Fálkinn


Fálkinn - 04.12.1937, Blaðsíða 14

Fálkinn - 04.12.1937, Blaðsíða 14
14 F A L K 1 N N BÓKAHILLAN Tvær nnolinoabæknr. SVERRE S. AMUNDSEN: Skipsdrengurinn (158 bls.). Ford (127 bls.). Hversu oft er ekki þeirra tveggja i ianna íninst, seni norski höfundur- inn Sverre S. Amundsen segir fr;i í tveimur skemtilegum bókutn, sem nýlega eru komnar i'it á ís- ltnsku, H. N. Andersens etatsráðs, sem var mesti athafnamaður Norð- urlanda og Henry Fords, sem varð mesti bílaframleiðandi heimsins og um eitt skeið iiefir verið talinn rík- asti raaður heimsins. Hvert manns- barn kannast við nöfnin og veit að Östasiatisk Kompágni er niesta versl- únarfjelag á Norðurlöndum og stærsta fyrirtæki Danmerkur, og allir vita hver Ford er. En hitt vita færri, að H. N. Andersen, maðurinn cr hlotið hefir mestar virðingar allra núlif- andi Dana, fæddist í þennan heirn sem fátækur verkamannssonur og byrjaði æfi sína sem skipsdrengur á seglskipi og lifði þar á möðkuðu skonroki og þráu saltketi. Og þeir sem ekið hafa í Fordbíl vita fæsti.% að maðurinn sem skapaði þá og fyrstur manna setti sjer það mark að gcra bílinn að almenningseign, lagði út á lífsbrautina með fimm dali i vasanum og vann fyrir 2% dala kaupi fyrsta kastið, svo að hann varð að vinna fjóra tima á dag í eflirvinnu hjá úrsmið, til þess að bafa peninga fyrir fæði og húsnæði. Hvernig gerðist þetta, að þessir umkomulausu unglingar urðu að þeim inönnum, sem nú eru þeir? i’að er þetta, sem sögur Amundsen segja frá. Þær eru fullar af fróðleik bæði um mennina sjálfa og margl annað og söguefnin eru svo merki- leg að maður les þau eins og æfin- týri, þó að það sjeu eingöngu sannsögulegir atburðir, sem sagt er frá. Saga Andersens er að því leyti fjölbreyttari að hún gerist í um- liverfi sem ísienskir lesendur þekkja iitið tii,- í frumskógunum i Síam og Indlandi, þar sem Andersen kaupir teak-við, ryður land og stofn.ir gúmmíekrur eða vinnur tin, og austur i Kína, liar sem hann kynn- ist fyrst sojabaununum er hann er þar í siglingum. Lesandinn ferðast með athafnamanninum Andersen um undralönd Asíu og ferðalagið verður lærdómsríkt í samfylgd þess inanns, sem jafnan hefir augun opin fyrir því, sem hægt er að gera og ávalt hugsar öðrum þræði um að vcrða þjóð sinni til gagns og efla sóma hennar. Kaflarnir um atliafnir Andersens á ófriðarárunum sýna livorltveggja, hve rhikið álit hann iiafðf lijá erlendum og inníendum stjórnmálamönnum og hve snarráð- ur hann var. Þó að Ford lifi í annari heimsálfu en Andersen hjá sambandsþjóð ís- lcndinga, þá þekkja fslendingar lík- lega meira til Fords. Það hefir stað- ið meira veður um hann en Ander- sen og bílarnir hans eru boðbera. sem minna á manninn. Þó munu fiestir vita næsta lítið um Ford af öljii því, sem frá honum er sagt i bókinni. Til dæmis það, að þó hann eingöngu stefndi að því að smíða ódýra bíla, ]>á þóttist hann tilneydd- ur að smíða líka bíla, sem tæki þátt i kappakstri, til ]>ess að vekja al- hygli