, Sigríður, i hæsta máta erfið — það var auðvitað fifldirfska af mjer að koma aftur til Nor- egs — en eftir svona mörg ár — seytján ár bráðum — hjelt jeg að enginn mundi þekkja mig aftur og hvernig átti jeg að F Á L Iv I N N Kristen Gundelach: Þegar Ameríkuskipið kom. vita fyrir, að það rnundi hitt- ast svo á, að þú værir stödd við Amerikuskipið liverjum bjóstu annars við?“ Hann beið ekki eftir svaiánu en hjelt áfram: „Jeg liafði ekki ætlað mjer að vera nema einn dag i Osló og halda svo áfram upp í Gausdal, en þar ætla jeg rnjer að vei’ða um páskana það var óvarkárni að fara ekki fremur um Bergen, en jeg vona að það sje enginn skaði skeð- ur þó að við höfum hitst af lil- viljun en láttu mig nú segja þjer upp alla söguna frá upp- liafi til enda---sjáðu, þarna kemur þorskurinn livort maður skal gæða sjer á honum! Gerðu svo vel, Sigríður!“ heppnin hefði verið með, en það varð Sing Sing í staðinn. Jeg vissi að hverju jeg gekk, Sigríð- ur, jeg spilaði og tapaði — en jeg hafði vaðið fyrir neðan mig, svo að ekki skyldi falla blett- ur á mig og nafn fjölskyldu minnar í Noregi. Jeg kom vega- brjefi mínu og öllum skjölum fyrir hjá áreiðanlegum vini mínum — og mjer tókst að komast svo úr Sing Sing, að eng- inn vissi þar um mitt rjetta uafn þessvegna frjettir þú þetta aldrei — en þau árin gat jeg ómögulega skrifað ]ijer, af skiljanlegum ástæðum“. Sigrið- ur sat liugsi og hafði ekki af honum augun, en tárin streymdu i sífellu niður kinnarnar. „Loks kom lausnarstundin og jeg var í allmiklum vafa um bvað jeg ætti að gera jeg fór í norsku sendisveitina til þess að spyrjast fyrir án þess að segja til nafns míns og þar var það, Sigríður, sem jeg fjekk þyngsta áfallið þú mátl um- fram alt ekki halda að jeg áfell- Hún tók til sín ofurlítinn bita af sporði, með skjálfandi liendinni og fór að eiga við það, en hann tók stóran liaus, spurði og sagði frá, sagði frá og spurði. „Já, líttu á, Sigríður, jeg var afar óheppinn í fyrstunni þarna vestra — jeg lenti undir eins i ógæfu svo hræðilegri ógæfu að jeg á bágt með að segja frá því, Sigríður. Jeg hefi setið i Sing Sing-------“ „Drottinn minn!“ andvarpaði hún og kæfði niðri í sjer grát- inn, „veslings Björn, þú í Sing Singfangelsinu!“ „Já, í sjö ár, Sigríður, sjö ó- endaleg ár — eiginlega átti jeg að setja þar í tíu ár, en jeg var náðaður eftir sjö, fyrir góða hegðun. Það var á bannöldinni - jeg lenti undir eins í smygl- arafjelagsskap —- og j.eg hefði haft peninga upp úr því, ef isl þig fyrir það hvað áttir þú að gera annað, eftir sjö löng ar? En fyrir mig var það sann- kallað reiðarslag, er jeg sá á veggnum i biðstofunni umsókn þina um dánarúrskurð vegna mín, á auglýsingatöflunni. Jeg einsetti mjer að vera öllum mín- um gömlu vinum dauður fram- vegis úr því að þú hafðir eðlilegar ástæður til þess að óska, að jeg' væri dauður jeg átti liægt með að geta mjer til ástæðurnar fyrir því, að þú vildir hafa dómsúrskurð um, að jeg væri dauður undur- samlega falleg kona eins og þú en segðu mjer, livað heitir maðurinn þinn? — eða þú mimt ekki vera ekkja? Þú ert svartklædd —!“ „Er það þessvegna sem þú erl svona skrítinn?“ spurði hún mcð fagnaðarhreim í röddinni, „þú varst liræddur um, að ein- liver á bryggjunni mundi þekkja okkur - og kæra mig fyrir tvíkvæni ó, nei, elsku Björn en livernig fór svo?“ „Eftir það vegnaði mjer vel“, sagði hann, „jeg var kominn í örvæntingarástand, fullkomið örvæntingarástand og fór svo að selja kókain og varð frægur bófi í Chicago — og smámsam- an, taktu eftir því, Sigríður, vel melinn borgari í þjóðfjelaginu, og nú befi jeg verið öldunga- deildarþingmaður í tvö kjör- tímabil og fyrir þremur árum smeygði jeg mjer með hægð út úr kókainversluninni og allri annari neðanjarðarstarfsemi, og ei nú í alla staði rjettu megin í þjóðfjelaginu, Jeg er Jack Bairns senator, aðalforstjóri í merku olíufjelagi og á bústað í Florida, Hollywood og svo framvegis - en heyrðu, Sigríður - segðu mjer nú ofurlítið af þjer — varð ekkert úr þessari trúlofun? „Hvaða trúlofun?“ „Þú hlýtur að minsta kosti að liafa trúlofast, Sigríður? Segðu bara eins og er jeg áfelli þig ekki, eftir að hafa ekki heyrl neitt af manninum sínum í sjö ár hlýtur kona að mega skoða sig sem frjálsa en leynilega trúlofuð hlýturðu að hafa ver- ið úr því að þú baðst um þenn- an dómsúrskurð yfir mjer“. „Og þessu gastu trúað, Björn“, kjökraði hún, „gastu trúað þessu um liana Sigríði þina?“ „En en jeg botna ekk- ert í þessu“. „Það var fjölskylda þín, Björn, sem ýtti á eftir þessu, um að fá úrskurð um að þú værir dauður það var liann bróðir þinn, yfirrjettarmála- fiutningsmaðurinn, sem rjeð injer til þess — og síðar skildi jeg hversvegna hann gerði það. Þegar faðir þinn dó erfði jeg aðeins helminginn af því, sem fjelagsbú okkar hefði erft — við eigum engin böm og höfð- um ekki gert gagnkvæma arf- leiðsluskrá”. „Og þar af leiðandi erfði lilessuð fjölskyldan mín helm- iiiginn af mínum erfðahlut — ja svo, svona svívirðilegur var hann, þorparinn — hvað fjeksl þú mikið, Sigríður?“ „Fjögur þúsund“. „En ekki liefir þú getað lifað á þessum fjórum þúsundum i öll þessi ár?“ „Ónei, jeg hefi orðið að klóra mig áfram“. „Já, það segirðu satt. Þú hlýt- ur að hafa verið dugleg — og geta gengið svona vel til fara“.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.