Fálkinn


Fálkinn - 26.02.1938, Blaðsíða 4

Fálkinn - 26.02.1938, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Þjóðminjasafnið Sifíiu-ðiir fíiiðmmuisson móilari. „Til þess að vjer skiljum þjóðerni vorl og sögu landsins bæ'öi að fornu og nýju, og til þess að vjer skiljum fornsögurnar, þarf langt um meira en menn enn liafa bugsað um, og vil jeg fyrst telja sem eitt af því nauðsyn- legasta: þjóðlegt forn- gripasafn“. SigurSur GuSmundsson málari. ÞjóSíninjasafn íslands var stofnaS áriS 1863 og á 75 ára afmæli um þessar mundir. í grein ]>essari verSur skýrt frá tildrögunum til stofnunar safns- ins og' þróun þess í stórum dráttum, og er einkum stuðst við minningarrit um safnið á 50 ára afmæli þess eftir nú- verandi þjóðminjavörð, Matthí- as ÞórSarson (Árbók Fornleifa- fjelagsins 1012). Þetta safn er sannarlega kjörgripur þjóðar- innar.Þar er samandreginnáeinn slað hinn mesti fróðleikur um menningu íslendinga að fornu og nýju, sem nokkursstaðar er vöi á. Þar 'eru hundruð og þús- undir gripa, sem segja hver sina sögu, sögu, sem annars væri oft glevmd eða myrkri liulin. A engan veg yrði það tjón bætt, ef þetta dýrmæta safn henti eitt- hvert slvs, af bruna eða öSrum völdum. Það væri þjóðarskaði, óbætanlegt tjón fyrir menningu hinnar íslensku þjóðar. Vík jeg því að þessu í upphafi, að því fer fjarri, að þjóðminjasafniS' sje í öruggmn húsakynnum, þar siem það er nú, og verður nán- ara minst k það hjer síðar. Stofnun þjóSminjasafnsins. Tildrögin að stofnun safnsins voru þessi: Vorið 1860 fanst skamt frá Baldursheimi í Mývatnssveit dys með mannsbeinum og bests- beinum í og ýmsum hlutum, er !>entu á, að dysin var karl- mannsdys frá elstu tímum sögu vorrar. Fregnin um fund þenn- an varð heyrinkunn, og er Sig- urður Guðmundsson málari, sem þá var fyrir fáum árum sestur að í Reykjavík eftir nokk- urra ára veru til náms í Kaup- mannahöfn, lieyrði rætt um fundinn, aflaði hann sjer ná- kvæmrar skýrslu um liann og mynda af gripunum. Hafði hann þá á síðustu árum lagt allmikla stund á menningarsögu og forn- fræði og safnað skýrslum um fornminjar lijer á landi. Skýrsl- una um fundinn í Baldursheimi birti bann í Þjóðólfi 10. apríl 1862 og 24. s. in. birtist í sama blaði „Hugvekja til Islendinga" Síra Helgi Sigurðsson. um að stofna þjóðlegt forn- minjasafn. Mun þessi hugvekja hans og umlal um málið hafa liaft álirif á marga, og 8. janú- ar næsta ár ritaði cand. phil. Helgi Sigurðsson á Jörva, siðar prestur að Setbergi og Melum í Melasveit, áskorun til almenn- ings eða opið brjef um hversu færi um islenskar fornminjar i Iandinu, gildi þeirra fyrir þjóð- ina, hvatti menn til að safna þeim saman á einn stað í land- inu, sem sje Reykjavík, og varð- veila þær þar, „og þannig Ieitast við, að landið gæti eignast ís- lenskl fornminjasafn“. Hann skýrði enn fremur frá 15 forn- gripum, er hann hafði safnað sjálfur og átti, gaf þá síðan alla íslandi og kvaðst ætlast til og óska, að þeir yrðu fyrsti vísir til safns íslenskra fornminja. Urðu þannig gripir þeir, er fundust í dysinni hjá Baldurs- heimi, og gripir þeir, er H’elgi Sigurðsson gaf liin.ir fyrstu i safninu, fyrsti vísirinn að þjóð- minjasafni íslands. Stofnun safnsins er þvi fyrst og fremst verk þeirra Sigurðar Guðmunds sonar og Helga Sigurðssonar og fyrir það verk stendur þjóðin jafnan í þakklætisskuhl við þessamenn og mun halda minn- ingu þeirra í heiðri. Vöxtur safnsins. í árslok 1863, árið sem safn- ið var stofnað, voru