Fálkinn


Fálkinn - 15.10.1938, Síða 3

Fálkinn - 15.10.1938, Síða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBL'AÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. Sigurjón Guðjónsson. Frómkv.stjóri: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 óg 1-0. Skrifstofa í Oslo: A n t o n Schjötsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugard. Áskriftarverð er kr. 1,50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. arg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsiiiffaverð: 20 aura millim. Herbertsprent. Skraddarabankar. Reykjavík er altaf að mannast. Meðal menningarvotts, sem á henni sjer, má meðal annars nefna, að nú eru orðnar til götur i bænum, sem eru fallegar. Eigi aðeins gatan sjálf — sú sem maður gengur og ekur á, heldur húsin, girðingarnar, garðarn- ir — og blómin. Mesta breytingin, sem orðið hefir á Reykjavík á síðustu árum er sú, sem blómin hafa valdið. Þegar fanga girðingin var tekin af Aústurvelli horfði um sinn til vandræða um, að alt yrði traðkað niður þar, og að völlurinn mundi verða að svaði. Núna i haust hafa blómin í beðun- um þar fengið að standa óáreitt og ekkert á vellinum að sjá, nema aðeins það, að ofurlítið hefir slitn- að af grasbrúninni, þar sem beygjan er á veginum, framhjá líkneski Jóns Sigurðssonar. Hann mundi segja ef hann talaði núna: „Það er leitt, að jeg skuli standa svona kyr, og geti ekki vikið mjer úr vegi fyrir ykkur, sem flýtið ykkur svo mikið, að þið troðið á hornið á túninu. til þess að slytta ykkur leið framhjá stytt- unni minni.“ Það liefir að vísu verið yndislegt haust í Reykjavik i þetta sinn. En þó er það merkilegt, að sjá fram að þessu blómskrúð í flestum þeim görðum, sem vita út að götum þeirra íbúðarhúsa, sem nýlega eru bygð, og eftir að fólk fór að hugsa um, að besta híbýlaprýðin er utanhúss. Reiturinn fyrir framan húsin — eða sólarmegin við húsið, er meiri hí- býlaprýði en dýrustu húsgögn. Því að hann lýsir tengslum íbúans við náttúruna sjálfa, en ekki afstöðunni til peningabuddunnar. .leg veit ekki hvort Reykvíkingar leggja meira fje í híbýlaprýði en áður, en hitt veit jeg, að þeir leggja margfalt meiri vinnu í garðana sína en áður. Prófessor Weiss, danski jarðvegs- fræðingurinn, sem var hjer fyrir nokkrum árum, sýndi fram á, að íslenski jarðvegurinn væri betri en á Norðurlöndum gerist. Hann lagði til að koma hingað aftur og halda rannsóknum sínum áfram, en hann lifði aðeins skamt eftir að hann kom heim til sin úr för sinni hingað. Trú l)eirra, sem hafa lesið ummæli hans, hnignar ekki, því þeir, sem aðeins hafa örlítinn blett við húsið sitt, í bæjunum, til þess að rækta á blóm og grænmeti, vita að það lekst vel. Það þrífst betur hjer en miklu sunnar í Noregi og Svíþjóð — þrátt fyrir veðráttuna. Bændurnir þekkja það sama, síðan þeir fóru að læra, að engin mold verður frjó, ef menn aðeins þiggja gjöf og launa hana engu. Því æ sjer gjöf til gjalda. Knattspyrnufjelagið Víkingur 30 ára. Kapplið 11. fl. 1917. Standandi: Ragnar Rlöndal, Gísli Pálsson, Tómas Jónsson, Lúrns M. Einarsson, Óskar Norðmann, Walter Á. Sigurðsson, Jón Brynjólfsson, Stefán