Fálkinn


Fálkinn - 26.02.1938, Blaðsíða 7

Fálkinn - 26.02.1938, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 hún, og rödd hennar var hlý af sæln og von. Æ, drottinn minn, hvílík eymd, hún hefir mist vitið hugsaði Valgerður, og hjarta hennar skalf eins og strá í stormi. En Ragnheiður hjelt á- fram að tala um brúðarbúning sinn og að nú hlyti hann að fara að korna. „Nú er ekkert eftir nema að festa faldinn“, mælti hún lágl. „Það gerir þú, systir mín elskuleg". Og Val- gerður hafði ekki brjóst i sjer að neita henni um þetta. A meðan hún í'esti höfuðbúnað svstur sinnar með titrandi hönd- um, hrundu tár hennar í leyni og hún bað Guð að láta engil dauðans leysa systur sína úr fjötrum óvits og blekkingar. En Ragnbeiður gekk að spegl- inum fram í slofuhorninu og hrosti við sjálfri sjer undir brúð arblæjunni. Valgerður sótti móð- ur þeirra i skyndi. Þetta var þyngsta reiðarslagið, sem aml- mannsfrúin hafði orðið fyrir á æfinni, en hún sýndi, sem ávalt áður, stillingu og þrek. Þær mæðgurnar reyndu báðar með blíðu að telja Ragnheiði hug- livarf og revndu með lægni að leiða hana úr þessari villu henn ar. En jjað varð áranurslaust. Þá Ijet amtmannsfrúin sækja fjórðungs-lækninn. En hann var allfjarri og engin von til jjess að hann gæti komið fyr en daginn eftir. Presturinn var líka sóttur, og kom eftir liádeg- ið. En ekki gat hann neitt átt- að Ragnheiði l'remur en þær mæðgurnar. Ragnheiður var blíð og góð við alla, en ölJ með liugann á því sem ske átti þennan dag: brúðkaupi sínu. Hún gerði það fyrir móður sina að borða með prestinum, sem henni fansl mjög eðlilegt að væri kominn og hún ræddi við hann af fullum skilningi á öllu, nema þessu eina, brúðkaupi hennar. Þegar á daginn leið gerðist hún döpur. „Jeg skil ekki livað dvelur hann“, mælti hún og mændi stöðugt út um gluggann. Að lokum fjekk presturinn hana til þess að afklæðast brúð- arskartinu og hátta, ])ví að auð- sjeð væri að ekkerl gæti orðið af brúðkaupinu i dag. Ragn- heiður fór að ráðum lians og sofnaði von bráðar. Þau von- uðu öll j)rjú, mæðgurnar og presturinn, að ])að væri góðs viti, og að lum yrði ef til vill búin að átta sig að morgni. En Ragnheiður áttaði sig ekki. Hún áttaði sig aldrei framar. Dag hvern bjóst liún brúðar- skarti og bcið unnustans. Þegar leið á daginn dapraðist hún og gekk til hvílu. En næsta morgun var sem hún hefði aldrei orðið fyrir neinum vonbrigðum, og tók þá enn að búast skarti sínu og biða í sælli von. Það var sem hún gleymdi hverjum degi jafnótt og hann leið sem ekkert væri til nema þessi eini dagur: Brúð- kaupsdagurinn þeirra Þórarins Þórarinssonar. Og hún mundi alls ekki framar að hann hefði verið bróðir hennar mundi ekkert nema þetla eina: að hann ætlaðl að koma og að það var heiðursdagur þeirra. Amtmannsekkjan á Breiða- hóli dó, södd lífdaga. Valgerður giftist sýslumanni, sem fjekk veitingu fyrir sýslu í öðrum landsbluta. Og þau fluttust þang að og Ragnheiður með þeim. En ekkert breyttist í hennar heimi. Hún vonaði og l)eið seni áður, og fjekst