Fálkinn


Fálkinn - 13.01.1939, Side 4

Fálkinn - 13.01.1939, Side 4
4 F Á L K 1 N N Frumbyggjar Ástralíu eru nú að mestu leyti útdauðir, en slæðingur er af þeim hjer og þar, og enn eru til herskáir kynþættir á þessu stóra meginlandi, sem við og við drepa hvíta menn. Nýlega hefur mann- fræðingur einn, að nafni Donald F. Thomson, skýrt í blöðum frá þriggja ára dvöl sinni, méðál þessara her- skáu frumbyggja i Arnhemlandi. En það land er á miðri norðurströnd Ástralíu, milli tveggja flóa, og er all- mikið stærra en ísland. Frumbyggjar á þessum slóðum höfðu reynst hættulegir hvítum mönnum, og vildi stjórnin því senda til þeirra mannfræðing, er þekti siði þeirra, til þess að reyna að friða þá. Rjeðist Thomson til fararinnar, en hann var kennari við háskólann i Meibourne. Lagði hann af stað frá borginni Darvin, auslur með landi, á 10 smálesta skútu, með hjálpar- vjel, og voru innbornir menn af kyn- þáttum úr grend Darvin borgar, sem eru vinveittir hvítum mönnum, skipverjar hjá honum. En skipið liöfðu tveir ástralskir efnamenn gefið stjórninni, og látið útbúa til leið- angurs þessa. Prik til jarteikna. í förina hafði hann með sjer prik eitt lítið, til jarteikna og fylgdu þvi munnleg skilaboð til gamals manns, er Wongo hjet, og átti heima við Kaledonflóa. En skilaboðin voru frá þremur sonum hans, er voru að af- plána margra ára þrælkunardóm, er þeir höfðu hlotið fyrir að drepa Japana einn árið 1933. En Thomson fór í leiðangur þennan 1935. Við flóa einn, þar austur með landi, hitti hann kynþátt þann, er austast býr, af þeim sem lifa í al- gjörðum friði við hvíta menii. Dvaldi Thomson þarna í nokkra daga . Stunduðu fruinbyggjarinr þarna sækúa og sæskjaldböku veiði. Næstu nábúar þeirra til austurs voru ibúar Woodaheyjar, þeir höfðu á sjer iit orð, og höfðu ekki alls fyrir löngu drepið 3 hvíta menn. Hjelt Thom- son skipi sínu til eyjarinnar, en þeir fundu þar enga menn, því eyjan er ekki nógu stór til þess að ibúarnir geti haft þar nóg viðurværi alt árið. Liðu svo þrjár vikur, að hann komst ekki í samband við frumbyggjana, og sá hann þó daglega reykina af eldum þeirra, inni á meginlandinu. Sendi hann menn iðulega í land að leita þeirra, en þeir voru varir um sig, því reynsla þeirra af hvítum mönnum hafði ekki verið góð. Hafði verið farið með einn þeirra, að nafni Takíara tii Darvinborgar, árið 1934, en honum hafði verið slept, en hann j)ó ekki komið aftur til átt- haga sinna. Loks komst Thomson að því, að aðalsetur þessa kynþátts var nokkuð upp með Koolatongfljóti, en það voru íbúarnir þar, sem áttu mestan hluta í óeirðum þeim, er höfðu gef- ið tilefni til fararinnar. Gæti hann komist í samband við þá á friðsam- legan hátt, svo hann gæti skýrt fyr- ir þeim hvað stjórnin ætlaðist til af þeim, hefði hann lokið aðal erindi sínu. Mannasiðir hjá frumþjóðum. Hann ákvað þvi að fara úr skip- inu, og halda gangandi til þeirra, svo þeir sæu, að hvíti maðurinn. sem var að koma til þeirra, þyrði að treysta þeim. Eftir langa göngu komu þeir Thomson til hleiðru frumbyggjanna, er var í lundi á lág- um hrygg, en fen til beggja handa. Höfðu þeir sjeð þá Thomson langt að, og höfðu safnast saman framan við hleiðruna og studdust fram á spjót sín. Thomson þekti sið þeirra, og vissi, að þeir álitu það hinn mesta dónaskap, ef gengið var alveg til þeirra. Hann ljet því menn sína MEÐAL HERSKÁRRA VILLIMANNA Þriggja ára dvðl meðal frum- byggja nema staðar 20 til 30 skref frá þeim, og standa þar hreyfingarlausa, eins og hinir gerðu. Eftir að báðir aðilar höfðu staðið þannig um stund, og atgerð þögn hafði ríkt, gengu tveir eða þrír gamlir menn í áttina til Thomson. Þeir voru vopnlausir og var svipur þeirra eins og ekkert Ástralfu. fullur friður var með þeim. Urðu þá skjót umskifti því hleiðrubúar þyrftust saman kringum þá, tóku við byrðum