Fálkinn


Fálkinn - 05.02.1938, Qupperneq 3

Fálkinn - 05.02.1938, Qupperneq 3
F Á L K 1 N N 3 Drykkjarsteinn. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórai1: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvtemdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bcnkastræti 3, Reykjavik. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa í Oslo: A n t o n S c li jöthsga d e 1 4. 31aðiö kemur út hvern laugardag. l.skril'tarverð er kr. 1.50 á mánuði: u'. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Aiifilýsingaverð: 20 anra miltimeter Herbertsprenf. Alfaravegur lestamanna og vermanna að austan, er sóttu fiskifang til verstöðvanna á Suðurnesjum liaust og vor fyrr á tímum eða stunduðu þar sjó- róðra á vertíðum, lá með suður- urströndinni um Þorlákshöfn, Selvog, Herdísarvík og Krýsu- vík, til Grindavíkur og liaðan til Hafna. Milli Krýsuvikur og Grindavíkur, og þó miklu nær Grindavík, í landi ísólfsskála, greinist vegur þessi í tvær áttir. Liggur annar vegurinn áfram til Grindavikur, en hinn yfir fjallgarðinn lil Vogastapa. Þar sem vegirnir skiptast er steinn sá, er Drykkjarsteinn nefnist. allar liolurnar voru tómar, og engan dropa þar að fá. Urðu mennirnir vonsviknir mjög, eins og vænta mátti. I gremju sinni tók þá einn þeirra til þess klækibragðs, að hann ósæmdi í stærslu holuna. Segja sumir, að hann hafi migið i hana, en aðrir, að hann hafi gengið þar örna sinna. Eftir þetta brá svo við, að holan var jafnan þurr, og það engu að síðux-, jxótt rign- ingum gengi. Liðu svo nokkur áx, sumir segja aðeins eitt ár. svo að ekki har til tíðinda. Átti þá þessi sami maður enn Ieið um veg þennan einn síns liðs, og var ferðinni heitið til Grinda- Skraddaraþankar. „Jeg skal!" Mönnum er tamt að dásama viljaþrekið og hossa þeim hátt, sem aldrei sveigist en altaf seg- ir: „Jeg skal!“ Víst er um það, að viljinn er und- irrót alls. Viljalaus maður kemst aldrei áfram nenla þar, sem allir aðrir eru viljalausir líka. Viljaþrek- ið er orka einstaklingsins, á sama hátt og eldsneytið er orka vjelar- innar. Þeir eru margir, sem leggja mesta áherslu á, að viljanum sje beitt, en minna upp úr því hver'jiig honum sje beitt. Þeir ausa lofi yfir sigur- vegarann og láta hann ekki rýrast við, þó sigurinn sje illa fenginn. Þessvegna eru dæmin svo mörg til þess að skálkurinn sje heiðraður. Lífið er barátta eu baráttan getur verið bæði beiðarleg og óheiðarleg. Þeir sem síst eru vandir að meðul- um komasl stundUm lengst. Þeir koinast lengst þar sem almennings- álitið er orðið sjúkt. Á spillingartím- um þjóðanna hafa stórglæpamenn einatt komist lil valda. Nero ljet tigna sig sem guð óg trúaður almenn- ingur vissi ekki betur en að Borgia- páfarnir væru rjettir umboðsmenn guðs á jörðinni. Bróðurmorðingjar og móðurbanar hafa setið í hásæt- um og þjóðirnar tignað þá. Maurapúkar, sem auðgast hafa á svikum og liarðdrægni, og aldrei hafa gerl nokkrum manni gott en mörgimi ilt, eru stundum kallaðir nýtir menn og i'á falleg eftirmæli. Og verkin eru dæmd eftir því hvort þau takast vel eða ekki — líka þau illu. Fimur prettalómur getur skap- að sjer álit á svipuðum prettum og þeim, sem ávinna