eigi um bústaða- skiftin. Árin liðu, og i gullbjörtu bári Ragnheiðar Alfsdóttur lóku að gægjast fram hvítar hærur. Að öðru leyti var hún furðu ungieg til síðustu stundar. Dag einn klæddist hún ekki. „Þetla líður bráðum frá“, mælti hún hóglega við Valgerði syst- ur sina, sem sat við rúmið. „Enda kæmi það sjer nú ekki vel að vera lasin á sjálfan brúð- kaupsdaginn". Og hún brosti blítt. En að kvöldi þess dags var hún látin. Hún hafði liðið út af eins og ljós. og það siðasta sem hún heyrðist hvísla var, að nú væri hann kominn. Og yfir liðinni ásjónu hennar hvildi óútmálanlegur friður. riulda. í ALBANfU hafa þeir nýiega verið að halda upp á 25 ára afmæli ríkisins, sem var soðið upp úr Montenegro árið 1912. Mest var um dýrðir í höfuðstaðnum, Tirana, og þar fjekk lýðurinn að sjá Zogu konung, sem annars kvað sjald- an þora að koma lit, af liræðslu við manndrápara. lfjer sjest tconungur og sýnist vera hinn vigamannlegasti. Eldingu sló niður i fjárrjett suður í Lapleau í Frakklandi. Drap liún allar svörtu kindurnar í rjcttinni, en gerði þeim hvítu ekkert mein. ----o---- Það hafa orðið örlög allra kvenna, sem heitað hafa .Tóhanna og fengisl liafa við þjóðhöfðingjavöld, að þær hafa ýmist verið drepnar, orðið vit- lausar eða verið settar af. Bað samtíðarinnar. ZD. Með Ludendorff fjell í valinn ann- ar frægasti liershöfðingi Þjóðverja frá lieimsstyrjöldinni, einkennilegur maður á ýmsan hátt og mátti heita að hann gengi i barndómi á síðustn árum. Ludendorff taldi ætt sína lil (íusl- afs Vasa Svíakonung's, enda var amma hans sænsk og hjet Ada Louise Leffler. Að öðru leyti taldi hann ætt sína til þýskra kaupmanna og stór- bænda, sem frægastir voru fyrir það, að hata presta og Gyðinga, og það erfði Ludendorff í ríkum mæli. Hann Cæddisl 9. apríl 1865 á stórbýli í Austur-Prússlándi og þótti snemma ráðrikur og óþjáll enda varð hon’um fátt til vina um æfina. Fá stórmenni hafa verið meiri einstæðingar en hann. Hann var sendur á herskóla í Ivölu tólf ára gamall. Hann var óvinsæl! þar fyrir einþykkni, en stundaði nám- ið af kappi og þóttist viss um að verða meiri en skólabræður hans. Enda varð hann brátt frægur fyrir kunnustu sína og varð ungur starfs- maður herforingjaráðsins. Eftir árás ina á Liége 22. ágúst 1914 varð hann sveitarstjóri Hindenburgs og hófsl þá það samstarf þeirra sem stóð alta styrjöldina. Hann átti sinn hlut í þvi, að Hindenbui’g vann orustuna við Tannenberg og Masúriumýrar en sá sigur þótti meistaraverk. Hind- enburg viðurkendi sjálfur, að Lud- endorff hefði átt meiri þátt i þeim sigri en hann sjálfúr og Þjóðverjar fara ekki dult með, að hann hafi verið störum meiri herfræðingur en Hindenburg. í ágústlok 1916 tóku þeir Hinden- burg og Ludendorff við yfirstjórn- inni á vesturvigstöðvunum. Og smámsaman náðu þessir herstjórar meira stjórnmálavaldi en góðu hófi gegndi. Ludendoff var í rauninni um eill skeið, sem rjeð stjórnmálum Þýskalands meir en nokkur annar. Og það er fullyrt, að Þjóðverjar liefðu getað fengið sómasamlega friðarskilmála