þeirra og báru þær inn i þorpið. Thomson segir, að hann sje ekki í vafa um, að sjer hafi verið svona vel tekið af því, að hann kunni siða- Höföinginn Wongo. kötlum, eða öðru járrii úr strönduð- um skipum. í tvo daga dvaldist Thomson lijá þeim, en síðan fluttist hann og all- ur hópurinn niður að ströndinm. Thomson setti tjald sitt hjá tjöldum þeirra, og sat á kvöldum við bát þeirra og skemti sjer með þeim. Segir hann að sá hálfi mánuður, er hann dvaldi þarna, sje skemtilegasti tíminn, sem hann liafi verið meðal frumbyggja. Kyntist hann vel svo að segja hverjum einstökum manni, og þótti þeir vera liarla ólíkir orðrómi þeim, er gekk af þeim. En þeir höfðu rænt skip, og drepið marga hvíta menn. Þóttist hann sjá, að slíkl stafaði af nokkru leyti af þvi að þeir höfðu fengið vonda reynslu af livítum mönnum, og ekki myndi hcppitegt að stjórna þeim úr 100 kin. fjarlægð, eða meira, því stjórn- endur gætu j)á lítið vitað tnn hagi þeirra. Frægur maður eða illræmdur. Nokkuð svipuð var koman tit flokks þess, er Wongo, sá er fyr var nefndur, var í. Hafði Wongo á sjer mjög ilt orð, sein vígamaður, bæði meðal hvítra manna og blakkra. Thomson sá á Wongo, þegar hann kom á móti honum, að liann var dálítið smeikur, þó hann reyndi að leyna því. Svipur hans var þó mik- ilfenglegur, en þó bar svipurinn einnig vott um lævísi. Síðar reyndi Thomson af honum, að hann gat verið gamansamur. Thomson skýrði honum frá að stjórn hvítu mannanna væri óánægð með framkomu hans, og annara frum hyggja á þessum slóðum. Wongo hlustaði á hann, án þess að láta sjer bregða, en brátt samdist vel með þeim. Nokkrum dögum seinna varð Wongo veikur, og var hann þa búinn að fá svo mikið álit á Thom- son að hann sendi eftir honum til þess að lækna sig. væri um að vera. En Thomson sá að þeir gerðu sjer hann upp. Eftir litla clvöl hófst samtal, en þó tregt i fyrstu. En svo kveykti einn af fylgd- armönnum Thomsons í pípu, og rjetti einum gamla manninum, með viðeigandi látbragði, og leið nú ekki á Iöngu áður en báðum var Ijóst, að reglur frumbyggjanna, og af því þeir sáu að hann var ekki vopnaði*-. Þarna voru saman komnir 150 rnanns. Allstaðar var fult af spjótum, og voru sum með tinoddi, en sum með oddi úr járni, og mátti á þess- um síðarnefndu sjá, að þau voru gerð úr brotum úr gömlum, gufu- Hafði. átt 23 konur alls. Wongo hafði verið kallaður höfð- ingi, eða konungur kynþáttarins, en eftir því sem Thomson segir, eru engir höfðingjar fyrir áströlsku kyn- þáttunum. Hinsvegar hafði Wongo náð miklum ráðum í landinu þarna í kring, og hafði alls eignast 23 kon- ur. Flestar voru þær enn á lífi, og mesta sæg átti hann af börnum, og áreiðanlega átti enginn stærri fjöl- skyldu en hann, í öllu Arnhemlandi. Einn daginn færði Thomson Wongo prikið, til jarteikna og skilaboðtn frá sonum lians. Það kvöld voru mikil hljóð í tjöldunum, eins og sið- ur var að viðhafa, þegar minst vár þeirra, sem dánir voru, eða lengi höfðu verið fjarvcrandi. En Wongo hafði víst ekki búist við að sjá aftúr syni sína né beyra frá þeim. Með þessum sama kynþætti var kona ein, kunn undir nafni því er bvítir menn höfðu nefnt hana, sem var Klara. Hún var ekki ættuð af þessum slóðum, en hafði verið á skipi með hvítum mönnum, en inn- bornir menn höfðu tekið hana hönd- um, og hún dvalist þarna siðan. Af því hún kunni dálítið i ensku, mynd- uðust þær sagnir, að hvít kona hefði verið í þessum hjeruðum, meðal innborinna manna. Var getið til, að hún hefði verið með eimskipinu Duoglas Mawson, er fórst fyrir mörgum árum í fellibyl á Karpent- aría-flóa. Höfðu miklar sagnir geng- io af því, að flest hryðjuverk, sem blökkumennirnir þarna höfðu framið væru gerð eftir ráðabruggi hennar. En þetta reyndist vera gersamlega U. F. Thomson meðal villimanna,

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.