A. Pálsson, Snorri 11. Arnar. Sitjandi Rjörn Eiriks- son, Axel Andrjesson (form.), Hjnlmar Bjarnason. Á sumrinu, sem leið, varð Ivnatt- spyrnufjelagið Víkingur 30 ára. Fje- lagið mintist þessa afmælis með hófi að Hótel Borg síðastliðinn laugar- dag og með útgáfu afmælisblaðs: „Víkingur 30 ára“. Timamótin í sögu Knattspyrnufjelagsins voru líka þess verð að þeirra væri rækilega minst, því minstu munaði að sága fjelags- ins yrði ekki rakin svo langt, þar sem mikil deyfð var yfir fjelaginu fyrir skemstu og heyrðusl jafnvel raddir um það, að það bæri að leggja niður. En 30 ára aldrinum náði fjelagið samt, og j)að eftir knattspyrnusumar, sem vinum knatt- spyrnunnar hjer í Reykjavík mun verða minnisstætt, ekki síst fyrir hina alveg óvæntu sigra Víkings. Það sýndi sig á sumrinu, að fjelag, sem allir hjeldu að væri „dautt“, átti afbragðs knattspyrnumönnum á að skipa, sem nærri höfðu unnið íslandsmótið og j)ar með heiðurs- heitið „besta knattspyrnufjelag Is- lands.“ Þenna dugnað fjelagsins ber fyrst og fremst að þakka áhuga og þrautseigju nokkurra manna, ekki síst núverandi formanni fjelagsins, Gunnari Hannessyni, og Guðjóni Einarssyni, fyrv. formanni, sem báð- ir hafa verið ój)reytandi leiðtogar yngstu flokka fjeiagsins. Það, sem þeir hafa sáð til, uppskar fjelagið í sumar og á eftir að uppskera betur, ef að líkindum lætur. Saga fjelagsins á liðnum árum er rækilega rakin í minningarblaðinu, og verður þ'vi stiklað á stóru hjer. Fjelagið er stofnað 21. apríl 1908 og voru stofnendur 5 að tölu. Nú er fjelagatalan um eða yfir 800, drengir og fullorðnir menn. Fyrsti formaður fjelagsins og lífið og sálin í fjelaginu fram á síðustu ár, var Axel Andrjesson verslunarmaður, sem með alhliða starfi sínu i þágu knattspyrnunnar hefir tekið sess meðal bestu íj)rótta- og æskulýðsleið toga þjóðarinnar. Var hann form. fjelagsins í 14 ár, en síðan hafa ver- ið formenn Óskar Norðmann kaup- maður (1924—’2(i), Helgi Eiriksson bankaritari (1926—-27), Magnús Brynjólfsson kaupmaður (1927- ’28), Halldór Sigurbjörnsson versl- unarmaður (1928—’29), Axel And- rjesson (aftur 1930^—’32), Tómasj Pjetursson forstjóri (1932—’33),| Guðjón Einarsson verslunarmaður Axel Andrjesson fyrsli formaðu r Vi kings. (1933—’37) og Gunnar Hannesson verslunarmaður, núverandi formað- ur. — Árið 1914 háði Vikingur i fyrsta skifti opinberan kappleik á íþrótta- Gunnar Hannesson, nú- verandi form. Vikings. móti U. M. F. 19. júní og kepti j)á við K. lí. með þeim árangri, að ljelagið vann með 2:1. Það sama ár kepti fjelagið aftur tvivegis við Framh. á bls. I). /. fl. kapplið „Víkings“ sumarði 1938 Efsta röð f. vinstri: Þorst. Ólafss.. Ing. Iselarn, Haukur Óskarss., Rr. Brynjólfss., ÓI. Jóns., Hjörtur Hafliðas., Hreiðar Jónsson. — Miðröð, frá vinstri: Thor G. Hallgrímsson, Ólafur Jónsson (gjaldk. fjel.), Gunnar Hannesson, Guðjón Einarsson (þjálfari), Ævar Kvaran. — Fremsta röð, frá vinstri: Hákon Gnðmundsson, Skúli Ágústsson, Einar Pálsson, Sighvatur Jónsson. — Rjörgvin Rjarnason er sá eini af kappliðsmönnum fjelagsins í ár, sem vantar á myndina.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.