Fálkinn


Fálkinn - 26.02.1938, Blaðsíða 3

Fálkinn - 26.02.1938, Blaðsíða 3
F Á L K I N N VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Hitstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdaslj.: Svavar Hjaltested. Aöalskrifstofa: Bankastræti 3. Reykjavík. Siini 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa i Oslo: A n t o n S c h j ö t h s g a d e 1 4. Blaðið kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.50 á mánuði: kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. tírlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverö: 20 aura millimeter Herbertsprent. JACKIE OG KONAN HANS. Jackie „litli“ Coögan, seni allir kannast við úr filmunuin, er ekki eins lítill og menn muna hann. Að minsta kosti var liann að gifta sig í vetur vestur i Hollywood og hjer sjesl pilturinn og konan lians. Hún heitir Betty Grahle. Vestur i Maniloba eiga lieiina l'eðg- ar, sem báðir heita Albert Farlev. Annar þeirra misti hægri fótinn og hinn vinstri fótinn og ganga því báðir við trjefót. En þeir eru jafn fótstórir báðir og þessvegna kaupa þeir eitt par af skóm í sameiningu og nota það báðir. Björgunarskútan Sæbjörg óskir ríkisstjórnarinnar i tilefni af komu björgunarskútunnar. Þá blessaði Bjarni Jónsson vígslubiskup skipið og skips- höfnina, og stóð skipshöfnin berhöfðuð á þilfari á nteðan athöfnin fór fram. Að þvi búnu bauð Jón Bergsveinsson erind- reki fyrir hönd Slysavarnafje- lagsins mönnum til tedrvkkju að Hótel Borg, og voru þar samankomnir um 200 gestir, þar á meðal ýmsir ræðismenn annara ríkja. Sæbjörg er rúmar 00 smálest- ir að stærð. Vjelin er hráolíu- mótor 180 ha. (Bolinder). Skip- ið hefir alt að 9 nhlna hraða. Einnig er í því 20 ha. Tuxham- mótor til rafmagnsframleiðslu, loftskeyta, ljóskastara o. fl. Enn fremur iítill steinolíumótor. Skipið er smíðað í Frederiks- sund í Danmörku og er hið vandaðasta að efni og gerð og traustbvgt mjög. Skipstjóri er Kristján Kristjánsson. Skipið nmn verða tekið i notkun mjög bráðlega. Efri myndin er af Sæbjörgu, þar sem hún siglir inn hafnar- mynnið, en sú neðri er af athöfninni, er vígslubiskup blessar vfir skipið og skips- höfnina. (Ljósm. V.Sigurgeirss.) Þorgrímur Jónsson, bóndi að Laugarnesi, verður 05 úra 27. þ. m. Skraddaraþankar. L'nibi'ot og ófrelsi eru einkenni þeirra ára, sein liðin eru siðan heimsstyrjöldinni lauk. Umbrot eru eðlileg nfleiðing af styrjöld og ófrels- ið liefir lilotist af umbrotunum. Þau hafa leitt til þess, að gengið hefir verið á rjettindi einstaklingsins og honuin sniðinn þrengri stakkur en áður. Við kvörtum yfir ástandinu og yfir ófrelsinu. En raunverulega eru Norðurlandáþjóðirnar allar best settu þjóðirnar sem nú lil'a í Evrópu. Þrátt fyrir alt er atvinnuleysið minna þar en hjá öðrum þjóðinn og frelsið meira. Þessar þjóðir sitja ekki uppi með fylkingar limlestra manna nje með kynslóð, sem alin er upp við svo mikinn skort að æfilangt lieilsu- leysi leiddi af. Samt möglum við. Ef við værum austur i Rússlandi eða suður í Þýskalandi mundum við ekki mögla, af þeirri einföldu ástæðu að okkur væri bannað það. Við eigum þá alla- jafna það hnoss, að við liöfum frjálsræði til að nöldra og mögla — og hvað er lífi,ð án þess. Hvað er tifið án þess að hafa frjálsræði til að setja út á og' þylja palladóma. Miljónir manna hafa verið sviftar þessum rjetti. Tugir tniljóna hafa verið sviftar rjettinum til að láta skoðun sína á mönnum og málefnum í ljós — að viðlagðri liflátshegning eða útlegð. Miljónir manna verða að Jiræla fyrir lítið og lifa fáar á- nægjuslundir en vakna og sofna með meðvitundinni um þ,að, að þeir eru ófrjálsir menn og ósjálfráðir gerða sinna. Þrjár stórjijóðir Evrópu hafa nú innleitt hjá sjer jiað nýtisku þræla- hald auk ýmsra smærri. Og við sem sjáum þetta úr fjarlægðinni andvörp- um og segjum: Mikið eru þær öf- undsverðar þessar þjóðir einræðis- ríkjanna. Mikið mættum við1 gefa fyrir að eignast slíkt stjórnarfar! Jú, þær eru öfundsverðar. Það eru öfundsverðir einstaklingar, sein ekki geta látið í ljós það, sem þeim býr í brjósti án þess að eiga á hættu líf- lát eða fangelsi. Þeir eru öfunds- verðir liinir l'yrri áhrifamenn i Rússlandi — vinir Stalins — sem hann lætur skjóta upp við múrinn. Þeir eru öfundsverðir Gyðingar í Þýskalandi, sem liefir verið skipað á bekk með úrþvætti, er livergi sje i húsum liæft eða rithöfundarnir þar, sem eiga að spyrja Göbbels, hvernig þeir eigi að semja sögu eða kvæði. Það er engin furða, Jió að ýmsír þjóðvinir beiti sjer fyrir því, að slíkt ástand nái fótfestu á íslandi. Björn Kristjánsson fgrv. banka- stjóri verður 80 ára 20. þ. m. kom til Reykjavíkur síðastlið- inn sunnudag. Það mátti sjá, að bæjarbúum var það Ijóst, að koma þessa fyrsta björgunar- skips íslendinga var merkisat- burður, því að sjaldan hefir sjest meiri mannfjöldi liiður við ltöfn en um það leyti sem hin fagra björgunarskúta sigldi inn á höfnina og lagðist upp að bryggju. Klukkan 1.15 sigldi Sæbjörg inn í hafnarmynnið, en stjórnir Slysavarnafjelags Islands og kyennadeildar þess í Reykjavík ásamt hafnarstjóra og skipa- skoðunarstjóra fóru út í skipið á hafnarbátnum og tóku á móti skipinu. Um kl. 2 lagðist skipið upp að Grófarbryggjunni og hófust þá ræðuhöld. Talaði fyrstur forseti Stysavarnaf j elagsins, Þorsteinn Þorsteinsson skip- stjóri og lýsti meðal annars smíði skipsins, hversu gengið hefði. Þá talað'i frú Guðrún Jónasson, formaður kvenna- deildarinnar í Reykjavík og lýsti jTir því í lok ræðu siiinar, að kvennadeildin hefði ákveðið að færa Slysávarnafjelaginu 25000 krónur að gjöf, sem á að ganga til útgerðar Sæbjargar. Vigfús Einarsson skrifstofu- stjóri færði fjelaginu árnaðar-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.