árið 1917, ef Luden- dorff hefði ekki sett stjórninni stól- inn fyrir dyrnar. Hinn 29. september 1918 hól'sl upplausn sú í liði Þjóðverja, er sýndi, að þeir höfðu tapað leiknum og flýði Ludendorff þá til Ilanmerk- ur og síðan til Sviþjóðar og spilii það titlæki mjög áliti hans í Þýska- landi. Þegar hann kom altur heim hneigðist hann að þjóðernissinnum. Hann var viðriðinn bæði Kapp-byit- inguna 1920 og hina snéypidegu byltingartilraun Hitlers í Múnehen 1923. En síðar óvingaðisl með Hiti- er og honum. Gerðist Ludendorff nú rithöfundur og fór að gefa úl blað og rjeðst þar einkum á Gyð- inga og frímúrara og bóðaði Þjóð- verjum Ásatrú. Á sjötugsafmæli sínu birti hann bannfæringarbrjef sitt gegn kristninni, sem hann taldi helzta verkfæri jjess, að viðhalda áhrifum Gyðinga í heiminum og væri í andstöðu við lífshugsjón nor- rænna þjóða. Kvað hann útrýming kristninnar einu leiðina lil að sam- eina Þjóðverja á ný, og lýsti þvi yfir. að hann þættist maður að meiri fyrir að vera heiðingi. Hann rjeðst oft á Hindenburg með- an hann var forseti og kallaði Locarnosamninginn verk Hinden- burgs og Gyðinga, einnig kendi hann Hindenburg um það, að Þjóðverjar höfðu samþykl Versaillessamning- ana. Oft neyddust nazistar lil áð gera blað hans upplækl, vegna þess live berort það var. Hann rjeðst heiftarlega á ;ifskipti Þjóðverja al' Spánarstríðinu. I.oks komusl á sættir milli hans og Hitlers i mars i fyrra, og vildi Hitler gera hann að marskálki en liinn vildi ekki þiggja. Ludendorff gaf iit bók um framtíðarslyrjaldir árið 1935 og lýsir því, hvernig öll þjóðin verði að vera viðbúin stríði. Margt af þvi sem hann spáir þar. er þegar komið fram og Göring virðist liafa notfært ýmislegt af ráð- um Ludendorffs i framkvæmd 4-ára áætlunar sinnar. Ludendorff kvænlist ekki fyr en 1921 en skildi við þá konu eftir 5 ára sambúð og kvæntisl á ný kven- lækninum Mathilde von Kemnitz sem fræg er fyrir Óðinsdýrkun. Var luin honum mikil stoð í ellinni. Síð- ustu ár Ludendorffs voru honum erfið og erilsöm, hann átti i sit'eld- um meiðyrðamálum við frímúrara. en blað hans, „Volkswarte" éspaðisl við hverja pláguna. Þó var honum ljettir að því, er vinfengið við ráða- menn 3. rikisins batnaði. Hitler og þýski herinn hylli hann á 70tugs- afmæli hans, en endanlegar sættir urðii 30. mars i lyrravor. Þá var hin endurbætta Ásatrú Ludendorffs viðurkend sem Irúmálaskoðun i Þýskalandi. Annars hafði l.udendorfl' það fyrir stafni siðuslu árin áð yrkja upp sálmabókina og hefir hann búið ti! nýja útgáfu af ýmsum helztu sálm- um, með þeirri breytingu að nöfn ásanna koma þar i stað nafns guðs. Þannig liefir hann „endurbætf' bæði „Heims um ból", „Vor guð er borg á bjargi traust“ og fleiri sálma. Ludendorff dó 20. desember síð- astliðinn. FLAGGAÐ f TOKIO. Myndin að ofan er af stórhýsi eins aðalblaðsins i Tokio. Hefir það dreg- ið upp þýska, ítalska og japanska fánann, lil þess að minna á, að þessi ríki standi saman og ætli að bjóða öðrum byrginn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.