klaufanum tugl- húsvist. Lífið er samkepni. En samkepnin gerist stundum harðari en góðu hófi gegnir. Margir eru svo gerðir, að þeir kunna ekki að beita harðfylgi eða láta sjer ekki sæma að gera það. Þetta eru yfirleitt belri mennirnir. En þeir fá ekki að njóta sín. Uppvöðslugikk- irnir ganga á bökum þeirra eða bægja þeim frá, eins og hestar sem eru ill- ir á stalli. Uppvöðsluseggirnir hafa ekki samúð með neinu nema sjálfum sjer. Þeir finna að þeir komast best áfram með þvi að vaða uppi og vanda ekki meðulin. „Jeg skal!“ segja þeir, og fótumtroða þá hógværari. Viljaþrek hafa þeir þessir menn. En er heimurinn bættari með þá? Nei. Heimm'inn hefir aldrei grætt á sjálfselskunni. Hann hefir grætl á viljaþreki þeirra manna, sem liugsuðu mikið um annara hag en lítið um sinn eigin. Ei’ hann mikill um sig, en ekki allhái', eða svo sem 2 metrar, þar sem liahn er hæstur. Nafn sitt dregur steinninn af því, að ofan í hann eru holur nokkur- ar, er vatn safnast fyrir í, og er svo sagl, að í hinni stærstu þeirra þrjóti ekki drykkjarvatn nema í íangvinnustu þerrurn. Hefir þetta komið sjer harla vel fyrir ferðamenn, er þarna áttu leið uni, þar sem hvergi er vatn að fá á þessum vegi á löngu svæði, og menn og liest- ar voru því örmæddir af þorsta, er að Drykkjarsteini kom, og svaladrykknum sárlega fegnir. Varð steinninn þannig lang- þráður áfangastaður ferðamönn- um, og var ekki laust við, að á honum hvíldi lielgi nokkur, þar eð varla þótti einleikið, liversu haldsamur liann var á drykkj- arvatn jafnvel í mestu langviðr- um. Þó gat það horið við, að valnið þryti i steininum, eins og eftirfarandi saga sýnir. Einhverju sinni bar svo við sem oflar, að ferðamenn áttu leið um veg þennan. Ekki er þess getið, hvaðan þeir voru eða hvert ferðinni var heitið, en líklegra er, að þeir liafi verið á suðurleið. Þurkar höfðu mikl- ir á undan gengið, svo að hvergi var vatn að fá á leiðinni. Voru mennirnir þvi mæddir af þorsta og hugðu nú gott til að fá sjer nægan svaladrykk, er þeir kæmi að Drykkjarsteini. En er þang- að kom, bar nýrra við, því að vikur. Vissu menn það síðast til ferða lians, er hann lagði upp frá Krýsuvík. En fáum dögum síðar, er farið var um veginn, fanst hann dauður undir Drykkj- arsteini, og kunni það enginn að segja, livað honum hefði að bana orðið. En eftir þetta brá Drykkj- arsteini til sinnar fyrri náttúru, og hefir vatn eigi þrotið í hon- um siðan. [Eftir sögnum gamalla Krýsvik- inga og Grindvíkinga, með hliðsjón af frásögn síra Jóns Vestmanns í Lýsingu Selvogsþinga 1840 (Land- nám Ingólfs III, 108)]. Guðni Jónsson. Sveinn Ólafsson fyrv. alþm. í Firði, verður 75 ára 11. þ. m. í Belgíu er nú verið að gera tal- simakerfin sjálfvirk, eins og þau eru hjer í Reykjavik. Alls eru þar i landi 275 þús. talsímar og er þegar búið að gera 175 þúsund þeirra sjálf- virka. Systir Maria Victoria priorinna Landakotsspítala, verður 80 ára 8. þ. m. Frú Sigurlaug M. Jánasdóttir. Suðurg. 15, varð M) ára 30. f. m. Magnús Benjamínsson úrsmiður, Ásvallag. 1, verður85 ára 6. þ. m. Loftur Jónsson, Vegamóti, Sel- tjarnarnesi, varð 85 ára ‘h. þ. m.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.