Fálkinn - 31.12.1937, Blaðsíða 11
F Á L K I N N
11
YHft/W
U/SNbURNIR
'Æjm
Drekarnir eru enn til.
Þið hafið aldrei sjeð aðra dreka
cn flugdreka, en eflaust hafið þið
oft heyrt sagt frá drekum. Því að
margt er um þá sagt i fornum sög-
um og hjer fyrrum trúði fólk að
þeir hefðu verið til: Það eru ýmsar
ferlegar sögur til um þá, bæði 1
fornri goðafræði, í fornaldarsögum
okkar og í þjóðsögunum, þessa dreka
sem spúðu eitri, sem lágu á gulli og
sem gálu flogið um loftið og drepið
her manns, ef þannig bauð við að
horfa. Og það eru ekki eingöngu
við íslendingar, sem eigum sagn-
irnar um drekana í þjóðtrú okkar
— flestallar þjóðir eiga þær, og sum-
slaðar eru þær til enn, svo sem í
Kína.
Þjóðlrúin er nú ekki helber upp-
spuni, því að það er sannað að
drekar hafa verið til. Á fyrri jarð-
sögutímabili var til fjöldinn allur
al' drekategundum, og voru sumar
drekategundirnar miklu stærri en
nokkur lifandi skepna er nú á dög-
um. í leirlögum frá þessum æfa-
gömlu jarðöldum hat'a fundist svo
greinilegir steingerfingar af drekum,
að menn hafa gert rjettar myndir
og fullkomnar lýsingar af þeim. En
allir þessir drekar eru fyrir löngu
úr sögunni. En fjarskyldar tegundir
eru ]ró til enn í dýraríkinu.
Þessi dýraflokkur er nefndur eðl-
ur rjettu nafni. Og ef þú tekur sala-
ínöndru og stækkar hana nokkur
hundruð sinnum, l>á færðu dýr, sem
ekki er ósvipað sumum drekunum
gömlu. Það er meira að segja tii
ein eðlutegund, sem með fylsta rjetti
iná kalla dreka. Hún heitir legúan
og nú skal jeg segja ykkur ofurlitið
frá þessuni dreka nútímans.
Mynd 1 hjer að ofan er af risa-
vöxnum legúan, sem lifir á Haiti.
Hann er mcinlaus og lil'ir eingöngu
á jurtafæðu og er kallaður „nashyrn-
ingseðla“ í daglegu tali.
Mynd 2 sýnir frænda hans, sein
er miklu ófrýnilegri og á heima á
Galapagoseyjunum, þar sem stóru
skjaldbökurnar eiga heima. Þetta er
stærsta eðlan sem nú lifir í heim-
inum og er um tveir metrar á Iengd.
Þetta kvikindi lifir eingöngu á jurt-
um, sem lifa í vatni.
Mynd 3 sýnir staðhættina, sem
eðlur þessar lifa við á Galapagos.
Þar sjest fjöldinn allur af leguönum
í fjörunni og er krökt þarna á eyj-
unum al' þessum ljótu dýrum. Þegar
ókunnur maður kemur i mesta sak-
leysi á þennan stað, gæti hann hald-
ið, að hann væri alt í einu koininn
aftur í l'yrri jarðsögualdir. Að vísu
lifa skepnur þessar á jurtum, en
ýmsir ferðamenn hafa þó þá sögu
að segja, að þær hafi ráðist á sig.
Það kóm til dæmis fyrir kvikmynda-
leiðangur ekki alls fyrir löngu, að
kvikmyndararnir urðu að flýja i
mesta hasti og skilja eftir vjelarnar.
Þvi að gegn þúsundum af legúönum
stoðar lítið að hal'a fáeinar byssur.
Stereoskópmyndir.
Veislu, að þú getur búið til stercó,-
skópmyndir með Ijósmyndavjelinni
þinni? Þú smíðar þjer trjebakka úr
krossviði, eins og þann sem sýndur
er her á myndinni, en hann á að
vera nákvæmlega (i,4 em. breiðari
en ljósmyndavjelin. Brúnirnar þrjár
eru limdar eða negldar á og verða
að vera nákvæmlega lóðrjettar á
botnstykkinu. Svo borar þú gal á
botnstykkið svo að hægt sje að
skrúfa í það venjulegan ljósmynda-
vjelarfót, og setur svo ljósmynda-
vjelina i annað á bakkanum, eins
og sýnt er á myndinni. Svo tekurðu
mynd af einhverju landslagi og fær-
ir svo filmuna til og setur Ijós-
myndavjelina i hitt hornið á bakk-
anum, cins og sýnt er á myndinni.