aUnennings á tækjum sínum i landi auglýsinganna. Maður kynnist og erfiðleikum þeim sem hann átti við að stríða af hálfu meðeigenda siiina og vina, sem altaf fanst hann vera að stefna í voða. En ávalt sigr- aði Ford. Konan hans var eina ir.anneskjan, sem altaf trúði á hann. Þær eru lærdómsríkar báðar þess- ai sögur. En þær eru jafnframt svo Skák nr. 34. „Perlan frá Stokkhólmi". Spænskt. Hvítt: Keres (Eistland). Svart: Reshevsky (Bandaríkin). 1. e2—e4, e7—e5; 2. Rgl—f3, Rb8—cfi; 3. Bfl—b5, a7—a6; 4. Bb5—a4, Rg8—f6; 5. 0—0, (í skák- inni Flolir—dr. Euwe Semmering 1937 ljek livítt 5. Ba4xc(5); 5.. Bf8—e7 (Venjulegra en Rföxe4); 6. Hfl—el, b7—b5; 7. Ba4—b3, d7— d6; 8. c2—c3, Rc6—a5; 9. Bb3—c2, c7—c5; 10. d2—d4, Dd8—c7; 11. a2—a4, (Venjulegast er að Ieika 11. Rbl—(12); 11...... b5—b4 (Venju- legast er Ha8—b8); 12. c3xb4, c5x b4; 13. h2—h3!, 0—0; 4. Rbl—d2. Bc8—e6; 15. Rd2—fl, Hfe—c8; 16. Rfl—e3, g7—g6? (Svart vill koma i veg fyrir Re3—f5, en tapar um leið eina tækifærinu, sem hann fær til þess að koma riddaranum á a5 inn á borðið aftur. Eftir hinn gerða lcik, má svo heita að svart tefli með manni minna. Hjer átti svart að leika 16....Ra5—c4! og hvítt á e. t. v. ekkert betra en drepa riddarann. T. d. 16....Ra5—c4!; 17. Re3—f5, Be6xf5; 18. e4xf5, Rc-lx b2; 19. Bclxb2, Dc7xc2; og svart a ágæla stöðu); 17. b2—b3! Rf6—h5, 18. Bcl—b2, Be7—f6; 19. Hal—cl, c5xd4 (Hvítt ógnaði 20. d4xe5, d6x e5; 21. Re3—d5, BeGxdö; 22. e4xd5 og peðið á e5 fellur); 20. Rf3xd4, Dc7—d7; 21. Hcl—bl, Hc8 -c5; 22. Rd4—f5, Be6xf5; 23. e4xf5, Bf6xb2; 24. Hblxb2, Ha8—e8; 25. Bc2—d3, Dd7—c6; 26. Ddl-—g4 (Nú er Keres i essinu sínu. Hann hefir náð kongs- sókn); 26. .... Dc6—b6 (Valdar peðið á b4); 27. Hb2—-e2, Hc5—e5; 28. f5xg6, h7xg6; 29. Bd3xg6!, f7xgf. (Ef Rh5—-f6 ])á 30. Dg4—h4); 30.1)g4x gCf, Kg8—h8; (Ef 30...... Rh5— g'; þá 31. Re3—f5, Db6—c7; 32. Rf5—h6f o. s. frv.); 31. Re3—f5, He8—e6; 32. Dg4xh5t, Kh8—g8; 33. Dh5—g5t, Kg8—f8; 34. Dg5—g7t, Kf8—e8; 35. Rf5xd6t, gefið. Drekkiö Egils-öl skcmtilega ritaðar, að maður gleyp- ir þær í sig eins og bestu skáldsögu. Form liöfundarins er þannig. Og þó að þær sjeu einkuni ætlaðar til lest- urs unglingum, sem vilja kynnast ]iví, hvernig hægt er að skapa mikið úr litlu, l>á er ekki um að efast, að þeir sem eldri eru lesa þær sjer til oblandinnar ánægju. Skemtilega rit- aðar æfisögur eru bestu bækurnar sem nokkur les, því að þær eru skyldari lífinu en aðrar bækur. Bókaverslun Sigurðar Kristjánsson- ar hefir gefið út báðar sögurnar og Guðni Jónsson magister þýtt þá síð- arnefndu. Otgáfan cr vönduð og sinekkleg. Viili. A Ungfrú Sesselja Stefúnsdóttir. Sesselja Stefánsdóttir píanóleikari efnir til híjómleika i Gamla Bíó a morgun. Fyrir 5 árum helt ungfrúin hljóm- leika lijer, að afloknu þriggja ára námi við Stern’sches Konservatori- um 1 Berlin. Fekk hún ]>á góða dóma. Síðan hefir hún stundað náni bjá dr. Heinrich Kosnick í Berlín. Viðfangsefni verða aðallega eftir Liszt, en auk þess eftir Brahms, Chopin og Dcbussy. Frá Asla Einarson verður 60 ára 5. des. Jóhannes Einarsson bóndi, Ferjubakka í Borgarhreppi, verður fertugur 6. desember. Hin kunna þýska kvikmyndakon;.