Fálkinn


Fálkinn - 15.10.1938, Page 10

Fálkinn - 15.10.1938, Page 10
10 F A L K I N N ALT OF FÍN' Strandföt í fjórum pörtum úr hvítu silkirips, ríkulega skreylt máf- um, eru ákaflega ljett og þunn, en kápan er aftur á móti fóðruð með frottéefni. Takið eftir litlu kjus- unni, sem er bundin undir hök- unni með slaufu, og þá er ekki hægt að vera fínni. MODELKJÓLL FRÁ LEIONG. Þrátt fyrir það, að mikið af fali- egum mislitum efnum er flutt út frá Frakklandi, j)á dettur kvenfólk- inu í París ekki i luig að hætta við svarta litinn, sem þær af smekkvísi sinni vita að ávalt er smekklegast- ur og fallegastur og um leið ódýrast- ur. Við birtum hjer mynd af einum slíkum útikjól, sem er mjög klæði- legur og þægilegur. TENNIS OG TÍSKA. Þetta er mynd af hinni ungu kín- versku tennismær, Gem Iloahing, sem tók þátt í ÓVimbledonkepninni. Myndin er tekin frá áhorfendapöll- ununi. Takið eftir skrautlega „Man- darínhattinum" með mislita stráí- sauminn, sem eflaust mun vinna sjer álit hjá Evrópudömunum. FALLEG L.JEREFTSDRAGT. Buxurnar eru fílabeinsgular, jakk- inn kanelbrúnn og hálsklúturinn kóralrauður, sem tekur sig mjög vel út við ströndina; sniðið er mjög látlaust og smekklegt svo að þær sem ekki eru lengur barnungar ætti getn klætt það. SJEÐ Á ENSKRI BAÐSTRÖND. Brúnn á maður að verða, og ef sól og tima vantar er gott að vita það, að með. lijálp þessa nýupp- fundna sólarspegils úr skínandi málmi, er hægt að verða svo sól- brendur sem hægt er að óska sjer, á einiim klukkulima. Húsráð. Ullarefni með viðkvæmum litum þvi að þvo jiað úr köldu kartöflu- vatni. Vatni er helt yfir hráar, skræld ar kartöflur; l)að er látið sjóða 1 tímá og stöðugt lirært í á meðan. Þetta er svo síað gegnum klút og bætt í ])að hreinu vatni og upp úr þessu er tauið j)vegið með ])ví að lcreista það, en ekki nugga. Skolist vel úr hreinu vatíii á eftir. Þurkist á röngunni og strjúkist undir deigum klút með vel heltu járni. Það má reikna 2 kg. kartöflur til þess að jivo heilan fatnað úr. Soðin línsterkja festist ekki við straujárnið ef ofurlitil steinolía er látin í línsterkjuna meðan hún er heit. Afskorin blóm standa lengur ef ofurlítið hjartasalt er látið í vasann saman við vatnið. Regnhlífar er best að hreinsa út- spentar með köldu sápuvatni. Skolist úr mörgum vötnum á eftir. TIL SJÓS. Þegar frúin ætlar út á bát, klæðir hún sig í lítinn svartan sjómans- jakka, skreyttan hvítum máfum, og á höfðinu íiefir hún hvita matrósa- húfu úr voksdúk með hökubandi og hún þarf hvorki að óttast vind nje regn, í það minsla ekki hvað höfuðfatið viðvíkur. ísaumsgarn heldur litnum, ef það er látið liggja um stund í heitu ediki, áður en það er þvegið. Skrifstofustúlkar fð sinn verndardyrðling. Skrifstofustúlkur í öllum heimin- um og þá einkum hraðritarar, munu í náinni framtið fá sinn eigin verndardýrling. Hún hefir að vísu ekki verið „kanoniseruð" enii, en á nýafstöðnu kirkjuþingi í Buda-Pest lýsti fulltrúi páfans, Bacelli kardín- áli í Ungverjalandi yfir því, að Ung- verjaland fengi nýjan dýrling fyrir næstu áramót. Heilög Margareta — Maria. Hinn verðándi dýrlingur ber klausturnafnið Margareta — Maria og saga hennar er í senn óbrotin og áhrifarík. Þar eð hún var eina stúlkan i slórum barnahóp var lnin send i klausturskólann. Ether litla Bognar var mesti fjörkálfur, óró og ærsla- fuli. En öllum þótti vænt um hána, og alt klaustrið tók þátt í sorg henn- ar, ])egar pabbi hennar dó og hún fór úr skólanum sem útlærð í vjel- ritun og hraðritun. — Vera má að það hafi verið föður- missirinn, sem olli straumhvörfum í huga hennar eða þá hún þráði aftur klausturfriðinn. Það veit eng- inn. En þegar hún var tæplega tví- tug sótti hún um inntöku i klaustrið. Þá hafði hún nýlega gengið gegn- um smitandi sjúkdóm og abbadísin neitaði að laka á móti henni. Hún gerði tilraunir að komast að annars- staðar og að lokum var við henni tekið sem nunnuefni í öðru klaustri. Skrifstofumentunin kom henni nú i góðar þarfir og hún kendi bæði hraðritun og vjelritun. Klausturlífið var stutt. A páskadag 1932 hafði hún náð markinu, hún tók þá nunnuvígslu og hjúpaði sig slæðunni. En klaustur- líf Margaretu Maríu varð ekki langt. Fimm vikum eftir vígsluna fjekk hún tæringu og dó úr henni rjett ári síðar. í sjúkdómi sínum sýndi hún staka þolihmæði og undirgefni, svo að allir dáðust að henni. Hún var graf- in i klausturkirkjugarðinum og ein- faldur nafnlaus kross settur á leiði hennar. Á gröfina hafði verið plant- að fjólum, eins og hún hafði beðið um á banasænginni. An þess vitað verði hvernig á því stóð, breiddist sá orðrómur út að hún hefði verið heilög i öllu dagfari. Guðhrætt fólk fór pila- grímsferðir að gröf hennar, sjúkir og þunga hlaðnir beiddust krafta- verka og er sagt að þarna hafi margir fengið meinabætur. Ethel litla Bognar, var orðin að dýrling, en það hafði henni síst dottið í hug í lifanda lifi. Og nú hefir kirkjan ákveðið að taka hana I dýrlinga tölu. En ailir guðhræddir Ungverjar og einkum ,,systur“ hennar fara langar píla- grímsferðir til hinnar afskektu klausturgrafar. HÚSMÓÐURINNI OFAUKIÐ. Frú Haldane Plunkett i Chicago sótti um skilnað við manninn sinn, vegna þess að hann var ófáanlegur til að selja hænsnahóp og átta hunda sem hann hafði í svefnherberginu sínu. Aumingja konan sagðist ekki komast fyrir þar! Þulurinn: — Gotl kvöld og komið þið öll sæl, nema konan mín, sem jeg hefi heitstrengt að tala ekki við í viku, út af hattareikningnum, sem kom i gær. i

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.