i safninu alls 42 gripir. En vöxtur þess var furðu ör, Jirátt fyrir mjög bagalegt fjeleysi bæði þá og sið- ar, og bar það einkum tíl, að því bárust stöðugt gjafir úr ýms- um áttum og sumar allstórar. Jafnframt voru og keyptir grip- ir til safnsins eftir því sem fje var fyrir hendi. í árslok 1881 voru safngripirnir orðnir 2042, og hafði safnið þar af fengið 1759 gefins, en keypt 283. I árs- iok 1892 voru gripirnir orðnir 3790, en í árslok 1912, er safnið var 50 ára gamalt, var tala gripa orðin 6426, auk allálitlegs vísis til mannamyndasafns og myntasafns að ógleymdu Vída- línssafni, sem er mesta og veg- legasta gjöfin sem safninu hefir nokkurn tíma ldotnast í einu lagi. Þegar núverandi þjóð- minjavörður tók við forstöðu safnsins, greindi hann það í eitt aðalsafn, nefnilega forngripa- safnið sjálft, sem hann nefndi Þjóðmenningarsafn, og fjögur aukasöfn smærri, nefnilega Steinaldarsafn, Þjóðfræðissafn, Vídalínssafn og Myntasafn, og eru í þremur þeirra einungis útlendir gripir. Enn fremur byrjaði bann að safna sjerstak- lega lil fimta safnsins, en það Sigurður Vigfússon fornfræðingur. er Mannamyndasafn, sem nú er orðið allstórt. Siðar bættist við Málverkasafnið, sem keypt bef- ir verið allmikið til á síðari ár- um, auk ýmissa minni safna, er Þjóðminjasafnið, — en það er sameiginlegt heiti á öllum söfnunum, — hefir lilotið að gjöf leða að erfð frá einstökum mönnum. Nú á 75 ára afmæli safnsins eru i aðalsafninu um 15000 gripir, og eru þá ekki talin með liin smærri aukasöfn, sem um var getið. Húsnæði safnsins. Þjóðminjasafnið liefir oftast búið við slæm húsakynni alt frá upphafi vjega. Fyrstu árin var safnið geymt í húsrúmi stifts- bókasafnsins uppi á dómkirkju- loftinu. Húsrúm þetta var mjög 75 ára. lítið og óaðgengilegt og i alla slaði óhentugt fyrir slíkt safn. Arið 1868 jókst stiftsbókasafnið að stórum mun, og var þá forn- gripasafninu bvgt ]>aðan út. Varð þá að Iáta fl’estalla gripi þess ofan i skrínur og birslur. eftir ]>ví sem við var komið til þess að forða þeim frá evðingu. Stóð safnið nú uppi búsvilt um lirið og fjelaust með öllu. Um- sjónarmennirnir leituðu þá til almennings um samskol banda safninu í því skyni að afþilja handa því sjerstakl berbergi á framlofti kirkjunnar, og varð þéssu framgengt árið eftir. í ]>essu harla ófullnægjandi hús- rúmi varð safnið að liírast, þar til 1879. Fór þá fram viðgerð á kirkjunni, og safnið varð þá að hröklast burtu. Ljeyfði þá bæjar- stjórnin, að safnið skyldi fá húsrúm í borgarastofunni i Hegningarhúsinu. í þessum stað var safnið aðeins tvö ár, því að 1881 var það flutt i hið nýbygða Alþingishús og fekk það þar rúm uppi á lofti. Árið 1899 var safnið enn fliitt og þá í hið ný- reista Landsbankabús. Bæði það húsrúm og önnur, sem safnið hafði til þessa verið í, vorii meira og minna óhentug og reyndust jafnan of litil eftir nokkur ár, þar eð eigi var tekið nógt tillit til vaxtar safnsins, svo sem nauðsynlegt er þó að gera, sjé búsnæðið ætlað til frambúðar. Árið 1908 var safnið loks flutt í þann stað, sem það befir haft síðan, á efsla lofli Landsbóka- safnshússins. Var það að vísu langrúmbesti staður, sem það liafði nokkurn tíma verið í, en þó að ýmsu óhentugur til sýning- ar safnsins vegna óhagstæðrar birtu, og jafnvel i upphafi var húsrúmið þó eigi nógu slórt til þess að munir safnsins fengi notið sín. Nú er þelta liúsrúm fýrir löngu orðið alt of litið, svo

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.