- Renat Miilíer dó nýlega á heilsuhæli i Berlín og varð aðeins þrjátíu ára að aldri. Nú kemur það á daginn að fyrir tveimur áruin ljet hún megra sig til þess að geta fullnægt tískukröfunum og síðan hefir hún aidrei liaft fulla heilsu. Þessi megr- un hefir þannig koslað hana lífið. BOBRIKOFF OG DAGMAR. Frh. af bls. 5. ara mínum ber jeg hræðilega ábyrgð á herðum og verð þess vegna ávalt að vera viðbúinn að standa honum reikningsskap ráðsmensku minnar. Jeg verð á valt að halda fast við sannfær- ing mína og hlýða rödd sam- visku minnar. .leg segi ekki, að jeg sje ó- skeikull — öllum mönnum gei~ ur skjátlast — en skilningur minn segir mjer að jeg breyti rjett. Það væri hægur vandi fyrir mig að segja við Bobri- koff: „Látið þá fá það sem fsei" vilja, látið þjer alt fara í fyrrii horfið“. Þá mundi alt falla i Ijúfa löð og vinsældir mínar mundu vaxa hröðum skrefum þetta er freistandi — en þó ekki fyrir mig! Jeg kýs að fórna lýðhyllinni fyrir það ástand, sem er nú, hversu alvarlegt og iskyggilegt sem það er, vegna þess að jeg er sannfærður um, að mjer ber ekki að breyta öðruvísi. Fyrirgefðu hreinskilni mína, elskáða móðir, jeg skil vel að þessar línur færa þjer ekki þá liuggun, sem þú máske hefir vonast eftir. Jeg skal aðeins geta þess, að jeg hefi ávalt haft minn elskaða föður og þig i huga meðan jeg skrifaði brjef- ið ’.... Keisaraekkjan fjekk þannig (nga bænheyrslu hjá syni sín- um, „keisara allra Rússlanda“. Vera má að hann hafi síðar minst þessa hrjefs, þegar vald lians var farið að ramba á harmi byltingarinnar, og jafn- vel þegar hann stóð augliti til auglitis við höðla sína austur í Síberíu. Það mun jafnan verða sagt um Nikulás II., að hann hafi verið allra þreklausasta mannleysan, sem setið hefir í valdastóli á þesisari öld og hafi í ríkum mæli haft til að bera alla þá ókosti, sem einn mann mega óprýða. Hjátrúar- fullur hræsnari og liðleskja, of- i.rseldur hrappmensku sjer verri manna — það var hinn síðasti keisari Rússa. Og því hlaut að fara sem fór. Engin lijóð i Evrópu hefir jafn mörg útvarpstæki i blutfalli við fólksfjölda og Danir. Þar koma 176 útvarpstæki á hverja þúsund íbúa. Næstir koma Bretar en þá Svíar með 151 útvarpstæki á 1000 íbúa. en Þjóðverjar eru fjórðu i röðinni, en næst Holland, þá Sviss, þá ísland (nr. 7) og siðan Belgia, Austurríki. Luxemburg og Noregur. — Banda- rikamenn eru mesta útvarpsþjóð heimsins og hafa 189 útvarpstæki á þúsund íbúa, en næstir koma Danir. í Þýskalandi eru fleiri útvarpstæki i notkun en í nokkru öðru landi Lvrópu, eða 8,2 miljón alls, í Bret- londi eru 7,9 miljónir og í Frakk- landi 3,2 miljónir, í Svíþjóð 950 þúsund og 1 Danmörku 650 þúsund. *f« Alll með Islenskum skrpuoi* 1 «fi

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.