Fálkinn


Fálkinn - 04.12.1937, Blaðsíða 9

Fálkinn - 04.12.1937, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 Hjer á myndinni til hægri sjest ráss- nesk leikkona í Moskva við hljóð- nemann og er auðsjeð að hún reyn- ir að gera sig hlíða í málrómnum, enda er hún að senda veðurfræð- ingunum á norðurheimskautinu kveðju sína og allra aðdáenda þeirra. Veðurstofan á norðurheim- skautinu er í ágætu firðritunarsam- bandi við Moskva og getur sent það- an veðurfregnir daglega. Enski presturinn Harold Davidson iðkamþá íþrótt, sem sjaldgæft mun vera að prestar iðki. Iiann temur Ijón. Hjer á myndinni sjest hann vera inni í búrinu og skipa Ijóninu fyrir með göngustafnum sínum. Hann Ijek þessa list fyrir baðgesti í Skegness í haust og vakti mikla aðdáun fyrir, sennilega meiri en hann hefir nokkurntíma hlotið i prjedikunarstólnum. Gasstöðin i Frederikshavn í Dan- mörku hefir látið bora í jörð eftir gasi og þegar komið var á 83 metra dýpi þá fanst gasið. Borholan er að- eins um 50 metra frá gasgeymi stöðv arinnar Og nú verður jarðgasinu blandað saman við gas stöðvarinnar og tilraunir gerðar með það. Á myndinni sjest gálginn sem heldur bornum uppi og áhöldin, sem notuð voru við borunina. Þegar kom nið- ur að gasinu var þrýstingur þess svo mikill að vatn og sandur gaus langar leiðir upp úr holunni. í Tottenham við London var opn- aður baðstaður í sumar. Borgar- stjórinn í Tottenham vígði baðstað- inn á þann hátt, að hann tók unga stúlku og henti henni í laugina.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.