Svo lekurðu mynd af einhverju
huulslagi og færir svo filmuna lil
og setur Jjósmyndavjelina í hitl
hornið á bakkanum, án þess að
hreyfa hann eða undirstöðuna nokk-
urn hlut. Og tekur svo aðra mynd
og lýsir hana nákvæmlega á sama
hátt og þá l'yrri. Nú hefirðu fengið
tvær myndir á filmuna af sama
hndslaginu og eru liær alveg eins,
að öðru leyti en því, að önnur er
lekin 6,4 cm. til hliðar við hina,
en þetta er fjarlæðin milli sjáaldr-
anna i augunum. Nú kopierar mað-
ur þessar myndir tvær og tvær saman
og fær þá stereóskópmynd, sem
fær dýpt ef maður skoðar hana í
slereóskópi.
-x-
o o o o
o o o o
o o o o
o o o ©
c
Strikaþraut.
Reyndu hvort þú með blýant getur
dregið sex beinar línur, þannig að
þær gangi gegnum alla punktana á
myndinni hjer að ofan. Maður á að
byrja í horninu að neðan til hægri
og draga linurnar án þess að maður
lyfti nokkurntíma blýantinum frá
pappírnum.
Á æfintýrum í Texas.
10) Það leið ekki á löngu þangað
lil Bob sat á sinum hesti með hend-
urnar bundnar á bak aftur. Bófarnir
höfðu náð i hann og farið með hann
leynistig inn i gjána og nú fóru
bófarnir á burt með hann og frænda
hans á harða spretti. En í sama
nugnabliki kom Tom inu í gjána á
fleygiferð eftir ræningjunum, en að-
eins fimm minúlum of sein. Hann sá
aðeins að Bob var bundinn á hest-
inum eins og Ándy frændi og
svo þustu ræningjarnir út úr gjánni
og hurfu i jóreyknum. Tom keyrði
hestinn eins og hann gat hann
skyldi ná ræhingjunum hvað sem
það kostaði og það virtist ekki ó-
mögulegt að honum tækist það, þvi
að bundnu fangarnir tveir töfðu fyr-
ir bófunum.
11) Tom skaul hvað eftir annað á
flóttamennina sem svöruðu með að
skjóta til baka á hinn hugrakka
reiðmann. Þeir lijeldu auðsjáanlega
lega að Tom væri fyrstur i flokki
margra manna, sem væru að elta þá
annars hefðu þeir snúið við á móti
honum. Þeir voru nú komnir niður
að ánni og á henni var fornfáleg
trjebrú, milli klettanna. Bófarnir
þeystu yfir brúna sem riðaði iill og
skalf. Tom elti en þegar hann var
ko ninn hálfa leið að brúnni sá hann
að einn bófinn hljóp af baki og dró
fram brúsa, sem var falinn bak við
stein. Hann opnaði brúsann og henti
honuni út á brúna og nokkrum log-
andi eldspítum á eftir.
12) Undir eins gaus upp hár logi
með miklum hvelli. Bófarnir liöfðu
verið við öllu búnir og geymt þarna
brúsa með bensíni til þess að geta
kveikt í brúnni, ef þeim yrði veitt
eftirför. Eldurinn nálgaðist meira
og meira, en Tom hjelt ótrauður á-
fram hann ætlaði að komast yfir
brúna hvað sem það kostaði áður
en hún brynni upp til agna. Nú var
helmingurinn af brúnni alelda, en
bófarnir riðu áfram i hægðum sin-
um og hrópuðu storkunarorðum til
Toms.
Likur nú afskiftum Toms
með hreinum ósigri, eða
skeður eitthvað alveg ó-
óvwnt? —- Þið verðið að
bíða með að frjetta af því
þangað til í mvstn viku.
Tóta frivnka.
Vinnumaður einn skamt frá Frank-
furt am Oder myrti nýlega unn-
ustu sína á hrottalegan hátt. Unnust-
fuglinn, því að hún var orðin leið
an var ekki nema fimtán ára, en
hefir snemma verið gefinn fyrir
á vinnumanninum og farin að dingla
við annan. f óstjórnlegri afbrýðis-
semi fór vinnumaðurinn inn til
hennar um miðja nótt og hjó hana
á háls, þar sein hún lá i rúmi sínu,
batt síðan stein við líkið og tókst
að sökka því i tjörn skamt i'rá bæn-
um. En líkið flaut uppi eftir nokkr-
ar vikur og sannaðist þá ódæði
mannsins.
Alll með islenskum skrpum' •§%